Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UFVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Gufu- spreng- - ing í Krísuvík GUFUSPRENGING varð í tilrauna- borholu í Krísuvík um klukkan þrjú í gærdag. Grjót og leir barst um 200 til 300 metra og mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Nokkurt tjón varð vegna sprengingarinnar, þai' sem allir göngustígar og göngu- brýr á svæðinu eyðilögðust, sem og skúr er notaður var sem áningar- staður fyrir ferðamenn. Hafnarfjarðarbær hefur unnið að uppbyggingu svæðisins í fjögur til i7$jpm ár, lagt göngustíga, sett upp SRilti, byggt göngubrýr og komið upp skúr fyrir ferðamenn, en í skúrnum var selt kaffi og hvera- brauð. Allt þetta er nú ónýtt. Þrír starfsmenn Hafnarfjarðar- bæjar unnu við að setja upp skilti við hverinn um hálftíma áður en spreng- ingin varð. Það var í raun tilviljun að þeir voru ekki þarna Iengur því skilt- in voru þráðbein eftir að þau voru fest, en venjulega tekur um klukku- tíma að rétta þau af með hallamáli. Það verður því að teljast mikil mildi enginn var á svæðinu þegar sprengingin varð. Morgunblaðið/RAX Skúr, sem notaður var sem áningarstaður fyrir ferðamenn, er mikið skemmdur eftir sprenginguna. í baksýn má sjá hverinn og jarðvísindamenn sem skoðuðu aðstæður síðdegis í gær. Gagnrýni sveitarstjórnarmanna á ríkið Tekjustofnar verði endurskoðaðir í MALI nokkurra sveitarstjórnar- manna á ráðstefnu um fjármál sveit- -áíffélaga í gær kom fram að þeir teldu vitlaust gefið í tengslum við tekjur sveitarfélaga annars vegar og þau verkefni sem sveitarfélögunum væru falin hinsvegar. Lögðu sveitar- stjórnarmenn áherslu á að nefnd rík- is og sveitarfélaga endurskoðaði tekjustofna sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði að breytingar sem gerðar hafa verið á undanförnum ár- um á tekjustofnakerfí ríkisins hefðu sumar hverjar veikt tekjustofna sveitarfélaga, s.s. breytingar á skattalögum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti í ræðu sinni vonbrigðum með að fjárhagur sveitarfélaga skyldi ekki vera í jafngóðu lagi og fjárhagur rík- isins og hvatti hann sveitarstjórnir eindregið til aðhalds í fjármálum. Félagsmálaráðherra vill lög sem banna hópuppsagnir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í ávarpi á ráðstefnunni að óhjákvæmilegt væri að Alþingi gripi til lagasetningar í kjölfar úr- skurðar Félagsdóms í leikskólamál- inu á Selfossi, þannig að hópupp- sagnir yrðu tvímælalaust ólöglegar hjá þeim sem taka laun samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. I setningarræðu sinni á ráðstefn- unni gagnrýndi Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson grunnskólakennara harð- lega fyrh' að hafa haldið áfram kjara- baráttu sinni þrátt fyrir gildandi samninga. Með því hefðu þeir rofið þá friðarskyldu sem bæri að virða á vinnumarkaði þegar samningar væru í gildi. ■ Ekki jafnvægi/4 Fiskur sjaldan eða aldrei dýrari NÝR fískur og frosinn hefur hækkað um tæp 46% frá því í mars 1997 og hefur soðningin sjaldan eða aldrei verið dýi'ari. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 8%. Að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hag- stofu Islands er fiskurinn orðinn mun dýrari en t.d. kjúklingar og svínakjöt. Almennt hafa fískaf- urðir út úr verslunum hækkað um ríflega 28%. Fiskiliðurinn í vísitöluútreikn- ingi Hagstofunnar, sem er nýr fiskur og saltaður, skelfiskur og annað sjávarfang, reiknast nú 128,1 miðað við 100 í mars 1997. Nýr fiskur og frosinn, sem er að- allega ýsuflök og sá fiskur sem mest er keyptur til matar hér- lendis, er nú 1145,7, sem þýðir að fiskurinn hefur hækkað um tæp 46% frá því í mars 1997. Saltaði fiskurinn er hins vegar í 112,8 samkvæmt vísitölureikningum, og skelfiskurinn, sem er aðallega rækja og hörpuskel, er kominn í 110,3. I heildina er vísitalan hins vegar í 108,3 á þessu tímabili. Rósmundur telur ólíklegt að það hafi áður verið dýrara að kaupa fisk til matar. „Það sem gerst hefur er líklega það að nú þegar allur fiskur fer á fiskmark- aði, er komin samkeppni milli þess að selja fiskinn út eða á markaði innanlands. Fisksalamir þurfa að kaupa á fiskmörkuðum og þurfa í raun að keppa við útfiutninginn. Eg tel að þessi skýring vegi nokk- uð þungt í þessum verðhækkun- um,“ segir Rósmundur. Þing VMSf Alyktun með virkjun samþykkt ÁLYKTUN um að styðja eindregið áform um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi og nýtingu orkunnar til orkufreks iðnaðar var samþykkt á þingi Verkamannasambands Islands í gær. -J/Iiklar umræður urðu um atvinnu- vg virkjanamál í atvinnumálanefnd þingsins og var þar vísað frá tillögu um að þingið skyldi ekki álykta um virkjanamál. Á þingfundinum sjálf- um var einnig vísað frá tillögu um áskorun á Alþingi að fram skuli fara umhverfismat á virkjunum skv. ákvæðum náttúruverndarlaga. ■ Tillögu/12 Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur í Metropolitan-óperunni á næsta ári Boðið að syngja með Placido Domingo KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari mun syngja á móti hinum heimsfræga tenór Placido Dom- ingo í óperunni Valkyrjunum eftir Wagner í Metropolitan-óperunni í New York í apríl á næsta ári. Hinn heimskunni hljómsveitarstjóri James Levine mun stjórna hljóm- sveitinni. Mun Kristinn syngja á sviði Metropolitan-óperunnar 25. aprfl og 2. maí. Kristinn er þriðji Islendingurinn sem syngur í þessu stærsta og frægasta óperuhúsi heims, en áður hefur Maríu Markan og Kristjáni Jóhannssyni hlotnast sá heiður. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir um mánuði hefði hann fengið boð frá Metro- politan-óperunni um að syngja í sex sýningum á umræddri uppsetn- ingu á Valkyijun- um, frá febrúar og fram í maí. Kristni tókst ekki að fá sig lausan frá samn- ingum um æfing- ar á ölluni þessum tíma við Bastillu- óperuna í París en fékk sig lausan í apríl. Að sögn hans var honum þá boðið að syngja í tveim síð- ustu sýningunum og tók hann því. Kristinn segir að boðið frá Metropolitan-óp- erunni sé vissu- Kristinn Sigmundsson Placido Domingo lega staðfesting á frammistöðu hans í óperuheiminum og honum sé mikill heiður sýndur. Segist hann vona að framhald verði á samstarfi sínu við Metropolitan-óp- eruna. „Þetta lofar mjög góðu, sérstak- lega að þeir vilja fá mig jafnvel þó ég geti ekki sungið allar sýning- arnar. Það gefur mér vissa vís- bendingu. Þeir eru með njósnara út um allt og eru ekki að ráða mig í sýningar á móti Domingo án þess að hafa heyrt í mér eða án þess að þeir viti hver ég er. Eg á von á því að þetta leiði af sér frekara sam- starf. Annars veit maður aldrei. Það er ómögulegt að spá um það,“ sagði Kristinn. ■ Mikill/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.