Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 29
LISTIR
sögu sem nær yfir 15 ára tímabil,
frá því hún er 10 ára og endar þeg-
ar hún er 25 ára. Við ákváðum að
vera með tvær Sölkur og tvo Arn-
alda. Barnið og fullorðna einstakl-
inginn. En við ákváðum líka að
byrja sýninguna á því að fara inn í
hugarheim Sölku eldri. Á þeirri
stundu þegar hún er taka ákvörðun
um sitt líf gagnvart Arnaldi. Hún
tekur sér eina nótt til að gera upp
við sig hvað hún ætlar að gera við
þennan Arnald, manninn sem hún
elskar. Þessi aðferð gefur okkur
talsvert svigrúm því með því að
segja söguna sem upprifjun Sölku
sjálfrar getum við valið og hafnað
hvað hún man. Við getum þannig
réttlætt að nokkru leyti hvað birt-
ist, maður man ekki alltaf hver
sagði hvað og hvenær. Aðalpersón-
urnar sitja eftir og fleyta sögunni
áfram.“
- Stendurðu núna með þá sýn-
ingu í höndunum sem þú sást fyrir
þér í Finnlandi fyrir ári?
„Það hef ég ekki hugmynd um
lengur. Það eina sem maður getur
vonað er að þetta hafi heppnast.
Auðvitað er leikhúsvinnan frá því
að bókin er í hendi manns og þar til
maður grætur í hljóði eftir aðalæf-
ingu fólgin í því að elta innblástur-
inn og reyna að komast eins langt
með hann og hægt er.“
Draumur Maríu
Hér bætist leikkonan María Ell-
ingsen í hópinn, móð af hlaupum
eftir að hafa notað tækifærið til að
sinna barni sínu á milli strangra æf-
inga þessa síðustu daga. Hilmar
bendir á að María sé hinn eiginlegi
upphafsmaður þessa verkefnis en
ekki aðstandendur Hafnarfjarðar-
leikhússins. „Þetta verkefni er upp-
haflega draumur Maríu og það var
hún sem kom með það hingað til
okkar og bauð upp á samstarf. Sýn-
ingin er afrakstur samstarfs okkar
í Hafnarfjai'ðarleikhúsinu við Ann-
að svið, leikhús Maríu Ellingsen,"
segir Hilmar.
„Salka Valka gekk beint inn í
hjartað á mér þegar ég las hana
sem unglingur. Mér fannst við
Salka eiga margt sameiginlegt, ég
var með alltof langar lappir og vildi
helst bara ganga í buxum og lopa-
peysu niður á hné. Bókin ferðaðist
með mér hvert sem ég fór og þegar
ég var orðin leikari mótaðist þessi
hugmynd að mig langaði til að
koma henni á svið í nýjum búningi.
Þá kom auðvitað praktíska hliðin til
sögunnar, að finna peninga, og ég
leitaði til fyrirtækja í sjávarútveg-
inum um stuðning og ýmissa ann-
arra líka, en það eru margir útgerð-
ai'menn og -konur sem standa að
baki okkur og hafa styi’kt sýning-
una. Síðan fékk Annað svið styrk til
þessa verkefnis frá menntamála-
ráðuneytinu og með þetta kom ég
til Hilmars og bauð upp á samstarf.
Mér hafa þótt sýningar Hafnar-
fjarðarleikhússins gríðarlega
spennandi og langaði til að Salka
yrði sett upp í þeim stíl.“
Hilmar segir að fyrir Hafnar-
fjarðarleikhúsið hafi þetta verið
ómótstæðilegt tilboð. „Koma hing-
að með söguna og réttinn til að búa
til úr henni leikgerð undir hendinni
og hafa peninga í handraðanum
upp í sýningarkostnað. Við höfum
leitast við að hafa þetta svona og
fara í samstarf við aðra aðila, sem
eykur möguleika okkar. Við höfum
verið í samstarfi við aðra leikhópa
áður og einnig við Leiklistarskóla
Islands. Við höfum komið okkur
upp góðri leikhúsaðstöðu og það
eina sem okkur vantar er að eiga
nóg af peningum til að nýta aðstöð-
una til fulls. Þetta tilboð Maríu var
einnig í fullkomnu samræmi við
listræna stefnu okkar, sem er sú að
flytja ný íslensk leikrit og leikgerð-
ir.“
María gekk til liðs við Hafnar-
fjarðarleikhúsið er hún tók þátt í
sýningunni Síðasti bærinn í daln-
um, þar sem hún lék tröllskessuna.
„Ég var farin að sjá sýninguna á
Sölku fyrir mér hér í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu og undir stjórn Hilm-
ars. Með því að leggja saman gát-
um við gert þetta af þessari
stærðargráðu, sem er níu leikarar."
íslensk kona
Salka ástarsaga er fjórða upp-
færslan sem Annað svið stendur að.
Fyrsta verkefni leikhópsins var
Sjúk í ást haustið 1989, þá kom
Leikarar og
listrænir
stjórnendur
SALKA ÁSTARSAGA. Leik-
gerð Hilmars Jónssonar og
Finns Arnars Arnarsonar eft-
ir sögu Halldórs Laxness.
Leikarar: María Ellingsen,
Benedikt Erlingsson, Gunnar
Helgason, Magnea Valdi-
marsdóttir, Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Þrúður Vil-
hjálmsdóttir, Jóhanna Jónas,
Dofri Hermannsson, Jón Stef-
án Kristjánsson.
Leiksijóri: Hilmar Jónsson.
Leikmynd: Finnur Ai-nar
Arnarson.
Búningar: Þórann María
Jónsdóttir.
Tónlist: Margrét Örnólfs-
dóttir.
Lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsspn.
Förðun: Ásta Hafþórsdótt-
ir.
Framkvæmdastjóri: Ás-
laug Dóra Eyjólfsdóttir.
Svanurinn sem sýnt var í Borgar-
leikhúsinu og í fyrra voru fiuttir
þrír einþáttungar eftir Samuel
Beckett í Iðnó. „Það útheimtir al-
veg ofboðslega orku að finna fjár-
magn til að setja upp eigin sýningu
og maður hefur ekki orkuna nema
maður virkilega trúi á verkefnið.
Annars nennir maður því hreinlega
ekki.“
- Er Salka það draumahlutverk
sem þú taldir það vera?
„Það er sú áskorun sem ég bjóst
við að það yrði. Þetta hefur verið
svo skemmtilegt, allan tímann. Ég
fann stóran mun á því þegar ég
kom heim frá Ameríku, eftir að
hafa leikið þar amerískar týpur eða
útlendinga, að taka að mér hlutverk
Agnesar í kvikmyndinni. Það felst
gríðarlegur kraftur í því að standa
á sinni eigin jörð og leika sögu sem
sprettur úr okkar eigin jarðvegi.
Ég finn það sama í Sölku. Þetta er
mín saga, minn veruleiki."
Steinþór Bogesen
- Haldið þið að veruleiki Sölku
Lífíð er saltfískur. Fiskþvottur á Óseyri.
Völku, íslenskt sjávarþorp í kreppu
millistríðsáranna, sé ekki orðinn
býsna fjarlægur í dag?
„Mér hefur eiginlega þótt bein-
línis fyndið að vera að vinna í Sölku
Völku, sögu sem er skrifuð á þriðja
áratug aldarinnar, og heyra dag-
lega fréttirnar af Þingeyri, Ólafs-
firði, Breiðdalsvík og hvað þau
heita þessi þorp. Það sem maður
heyrir útgerðarmennina segja í
fjölmiðlunum núna er nákvæmlega
það sama og kapítalistarnir í Sölku
Völku era að segja. „Við hættum
bara að gera út og förum eitthvað
annað ef þið verðið ekki almenni-
leg,“ segja þeir. Auðvitað er þetta
ekkert fyndið. Þetta er blákaldur
veraleiki. Við spyrjum gjarnan
þegar farið er út í vinnu með verk
sem gerast í fortíðinni hvernig fólk
hafi verið þá. Svarið er ósköp ein-
falt. Fólk var nákvæmlega eins þá
og nú. Það hefur ekkert breyst. Það
eina sem breytist er að fjármagnið
skiptir um eigendur. Það er eina
breytingin." - „Steinþór tekur við
af Bogesen," bætir María við.
Gagngerar breytingar
Hafnarfjarðarleikhúsið hefur
tekið stakkaskiptum á undanförn-
um vikum en húsnæðinu hefur ver-
ið breytt og aðstaðan gjörbreyst til
hins betra. „Aðkoman fyrir leikhús-
gesti er mun skemmtilegri, nú er
gengið inn hafnarmegin í húsið og
þar era einnig næg bílastæði. Við
höfum fengið mikið viðbótarrými
fyrir framan sjálfan salinn, þar er
orðin mjög góð aðstaða fyrir áhorf-
endur, veitingasalur, miðasala og
skrifstofur. Með þessari breytingu
hefur aðstaðan að tjaldabaki einnig
batnað og búningsherbergi leikara
era nú aftan við sviðið í stað þess að
vera framan við það eins og áður
var,“ segii- Hilmar. „Hafnarfjarðar-
bær lagði okkur til fé til að standa
að þessum breytingum og við eram
mjög þakklát og ánægð með þann
velvilja sem við njótum hjá bæjar-
yfirvöldum." Það verður því
frumsýning í tvennum skilningi í
Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld, ný
og spennandi sýning í breyttu og
endurnýjuðu húsnæði.
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Leikfélagið setur
upp Rocky Horror
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Menntaskólans á
Egilsstöðum frumsýnir söngleikinn
Rocky Horror Show í Hótel Vala-
skjálf í kvöld. Höfundur verksins er
Richard O’Brien en söngleikurinn
var fyrst settur upp í London árið
1973.
Fjölmargir nemendur ME koma
að verkinu á einn eða annan hátt en
þeir sjá sjálfir um búninga, leik-
mynd, förðun, hárgreiðslu o.fl.
Með helstip hlutverk fara: Þor-
steinn Helgi Árbjömsson, Þórunn
Gréta Sigurðardóttir, Vígþór
Sjafnar Zóphaníasson, Þórður Ingi
Guðmundsson, Helga Jóna Jóna-
sdóttir, Oddný Ólafía Sævarsdóttir,
Ólafur Ágústsson, Sigurður Borgar
Arnaldsson og Björgvin Gunnars-
son.
Aðalheiður Borgþórsdóttir sér
um kórstjórn og Hafþór Snjólfur
Helgason um hljómsveitarstjórn,
en hann hefur auk þess útsett öll
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Á æfingu á Rocky Horror
Show hjá Leikfélagi ME. Þór-
unn Gréta Sigurðardéttir er í
einu aðalhlutverkinu.
lögin upp á nýtt. Leikstjóri er Guð-
jón Sigvaldason.
Leiðsögn
um sýning-
ar Haftaar-
borgar
NÚ stendur yfir málverka-
sýning Jóhönnu Bogadóttur
og Kristínar Þorkelsdóttur í
Hafnarborg og lýkur báðum
þessum sýningum mánudag-
inn 25. október. Listamenn-
irnir verða í Hafnarborg laug-
ardag og sunnudag og veita
upplýsingai- um verkin ef ósk-
að er kl. 12-18. Kristín verður
með leiðsögn um sýningu sína
kl. 14 og 16.30, báða dagana.
Sýning Jóhönnu Bogadótt-
ur í Aðalsal hefur yfirskriftina
„Frá Skeiðai'á til Sahara“ en
sýning Kristínar Þorkelsdótt-
ur, Ljósdægur, er sýnd í
Svemsasal, Ápótekinu, í
gangi og á kaffistofunni.
Hafnarborg er opin alla
daga, nema þriðjudaga, frá kl.
12-18.
ALFA ROMEO 146
Sportbíll og fjölskyldubíll í einum pakka en samt ódýr.
“ óvenjugaman að aka þessum bíl, ...virkilega sportlegur I meðförum,
...sérlegafáguðogsmekkleginnrétting” (S.H. DV 14.8 1999)
8ára ábyrgð á
gegnumtæringu.
Galvanhúðaður
Loftpúðar_______
ABS hemlar
Vél / hestöfl
4 diskahemlar
Stærð LxB
0-100 km/klst
Álfelgur________
Verð I Bretlandi
Verð á íslandi
Alfa Romeo 146
4
Já______
1.6 16v /120 hö
Já
4.26 x 1.71
10.Ö sek.
Já
1.736.000
1.570.000
BMW 316 Compact
1.6 8v/102 hö
4.21 x 1.69
10.7 sek.
1.743.000
1.948.000
Audi A 3
1.6 8v/101 hö
4.15 x 1.73
11.2 sek.
1.782.000
1.840.000
Ford Focus GHIA
4
Já
1.6 16v/100 hö
______Já_______
4.15 x 1.69
10,6 sek.
______Nei______
1.695.000
1.731.000
Istraktor ?o
BlLÁR FYRIR ALLA
smTð sTffo 2 g (TrðaT? sImi S 4 0 0 * 0 0