Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 60
/«0 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga gaman-
myndina „Bowfínger“ með Steve Martin og Eddie Murphy í
I aðalhlutverkum undir leikstjórn Franks Oz_
• • ______________
Orþrifaráð Bowfingers
BOBBY Bowfínger (Steve
Martin) dreymir um að vinna
með þeim stóru í Hollywood
sem framleiðandi og leikstjóri og
einsetur sér að gera síðustu tilraun-
ina til þess að slá í gegn. Hann ræð-
lir til sín tæknimenn héðan og þaðan,
heldur lánlausan lýð, og með þeim
ætlar hann að gabba eina skærustu
stjörnu kvikmyndanna til þess að
fara með aðalhlutverkið í einstaklega
ódýrri mynd eftir sig.
Þannig er sagan í gamanmyndinni
„Bowfmger", sem Háskólabíó hefur
tekið til sýninga, með þeim Steve
Martin og Eddie Murphy í aðalhlut-
verkum en þeir hafa ekki leikið sam-
an í bíómynd áður. Leikstjóri er
Frank Oz (Inn og út) en Martin ger-
ir handritið sjálfur. Með önnur hlut-
verk í myndinni fara Heather Gra-
ham, Robert Downey og Terence
Stamp svo nokkrir séu nefndir.
Steve Martin fékk hugmyndina að
- Á»Bowfinger“ fyrir um áratug síðan
og hann var ekki nema nokkra mán-
uði að ljúka handritinu. „Ég vildi að
áhorfendur skildu hvað væri að ger-
ast í myndinni án þess endilega að
þekkja til kvikmyndaiðnaðarins," er
Eddie Murphy og Steve Martin leika saman í fyrsta skipti í gaman-
myndinni „Bowfinger".
haft eftir gamanleikaranum. „Við
framleiðandinn Brian Grazer vildum
ekki endilega að handritið væri
háðsádeila á Hollywood. Við vildum
bara að hún væri skemmtileg og ég
skrifaði handritið með það í huga
fyrst og fremst."
Framleiðandinn Grazer tekur í
sama streng: „Þótt myndin gerist í
Hollywood hefur hún í rauninni ekki
mikið með draumaverksmiðjuna að
gera. Hún fjallar meira um almenn
gildi og markmið sem menn setja
sér.“
Martin og leikstjórinn Frank Oz
hafa áður unnið saman við þrjár bíó-
myndir, Litlu hryllingsbúðina, „Dir-
ty Rotten Scoundrels" og „Hou-
Frumsýning
Heather Graham í hlutverki
sínu í „Bowfinger".
sesitter“. „Það er erfítt að finna leik-
stjóra sem skilur gamanleik nógu vel
til þess að hlæja og hræðist ekki efn-
ið,“ segir Martin. „Frank skilur að
eitthvað getur verið fyndið án þess
að maður hafí hugmynd um hvers
vegna.“
Eddie Murphy fer með tvö hlut-
verk í myndinni. Hann leikur ofur-
stjörnuna Kit Ramsey og heldur
ólánlegri bróður hans, hinn treggáf-
aða Jiff. „Ég hafði mjög gaman af
handriti Martins og það eykur á
gamanið fyrir mig að fá að fara með
tvö hlutverk." Kit er aðalnúmerið í
mynd sem hann veit ekki að hann er
í. „Fólk í ljótum búningum sem fer
með óskiljanlegar setningar nuddar
sér upp við hann. Hann veit ekki að
það eru leikarar. Þetta eru mjög
fyndnar kringumstæður í gaman-
mynd.“
Myndin fjallar um það að koma sér
áfram í Hollywood. „Bowfinger verð-
ur að svindla til þess að koma sér
áfram og það er það sem hann gerir,
ekki aðeins sjálfs sín vegna heldur
líka félaga sinna, sem treysta á hann
og vona það besta,“ segir Martin.
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga þýsku
spennumyndina Hlauptu, Lóla, hlauptu eftir leikstjórann
____Tom Tykwer með Franka Potente í aðalhlutverki._
Lóla tekur til fótanna
Frumsýning
MÁGLÆPAMAÐURINN
Manni (Moritz Bleibreu)
starfar fyrir valdamikinn
mafíósa. Manni er aðeins ómerkileg
senditík en er harðákveðinn í að
vinna sig upp í undirheimunum. Hann
á pönkaða, rauðhærða kærustu, sem
heitir Lóla (Franka Potente).
Dag einn er Manni svo óheppinn
að gleyma skjalatösku með 100.000
(.nörkum í neðanjarðarlest eftir vel-
heppnuð dópviðskipti. Hann er dauð-
ans matur ef hann skilar ekki
mafíósanum peningunum og hringir
í Lólu og biður hana að koma sér úr
klípunni með því að bjarga sér um
100.000 mörk. Annars neyðist hann
til þess að ræna banka til þess að
koma sér út úr ógöngunum. Hún
hefur ekki nema tuttugu mínútur
upp á að hlaupa og tekur þegar til
fótanna.
Höfundur myndarinnar, Tom
Tywker, sýnir áhorfendum þrjár
mismunandi útgáfur af björgunar-
leiðangri Lólu eins og þeir þekkja
sem sáu myndina á Kvikmyndahátíð
í Reykjavík í sumarlok. Myndin hef-
ur nú verið sett á almennar sýningar
í Stjörnubíói.
„Það byrjar alltaf með myndskeið-
um sem ég sé fyrir mér,“ segir leik-
stjórinn Tywker aðspurður hvernig
hann hafí fengið hugmyndina að
Hlauptu, Lóla, hlauptu. „Ég fæ
myndir í hausinn og fínn þörf til þess
að búa til sögu í kringum þær og loks
bíómynd. Þegar ég fékk hugmyndina
að Hlauptu, Lóla, hlauptu sá ég fyrir
mér konu á hlaupum. Ég held að
flesta kvikmyndagerðarmenn
dreymi um að byggja upp togstreitu
og spennu. Þess vegna held ég að
hasarmyndir séu svona vinsælar;
vegna þess að kvikmyndir geta gefíð
í skyn hraða með einstökum hætti.
En kvikmyndir geta líka miðlað til-
fínningum. Maður á hlaupum getur
sameinað þetta tvennt; spennu og til-
fínningar. Ég vildi klófesta áhorf-
endur með Lólu og fá þá með mér í
æsispennandi skemmtiferð. Ég vildi
hraðan, villtan eltingarleik og afleið-
ingarnar sem hann hefur."
Hlauptu, Lóla, hlauptu er þriðja
mynd Tywkers og þótt myndir hans
séu ólíkar segist hann þekkja sjálfan
sig í hverri og einni þeirra.
Hann er fæddur í Wuppertal árið
1965 en býr í Berlín þar sem
Hlauptu, Lóla, hlauptu gerist. Hann
hefur alla tíð verið mikill bíóáhuga-
maður og gerði sína fyrstu Super - 8
mynd þegar hann var ellefu ára.
Hann starfaði sem bíóstjóri, vann við
handrit og fjallaði um nokkra uppá-
haldsleikstjóra sína fyrir þýskt sjón-
varp, þar á meðal Aki Kaurismáki,
Wim Wenders, Peter Greenaway og
Lars von Trier.
„Það skiptir ekki máli hvort þessi
mynd gerist í Peking, Helsinki eða
New York,“ segir hann. ,_,Aðeins
sögusviðið mundi breytast. Ég held
að allir, og þá meina ég allir, geti
fundið sig í Lólu.“
aw
Hættu að raka á þér fótlegginal
Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus og fljótleg
aðferð sem skýrir vinsælair One Touch á íslandi í 12 ár.
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið
það síðan afmeð rökum þvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður tnjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Margra ára reynsla segir sína sögu!
Fæst í apótekum og stórmörkuðum.
Sensitive
■tÍr
iðkvæma
húð
Bikini
fyrir
„ínkini"
svæði
m:
Stutt
Seldi
eskimóa
ísskáp
JIM Moran lést á mánudag
91 árs að aldri en hann átti
engan sinn líka þegar kom að
því að vekja athygli á vörum,
kvikmyndum frá Hollywood
og sjálfum sér. Að selja eski-
móa ísskáp? Moran ferðaðist
til Alaska og gerði nákvæm-
lega það fyrir ísskápafram-
leiðanda. Að skipta um hest í
miðri á? Moran gerði það í
forsetakosningunum árið
1944 í Truckee-ánni í Reno.
Að unga út strútseggi undir
strútsfjöðrum? Það tókst
honum árið 1946 og var engin
tilviljun að á sama tíma gaf
hann út metsölubókina „Egg-
ið og ég“ sem átti eftir að
verða gamanmynd með
Claudette Colbert. Þegar
framleiðendum sýningarinn-
ar Fanny á Broadway tókst
ekki að draga til sín áhorf-
endur sneru þeir sér til Mor-
ans. Hann setti simpansa í
bílstjórasætið á breskum
leigubfl með nafn söngleiks-
ins á skottinu og ók bflnum
sjálfur úr aftursætinu um
Manhattan. Ljósmynd af við-
burðinum birtist í tímaritinu
Life.
Hér sést auglýsing Monicu
Lewinsky í blaðinu sem
ætluð var Clinton forseta.
Ekki hægt
að vita allt
FJÖLMARGIR reyndu að
fara inn á nýja vefsíðu al-
fræðiorðabókarinnar Encyc-
lopaedia Britannica eftir að
aðgangur var leyfður öllum að
kostnaðarlausu á slóðinni
www.britannica.com. Var
þetta liður í að stokka upp
ímynd fyrirtækisins en á síð-
unni er að finna innihald 32
binda útgáfu alfræðibókarinn-
ar, nýjustu fréttir Washington
Post, tímaritagreinar og sögu-
legan fróðleik, auk auglýsinga
sem hin 231 árs gamla útgáfa
hyggst hagnast á. En það fór
illa fyrsta daginn þegar 12 til
15 milljónir reyndu að komast
inn á slóðina því móðurtölvan
fraus, áhugasamir netverjar
komust ekki inn á síðuna og
þurfti fyrirtækið að biðjast af-
sökunar. Það er víst ekki
hægt að vita allt.
Draumur
sælkerans
DRAUMUR sælkerans og
martröð tannlæknanna á sér
stað í heila viku í súkkulaði-
borginni Perugia þar sem
haldin er „Evrósúkkulaði"-
hátíðin og er hún tileinkuð
súkkulaði í öllum sínum fjöl-
breyttustu myndum. Á tísku-
sýningu í „Sweet Tooth“-leik-
húsinu eru sýndir kjólar inn-
blásnir af súkkulaði, lista-
menn mála með bráðnu
súkkulaði og göturnar breyt-
ast í sagnamusteri súkkulað-
is. Mesta athygli vekur jafnan
risastór súkkulaði- og kara-
mellukonfektmoli á Cedrinco-
básnum sem vegur rúmt
tonn.