Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 27 Mahathir gæti borið vitni DÓMARINN í máli Anwars Ibrahim, fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra Malasíu, heimilaði verjendum hans í gær að sækjast eftir hand- tökuskipun á hendur forsætisráð- herranum Mahathir Mohammad. Það er því líklegt að Mahathir neyðist til að bera vitni fyrir réttinum. Kasakar banna geim- skot Rússa STJÓRNVÖLD í Kasakstan lögðu í gær bann við öllum geimskotum Rússa frá skot- pallinum í Baikonur, eftir að óhapp varð við geimskot að- faranótt fimmtudags. Geim- flaug af gerðinni Proton brot- lenti þá á kasöksku landsvæði, en henni var ætlað að flytja rússneskan fjarskiptagervi- hnött á sporbaug um jörðu. Utanríkisráðherra Kasakstans hefur sent stjórninni í Moskvu bréf, þar sem hann Iýsir yfir „alvarlegum áhyggjum vegna síðasta óhappsins, og ástands rússneskra geimvísinda“. Ka- sakar afléttu í ágúst banni við geimskotum Rússa, sem sett var í júlí eftir að sprenging varð þess valdandi að hættu- legt eldsneyti lak út. Belo vill gera Wiranto ábyrgan CARLOS Belo, biskup á Aust- ur-Tímor og friðarverðlauna- hafi Nóbels, hvatti í gær til þess að Wiranto hershöfðingi, yfirmaður indónesíska herafl- ans, yrði látinn sæta ábyrgðar vegna grimmdarverkanna á Austur-Tímor. Sagði hann í viðtali við AP-fréttastofuna að alþjóðlegur dómstóll ætti að dæma í máli hans. Víetnamar skutu á filipp- eyska flugvél VÍETNAMSKIR hermenn skutu fyrr í þessum mánuði á eftirlitsflugvél filippeyska hersins yfir Spratlys-eyjum, sem bæði ríkin gera tilkall til. Utanríkisráðherra Filippseyja skýrði frá þessu í gær, og sagði að stjórnvöld í Manila hefðu sent yfirvöldum í Hanoi hörð mótmæli. Segjast hafa fellt 368 skæruliða í YFIRLÝSINGU frá ind- verska hernum í gær er fullyrt að tekist hafi að brjóta niður baráttuþrek múslimskra að- skilnaðarsinna í Kasmír-héraði með þriggja mánaða gagn- sókn, sem hafi orðið 368 skæruliðum að bana. Tekið er fram að meirihluti þeirra hafi verið „erlendir málaliðar". Mahathir Mohammad _______ERLENT_______________ ESB-ríkin þurfa að sætta sig við meirihlutaákvarðanir Hclsinki. Reuters. AÐILDARRÍKI Evrópusam- bandsins (ESB) verða að sætta sig við að meirihluta- atkvæðagreiðslur verði meginreglan við töku ákvarð- ana á vettvangi sambandsins; þetta sé nauðsynleg ráðstöfun áður en til fyrirhugaðrar fjölgunar aðildarrikja kemur. Þetta er haft eftir Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í nýju blaðaviðtali. Finnska viðskiptadagblaðið Ta- loussanomat hafði í gær eftir Prodi að neitunarvaldið sem hvert aðild- arríki hefði, hefði nú þegar lamandi áhrif á starf sam- bandsins. „Neitunarvald- ið skilar ekki neinu þegar 15 aðilar, sem taka eiga ákvörðun, sitja við Samningaborðið, hvað þá þegar þeir eru orðnir 20 eða 30. Það yrði gersamlega ótækt,“ tjáði Prodi blaðinu. „Það þai'f að takmarka neitunar- valdið verulega áður en til stækkunar [sambandsins] kemur. Það verður að vera hægt að taka ákvarðanir með vegnum meirihluta,“ sagði hann. Fjölgun jafnvel árið 2002 Prodi sagði að sum ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem sækjast eftir aðild, gætu fengið inngöngu jafnvel svo snemma sem árið 2002. „Fræði- lega er mögulegt að þau fái aðild strax þá,“ sagði hann. Aðildarviðræður standa nú þegar yfir við Tékkland, Eistland, Ung- verjaland, Pólland, Slóveníu og Kýp- ur, og er þess vænzt að viðræður hefjist við sex önnur ríki álfunnar snemma á næsta ári. A i M i i í - /- VIÐ5KIPTAHUGBÚNAÐUR Fjárhagsbókhald Sölukerfi Viðskiptamanna kerfi Birgðakerfi Tilboðskerfi Verkefna- og pantanakerfi Launakerfi Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 -Sími 568-2680 Aðeins 3 dagai Rýmum fyrir jólavörunum og seljum mikið af pottaplöntum með ÍO Rósir Rósavöndwr afslætti ó meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.