Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hærri lairn í fjar viimslu cn £LsM ' Mánaðarlann 106 þúsnnd krónur fyrir 40 tíma vinnuTÍku. Sömu laun alls staö- ar. Hærri laun með Bræður í hjálpræðinu verða ekki lengi að koma „rörinu“ í fjarvinnslu fyrir frystihúsa- siggxirnar. Ekki verið rætt formlega um breytta viðræðuáætlun KJARASAMNINGUM verkalýðs- hreyfmgarinnar og atvinnurekenda á að vera lokið 15. febrúar næstkom- andi, samkvæmt viðræðuáætlun nú- gildandi kjarasamninga. Verka- mannasamband íslands hefur varp- að fram þeirri hugmynd að semja við atvinnurekendur um breytingu á viðræðuáætlun en engar viðræður hafa farið fram um þetta mál milli VMSI og Samtaka atvinnulífsins. Breyting af þessu tagi hefði þau áhrif að kjarasamningurinn fram- lengdist. Fyrir það vill VMSÍ fá ákveðna krónutöluhækkun á lægstu laun. Ekki hefur verið rætt um hve mikla krónutöluhækkun yrði farið fram á eða í hve langan tíma við- ræðuáætlunin framlengdist. Hannes Sigurðsson, hagfræðing- ur hjá Samtökum atvinnulífsins, kveðst ekki vilja tjá sig um einstak- ar tillögur. Þær verði skoðaðar í Ijósi þess hvemig þær falli að þeim markmiðum sem samtökin setji sér um að treysta kaupmátt og stuðla að lágri verðbólgu. Viðræðuáætlun gerð árið 1997 vegna næstu kjarasamninga í vinnulöggjöfinni er sérstakur kafli um hvaða ferill skuli vera í kjaraviðræðum. Verkalýðsfélög og atvinnurekendur þurfa að gera með sér samning um viðræðuáætlun. Félög innan Verkamannasambands íslands, að vestfirskum félögum undanskildum, gerðu viðræðuáætl- un við viðsemjendur árið 1997 vegna næstu kjarasamninga. Brandtex fatnaður V___9—-—5 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 „Við erum tilbúnir til þess að breyta þessum samningi; semja um það við atvinnurekendur að breyta ferlinu og lengja það. Ef við lengj- um viðræðuáætlunina lengist samn- ingstíminn. Fallist atvinnurekendur á að hækka taxta um ákveðna krónutölu, ekki síst í Ijósi þeirrar miklu umræðu sem verið hefur um þörf á hækkun lægstu taxtanna, myndum við lengja viðræðuáætlun- ina. Þá gætum við komið okkur saman um að ræða ýmis mál, t.d. starfsmenntamál og annað, á tíma- bili nýrrar viðræðuáætlunar. Hugmyndin byggir ekki síst á því að aðrir hópar eru með samninga í gildi út allt næsta ár. Forystumenn Verkamannasambandsins hafa fengið að heyra það mjög skýrt hjá aðildarfélögum hringinn í kringum landið að þeim bæri skylda til þess að finna einhverjar aðferðir til þess að vera ekki alltaf fyrstir til að semja. Með þessari hugmynd er verið að leita lausna við tveimur að- kallandi málum, þ.e. að verða við kröfu um hækkun lægstu taxtanna, LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær 16 ára pilt, sem viðurkenndi að hafa falsað sex eitt þúsund króna seðla og komið þeim í umferð, m.a. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Piiturinn var handtekinn er hann var að reyna að koma fjórða seðlin- um í umferð á myndbandaleigu í borginni í hádeginu í gær. Veitti ár- vökull afgreiðslumaður því athygli að um falsaðan seðil var að ræða og hafði þegar samband við lögregl- una. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík hafði piltur- inn framleitt sex seðla, komið þremur út og var að reyna svik í fjórða skiptið þegar tiltækið upp- götvaðist. og að komast aftar í goggunarröð- ina,“ segir Bjöm Grétar. Vilji til að lengja viðræðuáætlunina Hann segir að sér sýnist að það sé vilji allra landsbyggðarfélaganna að lengja viðræðuáætlunina. Flóa- bandalagið eigi eftir að móta sína stefnu og það tekur ekki þátt í kjaramálaumræðu á yfírstandandi þingi VMSÍ. Björn Grétar segir að það sé rétt hjá Halldóri Bjömssyni, formanni Eflingar - stéttarfélags, að það verði að fara með lengingu á viðræðuáætlun eins og um kjara- samning væri að ræða. Enda sé við- ræðuáætlunin hluti af núgildandi kjarasamningi. Breytingar á samn- ingnum yrði að bera undir atkvæði í félögunum. „Við höfum ekki farið formlega í viðræður við atvinnurekendur um þessa hugmynd. Við viljum ljúka okkar þingi og sjá til hver verði kjaramálaályktun okkar. Mér sýnist hún þó hníga mjög eindregið í þessa átt,“ segir Bjöm Grétar. Lögreglan lagði hald á tölvubúnað þann, sem notaður var til verksins. Tilkynnt um 14 fölsunarmál Það sem af er þessu ári hefur ver- ið tilkynnt um 14 mál varðandi fals- aða peningaseðla og er það svipaður málafjöldi og verið hefur á undan- fömum árum að sögn lögreglunnar. Yfirleitt em falsaramir ungir að ár- um og í flestum tiivikum tekst að rekja fölsunina til uppranans. Hér á landi era viðurlög við pen- ingafalsi, í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri eða afla sér eða öðram falsaðra peninga, samkvæmt ákvæðum hegningar- laga allt að 12 ára fangelsi. Piltur handtekinn fyrir peningafölsun Landsfundur jafnréttisnefnda Jafnrétti í raun! Hafdís Hansdóttir AMORGUN klukk- an 9 hefst í Gjá- bakka í Kópavogi landsfundur jafnréttis- nefnda sveitarfélaga. Þetta er sjöundi lands- fundurinn af þessu tagi. Hinn 1. júlí sl. hóf Hafdís Hansdóttir félagsfræð- ingur störf hjá Kópa- vogsbæ sem jafnréttis- ráðgjafi. Þetta er nýtt starf. Hafdís var spurð hvaða verkefni bæri hæst í störfum jafn- réttisnefndar Kópavogs um þessar mundir? „Það er landsfundur jafnréttisnefnda sem jafnréttisnefnd Kópa- vogs heldur, en sveitar- félögin skiptast á að halda slíka fundi og hef- ur verið svo frá 1993. Þessir landsfundir eru vettvangur fyr- ir þá sem bera ábyrgð á jafn- réttismálum á sveitarstjórnar- stigi til að miðla hugmyndum og leggja línurnar í starfi vetrar- ins.“ - Hvað fer fram á landsfund- um jafnréttisnefnda sveitarfé- lagnna? Á þessum landsfundi verður megináhersla lögð á tvö málefni, annars vegar er um að ræða samhæfingu fjölskyldulífs og at- vinnulífs sem hefur verið ofar- lega á baugi í jafnréttisumræð- unni að undanförnu og hins veg- ar aðferð samþættingar sem nú er beitt í jafnréttisvinnu víða um heim. Aðferð samþættingar fel- ur í sér að áður en ákvarðanir era teknar á hvaða sviði sem er þá er gerð úttekt á því hvemig þær muni snerta konur jafnt sem karla. - Hvaða fyrirlestrar verða haldnir á landsfundinum? „Varðandi fyrra málefnið mun t.d. Ragnhildur Vigfúsdóttir flytja erindi sem hún kallar; Fjölskylduvænn vinnustaður - draumsýn eða veraleiki og Ema Arnardóttir segir reynslusögur frá Landssímanum um hvernig hægt er að gera vinnustaði fjöl- skylduvæna. Varðandi samþætt- ingaramræðuna mun m.a. Ragnheiður Stefánsdóttir, fræðslu- og jafnréttisfulltrúi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segja frá verkefni sem unnið er þar sem hluti af norrænu samþættingarverkefni. Þar er m.a. verið að skoða hvort kynin nýti starfsemi félagsmið- stöðva á mismunandi hátt. -Hvað felur hið nýja starf þitt sem jafnréttisráðgjafí í sér? „Starfið felur fyrst og fremst í sér að framfylgja jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar í samvinnu við bæjar- yfirvöld.“ - Hvernig er jafn- réttisáætlun Kópavogsbæjar? „I stuttu máli má segja að hún snúi annars vegar að Kópavogs- bæ sem vinnustað og hins vegar að Kópavogsbæ sem sveitarfé- lagi, þannig að það er bæði verið að taka á jafnrétti starfsmanna, að þeim sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis - það á þá við starfsaðstæður, vinnutima og fleira sem lýtur að starfinu. Hins vegar snýr jafnréttisáætl- un einnig að bæjarbúum og þeim stendur nú til boða lið- veisla jafnréttisráðgjafa ef þeir telja sér mismunað með tilliti til kynferðis. Jafnréttisáætlunin leggur áherslu á að öll sú þjón- ►Hafdís Hansdóttir fæddist 16. maí 1968 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófí frá Versl- unarskóla íslands 1988, BA- prófi í félags- og fjölmiðla- fræði frá Háskóla íslands 1993 og MA-prófi í kvenna- fræðum frá háskólanum í Lancaster 1996. Eftir nám í Englandi starfaði Hafdís hjá Félagsþjónustunni í Reykja- vík sem ráðgjafi í fjölskyldu- deild en tók við nýju starfí jafnréttisráðgjafa hjá Kópa- vogsbæ í júlí sl. Maður Haf- dísar er Pálmi Dungal prent- smiður. usta sem bæjarbúum er veitt hafi jafnréttissjónarmið að leið- arljósi.“ -Koma mörg mál til kasta jafnréttisráðgjafa? „Þetta er náttúrlega nýtt starf þannig að það er ekki orðið hluti af kerfínu enn. Það sem verður brýnast fyrir mig á næstu mánuðum er að kynna starfið og kynna jafnréttisáætl- un Kópavogs fyrir starfsfólki Kópavogsbæjar og bæjarbúum. í raun og vera gætu verkefni jafnréttisráðgjafa verið óþrjót- andi því jafnréttismálin snerta allar hliðar daglegs lífs. -Hvar gætu jafnréttismálin mest snert bæjarbúa? ,jUmennt snerta þau alla bæj- arbúa í sambandi við þá þjón- ustu sem þeir þurfa að sækja til bæjarins. En síðan era sérstök áhersluatriði í áætluninni. Það er meðal annars í sambandi við uppeldisstarfið sem fram fer á vegum sveitarfélaga í leikskól- um og skólum. í jafnfréttisáætl- uninni era sérstök tilmæli til alls starfsfólks þar sem uppeldis- starf fer fram, að hafa jafnrétt- issjónarmið að leið- arljósi. Á næstu misserum mun jafn- réttisnefndin og jafn- réttisráðgjafinn vinna að sérstökum verkefnum í samráði við þessa aðila til þess að uppfylla þessi ákvæði jafnréttisáætlunarinn- ar.“ -Hefur þú orðið vör við að fólki á hvaða aldri sem er sé mismunað eftir kynferði í Kópa- vogi? „Við verðum að horfast í augu við það að þó að jafnréttisbar- áttan hafi skilað miklum árangri þá er mörgum markmiðum enn eftir að ná. Þetta viðurkenna stjórnvöld í Kópavogi með því að gera jafnréttisáætlun og setja þannig markvisst fram að- gerðir til þess að jafna stöðu kynjanna í bænum. Nýr jafnréttiS' ráðgjafi í Kópavogi 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.