Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÁLMI GUÐMUNDSSON + Pálmi Guðmun- dsson fæddist í Rcykjavík hinn 7. desember 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru lijónin Ingibjörg Asmun- dsdóttir, f. 12.10. 1885, d. 12.2. 1979, og Guðmundur Kri- stjánsson, f. 10.12. 1881, d. 6.7. 1954. Pálmi ólst upp á Grettisgötunni í stórum hópi systkina, en þau voru alls 13: Asmundur, f. 30.6. 1906, látinn; Kristín, f. 17.10. 1908, látin; Ingólfur, f. 27.6. 1910, látinn; Hjálmar, f. 14.2. 1914; Lúðvík, f. 20.7. 1915, lát- inn; Guðrún, f. 21.12. 1916, látin; Guðmundur, f. 29.6.1918, látinn; Hjördís, f. 24.7.1920; Pálmi, sem nú er kvaddur; Aðalsteinn, f. 22.6. 1923; Hjörtur, f. 21.6.1924; Haraldur, f. 16.8. 1926; Anna, f. 29.7.1931. Pálmi kvæntist Kristínu Þórð- ardóttur, ættaðri frá Ólafsvík, f. 8.5. 1921, d. 13.10. 1972. Þeirra börn eru fjögur: 1) Albert Erl- ingur, f. 21.7. 1947, kvæntur Olmu Hjörleifsdóttur. Þau eiga fjögur börn: Pálma, Júlíu Krist- ínu, Þór og Elsu. 2) Hrafnhildur Þórdís, gift Einari Einarssyni. Þau eiga þrjú börn: Einar Krist- in, Kristínu Björgu og Elínu Dröfn. 3) Guðmundur Yngvi, kvæntur Jónínu Líndal. Þau eiga eina dóttur: Elínu Kristínu. 4) Hólm- fríður Aðalbjörg, gift Tómasi Birni Olafssyni. Þau eiga þrjú börn: Kristínu Maríu, Ólaf Björn og Ingibjörgu Astu. Eftirlifandi kona Pálma er Pálína Eggertsdóttir, f. 7.12. 1921. Hennar börn eru þrjú: 1) Björn Magnús Arn- órsson, f. 16.1. 1945, d. 1998. Hans börn eru fjögur: Arnór, d. 1997, Sigríður, Svava og Andri Steinþór. 2) Ást- ríður Ebba Arnórsdóttir, f. 11.4. 1947. Hennar börn eru þrjú: Baldvin Páll, Hildur Sunna og Eggert Freyr. 3) Stella Valgerð- ur Arnórsdóttir, f. 28.2.1953. Pálmi starfaði við verslunar- störf stóran hluta ævi sinnar, fyrst við raftækjaverslun Lúð- víks bróður síns. Síðar stofnaði hann byggingafélag ásamt nokkrum bræðra sinna og reistu þeir bæði hús og blokkir víðs vegar í Reykjavík. Síðustu 25 ár- in eða svo hefur Pálmi átt og rekið fyrirtækið Björn Arnórs- son, umboðs- og heildverslun á Laugarnesvegi 114 í Reykjavík. Vann hann þar svo lengi sem heilsan leyfði og vel það. Útför Pálma fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. , Nú er kveðjustundin komin. Okkur systkinin langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka fyrir allar samverustundim- ar sem við áttum saman. Við vorum mjög heppin að eiga þig að föður, svona umhyggjusaman og skiln- ingsríkan. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á okkur og gefa okkur góð ráð ef við fórum fram á það. Ráð þín vom ekki þannig að við ættum að gera eins og þú sagðir, heldur gafst þú okkur hugmynd að lausn, sem síðan var í okkar valdi að ákveða, hvort við færum eftir. Þú þröngvaðir ekki skoðunum þínum upp á annað fólk, heldur virtir þú skoðanir og hug- myndir þess. Þú vildir að við vær- •um sjálfstæð og stæðum á eigin fót- um, en varst jafnframt reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd ef með þyrfti. Pabbi minn. Þú varst alltaf sann- ur orða þinna. Ef þú lofaðir ein- hverju, hvort sem það var stórt eða smátt, þá hélstu alltaf loforð þín. Því eins og þú sagðir sjálfur þá ætti enginn að lofa upp í ermina á sér. Ég minnist þess, þegar þú hafðir lofað Ingibjörgu Astu og Olafi Birni að koma í heimsókn á laugardegi. Þó þú værir sárþjáður og ættir erf- itt með gang, komstu samt, þeim til mikillar gleði. Þú sýndir okkur öllum virðingu hvort sem um var að ræða börn eða * fullorðið fólk. Það var svo gaman að horfa á þig tala við smáfólkið í fjöl- skyldunni. Þú hlustaðir á þau með svo mikilli athygli og áhuga eins og þau væru að segja frá einhverjum heimsviðburði sem gæti breytt gangi sögunnar. Þannig léstu þessu litla fólki fínnast mikið til sín koma. Þú ætlaðist ekki til að litlu barna- börnin sætu hjá þér þegar þú vildir, heldur gátu þau komið og farið eins og þeim sýndist og talað við þig þegar þau vildu. Þegar við vorum lítil þá ólst þú okkur upp í því að allir ættu að fá ’jjafnt, hvort sem það var lítið eða stórt. Við munum þegar jólaeplin og -appelsínurnar komu í hús. Þá var einu epli og einni appelsínu skipt jafnt á milli okkar fjöguira systkinanna. Þetta voru svo sann- arlega sætir og góðir ávextir. Pabbi minn. Þú varst sannur jólamaður og reyndir að finna, hvað fólkið þitt vildi helst í jólagjöf. Þú lagðir oft mikið á þig til að uppfylla óskir okkar. Jafnvel þó þú værir fárveikur fyrir síðustu jól, þá fórst þú samt í jólainnkaupin með henni Pálínu því þú hafðir svo mikla ánægju af því. A Þorláksmessu sauðst þú hangi- kjöt og bauðst okkur að koma og borða þegar við hefðum tíma. Mikið var gott og gaman að fá hjá þér svona snæðing eftir eril dagsins. Þá var líka búið að skreyta jólatréð fagurlega og allir jólapakkar til- búnir. Þú hafðir svo gaman af að sjá andlit bamabarnanna þegar þau sáu jóladýrðina hjá afa, því ekkert jólatré var eins fallegt og jólatréð hans afa. A aðfangadagskvöld komum við öll systkinin saman hjá þér. Þú hafðir gaman af að hlusta á afa- börnin segja frá gjöfum sínum. Pabbi minn. Þú áttir svo auðvelt með að setja þig inn í hugarheim barnsins því þú vissir alveg hvaða spuminga átti að spyrja hverju sinni. Kannski vegna þess að þú varðveittir svo vel barnssálina í sjálfum þér. Þér var mjög umhugað um það hvernig öðrum liði. Ef þú vissir að einhver ætti bágt, erfitt eða væri veikur, þá spurðir þú alltaf hvernig viðkomandi hefði það. Þótt þú gengir sjálfur með banvænan sjúk- dóm, þá hugsaðir þú ekki svo mjög um þig sjálfan, heldur alla aðra sem þú þekktir eða vissir af og áttu við veikindi að stríða. Þegar hausta tók þá fórst þú fljótlega að hugsa um hvort allir í fjölskyldunni væra komnir á vetr- ardekk þótt þú ættir til að trassa það fyrir sjálfan þig. Þú vildir að ör- yggi þinna væri tryggt. Þú varst vinnusamur með ein- dæmum og fannst gaman að því starfi sem þú vannst og hlakkaðir alltaf til að fara í vinnuna. Það var gæfa þín og þinna viðskiptavina, að þú gast unnið þína vinnu flesta daga síðasta árið þrátt fyrir veik- indin. Allt sem sneri að viðskiptum vakti áhuga þinn. Þú brýndir það vel fyrir okkur að ánægjan og gleðin af því starfi sem við tækjum okkur fyrir hendur væri undir okkur sjálfum komið. Ef við tækjum eitthvert starf eða verk að okkur, þá ættum við að gera það vel og ljúka verkinu. Því eins og þú sagðir svo oft, hálfnað er verk, þá hafið er. Eftirleikurinn var þá auð- veldari en ætlað hafði verið. Pabbi minn, þú varst okkar skjól og öryggi frá barnsaldri til fullorð- insára. Alltaf hafa dyi' þínar staðið okkur opnar, en nú ert þú horfinn frá okkur. Þú varst góður og ástrík- ur faðir og við höfum svo margt að þakka þér fyrir. Minningin um þig lifir, þótt í hjarta okkar sé skilið eft- ir stórt skarð, sem enginn getur fyllt. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Grátið migekki. Grátið ekki þótt ég sé farinn því ég er aðeins í „burtu“. Ég dó ekki og mun ekki deyja. Ég er hjá ykkur alla daga. Það er satt að ég hef yfirgefið jörðina, en ég lifi í anda hjá ykkur. Óttist ekki um mig, því ég er hamingju- samur í þeim friði og ást sem hér er. Það, sem ég var, er ég nú, jafnvel betrienégvar. Himnaríki hefir svo mikla fegurð, fjöll og tré og svo margt annað. Grátið mig ekki, talið um mig á sama hátt og þið gerðuð áður. Gerið minningar okkar að ánægjulegum minningum, sem geta róað og huggað ykkur. Minnist mín með gleði. Syrgið mig ekki, þótt ég sé farinn. I himnaríki eflist ég og líf mitt heldur áfram. Grátið mig ekki, því ég er hjá ykkur í því, semþiðsegiðoggerið á hverri stundu á hverjum degi. Ást mín er líka hjá ykkur. (Maureen Philbrook) Þín böm, Guðmundur Yngvi og Hólmfríður Aðalbjörg. Vertu, Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri syiid ég hafni. (Hallgr.Pét.) Elsku pabbi minn. Nú ertu búinn að fá hvíld frá kvölum samfara þeim sjúkdómi sem þú barðist við undanfarið ár. Marga hildi hefur þú háð og unnið meira en hver maður hefði þolað, en þarna var við ofur- efli að etja. Eitt er þó víst, að ekki gafst þú upp fyrr en í lengstu lög. Ég sem dóttir þín er svo hreykin af þér og þú hefur, frá því að ég leit dagsins ljós, verið mín fyrirmynd og verður það þar til minn tími kemur. Ég mun í lengstu lög reyna að feta í fótspor þín og í hjarta mínu veit ég að ég mun þurfa að hafa mig alla við. Þar sem ég sit hér og rita þessi orð til þín hrannast minningarnar upp, allar góðar, og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Meðan ég var lítið bam beið ég alltaf eftir þér þegar þú komst heim úr vinnunni og reyndi að vera heima við þegar þú birtist, því að sitja í kjöltu þinni þegar þú last blöðin var mín sælu- stund. Aldrei var ég fyrir þér, sama hversu langan vinnudag þú hafðir átt. A sunnudagsmorgnum þegar ég lagðist á bringuna á þér og reyndi að anda í takt við andardrátt þinn, sem mér reyndist oft erfitt sökum þess hve smá ég var, er mér sérstaklega minnisstætt. Stundirn- ar á kvöldin þegar þú fórst með fað- irvorið með okkur systkinunum og allar bænirnar sem þú kenndir okk- ur. Ég varð þess vör, þegar þú háð- ir þetta stríð, að við búum að þessu öll sem eitt. Ég held ég tali fyrir munn okkar allra þegar ég set fram þá fullyrðingu að betri föður hefði ekki verið hægt að óska sér. Jólin hjá okkur systkinunum voru, ja hvað á ég að segja, þau voru vægast sagt yndisleg þegar við voram lítil og ekkert til sparað. Á þeim erfiðu tímum sem unglingsárin eru svo mörgum sýnduð þið mamma okkur bæði ást, trúnað og æðruleysi, þó að ekki hafi ykkur alltaf líkað allt það sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf hvöttuð þið okkur áfram, en létuð okkur jafnframt vita ef við stóðum okkur ekki í því sem við voram að fást við. Móðir okkar lést þegar við systk- inin vorum ung og þú í blóma lífs- ins. Þá varstu svo lánsamur að kynnast henni Stellu þinni sem þú reyndar hafðir kannast við frá barnæsku. Þið áttuð saman góðar stundir í 27 ár. Ástúðin og virðingin sem þið ávallt sýnduð hvort öðru er öllum til eftirbreytni. Stóðuð þið alltaf eins og klettur hvort með öðru og ekki vék hún frá þér þessa síðustu daga, hvorki nótt né dag heldur vakti yfir velferð þinni og okkar systkinanna. Barnabörn þín sakna þín sárt, því að það var eins með þau og okk- ur að þú vaktir yfir velferð þeirra og þvi sem þau höfðu fyrir stafni. Við höfum öll svo margs að sakna. Þegar ég sit hér og bý mig undir kistulagninguna, sem ég veit að verður okkur öllum sem elska þig svo erfið, hugsa ég til systkina minna. Þau eiga um svo sárt að binda, og elsku Stella, en hennar missir er mestur. Það var hún sem ákvað að bjóða okkur öllum heim í Ásholtið eftir kistulagninguna svo að við gætum haft styrk hvert af öðru á þessum erfiðu tímum. Það er henni líkt að hugsa fyrir öllu. Elsku pabbi minn. Því lofa ég þér og á ekki erfitt með að standa við, að ég og mín fjölskylda munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í þær mörgu hefðir sem þið Stella hélduð öll ykkar ár sam- an þó aldrei verði þær eins að þér fjarverandi. Elsku Stella mín, þinn missir er mestur. Þakka þér íyrir það hvað þú reyndist honum pabba mínum vel öll þessi ár. Þakka þér fyrir það hvað þú reyndist honum vel hans síðustu daga meðal okkar. Þakka þér fyrir að vera til. Guð veri með þér. Erlingur, Gummi, Adda og fjöl- skyldur. Guð veri með ykkur. Okk- ar söknuður er meiri en orð fá lýst. Við skulum muna hvernig pabbi hefði tekið og tók svipuðum atburð- um og taka okkur hann til fyrir- myndar í því eins og öðra. Friðbirni Sigurðssyni og Magn- úsi Jónassyni vil ég þakka sérstak- lega fyrir þá umhyggju sem þeir sýndu pabba og okkur öllum á þessu erfiða ári, svo og öllu starfs- fólki deildar A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Elsku pabbi minn. Heimkoma þín hlýtur að hafa verið góð. Eigin- kona, dóttir, barnabörn, foreldrar og systkini hafa tekið vel á móti þér. Þess er ég fullviss. Hvíl þú í friði og takk fyrir allt. Fyrir hönd Einars, Einars Kristins, Kristínar Bjargar og litlu Elínar Drafnar. Þín elskandi dóttir, Hrafnhildur. í dag kveð ég afa minn með sökn- uði í hjarta það er margs að minn- ast, þegar ég var lítil stelpa leið varla sú helgi að ég færi ekki í heimsókn til afa og ömmu í Álf- heimana. Þar var alltaf glatt á hjalla, kökur á borðum og afi leit eftir að allir borðuðu nóg. Þegar kvatt var voru litlir vasar oft fullir af einhverju sælgæti. Seinna fluttu afi og amma í Asholtið og bjuggu þar síðustu 10 áin. Þegar ég var eldri kom það í hlut ömmu minnar að sitja með mér yfir skólabókun- um. Þá var það afi sem kom reglu- lega niður til að athuga hvort ég væri svöng og svo til að fylgjast með hvernig gengi. Ég held hann hafi oft verið hissa á þolinmæðinni í ömmu, en honum var mikið í mun að mér gengi vel í skólanum, og var alltaf að hvetja mig áfram til náms. Ein hefð var hjá okkur pabba, afa og mér, allt frá því ég var litil stelpa fórum við alltaf þrjú saman í kirkjugarðana á aðfangadagsmorg- un. Amma og afi voru alltaf komin á fætur fyrir allar aldir, og afi jafnvel búinn að hringja kl. 7 um morgun- inn til að athuga hvort við værum ekki örugglega vöknuð og hvenær við kæmum. Þá stóð tilbúið flott- asta jólatréð í Reykjavík, það var hjá þeim. Á seinni árum vorum við afi áfram miklir vinir, höfðum oft samband símleiðis eða hittumst í Ásholtinu. Þegar afi eignaðist fal- lega Bensinn sinn, sagði ég honum að þennan bfl mætti ekki selja fyrr en ég hefði gift mig. Afi skildi mig strax og, auðvitað, þegar ég giftist var Bensinn hans afa skreyttur eft- ir öllum kúnstarinnar reglum sem brúðarbíll. Það kom að því að ég eignaðist barn, ég bý í Mosfellsbæ og það stóð til að opna Hvalfjarðar- göngin og afi hafði miklar áhyggj- ur, þarf stelpan mín kannski að fara með þyrlu til að komast á fæðingar- deildina; en allt gékk þetta vel. Afi var lengi búinn að vera veikur en hann vildi hafa allt á hreinu og fylgdist vel með öllu. Við hjónin fór- um til Spánar í sumar, afi vildi rétta stelpunni okkar farareyri, hvort sem hann var svona veikur eða ekki fylgdist hann með sínum. Nú fer vetur í hönd, það koma jól, afi far- inn. Ég þakka íyrir að hafa átt hann að og bið góðan guð að geyma hann. Elsku amma og aðrir aðstan- dendur, minningarnar um hann lifa og munu ylja okkur um hjartaræt- ur um ókomin ár. Þín sonardóttir, Elín Kristín Guðmundsdóttir. Elsku afi okkar er dáinn. Aldrei mun hann aftur taka á móti okkur þegar við komum í heimsókn, óska okkur til hamingju með afmælið eða spyrja hvernig okkur líði. Hann var alltaf svo góður við okkur og þegar hann kom í heimsókn hafði hann meðferðis nammipoka sem við áttum að skipta jafnt. Því allt var jafnt hjá afa Pálma eða „niður niður afa“ eins og Oli kallaði hann. Hvort það voru fullorðnir eða börn skipti engu máli. Allir vora jafn mikilvægir. Það var líka allt í lagi þótt Ingibjörg gripi fram í eða hefði hátt. Börn eru börn og verða að fá að leika sér. Afi vildi alltaf vita hvernig gengi í skólanum og ef eitt- hvað var að mundi hann það þangað til við hittumst næst og spurði hvort hlutimir hefðu ekki lagast. Aldrei setti afi það fyrir sig að styrkja barnabörnin þó við værum kannski öll að selja það sama. Það var allt í lagi þótt geymslan væri full af eldhúspappír, svo framar- lega sem það hjálpaði okkur. Hann var líka alltaf með áhyggjur af því að okkur yrði kalt en fór samt sjálf- ur út á skyrtunni, því hann ætlaði bara aðeins að skreppa í geymsluna eða rétt út að kveikja á stjörnuljós- unum á gamlárskvöld. Afi mun ekki kveikja á stjörnuljósunum okkar þessi áramót. Við gleymum þér aldrei og verð- um að hugga okkur við það sem Ingibjörg Ásta sagði: „Ef afi er hjá guði og guð er alltaf hjá okkur, hlýtur afi að vera það líka.“ Við munum sakna þín mikið og þökkum fyrir hvað þú varst, besti afi sem nokkur gat hugsað sér. Ég fel mig þínum fóðurarm, er fast mig sorgir mæða. Þú einn kannt sefa hulinn harm og hjartans undir græða. Hið minnsta duft í mold þú sérð og mælir brautir stjama, þú telur himintungla mergð ogtárinþinnabarna. Eg fel mig þinni fóðurhlíf, erferégburtúrheimi, en meðan enn mér endist líf, mig ávallt náð þín geymi. Þú yztu takmörk eygir geims og innstu lífsins parta, þú telur ár og aldir heims ogæðaslögmínshjarta. (V. Briem) Þín barnabörn, Kristín Maria, Ólaí'ui' Björn og Ingibjörg Ásta. Mér stóð eilítill stuggur af Pálma Guðmundssyni þegar ég sá hann fyrst. Maðurinn var stórskprinn í andliti og lá hátt rómur. Ég var enda ekki hár í loftinu, barn að aldri. Ekki þurfti þó nema eitt lítið samtal við Pálma og hann breyttist í einn fallegasta mann sem ég hefi kynnst um dagana. Pálmi kom inn í líf fjölskyldu minnar þegar Stella föðursystir mín kynnti sambýlismann sinn til sögunnar. Upp frá því vorum við Pálmi vinir. Hann var barngóður maður og hafði meðal annars ein- stakt lag á því að tala við mig sem jafningja þótt ég væri barn. Fljót- lega kynntist ég börnum hans og tengdabörnum og upp frá því myndaðist vinátta við Pálma og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.