Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 64
jj?4 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi, sími 530 1919 HK DV | UNGFRIJIN GOÐA 0GHUSIÐ Bandariski Ijósmyndarinn Nan Goldin flytur verkið The Ballad of Sexual Dependency i sal 2. Verkið hefur vakið heimsathygli og verið sýnt á mörgum helstu listasöfnum og listahátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér er um stór- viðburð að ræða sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðeins þessar tvær sýningar. ílLtfvtr ílfxntxi iUlins.u Mnn*ýray Gfitxfc líofmnkm MAHIR GUASIRAY BENNY GEREDE BAtTASAR KORMÁKUR Stórmynd bytjrjö á sögu Halldórs Laxness + * HASKOLABIO HASKOLABIO Miskunnarlauau Blygðunarlausir Klækjóttir EDDIE MURPHY Þeir svíkja, svindla og stela en meina vel Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 11. SAMMíHfa .S4MB>ðgii SAmÆk NÝTT OG BETRA' Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 UD(( [1 I l L I 5 ★ ★★ ÓFE Hausverkur 1/2 ★ ★★ 1/2 Kvikmyndir.is ★ ★★★ ★★★ 87*7 Mbl Dv\ TRt SlXTH jíHH j 1 ÖTT A ýklLmuGARVITII Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.u2. úSHDIGrTAL Kl. 4.40, 6.45, 9 og 11.15. b.í. ie. sniDiGrrAL www.samfilm.is NAN Goldin hóf að taka ljós- myndir aðeins fimmtán ára að aldri, en ferill hennar sem ljósmyndara spannar nú um þrjátíu ár. I kvöld er litskyggnu- sýning hennar Ballaðan um kyn- ferðislega undirgefni, eða „Ballad of Sexual Dependency", sýnd í Há- skólabíó og verður sýningin endur- tekin klukkan þrjú á laugardag. Sýning á verkum Goldin hefur wjtaðið yfir í Listasafni íslands í nokkurn tíma en henni lýkur núna á sunnudag. Goldin þykir afar persónulegur Ijósmyndari enda er yrkisefnið vinahópurinn, sjálfsmyndir og tímarnir sem hún hefur lifað. Tal- að hefur verið um að Goldin hafi hafið tækifærismyndina á æðri stall, en þegar hún byrjaði að taka myndir voru fáir ljósmyndarar, ef nokkrir, í Bandaríkjunum að beina linsunni jafn óvægið að sjálfum 'sér og sínu lífi. „Eg hef »terka þörf fyrir að halda í minn- ★ngar mínar og ljósmyndirnar eru aðgangur minn að fortíð minni, mínu lífi. Tækifærismyndin er í mínum huga hreinasta tegund ljósmyndar sem til er því að baki henni liggur svo mikil ást.“ -Ertu með Ijósmyndunum að skjalfesta líf þitt svo enginn geti mireytt því síðar? niaöi ntskyggnuröð sinni „Ballöðunni um kynferðislega undirgefni“. Dóra Osk Halldórsdóttir hringdi í listakonuna og spjallaði við hana um líf í ljósmyndum. „Það er endalaust verið að end- urskrifa allt í Bandaríkjunum og sögur, jafnvel ævisögur vina minna, hef ég séð í gegnum tíðina taka umskiptum þegar aðrir fara að segja þær. Eg vil stjórna minni eigin sögu. Og ljósmyndir mínar ljúga ekki. Eg er hugsanlega eini ljósmyndarinn í Bandaríkjunum sem trúir að ljósmyndun sé sönn, því hérlendis er mun algengara að aðstæður, jafnvel tilfinningalegar aðstæður, séu búnar til. En fyrir mér getur tilfinningalegt gildi ljós- myndar verið mun meira en skráðra orða, en aðeins ef ljós- myndin er sönn.“ - Geta sviðsettar ijósmyndir ekki haft jafn mikil áhrif og þær sönnu, alveg eins og skáldskapur getur stundum verið sannari en raunveruleikinn ? Að búa til skáldaða sögu, eða skáldaða ljósmynd er alltof öruggt fyrir minn smekk. Lífsháskinn er sniðgenginn og höf- undurinn er fjarlægur. Fyrir mér er sú aðferð ekki sönn því þá vant- ar möguleikann á því að skynja viðfangsefnið á raunverulegan máta, finna að fólkið á myndunum er af holdi og blóði, manneskjur sem hafa lifað þann veruleika sem myndin sýnir.“ Goldin segir að vissulega opin- Ein af eldri sjálfsmyndum Nan Goldin. beri hennar sjálfsævisögulega nálgun líf hennar sjálfrar, án fegr- unar, án upphafningar - sýni lífíð eins og það er. „Þegar ég horfi á nýlega mjmd af atburði sem hefur reynst mér þungur í skauti getur það verið mjög erfitt og minning- arnar orðið of sárar. En þegar fjarlægðin og sjónarhornið breyt- ist er upplifunin jákvæðari. Margir vina minna hafa látist á undan- förnum árum og með myndum mínum af þeim held ég minning- unni lifandi.“ Ainæmi hefur sett mark sitt á vinahóp Goldin. „Aðeins fjórir vina minna sem ég kynntist á sjö- unda áratugnum eru ennþá á lífi,“ segir Goldin sem rétt rúmlega fer- tug hefur upplifað hluti sem flestir tengja við ævikvöldið. „Núna eru margir af ungum vinum mínum smitaðir. Þessi faraldur virðist engan enda ætla að taka,“ segir hún lágri röddu og ræskir sig. egar myndir Goldin eru skoðaðar sést að í mörgum þeirra notar hún sterka og ákveðna liti til að undirstrika til- finningalega stemmningu augna- bliksins. „Ef tala mætti um lita- spjald þá er mitt litaspjald með / 1 • / Bandaríski ljósmyndarinn Nan Goldin landsins í dag til að fylgja úr O 4* ýktum litum því þannig skynja ég lífið. Sterkt. I nýrri verkum mín- um nota ég liti og ljós ennþá meira.“ - Nú er raunsæi áberandi í myndum þínum, raunsæi sem mörgum þykir erfitt og áleitið. Fólk segir við mig að því þyki myndirnar mír.ar lýsa erfið- um og skuggalegum hliðum tilverunnar, en þá velti ég fyrir mér hvernig lífi þau lifi eiginlega? Eg og vinir mínir höfum lifað lífi sem er oft og tíðum mjög sárs- aukafullt, og stundum mjög ham- ingjuríkt. Ég veit ekki til þess að neinn fái að lifa heila ævi án þess að finna til sársauka eða upplifa erfiðleika.“ -Eldri verk þín einkennast af innilokunarkennd. Myndirnar eru teknar í litlum eldhúsum, baðher- bergjum... „Já, ég fór ekki mikið út á þeim tíma.“ ... en nú virðist meira dagsljós í myndunum þínum. „Já, ég kann betur við náttúruna í dag. Hún er ekki lengur eins og framandi póstkort sem hefur enga merkingu.“ Goldin segir að í litskyggnu- röðinni sem hún sýnir nú í fyrsta skipti hérlendis séu nærri 700 ljósmyndir. „Ég byrjaði á þessu verki árið 1981 og nota tónlist til að segja sögu mynd- anna. Tónlistin hefur breyst á þessum tíma en frá árinu 1987 hefur sama tónlistin sagt sögu myndanna. Það eru fjörutíu lög í verkinu og textar þeirra skipta sköpum við upplifun þess. Ég hef valið myndirnar mjög nákvæm- lega, en allar fjalla þær um sam- skipti kynjanna; hvers vegna það sé svona erfitt að vera saman. Kynlíf getur verið fíkn, en allir þarfnast þeirrar nálægðar við aðra manneskju sem kynlíf veitir. Hins vegar velur maður stundum ekki rétta fólkið til að vera með, en verður síðan háður þeim á sér- stakan hátt. „Ballaðan“ er í raun ekki lengur hluti af mínu lífi því svo margt hefur breyst hjá mér undanfarin ár. Ég er ekki lengur jafn reið út í karlmenn og ég var. Og þrátt fyrir að „Ballaðan" sé líklega besta verk mitt til þessa er hún horfin úr minni sögu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.