Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 29 ERLENT Bandarísk lög um vernd sjúkraskrár- upplýsinga BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun senn leggja fram áætlun um lagabreytingar, sem miðar að því að vernda betur persónuupp- lýsingar þær sem geymdar eru í sjúkra- skrám bandaríska heilbrigðiskerfísins. Hin væntanlegu lagafrumvörp, sem að þessu lúta, yrði fyrsta heildstæða tilraunin til að lögvernda sérstaklega persónuupplýs- ingar sjúkraskýrslna, sem er að finna í milljarðatali i heilbrigðisstofnunum Banda- ríkjanna. Aform þessi koma fram á sama tíma og læknar, sjúkrahús, lyfsalar og heilsuverndarstöðvar eru í síauknum mæli að samtengja þær upplýsingar sem þessir aðilar búa yfir, oft að sjúklingum forspurð- um, og tryggingafélög eru að fara fram á betri aðgang að gögnum sem bótakröfur eru grundvallaðar á. Hinar væntanlegu tillögur Bandaríkja- stjórnar munu samkvæmt upplýsingum The New York Times ná til allra tölvu- ski'áðra heilbrigðisupplýsinga, sem og út- prentana á slíkum upplýsingum. Sjúklingar munu almennt hafa rétt til að sjá og fá afrit af sjúkraskrám sínum, bæta við þær eða leiðrétta villur. Flestar sjúkraskrár í Bandaríkjunum munu enn ekki vera tölvuskráðar, en æ al- gengara verður að læknar þurfi að senda frá sér lyfseðla og reikninga í gegnum tölvu. Að sögn heilbrigðismálasérfræðinga munu hin- ar áformuðu breytingar setja einar sam- ræmdar leikreglur um það hvernig með- höndla skuli sjúkraskrár, á hvaða formi sem þær eru geymdar, vegna þess að það sé hvorki læknum né tryggingafyrirtækjum í hag að fylgja mismunandi reglum um notk- un og aðgengi að sjúkraskrárupplýsingum einstaklinga. I samræmi við vilja þingsins I fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa ver- ið gerðar tilraunir til að setja slík vernd- arákvæði í lög, en þær hafa ekki skilað neinu. Árið 1996 setti þingið sér sjálft frest, þar sem kveðið var á um að heilbrigðisráð- herrann skyldi setja reglur um lögverndun persónuupplýsinga í sjúkraskrám ef þingið hefði ekki náð því sjálft að semja slíkar reglur fyrir 21. ágúst í ár. Tillögur ríkis- stjórnarinnar eru lagðar fram í samræmi við þessa beiðni þingsins. Flugslysið í S-Dakóta Hljoð- ritinn fundinn Mina og Aberdeen í S-Dakóta. AP, Reuters. ENN er engu hægt að slá föstu um orsakir þess að Learjet-einkaþota með kylfinginn Payne Stewart og fjóra eða jafnvel fimm manns að auki fórst á mánudagskvöld í Suð- ur-Dakóta. Hljóðriti vélarinnar fannst í gær en ekki eru taldar miklar líkur á að upplýsingar úr honum muni skýra hvað gerðist. Líklegt er talið að þrýstingslækkun í farþegarými hafi valdið því að fólkið hafi misst meðvitund en ljóst er að rannsóknin getur tekið lang- an tíma og alls ekki víst að óyggj- andi niðurstaða fáist. Vélin stakkst á nefið niður í gljúpan jarðveg. Þar sem fara þarf varlega við að tína brak og líkams- leifar upp úr gígnum sem myndað- ist mun það verða tímafrekt. Ekki var neinn svokallaður „svartur kassi“ í vélinni eins og tíðkast í stærri flugvélum en hins vegar var í henni segulbandstæki sem tekur upp samtöl flugmanna, sk. hljóðriti. Hann gengur hins veg- ar aðeins í hálftíma, þá vindur tæk- ið til baka og byrjar nýja upptöku. Þar sem flestir telja að allt fólkið hafi annaðhvort verið meðvitundar- laust eða látið úr kulda þegar vélin hrapaði er ólíklegt að gagn verði að upptökunni. Fyrir fjórum árum kröfðust eftirlitsaðilar þess að skipt yrði um ventil í jafnþrýstibúnaði flugvéla af umræddri gerð „til að koma í veg fyrir að þrýstingur gæti fallið skyndilega“. Sagði fulltrúi félags- ins sem rak Learjet-þotuna að þeim fyrirmælum hefði verið fylgt. Vélin var 23 ára gömul og hafði ver- ið flogið í samanlagt um 10.000 stundir. Sturtuhorn úr öryggisgleri með segullæs- ingu, 4ra eða 6 mm þykkt. Verí fró kr. 29.750,- stgr. VERSLUN FYRIR AUA I Vi6 Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Látlu drauminn Nú fást amerísku SERTA rúmin á amerísku verð í Hagkaupi. Verðá dýi lum meðramma: Queen 153x203 King 193x203 Millistíf Mjúk 59.900 kr. 65.900 kr. 84.900 kr. 93.900 kr. Rúmin eru seld á grind en án gafla. Smáratorg • Kringlan HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.