Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 30

Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Imyndað landslag á Islandi Norski listamaðurinn Patrick Huse sýnir ----7--------------------- nú á Islandi í annað sinn og viðfangsefni hans að þessu sinni er íslenskt landslag. Að hans mati ristir þó landslagslistin dýpra en flesta líklega grunar og hann telur að í raun séu þar til umfjöllunar sum erfíðustu við- fangsefni samtíðarinnar. Patrick telur að landslagsmálverkið sé hápólitiskt mál. Morgunblaðið/Ásdís „Þegar málarinn sýnir málverk sitt er hann að miðla siðferðileg- um og pólitískum skilaboðum," segir Patrick Huse. MYNDVERK Patricks Huse eru ólík flestu því sem við erum vön að sjá í íslenskum listasöl- um. Til að byrja með beitir hann erfíðri og tímafrekari tækni en al- mennt gerist nú til dags og því til viðbótar hefur hann valið sér til umfjöllunar eyðilegasta landslag sem hann gat fundið á hinu hrjóstruga íslandi. Sýningar Patricks hafa vakið mikla athygli í Noregi þar sem þær eru bæði fjöl- sóttar og umdeildar, og hann sýn- ir einnig víðar, meðal annars í Bandaríkjunum. Þetta er samt önnur sýningin sem Patrick held- ur hér á Islandi. „Ahugi minn á íslensku lands- lagi er niðurstaða úr langri rann- sókn. I raun hófst þetta þannig að ég þóttist sjá innra með mér eitt- hvert landslag sem mér fannst túlka það sem ég vildi segja. Síðan fór ég að leita að landslaginu sem ég sá í huga mér. Ég fann það fyrst á vesturströnd Noregs og sýningin sem kom til Hafnarborg- ar fyrir nokkrum árum var byggð á því. Svo sagði Odd Nerdrum við mig að ég yrði að fara til íslands. Ég gerði það og hér fann ég landslagið sem ég hafði séð fyrir mér. Það var eins og að koma -heim. Þetta var auðvitað tilviljun og ég hefði eflaust getað fundið svipað landslag annars staðar þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru svipaðar." Patrick segist hafa sérstakan áhuga á svæðum þar sem landið er að opnast eða rifna í sundur enda er yfirskrift sýningarinnar á Kjarvalsstöðum „Rifa“. Að baki þessu verkefni liggur mikil saga: „Ég hafði lengi unnið að því að reyna að fanga náttúruna í mynd- um mínum áður en ég fór að mála landslag. Fyrir mér lýtur lands- lagið ekki aðeins að hinu ytra um- hverfi heldur líka að öllum þáttum lífsins; við sjálf erum líka náttúra í vissum skilningi og mannsmynd getur túlkað náttúruna jafn vel og landslagsmynd. En með sýning- unni „Norrænt landslag" sem var hér á Islandi í Hafnarborg fannst mér að ég hefði fundið hugmynd- um mínum réttan farveg. Sú sýn- ing var hin fyrsta af þremur sem ég lít á sem eina heild. „Rifa“ er önnur sýningin í röðinni og nú er ég að vinna að þeirri þriðju sem verður opnuð árið 2001.“ Sýnir líka myndbönd Sýningum Patricks fylgja stór- ar bækur og Patrick segir að text- arnir og samvinnan við fræði- menn, gagnrýnendur og listfræðinga sé mikilvægur þáttur í úrvinnslu hugmynda sinna. Jafn- framt málverkunum sýnir hann líka myndbönd sem orðið hafa til á sama tíma og sýningin og fjalla um landslagið og úrvinnslu þess í myndunum, og á sýningunum eru líka textar, festir beint á veggi salarins, sem tengjast myndunum og hugmyndunum á bak við þær. „Markmiðið er að miðla hugmynd- um, að koma einhverju á fram- færi, og það getur verið býsna erf- itt nú á dögum þegar svo mikið af upplýsingum dynur á okkur allan daginn. Málverkið er í eðli sínu mjög hljóðlát list en getur þó miðlað miklu. Inntakið í sýningum mínum er hins vegar hugmyndin, ekki bara hið fagurfræðilega, og þess vegna beiti ég hvaða tækni sem mér þykir þurfa til að koma skilaboðunum frá mér. Þetta hef- ur stundum farið í taugarnar á þeim sem kenna sig við hug- mynda- eða konseptlist því þeir virðast telja að málarar eigi að halda sér við málverkið og að þeir sjálfir hafi einkarétt á að beita öðrum miðlum og blanda þeim saman. Málverkið er hins vegar ekki síður hugmyndalist en hvað annað og auðvitað beitir maður öllum ráðum til að koma því á framfæri sem maður vill miðla. Tæknin er mjög mikilvæg og það liggur mikil vinna á bak við myndir mínar. Sem málari þarf maður að geta túlkað hvað sem er í málverkinu og til þess þarf mikla tæknilega þekkingu. Ég nota yfir- leitt mörg litalög til að ná fram þeirri áferð og þeim áhrifum sem ég leita eftir, ekki „þurra og þekj- andi liti“ eins og einn gagnrýn- andi hér skrifaði um daginn. En tæknin er auðvitað ekki markmið í sjálfu sér heldur aðeins tæki til að koma frá sér hugmyndum, til að miðla einhverju til áhorfand- ans.“ Flókin listaverk geta verið torskilin og listamaðurinn verður að geta útskýrt þau ef með þarf. „Maður getur ekki ætlast til þess að fólk skilji verkin ef maður get- ur ekki útskýrt þau sjálfur. Lista- umhverfið nú á dögum er þannig að listamaðurinn þarf hvort eð er að geta talað um verk sín - út- skýrt þau fyrir safnstjórum, blaðamönnum og öðrum - og þess vegna þykir mér eðlilegt að byggja slíka útskýringu inn í sýn- inguna sjálfa. Þannig verður sýn- ingin að eins konar kennslutæki." Mikilvægt að rækta eigin garð Patrick telur það mikilvægt, ekki síst fyrir litlar þjóðir eins og Islendinga og Norðmenn, að rækta þá myndlist sem sprettur fram hjá þeim sjálfum. „Það er sterk tilhneiging til að fella alla myndlist í sama farveg, til að búa til eitthvað sem hægt sé að kalla alþjóðlega samtímalist, en slíkt getur aldrei fætt af sér merkileg verk og það er síst heppilegt til að kynna listamenn alþjóðlega. Það þýðir lítið fyrir okkur að senda listamenn til New York sem eru bara að apa eftir það sem þar er gert eða var gert fyrir nokkrum árum. Nýsköpun í listum verður ekki þar sem allir eru að keppast við að vera eins. Hún verður frek- ar í jaðrinum þar sem fólk leitast við að tjá sína eigin sérstöðu. Við eru öll ólík og list okkar á að end- urspegla það. Málverk er ekki pólitískt út af fyrir sig - það er bara málverk - en ákvörðun listamannsins þegar hann hefst handa við að mála er pólitísk eða að minnsta kosti sið- ferðileg ákvörðun og þegar hann sýnir síðan málverkið er hann að miðla siðferðilegum og pólitískum skilaboðum. Þetta felur í sér mikla ábyrgð og listamaðurinn verður að vera sér meðvitandi um þá ábyrgð sem hann ber. Þessi ábyrgð fellur líka á alla þá sem að umfjöllun um listina koma - blaðamenn, sýningarstjóra og gagnrýnendur - og að lokum er það áhorfandinn sem endanlega meðtekur verkið og tekur við þeim skilaboðum sem það ber.“ Nýjar bækur • HEIMSINN ervísindaskáldsaga eftir Gregory Benford, í þýðingu Björns E. Árnasonar eðlisfræðings. Bókin heitir á frummálinu Cosm. I fréttatilkynningu segir að bókin sé af „harðara taginu“ og gerist á árinu 2005. Eitthvað fer úrskeiðis í tilraun öreindafræðings, ungrar og brussulegrar vísindakonu, með úran við nýjasta og öflugasta háorkuhr- aðal Bandaríkjanna við Brookhaven á Long Island eyju. Þá kemur fram afar torkennilegur hlutur, gljáandi kúla á stærð við körfubolta. Kúlan reynist enn undarlegri en nokkurn gat órað fyrir og þegar vís- indakonan fer að rannsaka kúluna fær hún að kenna á óvild fjölmiðla, vísindasamfélags, ríkisvalds og jafti- vel kirkju og trúarhópa. Gregory Benford er þekktur pró- fessor í stjarneðlisfræði við Kali- fomíuháskóla í Irvine í Banda- ríkjunum. Bókin kom út í Bandaríkjunum í fyrra. Útgefandi er Hávellir ehf. Bókin er 334 bls., unnin í Birti fjölmiðlun og Prentsmiðjunni Odda ehf. Verð 3.480 kr. • LAND birtunnar er Jjósmynda- bók með myndum Hauks Snorra- sonar ljósmyndara. Landlýsing er eftir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing. Haukur lærði ljósmyndun hjá Skyggnu Myndverki ehf. í Reykja- vík. Hann hefur starfað við ýmis sérverkefni sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Aðaláherslan hefur verið á landslagsmyndatökur sem tengjast áhuga hans á útivist í ís- lenskri náttúru. Myndir Hauks hafa m.a. birst í ýmsum auglýsingum, bókum, blöðum og á almanökum. Haukur tileinkar foreldrum sín- um, Nönnu Snorrason og Snorra Snorrasyni, þessa bók. Ávarp í bókina ritar hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands. Útgefandi er Snerruútgáfan ehf. Bókin er 132 bls., í stóru broti, og kemur út á ensku, þýsku, frönsku og spænsku auk íslensku. Verð allra bókanna er 4.995 kr. -------♦ ♦ ♦------- Jónas Ingi- mundarson í Hafnarkirkju JÓNAS Ingimundarson leikur á píanótónleikum á Höfn, Hafnar- kirkju, kl. 15 á sunnudag. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Beethoven og valsarnir eftir Chop- in. Jónas leikur sónötuna sem Beet- hoven samdi ungur að árum og þá síðustu sem hann samdi fimm árum fyrir andlát sitt. Nýlega kom út hjá Japis geisla- plata með leik Jónasar á dönsum Chopins, þ.e. pólónesum og mazúrkum. Halla Har. Ástin blómstrar í Síam sýnir í Kirkjuhvoii HALLA Haraldsdóttir opnar sýn- ingu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag. Þar sýnir hún olíumálverk, vatnslita- og akrílmyndir ásamt glerverkum. í fréttatilkynningu segir að við- fangsefnið í myndum Höllu sé ís- lensk náttúra, fólkið og mannlífið. Halla stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Islands. Hennar aðalkennari þar var listamaðurinn Erró. Halla fór síðan í kennara- deild skólans. Hún stundaði nám í Danmörku hjá kunnum dönskum listmálara og leiðbeinenda, Sören Edsberg, og frá 1978 hefur hún verið af og til fyrst við nám og seinna störf á hinu virta gler- og mosaikverkstæði Dr. H. Oidtmann í Þýskalandi og námskeið hjá Vin- ery Stained Glass Studio, Madison, USAárið 1995. Halla hefur haldið yfir tuttugu Verk eftir Höllu Haraldsdótt- ur sem sýnir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. einkasýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Sýningunni lýkur 7. nóvember. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. KVIKMYNDIR S a m b í ó i n KÓNGURINN OG ÉG ★ ★% Leikstjdrn: Richard Rich. Handrit og söngvar: Rodgers og Hammer- stein. Aðalhlutverk ísl. útg.: Þórunn Lárusdóttir, Egill Ólafsson, Þór- hallur Sigurðsson, Grímur Gísla- son, Arnar Jónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Warner Bros. 1999. SÖNGLEIKURINN Kóngurinn og ég sló í gegn fyrir tæpri hálfri öld á sviði og á hvíta tjaldinu. Nú hefur leikurinn verið endurtekinn á Broadway, en hins vegar er spurning hvort kvikmyndin, sem nú er teiknimynd, muni njóta jafn mikilla vinsælda og sú fyrri. Sagan segir frá Önnu, breskri kennslukonu og ungum syni henn- ar Lúlla, sem halda alla leið til Síam til að kenna börnum kóngsins vestræna siði. Kóngabörnin eru átta, og krónprinsinn sem er langt- um elstur fellur fyrir vinnustúlku rétt eins og kóngurinn fyrir kennslukonunni og eru þessar landamæralausu ástarsögur meg- inþema myndarinnar. Ég man ekki nákvæmlega eftir myndinni frá 1956, þar sem Yul Brynner og Deborah Kerr skeyttu skapi sínu hvort á öðru milli þess að svífa saman um dansgólfið, og veit ekki hvort nákvæmlega er far- ið eftir því handriti hér. Mér finnst handritið ekki nógu hnitmiðað, frekar eins og valin atriði hafi ver- ið sett saman og rökræn framvinda látin lönd og leið. Ég býst fullkomlega við að Warner Bros. hafi ætlað þessari mynd að höfða til barna, líkt og fyrri mynd þeirra The Quest for Camelot, Disney-myndirnar og Anastasía. Mér finnst þessi saga ekki nógu gott val, þar sem hún fjallar um tilfinningar fullorðinna og hefur ósköp litla skírskotun í heim barna. I myndinni eru heill hellingur sætra síamískra kónga- barna, en þau eru aukapersónur; áhorfendur kynnast þeim ekki, vita ekki einu sinni hvað þau heita. Ef hún á að höfða til fullorðinna, þyrfti að vinna hana og kynna öðruvísi. Þannig að þó myndin sé að mörgu leyti vel gerð missir hún eiginlega marks. Handritið er ekki alveg nógu vel þýtt, og það er heldur pirrandi hversu mismálhaltar síamísku persónurnar eru frá einu atriði til annars. íslenska hljóðsetningin er mjög vel unnin, sem endranær, þar sem Laddi fer á kostum í hlutverki Lilla. Stjarna myndarinnar er samt Þórunn Lárusdóttir sem leik- ur og syngur fyrir Önnu og gerir það með eindæmum vel. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.