Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 31 LISTIR TON1.IST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Á efnisskrá voru Lieder eines fahrenden Gesellen og tíunda sin- fónian eftir Mahler. Einsöngvari: Raimo Laukka. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 28. októ- ber 1999. ÞAÐ er margt svipað með far- andsveininum í Lieder eines fahr- enden Gesellen eftir Mahler og skáldinu í Vetrarferð Schuberts. I báðum verkunum eru svik „elsk- unnar“ ástæðan fyrir því að hinn svikni vill syngja sig burt frá öllu. Mahler er 23 ára þegar hann semur þetta verk og í því er að finna þann stíl, sem á eft- ir að einkenna tónverk hans. Ljóðin semur Mahler í alþýð- legum stíl og að því leyti til er það sérkennilegt, hversu þeim svipar til ljóðanna í Des Knab- en Wunderhorn, sem hann kynntist hálfum áratug seinna. Þessi tónlist er samin í skugga Wagners og það má svo sem finna eitt og annað skylt með tónmáli þeirra, sérstaklega í öðrum söngnum, þar sem text- inn er „Syng, syng! Fagur og ljómandi!!, þó í heildina hafi Mahler reynt að forðast bólg- inn rithátt Wagners. Þetta er fögur tónlist, ljúfar tónlínur, sem voru fallega fluttar af Raimo Laukka, ágætum söngv- ara, er söng verkið af öryggi en án nokkurra átaka eða tilbrigða í túlkun. Aðalefni tónleikanna var sú tí- unda, svanasöngur Mahlers, sem honum auðnaðist ekki að ljúka I hinu óræða hljómflæði Petri Sakari Gustav Mahler Áshildur Haraldsdóttir við. Aðeins tveir þættir voru frá- gengnir, svo að flytja mætti og var það gert 12. október. 1924, í Vín en raddskráin hafði þá verið lesin yfir af Ernst Krenek. Nú- verandi gerð verksins, fimm þættir, var unnin til flutnings af Deryck Cooke og var gerð hans fyrst flutt í BBC útvarpinu, 19. desember 1960 en á konsert var sinfónían svo flutt af Lundúnasin- fóníunni 13. ágúst 1964, undir stjórn Berthold Goldschmidt. Þetta er stórbrotið verk, sem var að mörgu leyti vel flutt, þó annar þátturinn, hinn grófi Lándler kafli, væri ekki í jafn- vægi, órólegur, og flytjendur ekki samtaka, svo að útkoman var á köflum einum of gróf. Þá háði það hljómsveitinni, að á móti nærri tvöfaldri skipan blásturshljóða var strengjasveitin t.d. aðeins 14 í fyrstu fiðlu, sem væri gott á móti einfaldri blásarasveit (2222, 423 túba en ekki 4454, 544 túba). Til þess að halda í við þetta stóra blásarasveit hefði verið mátulegt að það væru 24-28 í fyrstu fiðlu og aðrir strengir í hlutfalli við það og þá hefði hinn stórsinfóníski hljómur, þar sem tónlínur strengjanna hefðu náð hinu hljómandi flæði án áreynslu, á móti hljómstyrk blásaranna, og sinfónían þá hljómað eins og Mahler hugsaði verkið. Stórt og mikilúðlegt. Þrátt fyrir þetta var margt mjög fallega gert og tveir síð- ustu þættirnir sérlega áhrifa- miklir, undir stjórn Petri Sak- ari. Nokkrh' einstaklingar í hljómsveitinni áttu fallega leiknar tónlínur, Sigi'ún Eð- valdsdóttir, Richard Talkow- sky, Ásgeir H. Steingrímsson og fleiri en sérstaklega var flautueinleikur Áshildar Har- aldsdóttur hrífandi. Þrátt fyrir að ýmislegt mætti finna að, var flutningur- inn í heild mjög góður, sér- staklega þar sem hljómsveitin þarf ekki líða fyrir misræmi í hljómstyrk hinna einstöku hljóðfærahópa og þá var „Mahler hjá okkur“, í sínu sínu stórkost- lega óræða hljómflæði, sem hvorki er hamið af tíma né rúmi, eins og hinn hljómandi eilífi al- geimur, sem fær manninn til að staldra við, hlusta og undrast mikilleik hans. Jón Ásgeirsson Djasstón- leikar á Sól- oni Islandusi HLJÓMSVEIT Tenu Palmer, Cruci- ble, heldur tónleika í Sölvasal Sólon- ar Islandusar sunnudagskvöldið 31. október. Þetta eru fjórðu tónleikarn- ir í tónleikaröð Múlans á þessu haustmisseri. Á tónleikunum verður fléttað sam- an rafmögnuðum og órafmögnuðum hljóðum við túlkun á lögum bæði eftir Tenu og aðra. Þar má m.a. nefna tón- list Péturs Grétarssonar við Atlants- haf Laxness, Balkanesque og ýmis- legt fleira. Hljómsveitina skipa: Jó- hann Jónannsson á farfisaorgel, Kjartan Valdimarsson á píanó, fend- er Rhodes, hljómborð og harmon- ikku, Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk, Pétur Hall- grímsson á gítara og Tena Palmer þenm' raddbönd. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21 og aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Viskíbörnin kynnt Á VEITINGASTAÐNUM Keisaran- um verður útgáfuteiti vegna bókar- innar Viskíbörnin á morgun kl. 15. Bubbi Morthens flytur nokkur lög, Hjalti Rögnvaldsson leikari les upp úr bókinni og söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eðvarð Lárusson flytja djasstónlist. Bókin Viskíbörnin er ævisaga alkóhólistans Jack Erdmann, skrifuð af honum sjálfum og ljóðskáldinu Larry Kearney. I bókinni er lýsing á vanda einstaklinga og fjölskyldna sem flækt eru í viðjar alkóhólisma, segir í fréttatilkynningu. mmm Rammi úr gegnheilli, lútaðri furu. 3 stærðir. Sporöskjulaga, st. 44 sm breiður x 66sm hár Flíshanskar Hlýir og fallegir hanskar í barna- og fullorðinsstærðum. Parið aðeins: Úrval af geisladiskastöndum A. Geisladiskastandur fyrir 24 diska.... B. Geisladiskastandur fyrir 12 diska.... C. Borðstandur fyrir 25 diska.......... D. Krómaður borðstandur fyrir 24 diska. E. í beyki á vegg fyrir 45 diska.......4 Gólfstandur fyrir 32 + 4 tvöfalda diska Skóhilla Flíssloppar fyrir dömur og herra Það jafnast ekkert á við að fara í dúnmjúka og þægilega flíssloppa eftir baðið eða bara til að hafa það notalegt. Smératorgi 1 200 Kópavogl 510 7000 Skelfunnl 13 Noröurtanga 3 108 Reykjavík 600 Akureyri 568 7499 462 6662 Reykjavlkurvegl 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104Roykjavík 588 7499 Verðaðeins:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.