Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 14

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Gaman á alþjóðlegum bangsadegi Erlendar hliðstæður við mál heilsugæslulæknis, sem ríkið sagði upp með ólögmætum hætti Mönnum sagt upp fyrir að stuðla að úrbótum GLATT var á hjalla í Borgar- bókasafninu við Þingholtsstræti í fyrrakvöld, en þar var haldið náttfatapartí í tilefni alþjóðlega bangsadagsins. Ymislegt var gert til skemmtunar, lesið, hlustað á tónlist, teiknað, spilað og fleira. Norræn bókasöfn halda sam- eiginlega upp á þennan dag og voru bókasöfnin í Reykjavík öll með sérstaka dagskrá fyrir börn og bangsana þeirra í gær. ÍSLENSKA ríkið hefur viðurkennt í máli fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur, að ákvarðanir sem það tók um að áminna Guðmund Karl Snæ- björnsson lækni við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík og leysa hann frá störfum hafí verið ólögmætar, eins og greint var frá í frétt Morgun- blaðsins hinn 21. október. Ríkislögmaður taldi uppsögnina og áminninguna ekki verjandi fyrir dómi og samkomulag náðist um greiðslu bóta að upphæð 2,7 millj- ónir króna, en Guðmundur Karl krafðist alls 15 milljóna króna í bætur fyrir hina ólögmætu áminn- ingu og uppsögn árið 1993. Læknirinn „blés í flautuna11 Að sögn Ragnars Tómasar Ama- sonar, lögmanns Guðmundar Karls, var á því byggt af hálfu stefnanda Guðmundar Karls, að mál hans bæri öll einkenni mála sem kölluð eru „Whistleblower" mál. „Það hefur talsvert verið fjallað um slík mál síðastliðin ár, m.a. í Bandaríkjunum," segir Ragnar Tómas. „Einkenni þeirra eru þau að starfsmaður á vinnustað verður var við eitthvað sem betur má fara á vinnustaðnum og vekur athygli á því til að stuðla að úrbótum. Yfir- menn starfsmannsins bregðast hins vegar illa við þessari umfjöll- un og grípa til refsiaðgerða gagn- vart þeim sem gerði viðvart, þ.e. þeim sem „blés í flautuna“.“ Ragnar Tómas segir í þessu ljósi rangt að segja að myndast hafí samstarfsörðugleikar milli Guð- mundar Karls og stjórnar heilsu- gæslustöðvarinnar eins og fyrrver- andi heilbrigðismálaráðhen’a, Guð- mundur Arni Stefánsson, sem bar ábyrgð á uppsögn Guðmundar Karls, sagði í samtali við Morgun- blaðið hinn 22. október. „Málið ber með sér að ákveðið var að leysa þann ágreining sem upp var kominn á kostnað umbjóð- anda míns og gripið til ólögmætra aðgerða í því skyni,“ segir Ragnar Tómas. „Alexander Stefánsson, fonnað- ur stjórnar heilsugæslustöðvarinn- ar, hefur þá í þessu samhengi talað um það í Morgunblaðinu að heil- brigðisráðuneytið hafi við töku hinna ólögmætu ákvarðana verið að meta ákveðnar „staðreyndir“ og virðist með því vera að gefa til kynna að umbjóðandi minn hafi gerst sekur um ámælisverða hátt- semi að einhverju marki. Það er rétt í þessu samhengi að rifja upp ályktun Læknafélags ís- lands vegna málsins frá 5. maí í vor, en þar kom fram að félagið taldi, eftir að hafa kynnt sér ítar- lega gögn málsins, „að um ólög- mæta áminningu og uppsögn hafi verið að ræða og efnisatriði áminn- ingar fráleit ástæða til þess að styðja þessa gjörninga". Auk þess harmaði stjórn Læknafélagsins meðferð málsins í heild þar sem hún taldi að vegið hefði verið með ómálefnalegum hætti að starfs- heiðri og starfsöryggi félagsmanns og hét fullum málefnalegum stuðn- ingi í málinu." Ragnar Tómas segir um þær bætur sem Guðmundi Karli voru greiddar að ástæða þess að ekki hafí verið greiddar hærri bætur sé sú að Guðmundi Karli hafi tekist að halda svipuðum tekjum þrátt fyinr starfsmissinn. Geta sloppið ódýrt „Þetta vekur mann til umhugs- unar um það að samkvæmt ís- lenskum rétti geta bæði opinberir aðilar og aðrir vinnuveitendur sloppið mjög ódýrt íjárhagslega eftir að hafa sagt starfsmanni upp með ólögmætum hætti ef starfs- maðurinn er það duglegur að hann getur fengið sér aðra vinnu og haldið sömu tekjum. Þá verður ekkert tekjutap sem vinnuveitandi þarf að bæta. Miskabætur eru bara dæmdar í undantekningartil- vikum og eru almennt mjög lágar. Slík niðurstaða dregur úr þeim varnaðaráhrifum sem bætur eiga að hafa.“ Ragnar Tómas segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til þess ráðs að dæma vinnuveitand- ann til greiðslu hárra miskabóta eða jafnvel refsibóta til þess að hafa varnaðaráhrif gagnvart slík- um ólögmætum uppsögnum. Byggt sé á því að ekki megi vera tO einföld og ódýr aðferð fyrir vinnuveitanda til að leysa vanda- mál eða ágreining með því að segja starfsmanni upp með ólögmætum hætti. „Það styður þessa niðurstöðu að telja má óeðlilegt að vinnuveitandi græði á sjálfsbjai'garviðleitni starfsmanns við þessar aðstæður," segir Ragnar Tómas. Orgelútgáfa sálmabókar þjóðkirkjunnar komin út Verkfæri til að ýta undir almennan safnaðarsöng Morgunblaðið/Golli Séra Jón Helgi Þórarinsson er hér með nýju orgelútgáfuna ásamt með útgáfu sálmabókarinnar með nótum. KOMIN er út orgelútgáfa, kóral- bók, fyrir sálmabók þjóðkirkj- unnar sem út kom með nótum ár- ið 1997. Er bókinni ætlað að vera hjálpartæki organistans í því að leiða söng safnaðarins og er tón- hæð sálmanna miðuð við ein- raddaðan söng. Séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Langholtsskókn, var formaður vinnuhóps sem sá um útgáfuna en ásamt honum vann Hörður Áskelsson, organisti við Hall- grímskirkju, einkum að undir- búningi orgelútgáfunnar en all- margir fleiri lögðu hönd á plóg- inn. „Markmiðið með útgáfu sálma- bókarinnar með nótum árið 1997 er að efla almennan safnaðar- söng. Og nú þegar orgelútgáfan er komin hafa organistar í hönd- unum þá bók sem þeir þurfa til að sinna því hlutverki sfnu að vera forsöngvarar safnaðarins ásamt með kórnum. Ég vil þó leggja áherslu á að með þessu er ekki verið að draga úr hlutverki kirkjukóranna í helgihaldinu. Þeir hafa sem fyrr þessi tvö mik- ilvægu hlutverk, annars vegar að leiða almennan safnaðarsöng og hins vegar að syngja kórverk og önnur tónverk við messur og önnur tækifæri eins og verið hef- ur,“ segir Jón Helgi Þórarinsson í samtali við Morgunblaðið. „Kirkjukór á ekki að syngja sálmana fyrir söfnuðinn, eins og hefur verið raunin um of hjá okkur, heldur að leiða söfnuðinn í almennum söng. Safnaðarsöng- ur hefur verið miklu minni hér á landi en víðast hvar í kirkjum er- lendis og það er gott að nota tækifæri eins og kristnihátíðaraf- mælið til að ýta undir aukinn safnaðarsöng, auka þátttöku safnaðarins í lofgjörð og bæn, og þar gegna kórarnir miklu hlut- verki.“ Skálholtsútgáfan gefur út Kirkjuráð fól Skálholtsútgáf- unni að gefa út orgelútgáfuna og er gert ráð fyrir að kirkjur kaupi hana til notkunar með sálmabók- inni. Útgáfan er að sögn Jóns Helga eins einföld og kostur er og erindi sálmanna eru ekki skrif- uð við raddsetninguna. Jón Helgi segir að það hefði vissulega hjálpað organistum að gegna þeirri frumskyldu sinni að vera forsöngvari safn- aðarins en ákveðið hefði verið að ráðast ekki í svo viðamikla útgáfu að sinni. í sálmabókinni er nokkuð um ný íslensk og erlend sálmalög og hefur m.a. verið farið í smiðju til kirkna í nágrannalöndum eftir nýjum lögum. I for- málsorðum sinum segir Karl Sigurbjörnsson bisk- up meðal annars: „Það er verðugt verkefni ís- lenskrar kirkju, er hún fagnar kristnihátíð og minnist þúsund ára kristni á íslandi, að auka iðkun trúarinnar með því að efla almennan safnaðarsöng." „Orgelútgáfan er mikilsverður áfangi á þeirri braut að auka þátttöku safnaðarins og virkni í helgihaldi. Því miður hefur al- mennum söng á samkomum og í skólum farið aftur síðustu ára- tugi, en ég held að það sé víða vilji til að snúa vörn í sókn. Og nú hefur kirkjan hafið átak hjá sér í eflingu safnaðarsöngs," seg- ir Jón Helgi og hvetur presta, organista og kirkjukóra til að standa saman um slíkt átak. Borg’arstjón á Taívan BORGARSTJÓRINN í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, er stödd á Taívan dagana 27.-31. október. Borgarstjóri er í forystu fyrir íslenskri viðskipta- sendinefnd. Útflutningsráð íslands hefur undirbúið og skipulagt ráðstefnu í samvinnu við China Extemal Trade Organization í Taipai World Trade Center þar sem nú stendur yfir sýning á afurðum íslenskra fyrirtækja. Að auki mun borgarstjóri taka þátt í ráð- stefnu með samtökum innflutn- ingsaðila í Taípei. Viðskipti Islands og Taívan hafa farið vaxandi á undanförn- um árum og nemur útflutningur Islendinga til Taívan rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári. Um 99% þess útflutnings eru sjávarafurðir. I för með borgar- stjóra em fulltrúar sjávarútvegs og framleiðendur á sviði íslensks hugbúnaðar, vatnspökkunar og æðardúnsframleiðslu, auk borg- arritara. I fréttatilkynningu segir að þess sé vænst að heimsókn sendinefndarinnar og sú kynn- ing sem fram fer á íslenskum út- flutningi styrki viðskiptasam- bönd á Taívan og verði íslensk- um útflutningi og viðskiptalífi til framdráttar. Attræðum Reykvíking- um boðið á kynningu í TILEFNI árs aldraðra býður Félagsþjónustan í Reylgavík átt- ræðum Reykvíkingum á kynningu í Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra, Aflagranda 40, í dag, laugar- daginn 30. október, kl. 13-17. Kynnt verður félagsleg þjón- usta fyrir aldraða í Reykjavík og boðið uppá kaffiveitingar. Lára Bjömsdóttir félagsmálastjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir yfir- maður öldrunarþjónustudeildar flytja ávörp. Innbrot í hús INNBROT í íbúðarhús í Austur- bænum uppgötvaðist í fyrradag, þaðan sem stolið var hljómflutn- ingstækjum, sjónvarpi, mynd- bandstæki og fleiri rafmagns- og heimilistækjum. Húsráðendur vora að heiman þegar innbrotið var framið og er málið nú í rannsókn hjá lögregl- unni í Reykjavík. Brotist inn í 16 bifreiðir BROTIST var inn í sextán bif- reiðir í vesturhluta Kópavogs að- faranótt miðvikudags og einkum stolið úr þeim geislaspilurum, geisladiskum og öðmm verð- mætum s.s. farsímum. Einnig voru skemmdir unnar á bifreið- unum við innbrotin. Ekki hefur kveðið eins rammt að bifreiðainnbrotum í umdæmi Kópavogslögreglunnar á svo skömmum tíma í mörg ár að sögn lögreglunnar og þaðan af síður í vesturhluta bæjarins sem talinn er rólegur. Rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi hefur nú málið til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.