Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 36

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 36
mi m, eeei aaaoTHO .es hudactut«o,i 36 FOSTUDAGUR 29. OKTOBE R 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Iðandi kraft- ur, kímni og dramatík LISTÐAIVS I! o rgar leikhúsið ís1enski dans- f 1 o k k u r i n n ÆSA - LJÓÐ UM STRÍÐ eftir Láru Stefánsdóttur. Leikhöf- undur: Þór Tulinius. Tónlist: Guðni Franzson. Aðstoð danshöfundar: Lauren Hauser. Lýsing: Elfar Bjarnason. Búningar: Þórunn Ma- ría Jónsdóttir. Sviðsmynd: Ragn- hildur Stefánsdóttir. Aðstoð við sviðsmynd: Friðrik Weishappel. Hljóðmeistari: Páll S. Guðmun- dsson. Dansarar: Cameron Corbett, Hildur Óttarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson. Katrín Ingvadóttir. Leikarar: Chad Adam Bantner, Pétur Einarsson. HÖFUNDINN Láru Stefáns- dóttur þarf vart að kynna. Hún hef- ur samið mörg dansverk fyrir Is- lenska dansflokkinn, Pars Pro Toto og fleiri. I Æsu - ljóð um stríð styðst höfundur að hluta til við Tyrkjaránið 1627. Fylgst er með konunni Æsu sem numin var á brott ásamt fleiri löndum sínum og farið yfír þær hörmungar sem hún og landar hennar máttu þola. I verkinu er teflt saman tveim menn- ingarheimum þar sem kristnir menn annars vegar og múslímar hins vegar takast á. Leikurinn hefst á samtali tveggja hermanna sem leggja línur verksins. Hinn eini sanni sannleikur er þeim hugleik- inn. Sannleikur þeirra þolir illa dagsins ljós og fyrirmuna þeir hvor öðrum að skoða hann í víðara sam- hengi eða efast um gildi hans. Æsa birtist á sviðinu ásamt framandi persónum sem virðast af öðrum heimi og fylgja áhorfendur henni gegnum þær mannlegu hörmungar sem stríðsátökum fylgja. Þeir Pétur Einarsson og Chad Adam Bantner fara með hlutverk hermannanna. Brenglað sannleiks- mat hermannanna komst vel til skila á fyndinn, þó brjóstumkenn- anlegan máta. Textinn sem var á ensku og íslensku var hnyttinn og hitti í mark. Þjáningum Æsu voru gerð góð skil og stóð Hildur Ottars- dóttir sig með ágætum í hlutverki hennar. Túlkunin hefði mátt vera ákveðnari á köflum en engu að síð- ur er hér athyglisverður dansari á ferð. Skýrari persónusköpun frá höfundar hendi var ábótavant. Persóna Æsu bak við þrælsóttann er óljós. Hefur hún eitthvað sér- stætt til að bera annað en að vera þræll? Hver er manneskjan? Þetta var óljóst og gerði það að verkum að persóna Æsu varð ekki nægilega spennandi. Tónlist Guðna Franz- sonar lék stórt hlutverk í verkinu. Forvitnileg hljóðin vöktu upp spurningar og tengdu verkið á hefl- steyptan máta. Lýsing Elfars Bjarnasonar og búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur gáfu verkinu ævintýi'alegan blæ. Sviðsmynd Ragnhildar Stefánsdóttur, sem samanstóð af hangandi líkömum úr loftinu, breytanlegum með lýsingu, gaf verkinu hrörlegan blæ og var í sterkri mótsögn við ævintýraljó- mann. Margir þættir spila saman í þesssu Ijóðadansverki en það nær þó ekki að bregða upp ferskri mynd eða velta upp nýrri hlið á þeim hör- mungum sem stríð, trúardeilur eða mismunandi sannleikssýn manna hefur í förmeð sér. Sýning íslenska dansflokksins er um margt athyglisverð. Agæti danshöfundanna er óhætt að lofa og óskandi að framhald verði á því að hleypa upprennandi íslenskum danshöfundum að dansflokknum, áhorfendum til ánægju. Dansverk- in endurspegla ólíkan stíl og yfir- bragð danshöfundanna þriggja. Segja má að NPK sé verk hraða og krafts. Maðurinn er alltaf einn verk húmors og einlægni og Æsa - ljóð um stríð verk átaka og dramatíkur. Frammistöðu dansaranna er óhætt að lofa. Það eru þeir sem halda nafni Islenska dansflokksins á lofti. Næsta sýning er sunnudaginn 31. október. NPK eftir Katrínu Hall. Tónlist: Skárren ekkert. Aðstoðarmaður danshöf- undar: Lauren Hauser. Lýsing: Elf- ar Bjarnason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Sviðsmynd: Katrín Hall/Sviðsmyndir ehf. Texti: Andri Snær Magnason, Chad Adam Bantner, Katrín Hall. Dansarar: Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Hildur Óttarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Júh'a Gold, Katrín Ágústa Johnson, Katrín Ingvadótt- ir. Skárren ekkert: Eiríkur Þór- leifsson, Frank Hall, Guðmundur Steingrímsson, Hrannar Ingimars- son, Una Sveinbjamardótir, Sölvi Blöndal. Aðstoð við hljóðhönnun: Páll Borg. 3. sýning 24. október. Frammistöðu dansarana er óhætt að Iofa, segir m.a. í umfjölluninni. NPK eftir Katrínu Hall. FYRSTA vetrarfrumsýning ís- lenska dansflokksins var 14. októ- ber síðastliðinn. Hún er tileinkuð íslenskum danshöfundum og tónsmiðum. Húsfyllir var á þriðju sýningu flokksins. Katrín Hall, listrænn stjórnandi Islenska dansflokksins, ríður á vað- ið með sitt fyrsta dansverk. Nafn þess NPK er dregið af áburði sem notaður er til að örva vöxt plantna. Efninu er hægt að breyta í kröftugt sprengiefni og er dansverkinu ætl- að að endurspegla þá eiginleika efnisins. Hljómsveitin Skárren ekkert flytur lifandi tónlist. Verkið fer rólega af stað. Andrúmsloftið er rómantískt og dansað við daufa kertalýsingu undir harmónikku- tónum sem á köflum minna á Fell- ini-bíómynd. Hraðinn eykst jafnt og þétt þar til hápunkti er náð í dansi og tónum. Ýmsar uppákomur eru í verkinu og oftlega drepið á til- finningaflóru mannsins. Flæði hreyfinga, samspil dans- ara, kraftur og hraði einkenndu dansgerðina sem er krefjandi en hentar dönsurum flokksins vel. Verkið inniheldur jafnframt dans- lega mýkt og létt andrúmsloft sem vegur upp á móti hraðanum og kraftinum. Þetta tvennt gaf verk- inu sannfærandi blæ og forðaði því frá einhæfni. Tónlist og dans voru þétt ofin saman. Verkinu að skað- lausu hefði mátt lækka í tónlistinni á kröftugustu köflum þess. Með spaugilegu uppbroti þar sem sótt er í smiðju Pinu Bauch framkvæma dansaramir endurteknar litlar hreyfingar undir texta Chad Adam Bantners. Texti hans var óskýr og virkaði þar af leiðandi veigalítill en hreyfingar dansaranna í þessum kafla voru skemmtilegar áhorfs og fullar kátínu. Búningar dansaranna voru ýmist hversdagslegir eða sparilegir og áttu vel við hreyfingarnar. Tónlist- in er fjölbreytt og var dans og tónl- ist sem sniðið hvað að öðru. NPK er frumraun Katrínar Hall sem dans- höfundar. I því mætast heilsteypt dansgerð, hugmyndaauðgi og næmi fyrir tónlistinni og því óhætt að segja að verkið lofi góðu um framhaldið. MAÐURINN ERALLTAF EINN eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Aðstoðarmaður danshöfundar: Lauren Hauser. Lýs- ing: Elfar Bjarnason. Búningar: Ás- laug Leifsdóttir. Dansarar: Chad Adam Bantner, Guðmundur Helga- son, Hildur Óttarsdóttir, Júlia Gold, Katrín Ágústa Johnson. ÓLÖF Ingólfsdóttir er höfundur annai-s verksins á dagskránni. Hún stundaði nám í dansi og kóreógra- fíu í European Dance Development Center í Arnhem í Hollandi á ár- unum 1989-1993. Eftir hana liggja nokkur dansverk sem sýnd hafa verið m.a. í Tjarnarbíói. I „Maður- inn er alltaf einn“ fæst höfundur við einstaklinginn og upplifanir hans. Hvernig ólíkar hugsanir geta legið að baki því sem við fyrstu sýn virð- ist eins. Dansararnir fikra sig inn á sviðið með hænuskrefum einbeittir á svip. Þeir hreyfa sig á sama máta. Það eina sem gerir þá frábrugðna hver öðrum eru búningar þeirra. Fljótlega leysist gangur þeirra upp og hver og einn dansar sólódans. Verkið fór vel af stað. Hreyfing- amar voru fullar kátínu við létta tónlist Halls Ingólfssonar. Smáar hreyfingar dansaranna, þar sem litla putta var veitt athygli og það smáa í hreyfingunni fékk að njóta sín gerði sig vel. Þessar hægu smáu hreyfingar em í athyglisverðu mót- vægi við nútímadans sem svo oft snýst um hraða og kraft. I sóló- dansi dansaranna kom fram hversu ólíkar persónurnar voru. Dansar- arnir nutu sín vel í búningum sem drógu sérkenni persónanna enn frekar fram. Verkið bar með sér einlægni í túlkun og var stílhreint. Franskt yfirbragð tónlistarinnar gaf verkinu léttan blæ. Miðkafli verksins var flatur hvað varðar dansgerð og tónlist. Engu að síður var verkið í heild sinni athyglisvert og skemmtilegt áhorfs. Lilja Ivarsdóttir TONLIST Norræna húsi ð HILMAR, JÓEL & MATTI Hilmar Jensson gftar, Jóel Pálsson kontrabassaklarinett og Matthías MD Hemstock slagverk. Háskóla- tónleikar í Norræna húsinu mið- vikudaginn 27. október 1999. IFAUM TÓNUM HILMAR Jensson og Matthías MD Hemstock hafa verið bræður í hinum frjálsa djassanda frá ungum aldri og þótt þeir hafi brallað margt hvor í sínu lagi hefur samvinna þeirra verið nær óslitin gegnum ár- in. Traust og Kerfill heita tvær síð- ustu geislaskífur Hilmars og trommar Matthías á þeim báðum. Jóel er þeim ekki ókunnur, þótt hann hafi haldið sig innan hins hefðbundnari djassramma, og Hilmar og Matthías léku báðir á hinni rómuðu frumraun Jóels á skífumarkaðnum, Prími, sem brátt verður gefín út í fjörutíu löndum. í Norræna húsinu blés Jóel í hið volduga hljóðfæri, kontrabassak- larinett, sem hann hefur lengi dreymt um en nýlega eignast og blés í á Jazzhátíð Reykjavíkur, bæði í Tilraunaeldhúsinu og á mingustónleikunum í kaffileikhús- inu. Hilmar sló gítar sinn sparlega en notaði því meira raftól og það gerði Matthías Hemstock ásamt sparlegu úrvali slagverks. Verkið er þeir félagar fluttu í Norræna húsinu var splunkunýtt, hálftíma langt í flutningi og nefndist Verkur I-III. Það er eftir þá félaga og byggist jafnt á fyrirmælum og spuna, líkt og verk Hilmars Traust. Ég held þeir félagar hafi notað eins fáa tóna einsog þeir komust af með í verkinu. Fyrsti kafli hófst á lágværu slagverki og rafhljóðum Hilmars, en Jóel blés langa tóna dimma og minnti drynjandi kontra- bassaklarinettsins, slagverkið og rafhljóðin helst á upphaf Geysis eft- ir Jón Leifs - meðan hverinn ólgar í undirdjúpunum á lágu nótunum. Hjá þeim félögum gaus aldrei en í öðrum kafla Verksins var eintóna streymi tónlistarinnar gædd rýþmísku lífi þótt unnendum bí- bopps þætti settlega blásið og sleg- ið. Hilmar og Jóel spunnu saman og á stundum var einsog þeir kvæðust á og Hilmar kastaði fram fyrripört- um sem Jóel botnaði. Matthías sló afríska leirtrommu, gældi við sým- bal og bæði hann og Hilmar höfðu forrituð hljóð til áhersluauka. Lokakafli verksins var samstæða þess fyrsta og drundi í Geysi Jóels við undirleik koníaksglass Matt- híasar og raftóna Hilmars uns tónl- istin fjaraði út og þögn ríkti um stund áður en klappið tók við. Þetta var fallegt verk í einfald- leika sínum og aldrei leiðigjarnt því þótt mímíalisminn ríkti var alltaf eitthvað stórt að gerast í hinu smáa legðu menn vel við hlustir og tónl- istarmennirnir kunnu sér hóf í að þenja verkið ekki um of í tíma. Ekki er ótrúlegt að það skjóti upp kollin- um að nýju og þá í breyttri mynd og efnismeiri. Hilmar hefur löngum stundað það að nýta hugmyndir sínar til hins ýtrasta. Þannig var um Kerfil Hilmars sem ekki var tal- inn til stórvirkja í upphafi. Vernharður Linnet Margrét E. Laxness Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni er dansað í verkinu Nýjar bækur • ORÐABUSL er eftir Margréti E. Laxness. Um er að er ræða fyrstu orðabók barnsins þar sem stórar lit- myndir, fullar af smáatrið- um úr lífi fjöl- skyldunnar, prýða hverja síðu. Bókinni er ætlað að skerpa at- hyglisgáfu, auka orða- forða og þjálfa börn í að tengja orð og mynd. Þetta er fyrsta bók Margrétar, en hún hef- ur áður myndskreytt margar barnabækur og starfar við bóka- hönnun. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er prentuðíDanmörku, hún er 28 blaðsíður og kostar 1.880 kr. • BENEDIKT búálfur er barna- bók eftir Ólaf Guðlaugsson. í fréttatil- kynningu segir að þetta sé æv- intýraleg saga um Dídí sem fer með Bene- dikt búálfi til Álfheima, en dökkálfar eru komnir á kreik og háski vofir yfir. Tóti tann- álfur er líka horfinn svo nú eru góð ráð dýr. Þetta er íyrst bók Ólafs og skreytt litskrúðugum tölvuteikning- um hans. Ólafur starfar sem mynd- skreytir og grafískm- hönnuður. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er40 blaðsíður, prentuð í Danmörku. Verð: 1.880 kr. • GIRI-Stýri og skrítni draum- urinn er barnabók eftir Björk Bjarkadóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar- ins. Söguhetj- an er gíraffi og hálslengsti strætóbílstjór- inn í bænum. Fyrir vikið verður hann fyrir stríðni en lætur ekki deigan síga þótt móti blási. Myndirn- ar eru litríkar og nýstárlegar, unnar með bland- aðri tækni, segir í fréttatilkynn- ingu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin erprentuð í Danmörku, hún er 28 bls. Verð: 1.880 kr. Ólafur Guðlaugsson Björk Bjarkadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.