Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listasafn fslands Rómantík Asgríms og verk Súmmara I SAL 2 í Listasafni Islands verður opnuð sýn- ing á myndum Ásgiíms Jónssonar úr Skafta- fellssýslpm í dag, föstudag, kl. 17. Sýningin nefnist I landi birtunnar og hefur að geyma um 40 myndir sem Asgrímur málaði á ferðum sínum um Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur sumurin 1910-12 og 1927. Flestar eru myndirnar unnar með vatnslitum, og hafa margar þeiri’a ekki ver- ið sýndar á opinberum vettvangi frá því að As- gn'mur sýndi þær á sýningum sínum á fyrri hluta aldarinnar. Ásgrímur Jónsson er einn þeirra málara sem lögðu grunn að landslagshefð í íslenskri myndl- ist á fyrstu áratugum þessarar aldar og sá mál- ari íslenskur sem mesta rækt hefur lagt við gerð vatnslitamynda. Á ferðum sínum um Skaftafells- sýslur málaði hann fjölda vatnslitamynda sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist, seg- ir í fréttatilkynningu. Snortinn af hinu einstæða landslagi, víðum sjóndeildarhringnum og birt- unni sem stafar af jöklunum, túlkaði hann róm- antíska sýn á landið þar sem náttúran er upp- hafin og tignarleg. Landslag og myndir, 1969, eftir Krislján Guðmundsson, er eitt verkanna á sýningu Súmmara í Listasafni Isiands. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út bók með grein um þennan myndaflokk í list Ásgríms eftir Júlíönu Gottskálksdóttur listfræðing. Bók- ina prýða yfir 40 litmyndir. Nánar verður fjallað um sýninguna í Lesbók á morgun en hún stendur til 28. nóvember. Fimm Súmmarar Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins, sem allir stóðu að opnun Gallerís SÚM fyrir 30 árum síðan, verður opnuð í stóra salnum í Lista- safni Islands á morgun, laugardag. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Jón Gunnar Ái-nason, Magnús Tómasson, Hreinn Friðfinnsson og bræðumir Kristján og Sigurður Guðmundssyn- ir. I febrúar á þessu ári voru 30 ár liðin frá því að Gallerí Súm var opnað með sýningu Sigurðar Guðmundssonar. Að stofnun þessa sýningarsal- ar stóðu nokkrir ungir listamenn, sem myndað höfðu með sér samtökin SÚM fjómm árum áður. Stofnendur SÚM voru þeir Jón Gunnar Árna- son, Sigurjón Jóhannsson, Hreinn Friðfinnsson og Haukur Dór Sturluson, en fljótlega bættust fleiri í hópinn. Þar á meðal vom þeir bræður Kri- stján og Sigurður Guðmundssynir og Magnús Tómasson, sem héldu allir einkasýningar á fýrsta starfsári gallerísins, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir: „Segja má að opnun Galler- ís SÚM hafí markað upphaf ferils fimmmenn- inganna sem fullþroska myndlistarmenn. Að vísu höfðu Jón Gunnar Árnason og Hreinn Friðfinnsson tekið þátt í fyrstu SÚM-sýning- unni 1965 og bæði Jón Gunnar og Magnús Tómasson höfðu haldið nokkrar minni einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum áður, en það var með sýningunum í Gallerí SÚM 1969 sem list þeirra allra tók afgerandi stefnubreytingu. Þannig má segja að árið 1969 hafi verið tíma- mótaár í íslenskri myndlist, en starfsemi gallerí SÚM átti eftir að hafa mótandi áhrif á margt af því markverðasta sem kom fram í íslenskri myndlist næstu tvo áratugina. Verkin á sýningunni, sem eru öll í eigu Lista- safns Islands, spanna þrjá áratugi, og voru þau elstu sýnd á opnunarári gallerí Súm 1969, en þau yngstu eru frá þessu ári. Þau gefa ekki heil- steypta mynd af þróun þessara listamanna, en markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þau tímamót sem elstu verkin mörkuðu á sínum tíma um leið og við sjáum í þeim sögulegar forsendur nýjustu verka þessara fjölhæfu listamanna." Sýningin stendur til 28. nóvember. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 11-17. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ ÁSMUNDUR Ásmundsson mynd- listarmaður flytur fyrirlestur sinn, „Criticism and Space“ í LHI mánu- daginn 1. nóvem- ber kl. 12.30 í stofu 24 í Laugar- nesi. I íyrirlestrin- um leitast Ás- mundur við að svara spuming- unni um hvert sé eðli listgyðjunnar og verða skyggn- ur skoðaðar í því samhengi. Katrín Pálsdóttir iðnhönnuður flytur iyrirlestur miðvikudaginn 3. nóvember kl. 12.30 í LHÍ í Skipholti, stofu 113. Þar fjallar hún um verk ungra evrópskra hönnuða. Samtímalistasaga er heiti á fyrir- lestraröð um samtímamyndlist, sem hefst þriðjudaginn 2. nóvember í LHÍ, Skipholti 1. Tímabilið frá 1960- 1995 innanlands og utan verður skoðað, skýringar á hugtökum s.s. naumlist, Fluxus, popplist, o.s.frv. og þeim róttæku breytingum sem orðið hafa í myndlist. Fyrirlesari er Hall- dór Bjöm Runólfsson, listfi-æðingur. Námskeið Námskeið í módelteikningu, fvrir byijendur og lengra komna, hefst í LHI, Skipholti 1 mánudaginn 1. nóv- ember. Kennari er Hafdís Ólafsdótt- Flugelda- sýning TONLIST S a I u r i n n SELLÓTÓNLEIKAR Roman Jablonski og Richard Simm fluttu verk eftir J.S. Bach, F. Coup- erin, H.H. Jablonski, Peter Christ- oskov, Debussy og Manuel de Falla. Miðvikudagurinn 27. október, 1999. PÓLSKI sellóleikarinn Roman Jablonski er í heimsókn hér á landi og stendur fýrir masterklassa nám- skeiði við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt tónleika sl. mið- yikdagskvöld í Salnum og naut að- stoðar Richard Simm píanóleikara sem hefur starfað hér á landi um nokkurra ára skeið. Á efnisskránni voru fyrst þrjár umritanir fyrir selló, unnar upp úr orgelverkum eftir J.S. Bach. Fyrsta verkið var adagio-þátturinn úr C-dúr tokköt- unni BWV 564, sem er eina þriggja þátta verkið í prelúdíunum og tokk- ötunum, sem annars eru venjulega tveir þættir. Annað verkið var sagt vera resitativ úr orgelkonsert nr. 3, sem væntanlega er úr konsert eftir Marcello. Bach umritaði 16 kon- serta eftir ýmis tónskáld en samdi engan slíkan sjálfur. Síðasta umrit- unin er á kóralforspili úr Orgel- Buchlein, yfir sálminn Ich ruf| zu dir, BWV 639, en öll verkin voru mjög vel leikin, þó það verði að segj- ast eins og er, að tónles umritunin (á Marcello konsertinum?) var ekki neitt svipuð því tónmáli, sem er að- all meistarans, sem sagt „J.S. Bach var ekki þar“. Bæði adagio-þáttur- inn og kóralforspilið var fallega flutt og sama má segja um Konsert- verk eftir F. Couperin, fimm þátta svítu, fallegt verk, er var sérlega vel flutt, einkum leikandi Siscilano- dansþátturinn og Plainte, hljóðlátar harmatölur, þar sem undurfagur sellótónn Jablonskis var syngjandi fagur. Þá var frískleikinn í La tromba og djöflaaríunni vel mótað- ur, þó píanóið, sem er margfalt hljómmeira en semballinn á tímum Couperin, væri á köflum einum of hljómsterkt fyrir sellóið. Fjórar caprísur fyrir einleikandi selló, eftir föður einleikarans, voru næst á efnisskránni. Þetta eru skemmtileg verk, vel samin fyrir selló, og áheyrileg tónlist, sem var afburða vel leikin. Eftir Peter Christoskov, búlgarskan tónsmið, lék Jablonski fantasíu op. 15, fyrir einleikandi selló og var flutningui- Jablonski hrein flugeldasýning. Aðalviðfangsefni tónleikanna var sellósónatan eftir Debussy, sem hann semur 1915 og mun hann hafa haft í hyggju að semja sex sónötur fýrir ýmis hljóðfæri en lauk aðeins við þrjú verk og er sellósónatan fyrsta sónatan. Ari seinna samdi hann sónötuna fyrir flautu, lágfiðlu og hörpu, sem er meistaraverk en síðasta var fiðlusónatan og þóttust gagnrýnendur finna í henni merki um þreytu hjá tónskáldinu. Verkið er í þremur samtengdum köflum og í raun er verkið klassísk að formi og eins og Debussy sagði sjálfur „í bestu merkingu orðsins“. Verkið var glæsilega flutt en víða má heyra píanistann Debussy útfæra vald sitt yfir píanóinu, sem var mjög vel mót- að af Richard Simm, einkum loka- þátturinn, sem á köflum er „píanó- sónata“. Það sama má segja um spánska svítu eftir Mauel de Falla, þar var píanóið, af eðlilegum ástæðum, miklu fýrirferðarmeira en sellóið, þó sellóið fengi einstaka sinnum að syngja með. Roman Jablonski er frábær sellisti, sem kom hvað best fram í einleiksverkunum, sérstak- lega í verki föður hans og Christos- kov, sem var í raun flugeldasýning og í sellósónötunni eftir Debussy, þar sem músíkin var í fyrirrúmi, en einnig í barokkverkunum, eftir J.S. Bach og Couperin. Richard Simm átti og góðan dag, sérstaklega í Debussy, í lokakaflanum og einnig í spönsku svítunni. Samspil þeirra var með ágætum en bæði í sónöt- unni eftir Debussy og sérstaklega þó spönsku svítunni, eftir Falla, er mikið um hrynbreytingar, sem voru mjög vel útfærðar. Þetta voru þann- ig tónleikar, að fróðlegt væri að heyra þessa ágætu tónlistarmenn leika meira af tónlist, er stendur í tíma á milli barokks og nútíma tón- listar. Jón Ásgeirsson ir myndlistarmaður. Kynning á ýmsum efnum og áhöldum í myndgerð hefst í húsnæði LHÍ í Skipholti 1 þriðjudaginn 2. nóvember. Unnið verður með efni svo sem blek, vatnslit, akiýl- og þekjulit, lakk, vax ofl. Kennari er Sigurborg Stefánsdóttir. Úr Oliver Twist í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur. Oliver Twist í Frumu- leikhúsinu Skólatonleikar Tónlistarskólinn í Bessastaðahreppi TÓNLISTARSKÓLI Bessastaðahrepps heldur sína árlegu tónleika í tilefni af degi tónlistarinnar, á morgun, laug- ardag, kl. 11 í sal íþróttahúss- ins. Efnisskráin er helguð ís- lenskri tónlist. Tónskóli Eddu Borg Tónskóli Eddu Borg heldur ferna tónleika í Seljakirkju í dag, laugardag: kl. 12, kl. 13, kl. 14 og kl. 15. Nemendur á öllum aldri koma fram bæði í einleik og samleik. Kynning á listvefnaði í Meistara Jakobi SÖN GLEIKURINN Oliver Twist eftir Lionel Bart verður frumsýndur af Leikfélagi Kefla- víkur, íFrumleikhúsinu, Vestur- götu 7, á morgun, laugardag, kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Charles Dickens um munaðar- leysingjann Oliver Twist. Alls koma hátt í 60 manns að uppsetningunni á einn eða annan hátt en leikarar eru 35. Með hlut- verk Olivers fer Tinna Kristjáns- dóttir, 15 ára Keflavíkurmær. Leikstjóri er Þröstur Guðbjarts- son en tónlistarstjóri og undir- leikari er Einar Örn Einarsson. Þetta er ein viðamesta sýning sem Ieikfélagið hefur sett upp og sú langviðamesta og fjölmenn- asta frá því Frumuleikhúsið var tekið í notkun fyrir rúmum tveimur árum, segir í fréttatil- kynningu. Næstu sýningar eru sunnudag- inn 31. október kl. 17, miðviku- daginn 3. nóvember kl. 20 og fímmtudaginn 4. nóvember kl. 20. KYNNING á listvefnaði eft- ir Þorbjörgu Þórðardóttur verður opnuð í dag í Meist- ara Jakobi, listhúsi, á Skóla- vörðustíg 5. Ennfremur verða kynnt þau efni sem hún notar í verk sín. Þorbjörg stundaði mynd- listarnám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og framhaldsnám við Konst- fackskolann HKS í Stokk- hólmi. Hún hefur unnið lengi að list sinni, haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Mörg verka Þorbjargar eru í eigu safna og opinberra stofnana. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-14. Þorbjörg Þórðar- dóttir við verk sitt Hraunstreymi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.