Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 67 ----------------------------h FOLKI FRETTUM Stutt Reynir að hafa fé af Jackson ÞJÓFUR braust inn á hótelher- bergi Michael Jackson í júlímánuði og stal myndböndum þar sem Michael leikur við börn sín tvö, Prince Michael Jr og Paris- Michael Kather- ine. Nú hefur þjófurinn gert vart við sig og samkvæmt tals- manni Jackson, Howard Rub- instein, fer hann fram á 100 þús- und dollara fyr- ir myndböndin. „Þessi mynd- bönd hafa mikið Reuters Jackson ætlar ekki að borga krónu til fjárkúgar- ans. tilfinningalegt gildi fyrir Michael," segir Rubinstein sem segir þjófinn einnig hafa haft samband við bandarísk tímarit. „Michael mun reyna allt til þess að spoma gegn því að myndböndin komist í hendur fjölmiðla tO að vernda einkalíf barna sinna, en það kemur ekki til greina að bregðast við þessari fjár- kúgun með peningagreiðslu." Hver er framtíðin? KVIKMYNDIR/Rómantíska gamanmyndin „Runaway Bride“ með Julia Roberts og Richard Gere er frumsýnd í Bíóhöllinni, Kringlubíói, Stjörnubíói, Nýja bíói Keflavík og Borgarbíói Akureyri. Makalaus brúður Frumsýning IKE Graham (Richard Gere) er dálkahöfundur í New York sem á við nokkur vandamál að stríða. Það er klukkutími þar til hann á að skila af sér næstu grein, fyiTum eiginkona hans er yfirmað- ur hans og hann getur ekki komið orði á blað. Hann leitar hælis á næsta bar þar sem hann heyrir furðulega sögu af ungri konu í sveitinni í Maryland sem heitir Maggie (Julia Roberts) og er þekkt fyrir að hlaupa frá tilvonandi eigin- mönnum þegar kemur að giftingu og skilja þá eina eftir uppi við al- tarið. Ike skrifar um konu þessa og at- vikin haga því þannig til að hann heldur til bæjarins Hale í Maryl- and, heimabæ hennar. Þegar hún sér tilskrifín ákveður hún að jafna við hann sakimar. Þau kynnast og Ike kemst að því að það er miklu meira spunnið í hana en kjaftasög- urnar herma. Þetta er söguþráðurinn í róman- tísku gamanmyndinni „Runaway Bride“ með Richard Gere og Julia Roberts í leikstjórn Garry Mars- hall en síðast þegar þríeyki þetta starfaði saman varð útkoman önn- ur rómantísk gamanmynd sem hét „Pretty Woman“ og náði vinsæld- um. Með önnur hlutverk í nýju myndinni fara Joan Cusack, Hector Elizondo, Rita Wilson og Paul Dooley. Roberts og Gere höfðu rætt það í mörg ár að leika saman aftur í bíó- mynd eftir að þau náðu svo vel sam- an í „Pretty Woman“. „Þegar mér var sent handritið að „Runaway Bride“,“ er haft eftir Julia Roberts, „og því fylgdi athugasemd um að Richard líkaði það vel, var það nóg til þess að ég vakti frameftir og las það. Mér fannst það heillandi og mjög fyndið." Leikararnir hringdu í gamla leik- stjórann sinn þegar þeir höfðu komið sér saman um að „Runaway Bride“ væri myndin sem þá langaði til þess að leika í saman og hann tók þeim fagnandi. „Við vissum að við mundum vera í góðum höndum,“ er haft eftir Gere. Þegar þau þrjú mættu á tökustað urðu fagnaðarfundir og rifjaðar voru upp góðar stundir sem þau áttu saman við gerð „Pretty Wom- an“. Og vinnan gekk einnig ágæt- lega fyrir sig. „Julia og Richard höfðu ekki unnið saman í næstum tíu ár en efnasambandið milli þeirra var enn til staðar,“ er haft eftir Marshall. „Þau hafa bæði þroskast sem leikstjórar og hafa Julia Roberts og Richard Gere sameina aftur krafta sína í Runaway Bride. þetta sem Tracy og Hepburn höfðu á únd- an þeim þótt gamanið í þessari mynd minnti stundum reyndar á Gög og Gokke.“ Marshall segir: „Það er mikið af gamansemi í myndinni pg mikið af rómantík. Ég vona að áhorfendur fari út af henni með þá tilfinn- ingu að það þarf ekki að rembast við að upp- götva ástina heldur kemur hún frá hjart- anu.“ •M ' Roberts leikur ungu kon- una Maggie sem hér er í fullum skrúða. Hættu að raka á þér fótleggina! Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á íslandi í 12 ár. Reuters Smith á leið inn í réttar- salinn. ANNA Nicole Smith vakti athygli umheimsins þegar hún giftist milljónamæringnum Howard Marshall sem hefði getað verið afi hennar. Smith hafði verið fyrir- sæta og valin leikfang ársins 1992 á síðum Playboy. Eftir lát Mars- hall var talsverð umræða vestan- hafs um gullgrafara á hjóna- bandsmarkaðnum, enda þótti ráðahagurinn sérkennilegur. En ekki hefur Önnu gengið allt í hag- inn því á miðvikudaginn mætti hún fyrir rétti vegna gjaldþrots. Lögfræðingur Smith fór fram á 820 milljón dollara greiðslu úr dánarbúi Marshall, en lögfræðing- ur sonar Marshall sagði þá kröfu „hreina firru“ og að Smith ætti ekki skilið að fá eyri af arfinum eftir þetta 14 mánaða hjónaband með föður hans, en Marshall dó árið 1995 þá 89 ára að aldri. Engin niðurstaða er því komin í mál Smith og því ekki víst hvort fram- haldið verður gjaldþrot eða ríki- dæmi. Símtal við skurðarborðið SKURÐLÆKNI í Hong Kong var vikið frá störfum eftir að hann svar- aði farsíma sínum þegar hann var í miðri aðgerð. Sjúklingurinn Chung Chicheong sem lá á skurðarborðinu sagði í samtali við þai’lenda fjöl- miðla að hann hefði heyrt símasam- tal læknisins þrátt fyrir að vera undir áhrifum deyfilyfja. „Ég varð undrandi því símtalið tengdist ekki aðgerðinni sem hann var að fram- kvæma heldur var verið að spá í bílakaup og kostnað þeim tengd- um.“ Sjúklingurinn fékk afsökun- arbeiðni frá yfirvöldum Queen Mary sjúkrahússins, en verið er að íhuga hvort símtal læknisins hafi frekari eftirmála. Sensitive fyrir viokoæma húð Regular rir venr úð VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SELJAST Dæmi um verö: Skór 500 - Bolir 990 - Síöbuxur 500 - Peysur 990 Bakpokar 990 - Úlpur 2.990 - íþróttagallar 1.990 Opið: Mán.-fös. 10-18 Laugardasa 10-16 iþrótt Skipholti 50d, sími 562 0025. /HlZlflD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.