Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 13 FRÉTTIR Island hefur full- * > Sala SAA- korta hafín vegna meðferðardeildar unglinga gilt 19 af 182 samþykktum ILO HERVAR Gunnarsson flutti erindi um samþykktir Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar, ILO, á þingi Verka- mannasambandsins í gær og sagði hann Island, sem gerðist aðili að stofnuninni árið 1945, aðeins hafa fullgilt 19 af 182 samþykktum ILO. Stofnunin er ein af stofnunum Sa- meinuðu þjóðanna og þar eiga þrí- hliða samstarf fulltrúar launafólks, stjórnvalda og atvinnurekenda. Fulltrúai' ASI eru tveir og er Hervar annar þeirra. Hann sagði það vera afstöðu ríkisvaldsins að taka fullt tillit til afstöðu atvinnu- rekenda, sem ættu fulltrúa hjá ILO, og fullgilda engar samþykktir ILO án samþykkis þeirra. Sagði hann af- stöðu atvinnurekenda vera þá að vera með en vilja helst ekki fullgilda neinar ILO-samþykktir hvort sem þær hefðu áhrif eða ekki. Hann sagði afstöðu ASI vera þá að taka fullan þátt í starfí stofnunarinnar og styðja fullgildingu samþykkta hvort sem þær hefðu áhrif hérlendis eða ekki. Ekki væri að vita nema vinnu- umhverfið gæti breyst og nauðsyn- legt væri að sýna öðrum samtökum launafólks samstöðu. Þá sagði hann miki! samráð við fulltrúa launafólks í ILO-nefndum. Ekki fjallað um heilsugæslu á vinnustöðum Hervar nefndi sem dæmi nokkrar samþykktir ILO sem ekki hefðu verið fullgiltar svo sem um lág- marksaldur til vinnu, sem væri ein grundvallarskuldbindinga hennar. Hún fæli ekki í sér neinar nýjar skuldbindingar hériendis og staðið hefði til í mörg ár að fullgilda sam- þykktina. Þá sagði hann ekki hafa verið fjallað um samþykktir frá ár- unum 1985 og 1986 um heilsugæslu á vinnustöðum og öryggi við notkun asbests og ekki heldur um sam- þykktir um næturvinnu eða vinnu- aðstæður á hótelum og veitingahús- um. Meðal þeirra 19 samþykkta sem Island hefur fullgilt má nefna um nauðungarvinnu eða skylduvinnu, um félagafrelsi og verndun þess, um beitingu grundvallarreglna um rétt til að stofna félög og semja sameig- inlega og samþykkt er varðar mis- rétti með tilliti til atvinnu eða starfa. Morgunblaðíð/Ámi Sæberg Lokaátak er haflð í fjáröflun fyrir nýrri 1.600 fermetra meðferðardeild SÁÁ fyrir ungt fólk á sjúkrahúsinu Vogi, með sölu SÁÁ- korta. Ríkið taki þátt í að auka kaupmátt Náið samráð verði við öll aðildarfélögin í ÁLYKTUN 20. þings Verka- mannasambands Islands um kjaramál segir meðal annars að „grundvöllurinn fyrir því að kom- andi kjarasamningar skili auknum kaupmætti hljóti að vera sá að rík- isstjórn Davíðs Oddssonar gangi fram fyrir skjöldu og tryggi launa- fólki á almennum vinnumarkaði þær aðstæður að hægt verði að jafna kjör þess við þá hópa sem ríkisstjórnin hefur borið á hönd- um sér á því samningstímabili sem er á enda.“ Kjaramálaályktunin var sam- þykkt samhljóða á þinginu í gær og er þar áréttað að þrátt fyrir að sambandið fari ekki fram sem ein heild í komandi kjarasamningum beri að sjá til þess að náið samráð verði milli aðildarfélaga þess. „Samstaða er styrkur sambands- ins í hverju formi sem hún er fólgin. Þingið felur framkvæmda- stjórn sambandsins að vera í nánu samráði við öll aðildarfélög þess í komandi kjarasamningum." Þá segir í ályktuninni að það sem felast þurfi í samkomulagi um breytingu á viðræðuáætlun eigi að vera krónutöluhækkun á kauptaxta. Slík hækkun muni koma þeim mest til góða sem taki laun eftir þessum sömu töxtum og njóti ekki launa- skriðs eða annarra greiðslna um- fram taxta. Hervar Gunnarsson kynnti ályktunina er hún var lögð fram við síðari umræðu á þinginu. Pétur Sigurðsson sagði hana væga og jafnvel veimiltítulega. Taldi hann að álykta hefði þurft skeleggar og slæmt væri að þurfa að fara með löndum en virða yrði aðstæður sem ríktu nú innan sambandsins. Hann sagði að verkalýðshreyfingunni væri jafnan mikill vandi á höndum í því hvernig ætti að ná fram kröfum sínum, minnti á að ekkert fengist án fóma og sagði að lítill hópur gæti ekki sótt neitt til vinnuveit- enda. * Alagningarskrár með gjöldum lögaðila í Reykjavík og á Reykjanesi lagðar fram Landssíminn ber rúman milljarð í opinber gjöld LANDSSÍMI íslands ber hæst heildargjöld lögaðila í Reykjavík og greiðir alls 1.032 milljónir kr. í opin- ber gjöld samkvæmt álagningar- skrá skattstjórans í Reykjavík fyrir álagningarárið 1999, sem lögð verð- ur fram á morgun. Eimskipafélag Islands ber næst hæstu gjöldin eða tæpar 177 millj. kr. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli greiðir mest á Reykjanesi eða rúmar 164 millj. kr. Samkvæmt lista skattstjórans í Reykjavík koma eftirtaldir lögaðilar næstir í röðinni yfir greiðendur op- inberra gjalda: Olíufélagið hf. 156.608.251 kr., Búnaðarbanki ís- lands hf. 152.230.047 kr„ Hekla hf. 143.264.217 kr„ Sjóvá-AImennar ti-yggingar hf. 123.128.987 kr„ Lýs- ing hf. 122.545.989 kr„ Hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind hf. 109.721.736 kr„ Vátryggingafélag íslands hf. 107.631.369 kr. og Olíuverslun ís- lands hf. 106.172.674 kr. Á Reykjanesi greiðir Þróttur ehf. Lokaátak / (*• S • • nrt i ijaronun LOKAÁTAK í fjáröflun fyrir nýja meðferðardeild SÁA fyrir ungt fólk á sjúkarhúsinu Vogi er hafíð með sölu SÁÁ korta en þau verða til sölu í verslunum, apótekum, bönkum og á bensín- stöðvum. Þórarinn Tyrfingsson yfír- læknir sjúkrahússins, segir að með tilkomu deildarinnar verði hægt að selja upp göngudeild- arþjónustu, þar sem hægt verð- ur að sinna betur unglingum. „Foreldrar og unglingar geta þá komið á spítalann hvenær sem er og fengið vandann greindan og reynt að byija að takast á við hann,“ sagði hann. „Enn fremur er hægt að styðja unglinga eftir meðferð frá göngudeildinni og þar verð- ur einnig hægt að hjálpa for- eldrunum. Maður skyldi ekki vanmeta þann vanda sem þau eru í. Oft líður þeim mjög illa. Þannig að með göngudeildar- þjónustunni erum við einnig að sinna þessum þætti. Síðan verð- ur sérstök deild fyrir unglinga, þar sem mun meiri áhersla verður lögð á greiningu og að gæta að heilsu þeirra." Deildin er ætluð unglingum á aldrinum 15-19 ára. „Það eru hvorki meira né minna en rúm- lega 200 unglingar, sem koma til okkar á ári,“ sagði Þórarinn. „Væntanlega munum við ráða betur við þennan fjölda og mun fleiri eftir að deildin hefur ver- ið tekin í notkun.“ Nýja deildin verður fyrst og fremst grein- ingarstöð þaðan sem ungling- arnir útskrifast eftir tíu daga og þá yfír á aðrar meðferðar- stöðvar SÁÁ, þar sem sérstök meðferð tekur við. „Það verður að hafa hraðar hendur því tíu dagar eru óratími að mati ung- linga," sagði hann. næst mest opinber gjöld á eftir Vamarliðinu eða 154 millj., Islensk- ir aðalverktakar hf. greiða 154 millj. og P. Samúelsson ehf. greiðir 135,6 milljónir. Gjöld hækka um 20,7% milli ára á Reykjanesi Heildarfjöldi gjaldenda í Reykja- vík skv. álagningarskrá er 4.661. Samtals nema álögð gjöld þeirra 8.263 mOlj. kr. Á Reykjanesi bera 2.180 lögaðilar opinber gjöld skv. álagningarskrá. Alagning á félög og aðra lögaðila nemur alls 4.408 millj. kr. en á seinasta ári nam hún 3.650 millj. kr. og hefur því hækkað um 20,76%. Ekki liggur fyrir saman- burður við gjöld lögaðila í Reykja- vík á seinasta ári. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila í þessum tveimur skattum- dæmum verða lagðar fram í dag og liggja frammi til og með 12. nóvem- ber næstkomandi. Til leigu! Til leigu eru allt að 500 m2 á efri hæð Húsasmiðjxmnar á Lónsbakka. Um er að ræða vel búna skrifstofuaðstöðu með góðum síma- og tölvulögruun. Nánari upplýsingar veitir Jón Eggert Amason verslunarstjóri í síma 460 3500. HUSASMIÐJAN Sími 460 3500 • www.husa.is Efnahagsbrota- deild Ríkislög- reglustjóra Rannsakað hvort13 listaverk í eigu FBA eru fölsuð EFNAHAGSBROTADEILD Ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar hvort 13 listaverk í eigu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins eru fölsuð. Að sögn Bjama Armannssonar, for- stjóra FBA, vaknaði snemma á þessu ári grunur um að ein- hver þeirra listaverka sem eru í eigu bankans kynnu að vera fölsuð. I framhaldi af því voru sér- fræðingar fengnir til að meta hvort um fölsuð verk væri að ræða en umrædd listaverk eru merkt þjóðþekktum listamönn- um. „Rannsóknarlögreglan hafði svo samband við okkur og vildi fara yfir þetta. Eru þeir með nokkrai- myndir frá okkur í rannsókn,“ sagði Bjami. Listaverkin voru keypt á timabilinu 1990-1995 Að sögn hans hefur Fjárfest- ingarbankinn ekki fest kaup á listaverkum á starfstíma bank- ans og em umrædd verk hluti af stærra safni mynda sem bankinn eignaðist við sammna fjárfestingarlánasjóðanna á sínum tíma. Voru umrædd listaverk, sem gmnur leikur á að séu fölsuð, keypt á tímabil- inu frá 1990-1995. Aðspurður sagði Bjami að ekki hefði verið metið saman- lagt kaupverð umræddra verka en sagði að þarna væri um að ræða tiltölulega litlar fjárhæð- ir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.