Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UFVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Gufu- spreng- - ing í Krísuvík GUFUSPRENGING varð í tilrauna- borholu í Krísuvík um klukkan þrjú í gærdag. Grjót og leir barst um 200 til 300 metra og mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Nokkurt tjón varð vegna sprengingarinnar, þai' sem allir göngustígar og göngu- brýr á svæðinu eyðilögðust, sem og skúr er notaður var sem áningar- staður fyrir ferðamenn. Hafnarfjarðarbær hefur unnið að uppbyggingu svæðisins í fjögur til i7$jpm ár, lagt göngustíga, sett upp SRilti, byggt göngubrýr og komið upp skúr fyrir ferðamenn, en í skúrnum var selt kaffi og hvera- brauð. Allt þetta er nú ónýtt. Þrír starfsmenn Hafnarfjarðar- bæjar unnu við að setja upp skilti við hverinn um hálftíma áður en spreng- ingin varð. Það var í raun tilviljun að þeir voru ekki þarna Iengur því skilt- in voru þráðbein eftir að þau voru fest, en venjulega tekur um klukku- tíma að rétta þau af með hallamáli. Það verður því að teljast mikil mildi enginn var á svæðinu þegar sprengingin varð. Morgunblaðið/RAX Skúr, sem notaður var sem áningarstaður fyrir ferðamenn, er mikið skemmdur eftir sprenginguna. í baksýn má sjá hverinn og jarðvísindamenn sem skoðuðu aðstæður síðdegis í gær. Gagnrýni sveitarstjórnarmanna á ríkið Tekjustofnar verði endurskoðaðir í MALI nokkurra sveitarstjórnar- manna á ráðstefnu um fjármál sveit- -áíffélaga í gær kom fram að þeir teldu vitlaust gefið í tengslum við tekjur sveitarfélaga annars vegar og þau verkefni sem sveitarfélögunum væru falin hinsvegar. Lögðu sveitar- stjórnarmenn áherslu á að nefnd rík- is og sveitarfélaga endurskoðaði tekjustofna sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði að breytingar sem gerðar hafa verið á undanförnum ár- um á tekjustofnakerfí ríkisins hefðu sumar hverjar veikt tekjustofna sveitarfélaga, s.s. breytingar á skattalögum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti í ræðu sinni vonbrigðum með að fjárhagur sveitarfélaga skyldi ekki vera í jafngóðu lagi og fjárhagur rík- isins og hvatti hann sveitarstjórnir eindregið til aðhalds í fjármálum. Félagsmálaráðherra vill lög sem banna hópuppsagnir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í ávarpi á ráðstefnunni að óhjákvæmilegt væri að Alþingi gripi til lagasetningar í kjölfar úr- skurðar Félagsdóms í leikskólamál- inu á Selfossi, þannig að hópupp- sagnir yrðu tvímælalaust ólöglegar hjá þeim sem taka laun samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. I setningarræðu sinni á ráðstefn- unni gagnrýndi Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson grunnskólakennara harð- lega fyrh' að hafa haldið áfram kjara- baráttu sinni þrátt fyrir gildandi samninga. Með því hefðu þeir rofið þá friðarskyldu sem bæri að virða á vinnumarkaði þegar samningar væru í gildi. ■ Ekki jafnvægi/4 Fiskur sjaldan eða aldrei dýrari NÝR fískur og frosinn hefur hækkað um tæp 46% frá því í mars 1997 og hefur soðningin sjaldan eða aldrei verið dýi'ari. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 8%. Að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hag- stofu Islands er fiskurinn orðinn mun dýrari en t.d. kjúklingar og svínakjöt. Almennt hafa fískaf- urðir út úr verslunum hækkað um ríflega 28%. Fiskiliðurinn í vísitöluútreikn- ingi Hagstofunnar, sem er nýr fiskur og saltaður, skelfiskur og annað sjávarfang, reiknast nú 128,1 miðað við 100 í mars 1997. Nýr fiskur og frosinn, sem er að- allega ýsuflök og sá fiskur sem mest er keyptur til matar hér- lendis, er nú 1145,7, sem þýðir að fiskurinn hefur hækkað um tæp 46% frá því í mars 1997. Saltaði fiskurinn er hins vegar í 112,8 samkvæmt vísitölureikningum, og skelfiskurinn, sem er aðallega rækja og hörpuskel, er kominn í 110,3. I heildina er vísitalan hins vegar í 108,3 á þessu tímabili. Rósmundur telur ólíklegt að það hafi áður verið dýrara að kaupa fisk til matar. „Það sem gerst hefur er líklega það að nú þegar allur fiskur fer á fiskmark- aði, er komin samkeppni milli þess að selja fiskinn út eða á markaði innanlands. Fisksalamir þurfa að kaupa á fiskmörkuðum og þurfa í raun að keppa við útfiutninginn. Eg tel að þessi skýring vegi nokk- uð þungt í þessum verðhækkun- um,“ segir Rósmundur. Þing VMSf Alyktun með virkjun samþykkt ÁLYKTUN um að styðja eindregið áform um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi og nýtingu orkunnar til orkufreks iðnaðar var samþykkt á þingi Verkamannasambands Islands í gær. -J/Iiklar umræður urðu um atvinnu- vg virkjanamál í atvinnumálanefnd þingsins og var þar vísað frá tillögu um að þingið skyldi ekki álykta um virkjanamál. Á þingfundinum sjálf- um var einnig vísað frá tillögu um áskorun á Alþingi að fram skuli fara umhverfismat á virkjunum skv. ákvæðum náttúruverndarlaga. ■ Tillögu/12 Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur í Metropolitan-óperunni á næsta ári Boðið að syngja með Placido Domingo KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari mun syngja á móti hinum heimsfræga tenór Placido Dom- ingo í óperunni Valkyrjunum eftir Wagner í Metropolitan-óperunni í New York í apríl á næsta ári. Hinn heimskunni hljómsveitarstjóri James Levine mun stjórna hljóm- sveitinni. Mun Kristinn syngja á sviði Metropolitan-óperunnar 25. aprfl og 2. maí. Kristinn er þriðji Islendingurinn sem syngur í þessu stærsta og frægasta óperuhúsi heims, en áður hefur Maríu Markan og Kristjáni Jóhannssyni hlotnast sá heiður. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir um mánuði hefði hann fengið boð frá Metro- politan-óperunni um að syngja í sex sýningum á umræddri uppsetn- ingu á Valkyijun- um, frá febrúar og fram í maí. Kristni tókst ekki að fá sig lausan frá samn- ingum um æfing- ar á ölluni þessum tíma við Bastillu- óperuna í París en fékk sig lausan í apríl. Að sögn hans var honum þá boðið að syngja í tveim síð- ustu sýningunum og tók hann því. Kristinn segir að boðið frá Metropolitan-óp- erunni sé vissu- Kristinn Sigmundsson Placido Domingo lega staðfesting á frammistöðu hans í óperuheiminum og honum sé mikill heiður sýndur. Segist hann vona að framhald verði á samstarfi sínu við Metropolitan-óp- eruna. „Þetta lofar mjög góðu, sérstak- lega að þeir vilja fá mig jafnvel þó ég geti ekki sungið allar sýning- arnar. Það gefur mér vissa vís- bendingu. Þeir eru með njósnara út um allt og eru ekki að ráða mig í sýningar á móti Domingo án þess að hafa heyrt í mér eða án þess að þeir viti hver ég er. Eg á von á því að þetta leiði af sér frekara sam- starf. Annars veit maður aldrei. Það er ómögulegt að spá um það,“ sagði Kristinn. ■ Mikill/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.