Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 6^ BREF TIL BLAÐSINS Frá Alberti Jensen: SAMKYNHNEIGÐ og trúarsöfn- uðir hafa verið nokkuð í umræðu undanfarið en við það hafa fordómar í þjóðfélagi okk- ar komið betm- í ljós. Ragnar Fjalar Lárusson lætur í blaða- grein í veðri vaka að hann hafi gengið of langt í fordómafullri umfjöllun sinni um samkyn- hneigt fólk og er vei þegar menn sjá villu síns vegar. Karl nokkur segir ofstæki samkyn- hneigðra hræða frá að fjallað sé um mál þeirra, svo mun þó ekki en menn verða að hafa eitthvert vit í umræðunni og lágmarks sanngirni og skilning. Eins var ung kona í stjórnmálafræði ósátt við lífsgildi homma og lesbía og málflutning þeirra. Eg vona að þetta fólk hafi skrifað af meiri fljótfærni, líkt og blessaðm’ presturinn, en grundaðri meiningu. Að hið háa alþingi skuli ekki veita hommum og lesbíum sjálfsögð mannréttindi á við aðra þegna, sýnir hvað val á mönnum þangað er vandasamt og er íhugun- arvert að meirihluti þess skuli vera svo fordómafullur. Samkynhneigt fólk er ekki brenglað, en það á við um þá sem álíta sig fullkomnari en aðra. Ein kunningjakona mín er Hver er ruglaður? lesbía og sé ég engan mun á henni og öðrum kunningjum mínum. Hún er heiðarleg og elskuleg manneskja og hvort hún hefur meiri áhuga á konum en körlum kemur mér ekki við og er mér reyndar alveg sama. Að gefnu tilefni hlýt ég að draga trúmál inn í allt skiiningsleysið á málefnum homma og lesbía, fólkinu sem engum setur stólinn fyrir dyrn- ar og aðhyllist fordómalausa trú sem gagnkynhneigðir sætta sig ekki við. Alla bókstafstrú verða menn að nálgast með varúð og trúarrit þarf að lesa með gætni og góðvild ætli menn að gerast trúboðar. Vottar Jehóva hafa spjallað við mig á heim- ili mínu og hefur þetta fólk boðið af sér góðan þokka og sannfæring þess og einlæg trú hrifið, en í mínum huga er slíkt þó ekki nóg. Skýring biblíunnar á sköpun heims og manns fellur fyi-ir þróunarkenningunni. Á löngum tíma er mögulegt að maður- inn hafi, í pólitískum tilgangi, breytt trúarritum hverskonar til samræmis við eigin skoðanir og hagsmuni. En það breytir enginn milljóna óra jarð- sögunni og úr henni er sífellt verið að lesa ný sannindi og gömul og í berglögunum er enginn tilbúningur. Verst er að bai-naskapur og einlæg Atvinna á Austfjörðum Frá Rúnari Hallssyni: ÉG VAR að lesa ummæli Steingríms J. Sigfússonar um Siv Friðleifsdótt- ur umhverfismálaráðherra á flokks- fundi VG á Akureyri þar sem hann talar um að hún sé „komung forn- eskjuleg manneskja og á mótorhjóli“ í þokkabót semsagt óhæf sem ráð- herra. Þessi ummæli mannsins finnst mér lýsa lélegu innræti hans. Af hverju kallar hann ekki okkur Austfirðinga bai’a forneskjulega, eða þá Finn iðnaðarráðherra? Hann er minni maður fyrir bragðið að mínu mati. Af hverju ræðst þessi maður ekki beint á Austfirðinga sem vilja virkja fallvötnin hér fyrir austan? Því þarf hann að vera með persónu- legt skítkast? Ég verð að segja að þó að ég sé ekki framsóknarmaður blöskra mér aðfarir Steingríms og annaiTa forkólfa VG og lýsi þær sem argasta dónaskap við viðkomandi manneskju. Þetta fólk virðist ekki skilja að Austfirðingar þurfa bráðnauðsyn- lega að fá störf sem verða föst hér fyrir austan, ekki störf sem hægt er að flytja suður með einu pennastriki þegar fjárfestarnir vilja. Ég skora á Steingrím eða jafnvel Kolbrúnu að koma með, svart á hvítu, hvaða at- vinnutækifæri þau sjá í stöðunni, önnui- en að stunda símasölu (á Bi- bliunni t.d.). Ég reikna svo sem ekki með burðugum svörum frá þessu fólki. Einu svörin sem koma yfirleitt þaðan eru: gera eitthvað annað. Reyndar sagði Kolbrún um dag- inn í sjónvarpinu, aðspurð um hvort hún vildi virkja í Fljótsdal: ekki virkja þar núna, heldur seinna. Þá hefur viðkomandi manneskja lýst huga sínum til Bjarnaflags og þá sjáum við það að henni er fjandans sama um Austfirðinga, þeir geta etið það sem úti frýs. Af hverju kemur þetta fólk ekki hingað austur og horfir framan í okkur hérna fyrir austan um leið og það segir okkur að við höfum ekkert að gera með virkj- un eða álver í fjórðungnum, að við hljótum bara að geta gert eitthvað annað? RÚNAR ÞÓR HALLSSON, Búðavegi 47A, Fáskrúðsfirði. Barnaskór Bláir og vínrauðir. St. 19-27. Margar aðrar gerðir. SMÁSKÓR Sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen Hárlos Alopecia Androgenetíca er algengasta ástæðan fyrir hármissi. Ástæðan er karlhormón, testosteron. Þar sem konur hala einnig örlítíð af þessum hormón, geta bæði kynin orðið fyrir hármissi af þessari ástæðu. Framað þessu hefur h'Uð verið hægt að gera fyrir þá sem verða fyrir þessum hármissi, en nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós ástæðuna fýrir vandamálinu og það ánægjulegasta er, að það finnst efiti sem leysir vandamáfið. Mörg lyfjapróf sem gerð hafa verið, hafa ekki eingöngu sýnt fram á að hártap stoppar, heldur einnig að hárið sem virðist hafa horfið, byrjar að vaxa að nýju. Fjölmiðlar hafa skrifað um ýmis lyf og efni undanfarið, og rætt um góðan árangur þeirra um minnkandi hárlos og aukinn hárvöxt. Til viðbótar við þetta höfirm við í Megaderm-seríunni efrtí, sem heitir Coenzym, sem virkar á sama hátt og þessi efití. Þetta efití, sem er borið beint í hársvörðinn, heftir engar auka- verkanir og hefur sýnt athyglisverðan árangur við hárlosi og auknumhárvextí. Óskið þér eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hringið í stma 552 2099- Persónuleg þjónusta í fullum trúnaði. Sérfrœðingurinn Jiim Petersen verður tilviðtals dagana 4. -7. nóvember nk. -APOLLO^ feiBiii'Witl trú getur breyst í skrumskælingu og á því hafa minnihlutahópar fengið að kenna, eins og sannast hefur með vottana og samkynhneigða þó á mis- munandi hátt sé. Vottar Jehóva vilja vel, en það spillir fyrir þeim eins og öðrum sem rangtúlka eða misskilja það sem þeir boða. Að bjarga mannslífi með því að gefa blóð er annað en að fórna. Að túlka það á neikvæðan hátt eru öfgar. Fyrir tvö þúsund ánim var allt annar skiln- ingur og gjörólík sjónarmið frá því sem nú er. Trúarbrögð sem koma ekki til móts við fólkið ná engri út- breiðslu nema með valdi og blekk- ingum. Kaþólska kirkjan hélt fólki frá að skilja boðskap Ki’ists með lat- ínu, fordómum, gi-immd og fleiru. Lútherstrú byrjaði ítök sín hér á landi með manndrápum og hindur- vitnum og prestarnir áttu litlum vin- sældum að fagna. Allt hefur trúar- ferlið sem við þekkjum best, verið að taka á sig aðeins manneskjulegri mynd, nema fordómarnir sem loða eiginlega allstaðar. Það er verið að tala um að samkynhneigðir megi ekki giftast í kirkju og alls ekki ala upp börn. Maður verður alveg undr- andi. Hverjir eru nú ruglaðir? Er umburðarlyndi og samkennd kirkj- unni skaðleg? Gagnkynhneigðir skilja eftir sig fjölda barna í sárum eftir skilnaði og iflindi sem í mörgum tilfellum hafa skaðleg áhrif. Börn eru byrjuð vín- drykkju um 13 ára gömuí og eftir- Iitsleysið vítavert. Það má segja að allir ættu að taka til í eigin garði og vera ekki að rusla til hjá öðrum. Minnihlutahópar sem valda engum vandræðum og eru til friðs í húsum og á torgum skreyta flóruna. Ef kirkjan heldui’ áfram að mis- muna fólki dregur úr áhrifum henn- ar. Hroki fer kirkjunni illa. Nýlega leitaði ég eftir æfingaleyfi fyrir kór í Grensáskirkju og fékk synjun á þeirri forsendu að það væri of mikil fyrirhöfn og kórinn mundi óhreinka. Fólkið á kirkjuna en það er talið betra að hún rykfalli en nýtist á uppbyggjandi hátt. Það besta við kirkjuna í dag er biskup Islands en aðvörun hans til stjórnarherranna í byggðamálum vai- á við margar blaðagreinar og hann kom víðar við, en ekki um hvað trúmál eru oft samofin fordómum og ofstæki sem hvarvetna er undirrót alls ills. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129. » ,*»KO*. Jólagjöfin^ ^ Pantið gleymist 0g sumaurlbústaðaskilti...]^^'tyrifí; seint ÚP tré XrV jól Axel Björnsson — S: 897 3550 565 3553 ||« HUGSKOT Bomoi uync li ilökur 1 0% afsláttur i október Nethyl 2 ♦ S. 587 8044 Krisfján SigurSsson Ijósm. TOPPTILBOÐ Barnakuldaskór Tegund: 1078 Verð: 2.995 úúut 4.995,- Litir: Bláir eða brúnir Stærðir: 20-30 Hlýir, ullarfóðraðir, fótlaga með frönskum rennilás Póstsendum samdægurs Ioppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Höfum opnað verslun í Vegmúla 2 (horni Suðurlandsbrautar og Vegmúla). Gott úrval af antikhúsgögnum, t.d.: • Borðstofusett • Skrifborð • Sképar • Skenkar • Standklukkur • Sófaborð og ýmislegt fleira Góð; Sott 3r Vn vörur verðf ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600. r Opið virka daga kl. 12-18, helgar kl. 12-16 ^ jjS? RAÐCREIÐSLUR r'VFTúi'U-r-regi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.