Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 43 UMRÆÐAN Framtíðartæknin o g sagan „NÝJUNG í tónlist- argútgáfu“ var fyrir- sögn á umfjöllun frá útgáfuteiti er íslensk hljómsveit gaf út lag á tölvutæku formi sem fáanlegt var á vefsíðu Morgunblaðsins fyrir skömmu. Þessi um- fjöllun varð kveikja neðangreindra hug- leiðinga. Sérstaka at- hygli mína vöktu til- vitnanir í Ingibjörgu Sóli-únu Gísladóttur og Magnús Kjartans- son. Borgarstjóri seg- ir, „... þessa nýju hhð á mjög merkilegri tækni sem á eftir að hjálpa gras- rótarhljómsveitum að koma sér á framfæri án milliliða og gefa fólki beinni aðgang að tónlist en verið hefur hingað til.“ Og formaður Fé- lags tónskálda og textahöfunda segir: „... og þannig kjörið tækifæri fyrir listamenn að koma sér að, því milliliðavélin er stór, þung og fjár- þurfi.“ Það er allt gott um það að segja að tónlistar- og fjölmiðlaiðnaður- inn sameinist í því að markaðssetja tónlist með tækni framtíðarinnar. Og ekki nokkur spuming um að þeir möguleikar sem Netið býður upp á í flutningi tónlistar munu hafa viðvarandi áhrif á útgáfu tón- listar og aðgengi fólks að henni. Mikil umræða á sér stað í hinum al- þjóðlega tónlistarheimi um hver þessi þróun eigi eftir að verða. Eins og dæmin sanna er vanda- samt að spá og sér- staklega um framtíð- ina. Tækninýjungar eru samt engin nýj- ung. Reynslan hefur kennt okkur að þeir sem treglega læra af fortíðinni missa af framtíðinni þegar hún loksins sýnir sig. Milliliðurinn er augljóslega útgef- andinn. Stundum heyrast kenningar þess eðlis að útgef- endur standi í vegi fyrir því að tónlistar- fólk geti komið verk- um á framfæri. Einn- ig, að íslenskir útgefendur stundi fjárplógsstarfssemi á íslensku tónlistarfólki. Hin nýja tækni er þannig boðberi nýrra tíma. Fing- urinn á „delete" og sambandið við kúnnann er milliliðalaust! Líkleg- ast finnst mér að ofangreindar til- vitnanir endurspegli þær umræður og þá stemmningu sem ríkti í teit- inu þegar það reis sem hæst. Þann- ig hafí hrifnæmi augnabliksins bor- ið veislugesti ofurliði um stund. Lítum aðeins til baka, ef það má verða til þess að búa okkur undir framtíðina. Það eru þrír faghópar sem standa að þeim réttindum sem tengjast tónlistarútgáfu. Fyrst skal telja flytjendur og útgefendur, sem gera samning sín á milli um að lög eða tónverk séu tekinn upp og gefin út. Þessir aðilar eru spyrtir saman í framkvæmd og lagasetn- ingu. Þá skal telja tónlistarhöf- Fagsvið Þróunin á þessari öld sýnir að höfundar, flytj- endur og útgefendur þurfa hver á öðrum að halda. Steinar Berg ísleifsson hvetur þá til að standa saman. unda. Erlendis gera þeir oftast samninga við forleggjara til þess að fara með höfundarrétt sinn. Þó hefur þetta fyrirkomulag ekki tíðk- ast nema í litlum mæli hér á landi, og eru forleggjarar því úr þessari sögu. Réttur höfunda er nefndur höfundarréttur. Höfundarréttur- inn er eldri og hefur verið sterkari en réttur flytjenda og útgefenda. Þróunin hefur verið í þá átt að hinn svokallaði grenndarréttur, réttur flytjenda og útgefenda, hefur styrkt sig í sessi á undanförnum árum. I stuttu máli viðurkennir reynslan, íslensk og alþjóðleg lög að hér sé um þrjú mikilvæg aðskil- in fagsvið að ræða þar sem allir að- ilarnir eigi sambærileg réttindi tengd útgáfu tónlistar. Þess vegna hlýtur það að vera mikilvægt að þessir aðilar vinni vel saman til þess að tryggja að áunnin réttindi vaxi og dafni. Ósamstaða leiðir til hættu á að þau verði fyrir borð borin, t.d. vegna möguleika Steinar Berg ísleifsson nýrrar tækni. Tæknin verður ekki stöðvuð og aðilar verða að læra að nýta sér hana. Nefndur réttur snýst um margvíslega þætti og þá ekki síst að rétthafarnir fái tekjur fyrir verk sín. Fólk er því ekki eins meðvitað um eignarrétt huglægra réttinda og ef t.d. um efnislega eign væri að ræða. Engum dettur í hug að það þjóni hagsmunum fag- hópanna eða almennings að rétt- indin séu almennt ókeypis. Slíkt myndi ekki einungis kippa fótum undan faglegri tónlistar- og útgáfustarfsemi heldur og leiða til þess að sú tónlist sem almenningur hefði aðgang að yrði fyrst og fremst áhugamál nágrannans í net- væddum heimi. Oftar en ekki er það hárfín lína sem skilur að frí- stundagaman og þess sem (á hátíð- arstundum) er nefnt grasrótartón- ist. Hitt er svo annað mál að auð- vitað er öllum frjálst að verða hvort heldur eða allt í senn höfund- ur, flytjandi eða útgefandi tónlist- ar. Einstaklingar hafa einfaldlega frjálst val í þessum efnum sem svo mörgum öðrum. Hér gildir hið sama og þegar borgarstjóri ákveð- ur að syngja inn á plötu eða for- maður Félags tónskálda og texta- höfunda að taka þátt í pólitík. Auðvitað er eins með útgáfu á tón- list, tónsmíðar, tónlistarflutning og pólitíkina. Það er hægt að gera verkið vel og einnig illa. Hver er því kominn til með að segja að tón- listarmaðurinn sé besti pólíkusinn, að pólitíkusinn sé besti söngvarinn eða að höfundur sé besti útgefa- ndinn. Reyndar sýna dæmin ann- að. Öllum er ekki allt gefið, þannig að fólk leitar eftir því sem það telur sig gera best. Einmitt þess vegna hefur sú verkaskipting orðið sem nú ríkir við útgáfu tónlistarefnis. Sú staðreynd blasir nefnilega við að yfirgnæfandi meirihluti tónlist- arfólks kýs samstarf við útgefend- ur. Þess vegna er því sem næst öll tónlist gefin út af fagútgefendum en aðeins örsmár hluti er gefinn út af einstaklingum. Hér á landi hefur það verið nokkur lenska að setja útgefendur í sama flokk og danskir, einokunarkaupmenn voru í áður fyrr. Illmæli um útgefendur eiga oftast góðan aðgang að fjölmiðlum. Aftur á móti hefur áhugi þeirra verið takmarkaður þegar kemur að því að sinna faglegum þáttum út- gáfustarfseminnar. Milliliðir hafa löngum einungis haft neikvæða merkingu í umfjöll- un fólks og fjölmiðla á Islandi og taldir vera til óþurftar. Ef útgef- endur eru milliliðir samkvæmt skilgreiningu höfunda, eru tónlist- arflytjendur þá ekki á sama hátt einungis milliliðir til þess að koma • tónsmíðum höfunda á framfæri við ■almenning? Slík hugsun er stein- runnið afturhvarf til síðustu aldar og á ekkert skylt við nútímann og enn síður þá gríðarlegu möguleika og tækni sem ný öld ber í skauti sér. Hin nýja tækni ætti að vera til hagsbóta fyrir höfunda, flytjendur og útgefendur íslenskrar tónlistar á öllum sviðum. Erfitt er að sjá annað en að þáttur útgefenda eigi eftir að standa í blóma með tilkomu hennar. Meira framboð kallar á nánari samvinnu, aukið gæðaeftir- lit, öflugri markaðssetningu og dreifingu. Einnig aukna þekkingu og eftirfylgni réttinda og hraðari skilagreinar uppgjöra til rétthafa, _ svo fátt eitt sé nefnt. Eg vil því hvetja höfunda, flytjendur og út- gefendur til að standa saman á þeim tímamótum sem nú eru að renna upp. Þróunin á þessari öld sýnir að þeir þurfa hver á öðrum að halda og svo mun einnig verða um fyrirsjáanlega framtíð. Greinarhöfundur hefur starfað við útgáfu íslenskrar tónlistar { aldarfjórðung. Lífsleikni og skógrækt AÐ MINNSTA kosti tveir framhalds- skólar hófu í haust kennslu í hinni nýju námsgrein lífsleikni samkvæmt nýrri nám- skrá framhaldsskóla- stigsins. Þessir skólar eru Borgarholtsskóli í Grafarvogi, sem hefur nú sitt fjórða skólaár, og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Meðal verkefna lífs- leikninnar í Borgar- holtsskóla var að nýn- emar skólans gengu til liðs við landgræðslu- samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, sem er aðili að verkefninu Skil 21, en að því standa 10-20 fyrirtæki og stofnanir. Samstarfsverkefnið Skil 21 snýst um að fylgja einfoldum staðli við að flokka lífrænan úrgang og framleiða úr honum svonefnda moltu sem er áburðarmildð jarðefni til upp- græðslu og ræktunar. Það er Sorpa sem sér síðan um að framleiða molt- una með jarðgerðaraðferðum. Upp- græðslu- og ræktunarverkefninu er svo stýrt af Gróðri fyrir fólk í land- námi Ingólfs og verkfræðistofunni Línuhönnun hf. í samráði við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Það svæði sem nú nýtur land- græðsluátaks era Hamrahlíðarlönd í Úlfarsfelli á mörkum Reykjavíkm- og Mosfellsbæjar. Segja má að það sé nokkuð dæmigert svæði fyrir aldalanga hnignun landgæða á Suð- vesturlandi þar sem landrofsöflin hafa að lokum gengið í lið með áníðslu mannsins og bústangi hans. En nú skal bættur skaðinn og vöm snúið í sókn og þess vegna var tilval- ið að beina afli hugar og handar hinnar nýju aldamótakynslóðar að því að klæða landið aftur þeim skógi sem hefur verið á und- anhaldi um aldir. Þetta verk fellur vel að þeim markmiðum sem lífs- leiknin snýst um og þau gildi sem þai’ er lögð áhersla á. Unga fólkið fékk nokkra fræðslu um hvemig standa skuli að verki við gróðursetningu trjáplantna og hvers vegna nákvæmni og þekking er nauðsynleg við þetta verk sem önn- ur. Það er ábyrgðar- starf að gróðursetja ungar plöntur sem eins og annað ungviði þarf að nesta vel til að dugi því í harðri lífsbaráttu. Ekkert starf er jafn aug- ljóslega unnið fyrir framtíðina og að Lífsleikni Leynast ekki úti í þjóðfélaginu fleiri verk, spyr Magnús Ingólfsson, fyrir vinnufúsar hendur? gróðursetja trjáplöntur á íslandi. Sú staðreynd hefur gildi í sjálfu sér og fellur þannig vel að því mannbótar- starfi sem lífsleiknin snýst meðal annars um. Nemendur vora hreykn- ir og þakklátir flestir fyrir að fá þetta tækifæri, jafnt þau sem gróð- ursettu þama sína fyrstu trjáplöntu og hin sem nokkra reynslu hafa af gróðursetningu í sinni sumarvinnu. Þama gróðursettu um 100 nýn- emar Borgarholtsskóla nokkur hundrað trjáplöntur á rúmlega kennslustund einn mildan septem- berdag. Skipulag og aðstoð var að Magnús Ingólfsson mestu í höndum Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs og Þorgeirs Adamssonar garðyrkju- manns og kunnum við í Borgarholts- skóla þeim bestu þakkir. Það er von okkar að framhald geti orðið á sam- starfinu og ástæða til að benda öðr- um skólum á það þjóðþrifaverk sem Skil 21 getur orðið með sameinuðu átaki ólíkra aðila. Það er ekki úr vegi að lýsa hér eft- h’ því í tilefni af hinni nýju náms- grein lífsleikninni hvort úti í þjóðlíf- inu leynist ekki fleiri verk fyrir vinnufúsar hendur og þá hugsun að gera eitthvað fyrir aðra sjálfs sín og samfélagsins vegna. Það væri líka þjóðþrifaverk. Höfundur er kennari og umsjónar- maður Ufsleikni íBorgarholtskóla. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNL AU SN ARTÍM ABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.11.99-01.05.00 kr. 89.269,20 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. október 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.