Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HARALDUR GÍSLASON + Haraldur Gísla- son fæddist í Reykjavík 21. októ- ber 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gísli Arason, f. 17.11. 1895, d. 25.6. 1986, verkamaður í Reykjavík, og kona hans, Magnea Sig- ríður Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 25.11. 1895, d. 18.3. 1980. Systkini Haraldar eru: Guðríður Eiríka Gísladóttir, húsfreyja, f. 7.10. 1922, Ari Gíslason, bókbindari, f. 25.10. 1925, d. 11.12.1993, Erla Hjördís Gísladóttir, skrifstofumaður, f. 17.9. 1927, d. 16.11. 1983, Sverr- ir Magnús Gíslason, prent- myndasmiður, f. 6.9. 1929. Hinn 16. ágúst 1941 gekk Hara- ldur að eiga Þórunni Guðmun- dsd ittur, f. 7. júlí 1918. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, sjómaður, f. 7.11. 1885, d. 14.10. 1921, og Guðlaug Jónsdóttir, f. 12.1. 1887, d. 2.12. 1975. Börn Haraldar og Þórunnar eru: 1) Eygló Helga, píanók- ennari, f. 19.1. 1942, maki Eiður Guðna- son, sendiherra, f. 7.11. 1939. Börn þeirra: a) Helga Þóra, f. 4.10. 1963, maki: Ingvar Örn Guðjónsson, f. 2.2. 1963, þeirra börn: Eygló Erla, f. 6.4. 1989 og Hildur Helga, f. 16.3. 1993. b) Þórunn Svanhild- ur, f. 19.2. 1969, maki Gunnar Bjarnason, f. 12.3. 1969. Þeirra börn: Eiður Sveinn, f. 3.11. 1993, og Lára Lilja, f. 9.10. 1995. c) Haraldur Guðni, f. 24.5. 1972. Maki Ragnhildur Jónsdóttir, f. 7.11. 1973. Þeirra barn: Eygló Helga, f. 6.5. 1999. 2) Guðmundur Haraldsson, starfsmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur, f. 30.10. 1944, maki Ástbjörg Ólafsdóttir, f. 15.10. 1940. Börn þeirra: a) Þórunn, f. 29.5. 1975, d. 2.1. 1983. b) Birgir, f. 3.6. 1977, sonur Birgis er Al- exander Tristan, f. 30.5. 1998. c) Haraldur Gíslason tengdafaðir minn andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 20. október. Daginn eftir hefði hann orðið áttatíu og tveggja ára. Hann var um margt eftirminnilegur mað- ur. Haraldur var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og ekki mul- ið undir hann í æsku, frekar en önn- ur börn og unglingar á alþýðuheimilum þeirra tíma. For- eldrar hans Gísli Arason og Magn- ea S. Magnúsdóttir höfðu flust ung austan úr Flóa suður til Reykjavík- ur þar sem þau stofnuðu heimili og Gísli stundaði verkamannavinnu alla ævi. Var Haraldur elstur fímm barna þeirra. Skólaganga Haraldar var ekki löng - barnaskólinn og einn vetur í kvöldskóla KFUM, sem var mörg- um unglingnum gagnlegt athvarf á kreppuárunum. Hann byrjaði snemma að vinna og leggja til heimilisins. Byrjaði sem sendill eins og ýmsir og var m.a. í því fræga Sendisveinafélagi Reykja- víkur. Haraldur var við afgreiðsl- ustörf í matvörubúð, þegar 'Snaggaralegur smjörlíkisút- keyrslumaður sá í honum efnilegan starfsmann og réði hann í þjónustu sína. Þar var á ferð Ragnar Jóns- son, betur þekktur sem Ragnar í Smára. Haraldur starfaði síðan hjá Ragnari í fjörutíu ár, lengst af sem framkvæmdastjóri Víkingsprents en varð seinna einn af eigendum fyrirtækisins eftir að þeir vinnufé- iagarnir keyptu fyrirtækið af Ragnari. Samstarf þeirra Ragnars var langt og báðum heilladrjúgt. Haraldur færði áratugum saman bókhald fyrirtækja Ragnars, Helgafells og Víkingsprents. Það hef ég fyrir satt að Ragnar hafi bor- ið til hans óskorað traust og metið . - hann mikils. Það var einmitt í Víkingsprenti, sem þá var til húsa í Garðastræti 17, sem leiðir þeirra lágu saman Haraldar og Þórunnar Guðmunds- dóttur, eftirlifandi eiginkonu hans. Hjónaband þeirra var einkar far- sælt. Kom það ekki síst fram nú hin síðari árin þegar Þórunn átti við vanheilsu að stríða og hann annað- ist hana á heimili þeirra í næstum sjö ár eða allt þar til hann veiktist sjálfur á liðnum vetri. Hann stóð meðan stætt var. Natni hans og nærfærni í veikindum Þórunnar *var bæði einstök og aðdáunarverð. Þórunn nýtur nú góðrar aðhlynn- ingar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún hrærist að mestu í eigin heimi eins og títt ger- ist, þegar ellin sækir á. Kynni okkar Haraldar spönnuðu rúmlega fjörutíu ár, eða allar götur ^Jrá því ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir heimasætunni í Nóa- túni 19. Skemmst er frá því að segja að á þau kynni bar aldrei skugga. Haraldur var óáreitinn um annarra hagi, en fastur fyrir og kappsamur. Osérhlífinn dugnaðar- forkur, sem mátti hvergi vamm sitt vita, vildi engum vera háður og engum skulda. Hann fylgdist grannt með þjóðmálum, var trygg- ur áhorfandi útsendinga frá fund- um Alþingis, hafði ákveðnar skoð- anir og lá ekki á þeim. Kunni að gleðjast á góðri stund, kankvís og jafnan grunnt á gamanseminni. Ör- látur með afbrigðum og jafnan fljótur til að leggja öðrum lið og veita hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Barnabörnunum reyndist hann og þau Þórunn bæði sannar- lega betri en enginn. Þótt Haraldur væri fram- kvæmdastjóri umsvifamikillar prentsmiðju þar sem verk öndveg- isskáldanna voru prentuð og lista- menn af ýmsu tagi voru hvunnda- gsgestir var það ekki hans eina starf. Um árabil starfrækti hann prentmyndagerðina Prentmót sem hann stofnaði og átti ásamt öðrum. En auk þessa sinnti hann félags- málum af lífi og sál og Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur var um áratugaskeið snar þáttur í lífi hans og raunar fjölskyldunnar. Aðrir eru mér fróðari um knattspymuferil hans en hann hefur áreiðanlega verið fylginn sér og harður í sókn- inni, skapmaður sem hann var. Eg veit ekki til þess að nokkur hafi leikið það eftir honum að skora fimm mörk í einum og sama leikn- um gegn erlendu liði en það gerði hann árið 1938 í leik gegn Færey- ingum. Um þetta var hann ekki margorður. Það gekk bara allt upp hjá mér, sagði hann einhvern tíma, er ég færði þetta í tal. Þótt hann væri orðinn fársjúkur nú í haust, kom það ekki í veg fyrir að hann fylgdist með sigurgöngu síns gamla félags er það endurheimti tvo lang- þráða titla. Hann fór heim af spíta- lanum með Guðmundi syni sínum og horfði á leikina úr stólnum sín- um í stofunni í Nóatúni. Ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn. Félagsmálastörf hlóðust á hann. Hann var meðal stofnenda og fyrsti formaður knattspyrnudeildar KR, sat lengi í landsliðsnefnd KSÍ og í áraraðir í Knattspyrnuráði Reykja- víkur þar sem hann sat á annað þúsund fundi og átti sæti í ráðinu lengur en nokkur annar. A þeim ár- um fór hann á nær alla knatt- spyrnuleiki meistaraflokksliða og þá slæddist ég stundum með. Ég lærði það fljótt að það þýddi lítið að yrða á tengdaföður minn eftir að flautað hafði verið til leiks. Þá varð hann svo gott sem sambandslaus Magnea Sigríður, f. 5.8. 1981. Sonur Guðmundar er Gísli Þdr, f. 29.12. 1962, maki Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir, f. 5.7. 1964. Þeirra börn Kristey Bríet, f. 28.8. 1990, írena Birta, f. 10.5. 1998, og Haraldur, f. 10.5. 1998. Haraldur starfaði ungur við verslunarstörf, en meginhluta ævi sinnar starfaði hann hjá Ragnari Jónssyni í Smára sem framkvæmdastjóri Víkings- prents og sá þá jafnframt um bókhald bókaútgáfunnar Helga- fells og þeirra verslana sem reknar voru á hennar vegum. Hann varð seinna einn af eigend- um Víkingsprents og fram- kvæmdastjóri prentmyndagerð- arinnar Prentmóta, sem hann stofnaði og rak ásamt fleirum. Haraldur starfaði mjög að fé- lagsmálum knattspyrnuhreyf- ingarinnar. Hann lék með meist- araflokki KR á yngri árum og starfaði fyrir félagið fram á efri ár bæði innan þess og í Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur og landsliðsnefnd Knattspyrnusam- bands Islands. Fyrir þau störf hlaut hann fjölda viðurkenninga, m.a. gullmerki KR, Knattspyrn- uráðs Reykjavíkur og fþrótta- sambands Islands. Hann var heiðursfélagi KR. títför Haraldar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. við umhverfið og sá ekkert nema það sem gerðist á vellinum, en gaf sér þó tíma við og við til að taka hraustlega í nefið. Haraldur var sæmdur gullmerki KR og var það að verðleikum. Enn- fremur var hann einn af heiðurs- félögum KR og veit ég að honum þótti vænt um þann heiður. Fjöl- margar aðrar viðurkenningar hlaut hann frá íþróttahreyfingunni, þar á meðal æðstu heiðursmerki Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur, íþrótta- bandalags Reykjavíkur, Knatt- spyrnusambands íslands og Iþróttasambands Islands. Auk margháttaðra trúnaðarstarfa á vettvangi knattspyrnunnar átti hann sæti í stjórn Félags prent- smiðjueigenda og kom raunar mildu víðar við sögu í félagsmálum en hér skal tíundað. Tengdafaðir minn Haraldur var harður af sér, en hann gat líka verið mildur og meyr. Því kynntust kannski engir betur en barnaböm- in og barnabarnabörnin. Undan- fama mánuði barðist Haraldur við illvígan sjúkdóm. Það gerði hann með sama hætti og hann hafði lifað lífinu, á honum var enginn bObug- ur, jafnan stutt í glettni og gama- nsemi og hann gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana þegar sá dómari sem enginn deilir við hafði flautað til leiksloka. Hann vissi að hverju stefndi þótt hann hefði ekki um það mörg orð. Læknum og starfsliði á deild A5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru færðar þakkir fyrir einstaka aðhlynningu undanfarnar vikur. Að leiðarlokum þakka ég tengda- föður mínum samfylgdina og veit að mætti Þórunn kona hans segja hug sinn nú er leiðir skiljast um sinn þá mundi hún biðja okkur að þakka honum af öllu hjarta langa sambúð og ekki síst þá umhyggju og elskusemi sem hann sýndi henni í veikindum hennar undanfarin ár. Það er bjart yfir minningunni um Harald Gíslason. Eiður Guðnason. Elskulegur afi minn er látinn. Mig langar til þess að minnast hans í örfáum orðum. Afi var afskaplega þolinmóður og umburðarlyndur við okkur barnabörnin. Þegar ég var smástelpa og var hjá afa og ömmu í Nóanum fékk ég hann til þess að spila við mig refskák, myllu og veiðimann. Leyfði hann mér oftast að vinna enda var ég tapsár með endemum. Einnig þótti mér af- skaplega gaman að vera hjá afa uppi á lofti á skrifstofunni hans. Hann sat og vann við skrifborðið sitt og ég lék mér í búðarleik innan um allar bækurnar sem hann safn- aði. Frá því ég man eftir mér hefur fjölskyldan hist í sunnudagskaffi hjá afa og ömmu og átt þar góðar stundir. Þegar heilsu ömmu fór að hraka íyrir nokkrum árum og hún hætti að geta séð um kaffibrauðið lét afi sig ekki muna um að hrista fram úr erminni dýrindis vöfflur. Komu þá í ljós leyndir hæfileikar hans í eldhúsinu. Mér er einnig þakklæti ofarlega í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt samastað í kjallaranum í Nóanum þegar ég og maðurinn minn vorum við nám í Svíþjóð og komum heim á sumrin með son okkar Eið Svein og svo síðar Láru Lilju. Þar bjuggum við einnig í eitt ár eftir að við flutt- um heim og vorum að koma undir okkur fótunum. Það var dýrmætt fyrir Eið Svein og Láru Lilju að fá að kynnast langafa og langömmu sinni. Þeim fannst báðum mjög gaman að fara upp í heimsókn. Það var sérstaklega spennandi að fá að banka í neftóbaksdósina hjá lang- afaáður en hann fékk sér í nefið. Ég minnist afa míns með hlýju og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Hvíl í friði, elsku afi minn. Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir og fjölskylda. Þegar ég hugsa um afa og þær góðu minningar sem honum tengj- ast þá er sérstaklega tvennt sem kemur upp í hugann; fótbolti og sunnudagskaffið í Nóanum. Það var fastur liður í mínu lífi, alveg þangað til fyrir tveimur til þremur árum, að fjölskyldan hittist öll hjá afa og ömmu í Nóanum. Þar voru á boðstólum vöfflur og brúnkaka að hætti hússins. Umræðuefnin voru mörg og fjölbreytt, allt frá fjöl- skyldumálum yfir í landsmálin. Afi hafði sterkar skoðanir á flestum hlutum og oft voru umræðurnar hinar fjörlegustu enda voru ekki allir þeir sem við borðið sátu sömu skoðunar. Allt fór þetta þó fram í mestu vinsemd og stutt var í húm- orinn. Oftar en ekki bar fótbolta á góma enda var afi mikill KR-ingur og gaf gengi KR oft tilefni til skemmtilegra umræðna. Þó afi hafi verið á sjúkrahúsi síðustu vikur ævi sinnar þá lét hann það ekki koma í veg fyrir að sitja heima í stofu og fylgjast með sínu liði í sjónvarpinu þegar mikið var í húfi. Afi hafði að geyma góðan mann. Hann var léttlyndur og örlæti afa og ömmu var mikið. Hjálpuðu þau alla tíð börnum sínum og barna- börnum eins og þau frekast máttu. En það sem stendur upp úr í minn- ingunni um afa er styrkur hans og einstök umhyggja fyrir sínum nán- ustu. Nú hin síðari ár, áður en hann sjálfur veiktist var hann stoð og stytta ömmu og annaðist hana í veikindum hennar. I hans huga kom ekki annað til greina en að annast hana sjálfur. Svo lengi sem hann hefði kraft til þá skyldi hún vera í hans skjóli. Þannig var það og ekki þýddi fyrir neinn að mæla gegn því. Það var ekki fyrr en afi þurfti að fara í krabbameinsmeð- ferð og takast á við það sem slíkri meðferð fylgir sem hann sá að engra annarra kosta var völ en að láta hana í umönnun annarra. Krabbameinið reyndist sterkur andstæðingur og eins og alltof oft þá hafði það betur. En það var þó ekki auðveldur sigur því afi veitti kröftuga mótspyrnu eins og honum einum var lagið. Elsku afi. Þakka þér fyrir allt og skilaðu kveðju til vina og ættingja. Við sjáumst þótt síðar verði. Þinn, Haraldur Guðni. Þegar ég kvaddi afa og ömmu kvöldið áður en ég lagði af stað til Astralíu þá grunaði mig ekki að ég væri að kveðja afa í hinsta sinn. Ég sit hérna hinum megin á hnettinum og er að reyna að setja saman nokkur kveðjuorð en finnst mig vanta réttu orðin. Það verður skrítið að koma heim og enginn afi til að gefa mér jólaköku og kók. Það eru óteljandi stundir sem ég hef eytt með afa og ömmu í Nóa og það eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Ég kveð þig nú afi, með sorg í hjarta, en veit að þér líður vel og þú ert laus við þjáningar. Ég veit líka að þú munt vaka yfir okkur öllum og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Magnea S.Guðmundsdóttir, Lismore, Ástralíu. Þegar ég var að alast upp í KR var þar fyrir vösk sveit áhuga- samra og dugandi forystumanna. Mest bar á Sigurði Halldórssyni, sem var allt í öllu en með honum voru menn eins og Haraldur Guð- mundsson, Sigurgeir Guðmanns- son og Haraldur Gíslason. Haraldur hafði á sínum yngri ár- um verið vel liðtækur leikmaður og var í hópi Islandsmeistara félagsins árið 1941. Bróðir Haraldar, Ari Gíslason var sömuleiðis leikmaður um árabil og börn þeirra bræðra hafa flest hver lagt sinn skerf til fé- lagsins, ýmist í keppni, starfi og stuðningi. Haraldur var fyrsti for- maður knattspyrnudeildarinnar, eftir að hún var formlega stofnuð árið 1948 og var enn í stjórn deild- arinnar þegar ég tók þar sæti 1960. Lengst sat Haraldur í stjórn KRR sem fulltrúi KR og var einnig formaður landsliðsnefndar KSI og gegndi fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum þar sem hann gat lagt fé- lagi sínu og knattspyrnunni lið. Haraldur veitti Víkingsprenti for- stöðu í náinni samvinnu við Ragnar vin sinn í Smára en í þeirri prent- smiðju störfuðu margir KR-ingar og var það jafnan eftirminnilegar stundir að sækja prentsmiðjuna heim, hvort heldur í Garðastrætinu eða á Hverfisgötunni, enda var glatt á hjalla á þeim KR-vígstöðv- um og margur knár pilturinn og prentarinn fékk þar sína eldskírn. Haraldur var glaðvær maður að eðlisfari, ljóshærður og seinna hvít- hærður, léttur í spori, ávallt já- kvæður og upplitsdjarfur, hlátur- mildur og snöggur til ákvarðana og verka. Haraldur Gíslason var af þeirri kynslóðinni, sem ólst upp við erfið kjör en vann sig upp til góðra efna af eigin rammleik. Hann var í eðli sínu hlédrægur og sennilega feim- inn, og barst aldrei á en vann sín störf af skyldrækni og samvisku- semi og hann er einn af þeim mönn- um, sem lögðu grunninn að stóru og öflugu íþróttafélagi án þess að fá nokkuð annað í sinn hlut en ánægjuna af starfi og sigrum og góðum féíagsskap. Þessi heiðurs- maður er nú látinn og megi minn- ing hans lifa í íþróttahreyfingunni og hans gamla góða félagi. Fjölskyldu Haraldar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og þakklæti fyiir áralangt og far- sælt samstarf. Ellert B. Schram. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takm- arkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.