Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 18
1§' FOSTUDAGUR 29. OKTOBER 1999 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ wm \ \ \ \ 1 > X \ ^ ] HÉF / A-1.2 / ^ s°t0 1 / Flokkun mlðborgar í landnotkunarreiti Atvinnusvæði: A-1.1 ogA-1.2 Miðborgarkjarni: K-1.1 og K.1.2 Verslunarsvæði: V Aðalverslunarsvæði: V-1.1 ogV-1.2 Hliðarverslunarsvæði: V-2.1 og V-2.2 Mbl. Kristirin Garðarssori. eftir kortum unpum á Borgarsktpulagi Reykjayíkur af Ómarí íyarssyni ms Breytingar á mið- borgarskipulagi Höfnin semur við Böðvar Sigurðs- son ehf. Hafnarfjörður HAFNARFJARÐARHÖFN hefur samið við verktakafyr- irtækið Böðvar Sigurðsson ehf. um frágang á nýju hafn- arsvæði bæjarins, en tilboð verktakans hljóðaði upp á tæpar 53 milljónir króna sem var um 82% af kostnaðará- ætlun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljót- lega en þeim á að vera lokið fyrir 15. júní árið 2000. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarhöfn mun verktakinn m.a. byggja tvö rafmagnshús við nýju höfn- ina, leggja rafmagns- og vatnslagnir, koma upp lýs- ingu, malbika hluta svæðis- ins, steypa þekju, koma upp afgreiðslubrunni fyrir olíu- lögn og leggja olíulagnir. Alls bárust 7 tilboð í verk- efnið, en það hæsta hljóðaði upp á 65,5 milljónir króna, sem var um 101% af kostnað- aráætlun. --------------- Flotkvíin flutt eftir 2 vikur Hafnarfjörður FLOTKVÍIN sem legið hef- ur við Norðurbakka Hafnar- fjarðarhafnar í rúmt ár verð- ur að öllum líkindum flutt út í ytri höfnina eftir tvær vikur. Eiríkur Ormur Víglundsson, eigandi kvíarinnar, sagði að kvíin yrði flutt þegar veður væri gott, lygnt og stór- streymt. Að sögn Eiríks getur kvíin, sem verður ílutt með drátt- arbátum út í ytri höfnina, lyft 13.500 tonna skipi. Hann sagði að tO samanburðar lyfti Akureyrar-flotkvíin 5.000 tonna skipi og minni flotkví Vélsmiðju Orms og Víglund- ar sf. 3.000 tonna skipi. Eiríkur sagðist búast við því að byrjað yrði að vinna í flotkvínni u.þ.b. tveimur vik- um eftir að hún yrði fest. Miðborgin BREYTINGARTILLAGA á aðalskipulagi felur í sér að miðborginni er skipt nið- ur í landnotkunarflokka með áherslu á ákveðna starfsemi og byggð á hverju svæði fyrir sig. Með þessu móti er svæðinu skipt niður í verslunar- og at- vinnusvæði og síðan mið- borgarkjarna sem einkenn- ist af meiri fjölbreytni en tveir fyrrnefndu flokkarnir. Hugmyndin fylgir er- lendu fordæmi, en er stað- færð og aðlöguð að íslensku lagaumhverfi. Enda ákveð- in stórborgarvandamál far- in að gera vart við sig í mið- borginni og beinist vinnan m.a. að því að viðhalda lífi og sérstöðu þessa svæðis. Verslunarsvæði Tvær skilgreiningar eru á verslunarsvæðunum sem skiptast í aðalverslunar- svæði, Laugaveg, Skóla- vörðustíg og Bankastræti og hliðarverslunarsvæði, sem merkt eru á kortinu sem V-2.1 og V-2.2. Sú meginregla gildir um aðalverslunarsvæðið að hlutfall annarrar starfsemi en smásölu- og matvöru- verslunar má ekki fara yfir 30% á jarðhæð húsa á svæðinu. Rökin sem þar liggja að baki eru þau að styrkja skuli verslun á þessum hluta á meðan út- breiðsla hennar á atvinnu- svæðum teljist ekki æski- leg. Innbyrðis skiptist aðal- verslunarsvæðið í fjóra hluta og gildir sú regla um hvern þeirra að hlutfall annarrar starfsemi fari ekki yfir 30% mörkin. En með því á að tryggja að önnur starfsemi safnist ekki fyrir á ákveðnum reit þar innan. Engin efri mörk eru á leyfilegu hlutfalli verslunar. Önnur starfsemi en verslun er leyfð á efri hæð- um húsa á svæðinu og eins að þau séu nýtt sem íbúðar- húsnæði. Ekki verður hins vegar hægt að mæta sömu kröfum og gerðar eru um íbúðabyggð. Samskonar regla um heildarhlutfall annarrar starfsemi en verslunar gild- ir einnig um hliðarverslun- arsvæði. I því tilfelli er hlutfallið hins vegar 50% og verður neitunarvaldi beitt fari önnur starfsemi yfir þau mörk. Atvinnusvæði Reiknireglan sem notuð er á verslunarsvæðunum er ekki beitt á atvinnusvæðun- um tveimur, A-l.l. og A- 1.2. En þar er byggt á stefnumarkandi ákvörðun um að stuðlað sé að upp- byggingu atvinnuhúsnæðis. Sú atvinnustai'fsemi sem átt er við eru fyrst og fremst við skrifstofu- og stjórnsýslustörf. A svæði A-1.2., þar sem Stjórnar- ráðið er staðsett, verður til að mynda aðallega upp- bygging stjórnsýslu. En þegar liggur fyrir hugmynd um deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir uppbygg- ingu ráðuneyta á þessu svæði. Ekki er mælt með upp- byggingu íbúðar- eða versl- unarhúsnæðis á atvinnu- svæðunum. Ólíklegt er því að leyfi yrði veitt fyrir starfsemi nýrrar verslunar og verður ákveðin stýring á þeim nýju notkunarmögu- leikum sem þar kunna að bjóðast. Miðborgarkjarni Kvosin, eða svæði K-l.l og K-1.2., mun einkennast af fjölbreyttari starfsemi en á atvinnu- og verslunarsvæð- unum. En þar á að leyfa veitinga-, verslunar- og skrifstofustarfsemi, stað- setning Listaháskólans inn- an þessa svæðis samræmist því breytingu aðalskipulags. I Kvosinni verður þó stuðlað að því að engin ein starfsemi verði ríkjandi og hafa vissar takmarkanir verið settar á ákveðnar götuhliðar. I Aðal- stræti, Austurstræti og Hafnarstræti og á Vestur- götu og Lækjargötu, sem þekkja má af bláa litnum á kortinu, verður í gildi svo kölluð 50% regla. Hún þýðir að engin ein starfsemi má taka yfir meira en helming hverrar götuhliðar. Reglan er hvergi brotin nú, þrátt fyrir fjölda veitingastaða í Austurstræti og banka í Hafnarstræti. Áhrif til framtíðar? Með breytingum á aðal- skipulagi verður borgarráði heimilt að leyfa rýmri opn- unartíma veitingastaða á svæðum K-l.l., V-l.l og V- 1.2. En rök þessa eru ná- lægð svæðanna við mið- borgarkjarnann og eins sú staðreynd að þau eru fjær íbúðabyggð en önnur versl- unarsvæði. Jóhannes S. Kjarval, arkitekt verkefnahóps þró- unaráætlunar, segir að skil- greining svæðisstarfsemi í miðborginni sé nokkuð sem allir fjárfestar ættu eftir- leiðis að kanna. Þetta kunni að skipta sköpum varðandi skipulagsmál. Staðsetning veitingahúss ofarlega á Laugaveginum kunni til að mynda að hafa í för með sér kvaðir á opnunartíma og eins kunni staðsetning fyr- irhugaðrar starfsemi að reynast utan þeirra marka sem gert er ráð fyrir á því svæði. Hlín Sverrisdóttir, skipu- lagsfræðingur og lands- lagsarkitekt hjá Borgar- skipulagi, segir skort á stefnumótun fyrir miðborg- ina eina ástæðu þess að ekki hefur verið unnið meira af deiluskipulagi fyr- ir svæðið. Með breytingum á aðalskipulagi er stefnu- mótunin hins vegar sett og láta viðbrögðin ekki bíða eftir sér. En að sögn verk- efnisstjóra hópsins, Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, leita lögfræðingar nú í vax- andi mæli eftir upplýsing- um um miðborgarskipulag fyrir væntanlega fjárfesta. apatek baf • &rlli Sigga yfirkokk vantar aðstoðarfólk í eldhús á nýjum veitinga- og matsölustað sem verður opnaður í nóvember. Tekið er á móti umsækjendum mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. nóvember nk. í Víkingasai Hótels Loftleiða, kl. 17.00 til 19.00. Rusturstræti 16 Gervigras Breiða- bliks illa farið Kópavogur GERVIGRASVELLI Breiðabliks í Smáranum hefur lítið sem ekkert verið haldið við síðan hann var byggður árið 1991 og er hann nú orð- inn grjótharður, þar sem í grasinu hefur safnast sandur og drulla. Að sögn Ólafs Björnssonar, rekstrarstjóra íþróttasvæðisins í Smáranum, má rekja ástand vallarins til þess að ekki voru keypt viðhaldstæki þegar völlurinn var byggður. „Það var byggður hérna völlur fyrir tugi millj- óna en það voru ekki keypt réttu tækin til að halda honum við,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að tU þess að halda vellinum al- mennUega við hefði þurft að kaupa burstavélar og tætara, sem fara ofan í grasið og hreinsa upp úr því drulluna. Ólafur sagði að tækin hefðu ekki kostað mikið samanborið við gervigrasið sjálft, en að þessi spamaður hefði þýtt það að völlurinn, sem á sín- um tíma hefði verið besti gervigrasvöUur landsins, hefði verið orðinn mjög slappur á 2 tU 3 árum. Að sögn Ólafs átti að reyna að hreinsa grasið í haust, með tækjum sem FH notar á sinn gervi- grasvöll, en það var ekki hægt vegna veðurs. Hann sagði að mál gervigrasvallarins væru í biðstöðu því nú snerist umræðan að mestu um byggingu fjölnota íþróttahúss í eigu nágranna- sveitarfélaganna. Grótta Seltjarnarnes Nýtt hringtorg Nýtt hringtorg Seltjarnarnes I bígerð er að gera hring- torg við gatnamót Suður- strandar og Norðurstrand- ar á Seltjarnarnesi. Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri sagði að nánast væri búið að ákveða að gera hring- torg á þessum stað, en að ekki lægi ljóst fyrir hvenær það yrði gert. Að sögn Sigurgeirs er umferðin við gatnamótin nokkuð hröð og sagði hann að hringtorg myndi hægja á henni og skilgreina um- ferðina betur. Sigurgeir sagði að málið væri í skoðun í skipulags- nefnd bæjarins. Áætlaður kostnaður við gerð hring- torgs á þessum stað er á bilinu 7 til 8 milljónir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.