Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 55 BRÉF Húrra fyrir vís- indunum Frá Svavari Knúti Kristinssyni: KÆRU lesendur. Ég hef undan- farið fylgst grannt með skoðana- skiptum um eðlileika samkyn- hneigðar í Morgunblaðinu okkar landsmanna, og ég veit ekki alveg hvað ég á að halda. Miklir andans menn hafa skrifað stórorðar og margorðar greinar um hvað sam- kynhneigð er viðbjóðsleg, óeðlileg og hreint og beint óæskileg í mann- legu samfélagi og svo ekki sé minnst á það hvað guði finnst þetta hrikalega pirrandi ávani hjá þess- um greyjum. Svona eins og að bora í nefið eða klóra sér í óæðri endan- um. Menn hafa sagt að þrátt fyrir ítrekaða leit hafi ekkert „hommagen" fundist og því þætti „sannað" að samkynhneigð væri ekki arfgeng. Þá fór ég sisona að hugsa hvort einhverjir sænskir eða svissneskir akademíuvísindamenn hafi sest niður með hóp af hársker- um og fatahönnuðum öðrum megin og síðan trukkabflstjórum og gröfuköllum, ekki það að ég hafi neitt á móti gröfuköllum, hinum megin og tekið blóðprufur og greint. Er virkilega í gangi einhver skipuleg leit að „hommageninu" og hvers vegna í bévítanum vilja menn vera að finna það? Til að geta sagt væntanlegri móður að barnið hennar muni fæðast með „erfðagalla" sem muni valda sam- kynhneigð og mæla með fóstureyð- ingu? Jaðrar það ekki við einhvers konar Hitlersnasisma? Eða kannski til að geta þróað bóluefni gegn samkynhneigð? Úff, við erum komin út á hálan ís þar. Svo hefur víst guð blessaður heldur aldrei fundist í smásjá, stjömukíki eða petriskál. Þykir þá ekki sannað að hann sé ekki til? Mér finnst þetta allt hálfafkáraleg rök. Hinn punkturinn sem ég rakst á í þessu leiðindamáli er sá að nú sé hægt að „afhomma“ þennan skrfl og senda í meðferð. „Af- hommun" ku jú vera raunverulegt fyrirbæri. Hún byggist á aðferð sem kölluð er skilyrðing og felst í því að styrkja vissa hegðun með annaðhvort neikvæðum eða já- kvæðum styrkingum (t.d. með því að gefa viðkomandi rafstraum í hvert sinn sem hann æsist við að sjá nakinn karl en gefa honum banana í hvert sinn sem hann sýn- ir viðbrögð við kvenmannslík- ama). Það er víst hægt að breyta hommum í beinteina. En með sömu aðferðum er líka hægt að lækna lofthræðslu, breyta gall- hörðustu kvennabósum í örgustu homma og telja fólki trú um að það sé appelsína svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi aðferð þykir mjög viðkvæm og ef henni er mis- beitt er hún kölluð heilaþvottur, sem er einmitt það sem vissir sér- trúarsöfnuðir eru þekktir fyrir að gera við fórnarlömb sín. Þá þarf oft að kalla til afþvottamann til að snúa við skaðanum og ná viðkom- andi aftur í samband við fjöl- skyldu sína. Sú þjóðsaga að hommum sé hægt að snúa til „betra“ lífs getur vel verið sönn, en það verður aldrei gert án þess að svipta þá mannlegu eðli sínu og frelsi, og það eru aðferðir sem einungis sæma nasistum, komm- únistum og framsóknarmönnum og ekki vil ég við það borð sitja. Eg vil þess vegna mæla með því að fólk hætti að skrifa um hluti sem það hefur enga reynslu eða þekkingu á, og kynna sér þá frek- ar áður en fullyrðingarnar byrja, svo að við fáum bæði upplýstari umræður og áhugaverðari að- sendar greinar í Moggann okkar allra. SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON, kerfisfræðingur, Lönguhlíð 19, Reykjavík. Hafnarfjarðarkirkja Safnaðarstarf Dægurlaga- kvöldmessa í Hafnarfjarð- arkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kemur, 24. október, fer fram dægurlaga- kvöldmessa í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Sr. Þórhild- ur Ólafs þjónar sem prestur við messuna. Hjartarbandið sem Hjörtur Howser, hljómborðsleik- ari, stýrir leikur þá sígild lög eftir Bítlana og Simon og Garfunkel, ásamt léttri trúartónlist. Gunnþór Ingason og fjöllistamennirnir Da- víð Þór Jónsson og Omar Ragnars- son hafa þýtt textana. Með því að flytja þessi lög í kirkju með áhrifa- ríkum boðskap sínum kemur glöggt fram hve hrífandi og inni- haldsrík þau eru og fá miðlað sann- indum og fögrum lífsgildum krist- innar trúar. Hjartarbandið skipa auk Hjartar, Sigrún Eva Ármanns- dóttir, söngkona, Eysteinn Ey- steinsson, slagverksleikari, Gunn- þór Ingason, munnhörpuleikari, Jens Hansson, saxófónleikari, Ingi- mundur Óskarsson, bassaleikari, og Þröstur Þorbjörnsson, sólógít- arleikari. Anægjulegt væri að sem flest fermingarbörn og fjölskyldur þeirra kæmu í dægurlagakvöld- messuna á sunnudaginn kemur. Fyrr um daginn fer fram guðs- þjónusta í kirkjunni á venjulegum messutíma kl. 14. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar við hana. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arpresta og djákna. Kærleiksmál- tíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyiTðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Ailir hjartanlega velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Héraðs- presturinn verður með spennandi innlegg fyrir feður jafnt og mæður. Keflavíkurkirlga. Námskeið fyrir hjón og sambýlisfólk í Kirkjulundi. „Að gera erfitt hjónaband gott og gott hjónaband betra“. Um sam- skipti, tjáskipti og tilfinningar sam- býlisfólks. Umsjón Stefán Jóhanns- son, M.A., fjölskylduráðgjafi. Skráning fer fram í síma 553 8800 og 553 9040. Dagskráin verður að nokkru leyti sniðin að þörfum þátt- takenda samkvæmt mati þeirra á föstudagskvöldinu. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega veikomnir. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Val- geir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Finn Éckhoff. Rubinsthn Áhrifarík „andlitslyfting" án skurðaðgerðar Face Sculptor með Pro-Phosphor Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. En í dag nólgumst við það með Face Sculptor serumi-kremi og augn- kremi. Pro-Phosphor örvar nóttúrulegan fosfór líkamans til að styrkja grunn húðarinnar. Samtím- is strekkja mótandi efni ó yfirborði húðarinnar. Arangur: Tafarlaus strekkjandi óhrif og dag fró degi verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Askja með 30 ml serumi, 15 ml kremi og 3 ml augnkremi. Verð kr. 4.925. Raunverðmæti með kaupauka kr. 7.150. Askja með 15 ml augnkremi, 5 ml serumi og 15 ml kremi. Verð kr. 3.100. Raunverðmaeti með kaupauka kr. 5.520. Revkiovik oq nóqrenni: Androrro, Hofnarfirði. Ársól, Efstolondi. Bylgjon, Kópavogí. Clora, Kringlunni. Fíno, Mosfellsbæ. Hygea, Kringlunni og Laugovegi. Libio, Mjódd. Soro, Bonkostrætí. Sigurboginn, lougovegi. Snyrtivöruverslunin, Glæsibæ. Lonitð: Bjorg, Akronesi. Clossic, Keftovík. Hilmo, Húsovík. Hjó Mon'u, Amoró, Akureyri. Miðbaer, Vestmannoeyjum. Krismo, Isafirði. SIEMENS Haust-Búhnykkur! KG 26V20 KG 31V20 Berðu saman verð, gæði og þjónustu! 198 I kælir, 65 I frystir. Hxbxd = 150x60x64 sm. KG 36V20 235 I kælir, 105 I frystir. H x b x d = 186 x 60 x 64 sm. 198 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd = 170x 60 x 64 sm. 61.900 fcr. stgr. 65.900 fi^v stgr. 69.900 fcr. mstgr. I NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.