Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 29

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 29 ERLENT Bandarísk lög um vernd sjúkraskrár- upplýsinga BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun senn leggja fram áætlun um lagabreytingar, sem miðar að því að vernda betur persónuupp- lýsingar þær sem geymdar eru í sjúkra- skrám bandaríska heilbrigðiskerfísins. Hin væntanlegu lagafrumvörp, sem að þessu lúta, yrði fyrsta heildstæða tilraunin til að lögvernda sérstaklega persónuupplýs- ingar sjúkraskýrslna, sem er að finna í milljarðatali i heilbrigðisstofnunum Banda- ríkjanna. Aform þessi koma fram á sama tíma og læknar, sjúkrahús, lyfsalar og heilsuverndarstöðvar eru í síauknum mæli að samtengja þær upplýsingar sem þessir aðilar búa yfir, oft að sjúklingum forspurð- um, og tryggingafélög eru að fara fram á betri aðgang að gögnum sem bótakröfur eru grundvallaðar á. Hinar væntanlegu tillögur Bandaríkja- stjórnar munu samkvæmt upplýsingum The New York Times ná til allra tölvu- ski'áðra heilbrigðisupplýsinga, sem og út- prentana á slíkum upplýsingum. Sjúklingar munu almennt hafa rétt til að sjá og fá afrit af sjúkraskrám sínum, bæta við þær eða leiðrétta villur. Flestar sjúkraskrár í Bandaríkjunum munu enn ekki vera tölvuskráðar, en æ al- gengara verður að læknar þurfi að senda frá sér lyfseðla og reikninga í gegnum tölvu. Að sögn heilbrigðismálasérfræðinga munu hin- ar áformuðu breytingar setja einar sam- ræmdar leikreglur um það hvernig með- höndla skuli sjúkraskrár, á hvaða formi sem þær eru geymdar, vegna þess að það sé hvorki læknum né tryggingafyrirtækjum í hag að fylgja mismunandi reglum um notk- un og aðgengi að sjúkraskrárupplýsingum einstaklinga. I samræmi við vilja þingsins I fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa ver- ið gerðar tilraunir til að setja slík vernd- arákvæði í lög, en þær hafa ekki skilað neinu. Árið 1996 setti þingið sér sjálft frest, þar sem kveðið var á um að heilbrigðisráð- herrann skyldi setja reglur um lögverndun persónuupplýsinga í sjúkraskrám ef þingið hefði ekki náð því sjálft að semja slíkar reglur fyrir 21. ágúst í ár. Tillögur ríkis- stjórnarinnar eru lagðar fram í samræmi við þessa beiðni þingsins. Flugslysið í S-Dakóta Hljoð- ritinn fundinn Mina og Aberdeen í S-Dakóta. AP, Reuters. ENN er engu hægt að slá föstu um orsakir þess að Learjet-einkaþota með kylfinginn Payne Stewart og fjóra eða jafnvel fimm manns að auki fórst á mánudagskvöld í Suð- ur-Dakóta. Hljóðriti vélarinnar fannst í gær en ekki eru taldar miklar líkur á að upplýsingar úr honum muni skýra hvað gerðist. Líklegt er talið að þrýstingslækkun í farþegarými hafi valdið því að fólkið hafi misst meðvitund en ljóst er að rannsóknin getur tekið lang- an tíma og alls ekki víst að óyggj- andi niðurstaða fáist. Vélin stakkst á nefið niður í gljúpan jarðveg. Þar sem fara þarf varlega við að tína brak og líkams- leifar upp úr gígnum sem myndað- ist mun það verða tímafrekt. Ekki var neinn svokallaður „svartur kassi“ í vélinni eins og tíðkast í stærri flugvélum en hins vegar var í henni segulbandstæki sem tekur upp samtöl flugmanna, sk. hljóðriti. Hann gengur hins veg- ar aðeins í hálftíma, þá vindur tæk- ið til baka og byrjar nýja upptöku. Þar sem flestir telja að allt fólkið hafi annaðhvort verið meðvitundar- laust eða látið úr kulda þegar vélin hrapaði er ólíklegt að gagn verði að upptökunni. Fyrir fjórum árum kröfðust eftirlitsaðilar þess að skipt yrði um ventil í jafnþrýstibúnaði flugvéla af umræddri gerð „til að koma í veg fyrir að þrýstingur gæti fallið skyndilega“. Sagði fulltrúi félags- ins sem rak Learjet-þotuna að þeim fyrirmælum hefði verið fylgt. Vélin var 23 ára gömul og hafði ver- ið flogið í samanlagt um 10.000 stundir. Sturtuhorn úr öryggisgleri með segullæs- ingu, 4ra eða 6 mm þykkt. Verí fró kr. 29.750,- stgr. VERSLUN FYRIR AUA I Vi6 Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Látlu drauminn Nú fást amerísku SERTA rúmin á amerísku verð í Hagkaupi. Verðá dýi lum meðramma: Queen 153x203 King 193x203 Millistíf Mjúk 59.900 kr. 65.900 kr. 84.900 kr. 93.900 kr. Rúmin eru seld á grind en án gafla. Smáratorg • Kringlan HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.