Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 64

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 64
;64 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 /1 MORGUNBLAÐIÐ BRIÐS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar i Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar verð- ur haldið laugardaginn 20. nóvem- ber kl. 10 í húsi félagsins á Mána- grund við Sandgerðisveg. 1. verðlaun verða kr. 70.000 á par, 2. verðlaun kr. 50.000 á par, 3. verð- laun kr. 20.000 á par, 4. verðlaun kr. 10.000 á par, 5. verðlaun kr. 6.000 á par. Einnig verður dreginn út ferða- vinningur að verðmæti 50.000 fyrir eitt par og eiga öll pör möguleika á að vera dregin út. Handhafi gjafa- bréfanna hefur til umráða ferð með leiguflugi S/L haustið 1999 eða í leiguflugi S/L sumarið 2000 að and- virði 25.000 x 2. Einnig verða dregnir út 2 matarvinningar. Keppnisgjald er kr. 6.000 á par, spilað verður Monrad Barometer. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Skráning er hjá Víði Jónssyni í síma 423 7628 eða 423 7623, Ævari Jónassyni í síma 423 7967 eða 422 7444 og Svölu Pálsdóttur í síma 421 6159 eða 4214500. Einnig er hægt að skrá sig hjá BSÍ í síma 587 9360. Bridsfélag Hafnarfjarðar Spilaður var eins kvölds tvímenn- v ingur hjá félaginu mánudaginn 25. október með þátttöku 12 para. Úr- slit urðu þannig: Miðlungur 165 Guðni Ingvarsson - Sigurður Sigurjónsson 194 Sigurjón Harðarson - Haukur Arnason 191 Gunnlaugur Óskarsson - Högni Friðþjófsson 182 Næsta mánudagskvöld hefst síð- an aðalsveitakeppni félagsins, en þar verður Butler-árangur para reiknaður út. Akveðið hefur verið að tvö efstu pör í Butler-tvímenn- ingi, sem væntanlega verður spilað- * ur eftir áramót, vinni sér inn rétt til að spila fyrir hönd félagsins í kjör- dæmakeppninni í vor, en þriðja par komi inn á árangri úr Butlerreikn- ingi sveitakeppninnar. Byrjað verð- ur að spila kl. 19. Spilastaður er enn sem áður Hraunholt, Dalshrauni 15. Dagskrá undankeppni Islandsmóts í tvímenningi Undankeppnin verður spiluð helgina 30.-31. okt. 31 par komast í úrslitin sem verða spiluð 13.-14. nóv. Dagskrá: Laugardagur kl. 11-15.30 1. lota kl. 17-21.30 2. lota Sunnudagur kl. 11-15.30 3. lota Skráning í s. 587 9360 eða is- bridge@islandia.is Islandsmót (h)eldri og yngri spilara í tvímenningi verður spilað í Þönglabakkanum helgina 6.-7. nóv. Lágmarksaldur er 50 ár og saman- lagður aldur parsins minnst 110 ár. Islandsmót yngri spHara í tví- menningi verður einnig 6.-7. nóv. í flokki yngri spilara eru þátttakend- ur fæddir 1975 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Bæði mótin byrja kl. 11 á laugardag. Skráning í s. 587 9360 eða isbridge@islandia.is Kjartan og Stefán langefstir hjá Bridsfélagi Suðurnesja Kjartan Ólason og Stefán Jóns- son eru langefstir í 13 para barometer-tvímenningi sem hófst sl. mánudagskvöld. Reyndar er staðan sú að 5 pör eru með plús en 8 pör með mínus. Kjartan og Stefán skoruðu 48 yfír meðalskor en Randver Ragnarsson og Pétur Júlíusson eru með 11. Þá koma Sigurður Albertsson og Jó- hann Benediktsson með 10, Garðar Garðarsson og óli Þór Kjartansson eru með 5 og Gunnlaugur Sævars- son og Svala K. Páladóttir eru með 2. Þar með eru upptalin plússkorin. Annað kvöldið af þremur verður spilað nk. mánudagskvöld og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.45. Spilað er í félagsheimilinu við gamla Sandgerðisveginn. O R E G O N SCIENTIFIC í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sjúkraskýrslur - skattaskýrslur ÞAÐ er sannarlega ámæl- isvert að sjúkraskýrslur skuli hafa legið á glám- bekk á Heilsuverndar- stöðinni. Það er hins veg- ar enn ámælisverðara að fólk skuli með löglegum hætti geta grandskoðað skattaskýrslur og árstekj- ur annarra. Rétturinn til persónu- leyndar varðandi heilsufar og fjármál er viðurkennd- ur í stærstum hluta hins siðmenntaða vestræna heims og brot gegn hon- um getur leitt til þungra sekta. Komi nágranna mínum við hvað ég hef í tekjur því má ég ekki vita hvort hann hafi gyllinæð? Moshe Erlendur Okon, afbrotafræðingur. Móðir rangtúlkuð UNDANFARIÐ hafa ver- ið skrif í dagblöðum vegna aðgerða yfínnanns Dom- inos-pitsustaðar er hann lét ungan dreng vinna upp í skaða sem hann olli vegna símaats. Móðir drengins hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma því á framfæri að sér fyndist fólk rangtúlka aðgerðir hennar. Segir hún að með því að láta blöðin vita um þetta mál á sínum tíma, hafí hún viljað að yfir- menn Dominos fengju að vita um atburðinn og að benda þeim á að nota ætti önnur vinnubrögð í svona tilfellum. Segir hún að það sé ekki rétt að hún vilji of- vernda drenginn, hún hafí ekkert á móti því að hann vinni fyrir þeim skaða sem hann valdi, en hún hafi ekki verið sátt við framkvæmdina á því. Drengurinn sé undir lög- aldri og það hefði átt að hafa samband og samráð við foreldra. Segist hún hafa fengið fréttir af þessu frá þeim aðila sem fyrir atinu varð og hafi hún þá þegar reynt að ná sambandi við drenginn í GSM-símann hans, en ekki tekist þar sem hann hafi verið búinn að slökkva á honum. Einnig segir hún það alvarlegt mál að láta svo ungan dreng vinna við steiking- arpott, hún mundi aldrei láta 13 ára gamalt barn standa við steikingarpott. Lúðrasveit æskunnar SUNNUDAGINN 17. október varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á Lúðrasveit æsk- unnar spila á landsmóti skólalúðrasveita á Blönduósi. Stjórnandi var Kjartan Óskarsson. Það undrar mig að Lúðrasveit æskunnar skuli ekki koma oftar saman og spila og að sveitin skuli ekki hafa fastan stjórnanda. Eins að lúðrasveit í slíkum gæða- flokki skuli ekki ferðast og leika erlendis. Eg hef 30 ára reynslu af lúðrasveitum og kennslu og ég mæli með að Lúðra- sveit æskunnar fái varan- legan fjárstuðning og stjórnanda svo sveitin geti haldið tónleika reglulega. Finnst að þessir ungu hljóðfæraleikara eigi heið- ur skilið. Mike Jones. Rússagullið FORVITINN hafði sam- band við Velvakanda og sagði að gæti verið gaman að framreikna þær millj- ónir sem Rússar létu af hendi til kommúnista- flokksins fyrir mörgum áratugum. Það gætu verið býsna áhugaverðar tölur. Tapað/fundíð Gleraugu í gulu hulstri í óskilum GLERAUGU í skærgulu gleraugnahulstri eru í óskilum í afgreiðslu Lista- safns Islands. Upplýsing- ar í síma 562 1000. Grænn plastbátur og jakki týndust LITILL grænn plastbát- ur 2ja-3ja manna týndist í Grundarhverfi á Kjalar- nesi í rokinu sl. þriðjudag. Einnig týndist svartur dömujakki í september sl. á busaballi Menntaskól- ans við Sund. Einkenni á jakkanum er að það vant- ar miðann innan á háls- málið. Skilvísir finnendur eru vinsamlega beðnir að hringja í Ásdísi í síma 566 7548. Huffy hjól í óskilum í Garðabæ FJÓLUBLÁTT og svart Huffy drengjahjól með appelsínugulum stöfum er í óskilum í Garðabæ. Upp- lýsingar í síma 565 7469 eftir kl. 19. Þakkir ÞEIM sem fann þennan hund á víðavangi fyrir ut- an borgina síðstliðna helgi, eru færðar bestu þakkir. Jafnframt viljum við eigendur hundsins, gjarnan ná sambandi við finnandann og biðjum við hann að hafa samband við okkur í síma 561 1129. Sara er týnd SARA er eins árs brún- bröndótt læða sem fór að heiman frá Flókagötu seinnipart fimmtudagsins 21. október. Hún var þá með ljósgræna ól með dökkgrænu nafnamerki. Líkur eru á því að hún sé nýorðin kettlingafull. Ef einhver hefur séð hana er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 551 6207. Veðurspátæki Með iimi- og útihitamæli, rakamæli, kliikkii eða vekjaraklukku K yn n i ng föstud ag 13-18 í Skútuvogsverslun Nú er hægt að fá veðurspátæki sem spá 12-24 klst. fram í tímann og gefa þér aðrar nytsamar upplýsingar um veðrið. Tækin bjóða m.a. upp á súlurit yfír loftþrýsting sl. 24 klst. stöðu loftþrýstings í mb. Tækjunum fylgja vegg og borðfestingar. Verð frá aðeins 4.990k, HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is -St SKAK Umsjón lyiargeir Pétnrssnn STAÐAN kom upp í þýsku Bundesligunni í haust í viðureign tveggja stór- meistara. Englendingurinn Julian Hodgson hafði hvítt og átti leik gegn Þjóðverj- anum Slobodjan, sem var að enda við að drepa ban- eitrað peð á d4 með biskup sem stóð á b6. Rétt var hins vegar 27. - Rc8-d6 og svartur getur varist. iin j i 4 a ^ 11 It m Bm m m . m mm 28. He8! og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát á g7. Hvítur mátar í þriðja leik. Víkverji skrifar... MENN geta lent í hlægilegum aðstæðum ef þeir trassa hlut- ina eins og einn af viðmælendum Víkveija komst að fyrir skömmu. Hann býr í blokk og á gamlan „aukabíl" sem ekki á eftir að vera á hjólunum í mörg ár en getur stund- um komið í góðar þarfir. Eigandanum brá í brún einn dag- inn þegar hann sá að bíllinn var ekki í stæðinu sem honum hafði verið lagt í heldur stæðinu andspænis. Skýi'- ingin var sú að menn sem voru að gera við glugga í húsinu höfðu þurft að koma kranabíl sínum fyrir ná- kvæmlega á staðnum þar sem gamli fararskjótinn var. Þeir höfðu engar vöflur á heldur tóku upp lykla sem reyndust duga til að opna bflinn. Síð- an ýttu þeir honum yfir á hitt stæðið. En hvers vegna brást eigandinn ekki illur við, kallaði á lögreglu og skammaði mennina hástöfum fyrir að kanna ekki að minnsta kosti hver ætti gripinn, hringja síðan bjöllunni og spyrja hvort hægt væri að færa hann (eiginkonan var heima)? Vegna þess að hann hafði trassað að láta skoða í hálft ár fram yfír réttan tíma og vildi ekki fara að vekja at- hygli lögreglunnar. Hún hefði kom- ið - og umsvifalaust klippt! XXX VÍKVERJI dagsins notar ekki tóbak, er löngu frelsaður. En honum finnst það alveg makalaus afskiptasemi að bannað skuli að flytja inn munntóbak. Hann las í blaðinu sínu að tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli hefði unnið það afrek að leggja hald á 68 kfló af þessari háskalegu vöru það sem af væri ár- inu. Var skýrt frá því í fréttinni að innflutningurinn væri bannaður með lögum um tóbaksvarnir frá 1984. Ekki væri gengið svo langt að leita í farangri farþega að munntó- bakinu enda leyndi það sér ekki í gegnumlýsingu. Mikill var léttir Víkverja. Alveg væri það voðalegt ef auðvelt væri að leyna á sér þessu nautnalyfi sem allir vita að dregur stundum stór- lega úr þeim samskiptum kynjanna sem einhver lítið rómantískur líf- fræðingur skilgreindi einu sinni: Karl og kona nudda saman efri meltingaropunum. En getur það virkilega verið nauðsynlegt að ríkisvald sem hagn- ast gríðarlega á því að selja okkur áfengi og sígarettur skuli þurfa að vera með svona tvískinnung? Böm og unglingar gætu spurt hvernig við höfum efni á að verja vinnutíma op- inberra starfsmanna í að verjast munntóbakshættunni en ekki sé hægt að koma í veg fyrir að inn- flutningur á eiturlyfjum eins og e- töflum vaxi ár frá ári. Ekki gæti Víkverji útskýrt forgangsröðunina. DÖNSK sjónvarpsmynd um óhóflegt sykurát barna og ung- linga þar í landi og afleiðingar þess á líkamlega og andlega heilsu neyt- endanna kom upp í huga Víkverja. Hann sá nefnilega að enn hefur opnast ný leið til að auka sykur- neysluna hér. Boðið er upp á súr- mjólk sem búið er að „bragðbæta“ eins og það er nefnt, með jarðar- berja- eða karamellubragði. Öllum er ljóst að Mjólkursamsal- an þarf að keppa við ýmsar aðrar neysluvörur, ódýran erlendan skyndimat, gosdrykki og hvaðeina. En Víkverji myndi fagna því ef fyr- irtækið, sem hefur lagt fram góðan skerf í baráttunni fyrir málvitund okkar og menningaráhuga, efndi nú til nýrrar herferðar. Hún gæti líka farið fram á umbúðunum. Þar væri hægt að fræða fólk um fjölda sykur- molanna í innihaldinu og hvaða áhrif þeir hefðu, önnur en stundar- vellíðanina sem við finnum flest til þegar sætan kitlar bragðlaukana. Þetta er ekki sagt í stríðni. Fyrir- tækið gæti vel kannað hvort það gæti reynt að vera fyrirmynd fyrir keppinautana í þessum efnum, jafn- vel þótt það yrði á vissan hátt að rakka niður eigin framleiðslu. Væri það ekki einhvers virði að geta talið nokkra fáfróða neytendur á að nota stundum afurð sem ekki er búið að „bragðbæta?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.