Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 63 > + Valtýr Magnús Helgason var fæddur í Reykjavík 27. júní 1973. Hann lést af slysförum 6. nóvember sl. Utför Valtýs fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóv- ember sl. Elsku Valtýr. Þegar við settumst niður til að skrifa þessi kveðju- orð til þín, kom svo ótal margt upp í hug- ann. Við vissum ekki hvort við ættum að hlæja eða gráta þegar við upplifðum aftur öll uppá- tækin og stundirnar sem við áttum saman, það er sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri í þessu lífi. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þeir sem þekktu þig þekktu líka þín frægu skot, við þau slapp enginn og þau hittu yfirleitt beint í mark. Þú varst alltaf mjög áberandi persóna, þú gerðist meira að segja svo frægur að skapa þitt eigið tískufyrirbrigði sem við köllum „Týratísku“ Þú varst mjög góður vinur sem alltaf var hægt að leita til. Vináttuböndin voru traust, þrátt fyrir að samverustundunum hafi óhjákvæmilega fækkað með árunum. Stórt skarð hefur verið hoggið í vinahópinn sem aldrei verður fyllt. Elsku Elín, Ai-on, Helgi, Marín, Jón Bjarni, Alexander og Helgi Björgvin við biðjum guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. „Einstakur" er orð þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð meðbrosi eðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra „Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur er orðið sem best lýsir þér. (Terry Femandez.) Það var eins og að standa með steypu- klump á fótunum og fá endalaus kjaftshögg þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur. Það fyrsta sem ég hugsa um voru uppátækin og prakkarastrikin hjá okkur strákunum í nýja hverfinu. Þær voru margar konurnar í hverf- inu sem fengu smá sting þegar hóp- urinn lét verða af öllum þeim kúnst- um sem fundið var uppá. En við strákarnir vorum bara að hafa ofan af fyrir okkur, eins og að hanga í gula kofanum og fara í hverfastríð, safna á áramótabrennur og margt fleira sem við ásamt þér, Valtýr minn, fundum uppá og varst þú oft í forystu fyrir litla hópnum í hverf- inu. Það voru aldrei alvarlegar stefnur sem voru teknar í þessum málum og bæjarfélagið stendur allavega heilt ennþá. Valtýr minn, þú varst með gott hjarta, stórhuga en lítið á köflum og vildir aldrei neinum illt, en það var svo sem aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þú lifðir hratt og hafðir alltaf eitthvað íyrir stafni eins og þú værir alltaf að drífa þig í næsta verkefni. Stóri gamli vinahópurinn er ekki sá sami án þín, þú varst hrókurinn í gleðinni, alltaf glottandi, hlæjandi, og gerandi grín. Og þó við höfum öll farið okkar eigin leiðir í seinni tíð þá hittumst við oft og var alltaf jafngaman að hitta þig, þú varst alltaf til í allan pakkann sama hvað var að gerast. Það var gaman að sjá stolta montna föðurinn í þér þegar Alex- ander Aron fæddist, það geislaði af þér gleðin og montið með himna- gjöfina sem hann er og hvað þú þroskaðist hratt eftir það, var gam- an að sjá. Ég bið Guð um að fylgja Elínu og Alexander, foreldrum og bræðrum þínum, öllum vinum og vanda- mönnum í gegnum sorgina og bjaytan veg framtíðar. Ég kveð þig hinstu kveðju, Val- týr minn, þú verður alltaf ljós í lífi mínu og okkar allra. Horfinn úr heimi augnablik hverfur ei aftur þar við sit. Lokar nú augum hinsta sinn ílangaferðþangaðinn. I töfralandið stígur þú æðri slóðir sérðu nú. Þúáttirvon sem nú í flýti flýgur hjá og átt í senn eilíft lif. Friðuryfirþér umlanganveg sem sál þín snemma fer. I huganum öll við fylgjum þér með söknuði hvert sem lífið fer. Þinn vinur, Símon. Elsku Valtýr, eða Týri, eins og ég kallaði þig alltaf. Maður er sem lamaður af þessari hryllilegu fregn um að þú hafir þurft að kveðja svo snögglega, svona ungur. En mig langar bara til að skrifa nokkrar línur. Það var einn veturinn að ég og Elín slógum öllu upp í kæruleysi, hættum í skóla og skelltum okkur vestur á Stykkishólm að vinna í fiski. Þar vorum við með litla íbúð sem við bjuggum í. Aður en langt um leið vorum við búnar að kynnast svolitlu af fólki og þar á meðal hon- um Týra. Týri var orðinn tíður gestur hjá okkur og ekki leið á löngu þar til ég var orðin gesturinn hjá þeim. Ég man svo vel eftir stríðnispúkanum í honum Týra, það var nú þannig að íbúðin sem við vorum í var full af músum. Svo eitt skipti þegar ég og Elín komum heim úr vinnunni þá var hann Týri búinn að stilla upp dauðri mús beint fyrir framan útidyrnar. Svo eitt sinn fyrir vestan vorum við að fara að skemmta okkur, við Elín auð- vitað búnar að klæða okkur upp og allt það, ég fór í fínu háu leður- stígvélin mín og leðurmussuna mína, svakaleg gella, svo hittum við Týra og fleiri og Týri horfir á mig VALTÝR MAGNÚS HELGASON Við kveðjum þig, kæri vinur, með sökn- uði og biðjum góðan guð að geyma þig, þín- ir vinir ávallt Erla, Rakel, Þórey, Hafþór, Bjarney, Elín og Gerður. NIKULASINGI VIGNISSON + Nikulás Ingi Vignisson fædd- ist í Drammen í Nor- egi 6. september 1978. Han lést í Ála- sundi í Noregi 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kapellu 22. október. Það er svo erfitt að skilja, að hann skuli vera horfinn okkur, þessi lífsglaði dreng- ur, sem átti svo stóra drauma um framtíð- ina. Hann vildi búa sig undir hana af ábyrgð eins og sýndi sig er hann gekk til liðs við Samtök ungs fólks gegn fíkniefnum. Starfaði hann í þeim af heilum hug enda þurfti Nikulás ekki fíkniefni til að vera hann sjálfur. Þess vegna bast hann vinaböndum mörgu ungu fólki í samtökunum og áttu sum- arbúðirnar á Utpya ekki minnstan þátt í því. Við minnumst „Skrástigen" á Gol þar sem við kynntumst Niku- lási tveggja ára gömlum. Þegar þeir Thomas léku sér saman voru þeir í sínum eigin heimi og það myndaðist alveg sérstakt sam- band á milli þeirra. Þótt þeir ættu lengst af heima fjarri hvor öðrum skipti það engu er þeir hittust. Vináttan var söm og jöfn þótt áhugamálin væru ólík. Nikulás hafði mikinn áhuga á leiklist og dansi og lét sig dreyma um að læra dans í Englandi. Sumarið áður en hann varð fjögurra ára heimsótti hann okkur hér í Álasundi ásamt móður sinni og ömmu. Síðan hafa heimsóknirnar verið margar, bæði hér og á Gol. Þegar strákamir komust á unglings- aldur ferðuðust þeir saman einir en Niku- lás átti^ marga vini hér í Álasundi þar sem hann bjó síðustu tvö árin. Hér leið honum vel. Vinir hans, hér í Álasundi og í samtökunum í Ósló, fjölmenntu á Gol til að vera við minningarat- höfnina í Herad-kirkju og við vit- um, að Sigurdísi þótti vænt um það. Nikulás hefur verið borinn til grafar á Islandi. Okkur finnst það vera langt í burtu en það var eðli- legt, að hann ætti sína hinstu hvílu þar. Hann var mikill íslend- ingur en hér í Noregi var hann líka góður Norðmaður. Að lokum látum við fylgja nokkrar hugleið- ingar, sem mamma hans færði í ljóð: Þú ert næstum eins og alfleygur fugl; þú reynir styrk vængjanna, tekst á við alvöru lífsins og nýtur þín í leiknum. Þú svífur á milli heima án þess að vita hverjum þú tilheyrir. Stundum ber hugurinn þig meira en hálfa leið, lengra en getan leyfir. Þú reynir, þroskast, vængjatökin eflast. Dag einn sérðu takmarkið blasa við, tekur til vængjanna og lýkur fluginu. Turid M. Skytterholm og fjölskylda. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. og kallar háum rómi: Batman! Þá var mikið hlegið. Ég minnist þess ekki að hafa far- ið oft í Batman-dressið eftir þetta. Við Ingimar eigum svo góðar minningar þegar við fórum öll sam- an í sumarbústað sem var nokkrum sinnum, ég, Ingimar, Elín og Týri. Ég man eitt skipti er við fórum á Laugarvatn yfír eina helgina. Þar spiluðum við fram á rauða nótt, það var alltaf svo létt og þægilegt and- rúmsloft því maður gat látið allt gossa þegar Valtýr var nálægur. Allt svo óþvingað, já bara allt látið flakka og hlegið. Eitt sinn þegar Týri og Elín buðu okkur í sumar- bústað voru krakkamir með, Aron litli og litla okkar. Týri sá sko fyrir því að eitthvað yrði gert fyrir börn- in. Við röltum öll á fótboltavöllinn íyrir neðan og var Týri auðvitað með fótboltann með sér. Þar man ég svo vel eftir honum og Aroni leika saman í fótbolta, það átti svo vel við þá báða. Já Týri minn, þú varst góður faðir. Það er svo skrítið að hugsa til þess að við getum ekki öll fjögur hist og spilað saman eitt- hvert kvöldið eins og við vorum svo oft búin að tala um að gera. En við megum ekki gleyma dýrmætu minningunum sem eru dýrmætari en orð fá lýst, minningum sem eng- inn tekur frá okkur. Elsku Týri, öll hittumst við aftur þegar okkar tími kemur. Ég veit að nú líður þér vel og þú munt leiða hönd hans Arons, litlu uppskerunn- ar ykkar Elínar, í gegnum lífið. Kom huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom,sól,ogþerratárin, kom, hjartans heilsulind, kom,heilögfyrirmynd, kom,ljós,oglýstumér, kom,líf,erævinþver, komeilífð,bakviðárin. (Vald. Briem.) Ég bið Guð og alla orku og krafta að hjálpa ykkur, elsku besta Elín mín og Aron, Marín, Helgi, Jobbi, Alli og Helgi Björgvin, í þessari hræðilegu sorg. Erla og Ingimar. + Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANNES ÓLAFSSON, Norðurbrún 34, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 19. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Geðhjálp. Sungin verður sálumessa í Karmelklaustri í Hafnarfirði nóvember kl. 15.00. Oddný Ólafsdóttir Frederiksen, Jens Frederiksen, Gestur Ólafsson, Monika Kuss, Elín Þorgerður Ólafsdóttir, Grétar Ottó Róbertsson, Jóna Ólafsdóttir, Helgi Valdimarsson, Yngvi Ólafsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Óttar Ólafsson, Sigríður G. Valdimarsdóttir - og systkinaböm. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaförður, afa og langafa, NJÁLS ANDERSEN frá Sólbakka, Vestmannaeyjum. Halldóra Úlfarsdóttir, María Njálsdóttir, Kolbeinn Ólafsson, Úlfar Njálsson, Halla Hafsteinsdóttir, Harpa Njálsdóttir, Atli Sigurðsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ragnar Óskarsson, Pétur Njálsson, Andrea Gunnarsdóttir, Friðrik Njálsson, Siw Schalin, barnabörn og barnabarnabörn. + ÞÓRARINN B. HJÖRLEIFSSON frá Norðfirði, sem lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Hólm Hermannsdóttir, Jakob Hólm Hermannsson. + Faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Selási 26, Egilsstöðum, er lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 13. nóvember sl., verður jarðsung- inn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Ármann Örn Magnússon, Erla Jónsdóttir, Bjarghildur Sigurðardóttir, Oddrún Sigurðardóttir, fósturböm, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.