Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 23
VIÐSKIPTI
Hagræðing og uppsagnir hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro
Stefnt að því að fækka fyrir-
tækjum í óskyldum rekstri
Ósló. Morgunblaðið.
NORSKA stórfyrirtækið Norsk
Hydro hefur ákveðið að selja frá sér
ýmsa starfsemi í Noregi og getur
það haft áhrif á atvinnu nærri 3.000
manna. Hefur rekstur fyrirtækisins
ekki gengið vel að undanförnu að
álframleiðslunni frátalinni. Hér eft-
ir verður áherslan á meginstoðimar
í rekstrinum, olíu- og orkufram-
leiðslu, léttmálma og ýmsar vörur
fyrir landbúnað.
Meðal þeirra fyrirtækja, sem
Hydro vill selja, em Fundo í
Hoyanger, sem framleiðir hluta í
bfla, og Hydro Seafood, stærsta eld-
isfyrirtæki í heimi. Svo er einnig
með olíuefnavinnsluna, en önnur
fyrirtæki em ýmist til sölu eða verið
er að leita að meðeigendum. Auk
þessa er verið að spara og hagræða
í rekstrinum á öllum sviðum og mun
það vafalaust leiða til einhverra
uppsagna, einkum í skrifstofu- og
stjómunarstöðum til að byrja með.
Þær aðgerðir, sem þegar hefur ver-
ið gripið til, munu líklega bæta
rekstrarstöðuna um 10 milljarða ísl.
kr. á þessu ári, en stefnt er að því að
hún batni enn um 15 milljarða kr. á
næstu tveimur áram.
Hjá Hydro er nú aðaláherslan á
olíuna eins og kaupin á Saga Petro-
leum sýna best. Auk þess er vonast
til, að fyrirtækið komist yfír ein-
hvern eignarhlut ríkisins í olíu- og
gaslindum á norska landgranninu,
en um það verður bitist við Statoil.
Góð afkoma
í álinu
Best hefur gengið í álinu, jafnt í
vinnslunni sem í öðram umsvifum
með þá afurð, en framtíð landbún-
aðardeildarinnar er í raun dálítið
óviss. I Evrópu er verið að draga úr
framleiðslu í landbúnaði og offram-
boð er á áburði. I þessari grein
vinna alls um 6.500 manns hjá
Norsk Hydro.
Ymsir sérfræðingar og frétta-
skýrendur í Noregi efast um, að
Egil Myklebust, aðalforstjóri Norsk
Hydro, komist upp með allar spam-
aðaraðgerðirnar og benda á, að fyr-
irtækið sé að 44% í ríkiseigu.
Stjómmálamennimir eða stjómvöld
hverju sinni hafi því mikil áhrif inn-
an fyrirtækisins, sem er einn af
stærstu vinnuveitendum í Noregi.
Ekki sé víst að þau taki uppsögnum
hundruða að ekki sé talað um þús-
unda manna með þegjandi þögninni.
Óbreytt áform um álver
við Reyðarfjörð
Garðar Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri orkusviðs Fjárfest-
ingarstofunnar, segist ekki telja að
ný og breytt rekstrarstefna Norsk
Hydro hafi nein áhrif á áform fyrir-
tækisins um að reisa hugsanlega ál-
ver við Reyðarfjörð.
„Ég var að tala við Jostein Flo
hjá Norsk Hydro fyrir klukkutíma
eða svo og það var ekki neitt á hon-
um að heyra að einhverjar breyt-
til útlaada
-auövelt dö mund
SÍMINN
www.simi.is
ingar verði á áforam þeirra um upp-
byggingu hér. Þeir menn innan fyr-
irtækisins sem hliðhollir eru fram-
kvæmdum hér verða áfram í æðstu
stöðum þó breytingar eigi sér stað í
yfirstjóm fyrirtækisins," sagði
Garðar í gær.
íslensk stjórnvöld, Landsvú-kjun
og norska stórfyrirtækið Norsk
Hydro undirrituðu í lok júní sam-
starfsáætlun um hugsanlega bygg-
ingu álvers við Reyðarfjörð.
Sagði Garðar að það sem gerast
ætti samkvæmt áætluninni fyrir 1.
nóvember yrði á tíma, en þá skal
framathugunum vegna byggingar
álvers lokið í megindráttum, einnig
minnisblaði um innviði hennar.
Samstarfsáætlunin kvað á um
viðræðuáætlun til 11 mánaða en í
lok þess tíma, eða fyrir 1. júní á
næsta ári, verður endanleg ákvörð-
un um byggingu álvers tekin.
Samkomulagið byggir á því að
virkjanaleyfi Landsvirkjunar
vegna Fljótsdalsvirkjunar verði
óbreytt.
Tap Básafells
850 mil|jónir
króna
BÁSAFELL hf. hefur sent Verð-
bréfaþingi Islands afkomuviðvöran
og þar segir að afkoma félagsins
hafi verið mun lakari en áður var
gert ráð fyrir.
Tap af reglulegri starfsemi fé-
lagsins er yfir 600 milljónir króna
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
fyrir rekstrarár félagsins sem er
frá september 1998 til ágúst 1999.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu
era aðrir liðir neikvæðir um allt að
250 milljónir og er heildartap fé-
lagsins á rekstrarárinu þvi um 850
milljónir króna.