Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 25 vöru sem þarf að fjöldaframleiða í miklu magni. Stefnt er að því að vöruþróuninni ljúki í febrúar á næsta ári. Þekkir frumkvöðla- hlutverkið vel Guðmundur Þór er raunar ekki ókunnur frumkvöðlahlutverkinu, því hann stofnaði Sæplast hf. á sín- um tíma, sem í dag er eitt fyrir- tækja á aðallista Verðbréfaþings Islands, og er markaðsvirði þess um 900 milljónir króna í dag. Guð- mundur seldi hlut sinn í fyrirtæk- inu, en er nú aftur kominn í nýs- köpun í plastiðnaðinum með stofnun GL ehf. „Okkur líst mjög vel á verkefnið „Vöruþróun" og fyrirkomulag þess. Fyrir frumkvöðla er mjög gott að fá faglega aðstoð við að af- marka betur og skilgreina mikil- væga þætti vöruþróunarferlisins, ásamt fjármögnuninni. Það er mun líklegra til að skila árangri en þau „steinsteypulán" sem áður buð- ust,“ segir Guðmundur Þór. Hann segir að ekki sé ætlunin að GL ehf., framleiði sjálft plasthluti í hinni sjálfvirku hverfisteypuvél, heldur er ætlunin að selja vélina til fyrirtækja hér á landi og erlendis sem notað gætu slíkt tæki. Að sögn Guðmundar er gert ráð fyrir því að ein hverfisteypuvél muni kosta um 30 milljónir króna. Áhersla á markaðsþáttinn frá upphafi „í umsóknarferlinu metum við fyrirtækið, viðskiptahugmyndina og það hverjir standa þar á bak við,“ segir Anna Margrét. „Við leggjum upp úr að vera með tvenns konar aðstoð. Annars vegar er það fjárstuðningur, og hins vegar er það vöruþróunarferlið sem Iðn- tæknistofnun hefur verið að þróa á undangengnum tíu árum. I því ferli er hugmyndin skilgreind mjög vandlega, verkefnið greint í verk- þætti og útbúin framkvæmda-, tíma- og kostnaðaráætlun. Fyrir- tækin eru leidd í gegn um þetta ferli.“ Hún segir að einnig sé strax frá upphafi lögð mikil áhersla á vænt- anlega markaðssetningu þar sem gerðar séu markaðsgreiningar og markaðsáætlanir. „Okkar metnað- ur er nefnilega að varan seljist „Það eru ýmsir aðrir en nemend- ur sem hafa gaman af að skoða svona, þetta fjallar um rekstur fyr- irtækja og viðskipti. Þessar bækur mínar hafa nú verið notaðar til kennslu víða, þannig að þetta er áhugavert fyrir ýmsa. En þetta er fyrst og fremst kennslubók í upp- hafi náms í þessum fræðum. Það er umgjörð bókarinnar, hún er öll sett upp með þeim hætti, myndir, skýr- ingadæmi og annað.“ Fjallað um fullkomna samkeppni Bókin er tæpar 240 bls. og er henni skipt í 6 kafla þar sem fjallað er um grunnatriði markaðsforma og fullkomna samkeppni, einka- sölu, fákeppni og einkasölusam- keppni, markaðsmál, skipulag og stjómun, fjármál og fjárfestingar og að lokum framleiðsluáætlanir, upplýsingaöflun og rekstrareftirlit. I bókinni eru 50 litmyndir til skýr- ingar efninu og 30 skýringardæmi. Henni er ætlað ásamt fyrri bók höf- undar, „Þættir í rekstrarhag- fræði“, sem kom út í 2. útgáfu nú í haust, að mynda eina heild. Höfundur bókarinnar, dr. Agúst Einarsson, hefur verið prófessor í rekstrarhagfræði við Háskóla Is- lands frá árinu 1990 og sat á Al- þingi frá 1995 til 1999. Hann hefur átt sæti í stjórnum fjölmargra fyr- irtækja, stofnana og samtaka og var m.a. formaður bankaráðs Seðlabanka Islands og deildarfor- seti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Islands. Bókaklúbbur atvinnulífsins hef- ur gefið út fjölmargar bækur og ritraðir um viðskipta- og hagfræði og hefur nú lagt inn á nýjar brautir í útgáfu. Bókina er að finna á slóðinni: www.hi.is/Iagustei þegar verkefni lýkur,“ segir Anna Margrét. „Það getur orðið þannig hjá frumkvöðlum að þeirra markmið sé að finna upp nýjungina, en markaðssetningin sitji á hakanum. Það er þvi nauðsynlegt að hafa þennan þátt verkefnisins með,“ segir Guðmundur Þór. Björgvin Njáll Ingólfsson, for- stöðumaður Impru, segir að styrk- veiting tO þeirra sem taka þátt í vöruþróunarverkefninu sé fólgin í ráðgjöf og verkefnisstjórnun sem íyrirtæki njóti á tímanum. „Það er stofnaður verkefna- stjórnunarhópur. I þeim hópi eru lykilaðilar, jafnvel utanaðkomandi sérfræðingar, sem koma að vöru- þróuninni," segir Anna Margrét. Anna Margrét og Björgvin Njáll segja að vonast sé eftir að eitthvað af þeirri þekkingu sem lykilaðil- amir komi með inn í ferlið verði eftir hjá fyrirtækinu og komi að góðum notum síðai'. Aðspurður segir Björgvin Njáll að forystumenn verkefnisins búist við að fá 24 fyrirtæki í vöruþróun- arverkefnið. „Við teljum það styrk verkefnisins að menn þurfi ekki allir að fá hugmynd að nýrri vöru á sama tíma ársins og umsóknar- frestur er um þátttöku í verkefn- inu. Það vill svo til að hugmyndir kvikna á mismunandi tímum árs, og við höfum umsóknarfrest nokkrum sinnum á árinu,“ segir Björgvin. „Við viljum gjarnan hafa fjöl- breytileika í þessum verkefnum. Við höfum mikinn áhuga á fyrir- tækjum í þjónustu, til dæmis í ferðaþjónustu, en ekki aðeins í iðn- aði,“ segir Anna Margrét þegar spurt er hvernig fyrirtæki þau von- ist eftir að fá í verkefnið. „Verkefn- ið „Vöruþróun" er opið öllum at- vinnugreinum," segir Björgvin Njáll. Fjölþætt hlutverk Impru Impra sér um framkvæmd nokk- urra verkefna sem fjármögnuð eru af Nýsköpunarsjóði. Þau eru þjón- usta við frumkvöðla og uppfinn- ingamenn, frumkvöðlastuðningur (styrkir og áhættulán), hugmynda- samkeppnin Snjallræði, „skrefi framar" sem er rekstraraðstoð fyr- ir stjórnendur minni fyrirtækja, og loks verkefnið „Vöruþróun". Auk þessara verkefna sem unnin eru í samvinnu við Nýsköpunar- sjóð rekur Impra alþjóðamiðstöð, Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna, þjónustu við konur í at- vinnurekstri, aðstoð við uppfinn- ingamenn og frumkvöðla, aðstoð við gerð framleiðslu og samstarfs- samninga og vefinn www.impra.is á Netinu þar sem finna má upp- lýsingar um alla þá þætti sem tald- ir eru upp hér. Síðast en ekki síst rekur Impra Frumkvöðlasetur þar sem mögu- legt er að fóstra níu fyrirtæki og aðstoða þau á veginum til arðbærs rekstrar, en aðstoðað er við stofn- un og rekstur einstakra fyrirtækja í allt að fimm ár. Að sögn Björg- vins Njáls Ingólfssonar, forstöðu- manns Impra, hafa sjö nýsköpun- arfyrirtæki nú þegar komið sér fyrir í Framkvöðlasetrinu, en þau eru ekki þátttakendur í vöraþróun- arverkefninu, hvað sem framtíðin mun bera í skauti sér. OPIÐ HÚS A LAUGARDAG ÞETTA ER SPURNING UM FRELSI • Átt þú eftir að ganga frá þínum lífeyrismálum fyrir 1998? • Vilt þú fræðast um þín lifeyrisréttindi? • Ættir þú að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað? • Hvernig getur þú uppfyllt lögbundna skyldu þína? • Kemst þú aldrei til að ræða við ráðgjafa á vinnutíma? Svörin færð þú á laugardaginn 30. október því milli kl. 12 og 16 verður opið hús hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum að Laugavegi 170. Ráðgjafar sjóðsins veita upplýsingar um lífeyrisréttindi og möguleika í lífeyrissparnaði. Þú getur fengið útreikning sem sýnir hvernig lífeyrisréttindi þín verða við starfslok. Sérfræðingar okkar fjalla um lífeyrismál og boðið verður upp á veitingar. Einnig gefst kostur á að ganga frá lífeyrisgreiðslum fyrir árið 1998 til þess að uppfylla skilyrði ríkisskattstjóra. Láttu sjá þig á laugardaginn! Fyrirlestrar á laugardag Kl.13:00 Kl.14:30 Af hverju 2% viðbótarsparnaður? Brynhildur Sverrisdóttir Hvernig tryggi ég mér góðan lífeyri? Guðlaugur Þór Þórðarson FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - elsti og stsersti $éreigtuirl1)'eyri$sjöóiir landsim Frjálsi lífeyrissjóöurinn er í vörslu Fjárvangs hf., Laugavegi 170, sími 540 50 60, fax 540 50 61.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.