Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 18

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 18
1§' FOSTUDAGUR 29. OKTOBER 1999 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ wm \ \ \ \ 1 > X \ ^ ] HÉF / A-1.2 / ^ s°t0 1 / Flokkun mlðborgar í landnotkunarreiti Atvinnusvæði: A-1.1 ogA-1.2 Miðborgarkjarni: K-1.1 og K.1.2 Verslunarsvæði: V Aðalverslunarsvæði: V-1.1 ogV-1.2 Hliðarverslunarsvæði: V-2.1 og V-2.2 Mbl. Kristirin Garðarssori. eftir kortum unpum á Borgarsktpulagi Reykjayíkur af Ómarí íyarssyni ms Breytingar á mið- borgarskipulagi Höfnin semur við Böðvar Sigurðs- son ehf. Hafnarfjörður HAFNARFJARÐARHÖFN hefur samið við verktakafyr- irtækið Böðvar Sigurðsson ehf. um frágang á nýju hafn- arsvæði bæjarins, en tilboð verktakans hljóðaði upp á tæpar 53 milljónir króna sem var um 82% af kostnaðará- ætlun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljót- lega en þeim á að vera lokið fyrir 15. júní árið 2000. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarhöfn mun verktakinn m.a. byggja tvö rafmagnshús við nýju höfn- ina, leggja rafmagns- og vatnslagnir, koma upp lýs- ingu, malbika hluta svæðis- ins, steypa þekju, koma upp afgreiðslubrunni fyrir olíu- lögn og leggja olíulagnir. Alls bárust 7 tilboð í verk- efnið, en það hæsta hljóðaði upp á 65,5 milljónir króna, sem var um 101% af kostnað- aráætlun. --------------- Flotkvíin flutt eftir 2 vikur Hafnarfjörður FLOTKVÍIN sem legið hef- ur við Norðurbakka Hafnar- fjarðarhafnar í rúmt ár verð- ur að öllum líkindum flutt út í ytri höfnina eftir tvær vikur. Eiríkur Ormur Víglundsson, eigandi kvíarinnar, sagði að kvíin yrði flutt þegar veður væri gott, lygnt og stór- streymt. Að sögn Eiríks getur kvíin, sem verður ílutt með drátt- arbátum út í ytri höfnina, lyft 13.500 tonna skipi. Hann sagði að tO samanburðar lyfti Akureyrar-flotkvíin 5.000 tonna skipi og minni flotkví Vélsmiðju Orms og Víglund- ar sf. 3.000 tonna skipi. Eiríkur sagðist búast við því að byrjað yrði að vinna í flotkvínni u.þ.b. tveimur vik- um eftir að hún yrði fest. Miðborgin BREYTINGARTILLAGA á aðalskipulagi felur í sér að miðborginni er skipt nið- ur í landnotkunarflokka með áherslu á ákveðna starfsemi og byggð á hverju svæði fyrir sig. Með þessu móti er svæðinu skipt niður í verslunar- og at- vinnusvæði og síðan mið- borgarkjarna sem einkenn- ist af meiri fjölbreytni en tveir fyrrnefndu flokkarnir. Hugmyndin fylgir er- lendu fordæmi, en er stað- færð og aðlöguð að íslensku lagaumhverfi. Enda ákveð- in stórborgarvandamál far- in að gera vart við sig í mið- borginni og beinist vinnan m.a. að því að viðhalda lífi og sérstöðu þessa svæðis. Verslunarsvæði Tvær skilgreiningar eru á verslunarsvæðunum sem skiptast í aðalverslunar- svæði, Laugaveg, Skóla- vörðustíg og Bankastræti og hliðarverslunarsvæði, sem merkt eru á kortinu sem V-2.1 og V-2.2. Sú meginregla gildir um aðalverslunarsvæðið að hlutfall annarrar starfsemi en smásölu- og matvöru- verslunar má ekki fara yfir 30% á jarðhæð húsa á svæðinu. Rökin sem þar liggja að baki eru þau að styrkja skuli verslun á þessum hluta á meðan út- breiðsla hennar á atvinnu- svæðum teljist ekki æski- leg. Innbyrðis skiptist aðal- verslunarsvæðið í fjóra hluta og gildir sú regla um hvern þeirra að hlutfall annarrar starfsemi fari ekki yfir 30% mörkin. En með því á að tryggja að önnur starfsemi safnist ekki fyrir á ákveðnum reit þar innan. Engin efri mörk eru á leyfilegu hlutfalli verslunar. Önnur starfsemi en verslun er leyfð á efri hæð- um húsa á svæðinu og eins að þau séu nýtt sem íbúðar- húsnæði. Ekki verður hins vegar hægt að mæta sömu kröfum og gerðar eru um íbúðabyggð. Samskonar regla um heildarhlutfall annarrar starfsemi en verslunar gild- ir einnig um hliðarverslun- arsvæði. I því tilfelli er hlutfallið hins vegar 50% og verður neitunarvaldi beitt fari önnur starfsemi yfir þau mörk. Atvinnusvæði Reiknireglan sem notuð er á verslunarsvæðunum er ekki beitt á atvinnusvæðun- um tveimur, A-l.l. og A- 1.2. En þar er byggt á stefnumarkandi ákvörðun um að stuðlað sé að upp- byggingu atvinnuhúsnæðis. Sú atvinnustai'fsemi sem átt er við eru fyrst og fremst við skrifstofu- og stjórnsýslustörf. A svæði A-1.2., þar sem Stjórnar- ráðið er staðsett, verður til að mynda aðallega upp- bygging stjórnsýslu. En þegar liggur fyrir hugmynd um deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir uppbygg- ingu ráðuneyta á þessu svæði. Ekki er mælt með upp- byggingu íbúðar- eða versl- unarhúsnæðis á atvinnu- svæðunum. Ólíklegt er því að leyfi yrði veitt fyrir starfsemi nýrrar verslunar og verður ákveðin stýring á þeim nýju notkunarmögu- leikum sem þar kunna að bjóðast. Miðborgarkjarni Kvosin, eða svæði K-l.l og K-1.2., mun einkennast af fjölbreyttari starfsemi en á atvinnu- og verslunarsvæð- unum. En þar á að leyfa veitinga-, verslunar- og skrifstofustarfsemi, stað- setning Listaháskólans inn- an þessa svæðis samræmist því breytingu aðalskipulags. I Kvosinni verður þó stuðlað að því að engin ein starfsemi verði ríkjandi og hafa vissar takmarkanir verið settar á ákveðnar götuhliðar. I Aðal- stræti, Austurstræti og Hafnarstræti og á Vestur- götu og Lækjargötu, sem þekkja má af bláa litnum á kortinu, verður í gildi svo kölluð 50% regla. Hún þýðir að engin ein starfsemi má taka yfir meira en helming hverrar götuhliðar. Reglan er hvergi brotin nú, þrátt fyrir fjölda veitingastaða í Austurstræti og banka í Hafnarstræti. Áhrif til framtíðar? Með breytingum á aðal- skipulagi verður borgarráði heimilt að leyfa rýmri opn- unartíma veitingastaða á svæðum K-l.l., V-l.l og V- 1.2. En rök þessa eru ná- lægð svæðanna við mið- borgarkjarnann og eins sú staðreynd að þau eru fjær íbúðabyggð en önnur versl- unarsvæði. Jóhannes S. Kjarval, arkitekt verkefnahóps þró- unaráætlunar, segir að skil- greining svæðisstarfsemi í miðborginni sé nokkuð sem allir fjárfestar ættu eftir- leiðis að kanna. Þetta kunni að skipta sköpum varðandi skipulagsmál. Staðsetning veitingahúss ofarlega á Laugaveginum kunni til að mynda að hafa í för með sér kvaðir á opnunartíma og eins kunni staðsetning fyr- irhugaðrar starfsemi að reynast utan þeirra marka sem gert er ráð fyrir á því svæði. Hlín Sverrisdóttir, skipu- lagsfræðingur og lands- lagsarkitekt hjá Borgar- skipulagi, segir skort á stefnumótun fyrir miðborg- ina eina ástæðu þess að ekki hefur verið unnið meira af deiluskipulagi fyr- ir svæðið. Með breytingum á aðalskipulagi er stefnu- mótunin hins vegar sett og láta viðbrögðin ekki bíða eftir sér. En að sögn verk- efnisstjóra hópsins, Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, leita lögfræðingar nú í vax- andi mæli eftir upplýsing- um um miðborgarskipulag fyrir væntanlega fjárfesta. apatek baf • &rlli Sigga yfirkokk vantar aðstoðarfólk í eldhús á nýjum veitinga- og matsölustað sem verður opnaður í nóvember. Tekið er á móti umsækjendum mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. nóvember nk. í Víkingasai Hótels Loftleiða, kl. 17.00 til 19.00. Rusturstræti 16 Gervigras Breiða- bliks illa farið Kópavogur GERVIGRASVELLI Breiðabliks í Smáranum hefur lítið sem ekkert verið haldið við síðan hann var byggður árið 1991 og er hann nú orð- inn grjótharður, þar sem í grasinu hefur safnast sandur og drulla. Að sögn Ólafs Björnssonar, rekstrarstjóra íþróttasvæðisins í Smáranum, má rekja ástand vallarins til þess að ekki voru keypt viðhaldstæki þegar völlurinn var byggður. „Það var byggður hérna völlur fyrir tugi millj- óna en það voru ekki keypt réttu tækin til að halda honum við,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að tU þess að halda vellinum al- mennUega við hefði þurft að kaupa burstavélar og tætara, sem fara ofan í grasið og hreinsa upp úr því drulluna. Ólafur sagði að tækin hefðu ekki kostað mikið samanborið við gervigrasið sjálft, en að þessi spamaður hefði þýtt það að völlurinn, sem á sín- um tíma hefði verið besti gervigrasvöUur landsins, hefði verið orðinn mjög slappur á 2 tU 3 árum. Að sögn Ólafs átti að reyna að hreinsa grasið í haust, með tækjum sem FH notar á sinn gervi- grasvöll, en það var ekki hægt vegna veðurs. Hann sagði að mál gervigrasvallarins væru í biðstöðu því nú snerist umræðan að mestu um byggingu fjölnota íþróttahúss í eigu nágranna- sveitarfélaganna. Grótta Seltjarnarnes Nýtt hringtorg Nýtt hringtorg Seltjarnarnes I bígerð er að gera hring- torg við gatnamót Suður- strandar og Norðurstrand- ar á Seltjarnarnesi. Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri sagði að nánast væri búið að ákveða að gera hring- torg á þessum stað, en að ekki lægi ljóst fyrir hvenær það yrði gert. Að sögn Sigurgeirs er umferðin við gatnamótin nokkuð hröð og sagði hann að hringtorg myndi hægja á henni og skilgreina um- ferðina betur. Sigurgeir sagði að málið væri í skoðun í skipulags- nefnd bæjarins. Áætlaður kostnaður við gerð hring- torgs á þessum stað er á bilinu 7 til 8 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.