Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 6

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristinn Sigmundsson syngur 1 Metropolitan-óperunni 1 New York á næsta ári Gufusprenging f gamalli tilraunaborholu við Selbúð í Krísuvfk siðdegis 1 gær Grjót og leir barst 300 metra GUFUSPRENGING varð í gamalli tilraunaborholu í Krísuvík um þrjúleytið í gær. Sprengingin olli miklu tjóni á svæðinu, þar sem göngustígar og göngubrýr eyðilögð- ust, sem og skúr sem stendur um 150 metra frá holunni. Það er mikil mildi að enginn skyldi hafa verið á staðnum er sprengingin varð, en rúmum hálftíma áður voru starfs- menn frá Hafnarfjarðarbæ þar við að setja niður skilti. Ljóst er að sprengingin hefur verið mikil þvi grjót og leir barst um 200 til 300 metra frá holunni. Benedikt Steingrímsson, eðlis- fræðingur hjá Orkustofnun, var að skoða aðstæður á svæðinu ásamt Guðmundi Ómari Friðleifssyni og Asgrími Guðmundssyni, jarðfræð- ingum hjá Orkustofnun. Benedikt sagði að líklega hefðu flestir hnull- ungarnir sprungið í loftinu eins og tívolíbomur, þar sem þeir flugu úr sjóðandi hvemum út í kalt andrúms- loftið. Skúrinn, sem notaður var sem áningarstaður fyrir ferðamenn, ber vitni um kraft sprengingarinnar, en hann er gjörónýtur, allur sundurbar- inn af grjóti. Þá fór stór hnullungur í gegnum þak skúrsins. Að sögn Benedikts hefur borhol- an blásið óbeisluð í áratugi. Hann sagði að fyrir nokkrum dögum hefði hún stíílast alveg við toppinn, lík- lega hefði hún hrunið, og að við það hefði myndast þrýstingur sem hefði síðan valdið sprengingunni. Svæðið í kringum borholuna hefði verið slétt en eftir sprenginguna væri þar stór gígur, kraumandi leirpyttur. Benedikt sagði það ekki vera Morgunblaðið/RAX Svæðið í kringum borhoiuna var að mestu slétt en eftir sprenginguna myndaðist stór gígur. Grjót og leir barst 200 til 300 metra og skúr sem sést í fjarska gjöreyðilagðist. einsdæmi að gufusprenging yrði í borholum, en að holan í Krísuvík hefði verið veikburða frá fyrstu tíð. Hann sagði að sprenging hefði orðið í Holu 4 á Kröflusvæðinu fyrir nokkrum ámm, sem og í Holu 4 á Nesjavöllum. Þrír starfsmenn Hafnarfjarðar- bæjar, þeir Bergsveinn Bergsveins- son, Sigurður Guðmundsson og Bergsveinn Guðmundsson, voru við vinnu á svæðinu rúmum hálitíma áð- ur en sprengingin varð, en Hafnar- fjarðarbær hefur unnið að uppbygg- ingu svæðisins í fjögur til fimm ár. „Það væri lítið eftir af okkur ef við hefðum verið hér hálftíma lengur," sagði Bergsveinn Guðmundsson. Bergsveinn Bergsveinsson sagði að kiukkan rúmlega tvö hefðu þeir ver- ið að vinna við að setja niður tvö skilti, annað við bílastæðið en hitt við holuna, sem sprakk klukkan þrjú. Það er kaldhæðnislegt að á skiltin sem þeir voru að setja upp er letrað: „HÆTTA! Breytilegir hverir." Að sögn Bergsveins Bergsveins- sonar voru þeir óvenju fljótir að setja niður skiltin að þessu sinni. Skiltin voru nefnilega þráðbein eftir að þau höfðu verið fest, en venju- lega fer um klukkutími í viðbót í það að rétta skiltin af með hallamáli. „Það er eins og einhver hafi viljað að við kæmum okkur burt sem fyrst.“ Mikill heiður að þessu boði KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari syngur á móti hinum heimsfræga tenór Piacido Dom- ingo í Metropolitan-óperunni í New York í apríi á næsta ári. Kristinn er þriðji fslendingurinn sem syngur í þessu stærsta og frægasta óperuhúsi heims, en áð- ur hefur Maríu Markan og Krist- jáni Jóhannssyni hlotnast sá heið- ur. Kristinn mun syngja í óper- unni Valkyrjurnar eftir Wagner, sem er önnur óperan í röð fjög- urra sem tilheyra Niflunga- hringnum. Placido Domingo fer með aðal- tenórhlutverkið og Kristinn með hlutverk Hunding sem hann lýsir riu. «om.n k.m;V( i.opkdh nr THE WORLD ENCYCL0PEDIA CARS Nýjar erlendar bækur daglega OFCARS Traust alfræðirit um bíla frá 1945 til þessa dags. 1.995 Siálfsævisaga The Conran Octopus Alex Ferguson Decorating Book ■7 Eyniundsson Austurstræti • Kringlunni á eftirfarandi hátt: „Hunding er eiginlega vondi karlinn í óper- unni. Þótt, hlutverkið sé miðlungs- stórt er það mjög áberandi og dramatiskt þannig að það verður örugglega tekið eftir mér. Ég syng eiginlega allt mitt hlutverk á móti Domingo," sagði Kristinn í gær, en hann er nú staddur við æfingar í Montpellier í Frakk- landi. Aðdragandinn að tilboð- inu var sá, að sögn Kristins, að hann fékk sér bandarískan um- boðsmann í fyrrahaust sem átti að koma honum á markað í Banda- ríkjunum. Kristinn segir að það hafí ekki gengið alltof vel fram til þessa þar sem hann liafí sjálfur verið alltof upptekinn. Fyrir um mánuði hafi hins vegar borist boð frá Metropolitan-óperunni um að syngja í sex sýningum á um- ræddri uppsetningu á Valkyrjun- um, frá febrúar og fram í maí. Kristinn reyndi að fá sig lausan frá samningum sem hann hafði þegar gert um æfingar á þessum tíma við BastiIIuóperuna í París. Það tókst ekki en hann fékk sig lausan í apríl og þeir hjá Metropolitan buðu honum þá að syngja tvær siðustu sýningarnar. Hann tók því boði og mun hann því standa á sviðinu í Metropolit- an 25. aprfl og 2. maí á næsta ári. Mikill heiður Kristinn segir að boð frá þeim sé vissulega staðfesting á frammi- stöðu sinni í óperuheiminum: „Mér er mikill heiður sýndur með þessu boði. í fyrsta lagi að fá að syngja á móti Placido Domingo og í öðru lagi að mér skyldu vera boðnar þessar tvær sýningar þótt ég gæti ekki sungið afganginn af sýningunum. Svo er auðvitað mik- ill heiður að fá að syngja undir stjórn James Levine, sem er einn Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari ásamt sópransöngkon- unni Editu Gruberovu í Munchen í Þýskalandi. Hann mun syngja á móti Placido Domingo í Metropolitan-óper- unni í New York í lok aprfl á næsta ári. besti, ef ekki besti, óperuhljóm- sveitarstjóri heimsins í dag. Þetta er voða gaman og þó ég vilji nú ekki vera montinn þá gerði ég alltaf ráð fyrir því að það kæmi að þessu einhvern tímann. Ég hef ekki verið að keppa að þessu beinlínis en þetta boð hefur heilmikið að segja fyrir sjálfs- traustið og hvar ég stend sem listamaður," segir Kristinn. Aðspurður um hvort toppinum sé náð segir hann: „Ég er búinn að vera að syngja í stærstu húsum í Evrópu undanfarið og með fólki sem eru fastagestir í Metropolit- an-óperunni. Þetta er kannski síð- asti liðurinn í staðfestingunni á því að ég eigi heima í þessum hópi, og að ég sé boðlegur til að standa við hliðina á þessu fólki. Mér fínnst ég samt ekkert vera betri en ég var fyrir tveimur ár- um. Þetta er spurning um stað- setningu, heppni og annað,“ sagði Kristinn. Vonandi verður framhald á samstarfínu Kristinn segist vona að fram- hald verði á samstarfí hans við Metropilitan-óperuna. „Þetta lof- ar mjög góðu, sérstaklega að þeir vilji fá mig jafnvel þó ég geti ekki sungið allar sýningarnar. Það gefur mér vissa vísbendingu. Þeir em með njósnara út um allt og eru ekki að ráða mig í sýningar á móti Domingo án þess að hafa heyrt í mér eða án þess að þeir viti hver ég er. Ég á von á því að þetta leiði af sér frekara sam- starf. Annars veit maður aldrei, það er ómögulegt að spá um það,“ segir Kristinn. Kristinn er bókaður nánast al- veg næstu tvö til þrjú árin. „Söng- urinn í Metropolitan var gerður mögulegur með því að ég losaði mig út úr nokkrum sýningum sem ég var búinn að ráða mig í,“ segir Kristinn. Hann er núna við æfing- ar á óperunni Evgen Onegin eftir Tsjajkovskfj í Montpellier í Frakklandi, sem frumsýnd verður 7. nóvember næstkomandi. Um miðjan nóvember fer hann til Munchen í Þýskalandi þar sem hann syngur í nokkrum sýningum á ftölsku stúlkunni í Alsír. Að því búnu kemur hann til Islands þar sem hann mun eiga stutt frí og á nýju ári heldur hann til Parísar þar sem æfingar verða í þann mund að hefjast fyrir ítölsku stúlkuna í Alsír í Bastilluóper- unni. 17. aprfl heijast, svo æfingar í Metropolitan í New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.