Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Harriet Berg aðstoðarráðherra iðnað- ar- og viðskiptamála í Noregi Viljum ekki að norskt fyrirtæki blandist í deilur á HARRIET Berg, aðstoðarráðherra norska iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins, segir í samtali við Morg- unblaðið að áætlanir Hydro Alu- minium um fjárfestingu í nýju ál- veri á Islandi séu mjög áhugaverð- ar. Hún segir að norsk stjómvöld vilji hins vegar ekki að norsk fyrir- tæki blandist inn í deilur um um- hverfismál á íslandi og segir að stjómvöld fylgist náið með þessu máli en norska ríkið á 44% í Norsk Hydro. Harriet Berg var spurð hver væri afstaða norskra stjómvalda til þess að fyrirtæki sem væri að stómm hluta í eigu norska ríkisins blandað- ist inn í deilur um umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda vegna fyrir- hugaðs álvers á íslandi. „Okkur myndi að sjálfsögðu ekki líka það ef norskt fyrirtæki blandaðist inn í deilumál á Islandi og ég lít svo á að Islandi fyrirtækið sé einnig að reyna að komast hjá því með því að hafa góð samskipti við íslensk stjómvöld og að tryggt verði að þær undirbún- ingsathuganir sem þörf er á verði framkvæmdar. Stefna norsku ríkis- stjórnarinnar hefur fram að þessu verið sú að hafa ekki bein afskipti af áætlunum Norsk Hydro í þessu máli,“ sagði hún. Segjum ekki Norsk Hydro fyrir verkum Harriet Berg sagðist vona að ekki kæmi til harðra deilna um fyr- irhugaðar framkvæmdir, „en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu máli eins og við geram í öðr- um sambærilegum tilfellum þar sem um ágreining er að ræða en við segjum ekki fyrirtækinu fyrir verk- um hvað það eigi að gera og hvað ekki,“ sagði hún. Byggðakvótanum úthlutað á Fáskrúðsfírði og Stöðvarfírði „Eykur fjölbreytni í at- vinnulífi staðanna" STJÓRN Byggðastofnunar úthlutaði í gær byggðakvóta til Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Enn á eftir að úthluta byggðakvóta til fjögurra sveitarfélaga en formaður stjórnar Byggðastofnunar segir úthlutunina þó ekki hafa dregist úr hömlu. Suðurfjörðum Austfjarða var í upphafi úthlutað samtals 388 tonna þorskígildis byggðakvóta. Þar af var Stöðvarfirði úthlutað 94 tonnum og Fáskrúðsfirði 113 tonnum. Stjórn Byggðastofnunar ákvað í gær að Snæfell hf. á Stöðvarfirði fengi 84 tonn af byggðakvóta sveitarfélagsins og Sigurður Oddsson, útgerðarmað- ur, afganginn eða 10 tonn. Snæfell mun ó móti leggja til áflaheimildir sem nema tvöföldum meðaltalsafla og þeim byggðakvóta sem félaginu er úthlutað. Á Fáskrúðsfirði var einu félagi út- hlutað öllum kvótanum, 113 tonnum. Félagið er í eigu fjögurra aðila, hjón- anna Hermanns Steinssonar og Þóru Kristjánsdóttur sem reka fiskmark- að á staðnum, Úlfars Sigurðssonar og Jónasar Benediktssonar. Félagið er nýstofnað og hefur enn ekki hlotið nafn. Það gerir út tvo báta og er ætl- unin að auka heimildir þeirra, auk þess sem félagið mun kaupa afla- mark á markaði sem nemur tvöföld- um úthlutuðum byggðakvóta. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir úthlutunina í báðum tilfellum auka á fjölbreytni í atvinnulífi sveitarfélaganna. „Við teljum að Snæfell hf. á Stöðvarfirði hafi verið góður kostur og að þessi úthlutun muni festa félagið í sessi á staðnum. Við úthlutun kvótans á Stöðvarfirði var byggt á tillögum sveitarstjórnar en við töldum þær tillögur sem bárust um úthlutunina frá Fáskrúðsfirði hinsvegar ekki nógu vel grundaðar og því var farin önnur yfirferð þar. Fengin var ráð- gjafi til að fara yfir málin og við byggðum á hans tillögum." Áður hefur Byggðastofnun úthlut- að byggðakvóta ísafjarðarbæjar, Seyðisfjarðar, Hofsóss, Bakkafjarðar og Borgarfjarðar eystri og hefur þá verið úthlutað 959 tonnum af þeim 1.500 tonnum sem til ráðstöfimar voru. Enn á eftir að úthluta byggða- kvóta Breiðdalsvíkur, Vesturbyggð- ar, Drangsness og Grímseyjar. Egill segir að í tilfellum Vesturbyggðai' og Breiðdalsvíkur hafi Byggðastofnun verið beðin um að gera úttektir á at- vinnu- og byggðaaðstæðum. Nú sé verið að vinna að þeim og væntanlega muni mál skýrast fljótlega. Byggðakvótanum var ráðstafað til sveitarfélaga í lok júlí og var upphaf- lega áætlað að úthlutun innan sveit- arfélaganna yi'ði lokið fyrir 1. sept- ember. Egill telur úthlutunina hins- vegar ekki hafa dregist úr hömlu. Hann vonast til að hægt verði að ganga frá úthlutuninni innan tveggja vikna. „Það er mikilvægt að menn sleppi ekki þessum kvóta frá sér nema að vel athuguðu máli þannig að úthlutunin beri tilætlaðan árangur," segir Egill. Janet Reno dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra íslands spjalla saman á fundi kvendómsmálaráðherra í New York sem haldinn var á þriðjudag. Kæru á hendur geðlækni vísað til siðanefndar Sóiveig Pétursdóttir í Washington DC Hittir dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ÁFORMAÐ er að Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra hitti dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, Janet Reno, í Wash- ington DC í dag og mun það vera í fyrsta sinn sem dóms- málaráðherra Islands á form- legan einkafund með banda- ríska dómsmálaráðherranum. Að sögn Sólveigar munu þær m.a. ræða aukið samstarf milli ráðuneytanna tveggja. Ráð- herrarnir eru þó ekki að hittast í fyrsta sinn því þær hittust á fundi kvendómsmálaráðherra heimsins í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York á þriðju- dag. Á fundinum var m.a. rætt um eflingu alþjóðlegrar sam- vinnu gegn glæpum og aðgerð- um gegn spillingu og áttu ráð- herrarnir saman stutt spjall eft- ir að Reno hafði flutt aðalræðu dagsins. STJÓRN Læknafélags íslands hef- ur vísað kæru á hendur Högna Óskarssyni geðlækni til siðanefnd- ar félagsins. Kærandi er Sif Kon- ráðsdóttir, verjandi stúlku, sem kærði föður sinn fyrir kynferðis- lega áreitni. í síðasta mánuði féll sýknudómur í Hæstarétti í málinu. Aðspurð um kærana vildi Sif ein- göngu láta hafa það eftir sér að hún væri með kærunni eingöngu að sinna hagsmunum skjólstæðings síns. „Meginforsenda kærunnar röng“ Högni Óskarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að meginfor- senda kærunnar væri röng. „Það er sagt að ég hafi gefið út vottorð um ákæranda. Það er alrangt. Ég var einungis beðinn um að leggja fag- legt mat á úttekt sérfræðinga á geðheilsu kæranda og það gerði ég. Eg benti á veilur á þessum úttekt- um. Einnig benti ég á að úttekt sér- fræðinganna á ástandi kæranda stangist að einhverju leyti við nið- urstöður rannsókna sem birst hafa í alþjóðlegum fræðitímaritum um neikvæðar afleiðingar kynferðisof- beldis gagnvart ungu fólki, án þess þó að draga í efa niðurstöðu sér- fræðinganna. Ég skrifaði þessa álitsgerð fyrir lögfræðing hins ákærða og Hæstiréttur ákvað að taka hana til greina þó að Hæsta- rétti hafi verið kunnugt um að ég hafi stundað hinn ákærða sem læknir. Það er ekkert falið þar.“ Högni bætti því að auðvelt yi'ði fyr- ir hann að svara öllum ákæraatrið- unum fyrir siðanefnd. „Saksóknari og lögfræðingur brugðust sínum skjólstæðingi“ Högni segir að með kæranni væri verið að draga athygli frá tveimur meginatriðum málsins. „I fyrsta lagi bragðust saksóknari og lögfræðingur skjólstæðingi sínum með því að kæra ekki fyrir það sem hinn ákærði játaði á sig og vitni voru að. Með því hefði hann vænt- anlega ekki verið sýknaður. Eins láðist embætti ríkissaksóknara, eft- ir að hafa fengið umsókn mína senda, að fá hana í hendur áður- nefndum sérfræðingum til gagn- rýnnar yfirferðar. í annan stað bendir þetta mál okkur á það, að ekki eru til réttarvenjur innan dómskerfisins sem tryggja það að svona mál verði unnin innan dóms- kerfisins á faglegan og trúverðugan hátt, þannig að réttaröryggi fórnar- lamba og ákærðu sé gætt. Ég vona að þessi dómur verði til þess að uppbyggilegar breytingar verði gerðar innan dómskerfisins. Að í framtíðinni verði farnar faglegar leiðii- þegar meta á fómarlömb og hina ákærðu. Einnig er brýnt að dómarar fái sérfræðiaðstoð við að meta álit sérfræðinga, en þeir hafa ekki faglega menntun til þess.“ www.mbl.is Sérblöð f dag Sigursteinn og Einar Þór hjá Stoke til vors / C1 Geir Sveinsson tók fram skóna á ný / C2 UótrltunMvítir Í?i*ffí*í’ai IJÓ*rttun*rvítár fMáfci við nýja öld Með Morgun- blaðinu i dag er drelft blaðl frá Herra- garðinum, „ÞÝSKIR DAGAR". Með Morgun- blaðinu í dag er drelft blaði frá Magnúsl Kjaran, „Til móts við nýja öld“. Serblaö um viðskipti/atvinnuhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.