Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
JU«mgnml»líií>ÍÍ
BÓKASALA f okt.
Röð Tltill/ Hðfundur/ Útgefandi________________
1 Almanak Háskólans - Árið 2000/ / Háskóii Isiands
2 Geitungurinn 1/ Árni Arnason og Halldór Baldursson/ Æskan
3 Uppvöxtur litla trés/ Forrest Carter/ Mál og menning
4 Heimspekisaga/ Gunnar Skirbekk og Nils Gilje/ Háskólaútgáfan
5 Blikktromman 1/GunterGrass/Vaka-Helgafell
6 Guð hins smáa/ Arundhati Roy/ Forlagið
7 Tarot bókin/ Signý Hafsteinsdóttir/ höfundur
8 Ísland-Landið hlýja í norðri/ Torfi H. Tulinius og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
9-11 NÖfn íslendinga/ Guðrún Kvaran/ Heimskringla
9-11 Bangsimon hÍttÍrKanínku/Walt Disney/Vaka-Helgafell
9-11 íslensku dýrin/ Halldór Pétursson/ Setberg
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Uppvöxtur litla trés/ Forrest Carter/ Mál og menning
2 Blikktromman 1/ Gunter Grass/ Vaka-Helgafell
3 Guð hins smáa/ Arundhati Roy/ Forlagið
4 LíttU ekki um öxl/ Karin Fossum/ íslenski kiljuklúbburinn
5 Úngfrúin góða og húsið/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
6 Artúr konungur/ Rosalind Ken/in/ Mál og menning
7 Heimsinn/ Gregory Benford/ Hávellir
8 Híbýii vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
9 Meðhægð/ Milan Kundera/ Mál og menning
10 Bjargið barninu/ Margaret Watson/ Ásútgáfan
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ ~
1 úr landsuðri og fleiri kvæði/ Jón Helgason/ Mál og menning
2 Gullregn Úr Ijóðum Hallgrims Péturssonar/ Porsteinn frá Hamri tók saman/ Forlagið
3 Hávamál og Völuspá/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Bjartur
4 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ íslendingasagnaútáfan
5 Stúlka-Ljóð eftir íslenskar konur/ Ritstj. Helga Kress/ Bókmenntafræðistofnun H.l.
ISLENSKARÖG ÞÝPDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Geitungurinn 1 / Ami Árnason og Halldór Baldursson/ Æskan
2-3 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
2-3 íslensku dýrin/HalldórPétursson/Setberg
4 Ástarsaga úr fjöllunum/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
5-6 Flikk kemur til bjargar/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
5-6 Veröld Soffíu/ Jostein Gaarder/ Mál og menning
7 Persivan-Ferðin til Aslor/ Fauche, Leturgie og Luguy/ Skrípamyndir/Nordic Comic
8-9 GÓðan dag BÓbÓ bangsi/ Hildur Hermóðsdóttir þýddi/ Mál og menning
8-9 Kíara og KÓVÚ verða vinir/ Walt Disney/Vaka-Helgafell
10 Stafakarlarnir/ Bergljót Arnalds/ Virago
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 Almanak Háskólans - Árið 2000/ / Háskóii Isiands
2 Heimspekisaga Gunnar Skirbekk og Nils Gilje/ Háskólaútgáfan
3 Tarot bókin/ Signý Hafsteinsdóttir/ höfundur
4 Ísland-Landið hlýja í norðri/ Torfi H. Tulinius og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
5 NÖfn íslendinga/ Guðrún Kvaran/ Heimskringla
6 Land/ Páll Stefánsson/ lceland Review
7 Smurbrauðsbókin/ Ida Davidsen/ PP forlag
8 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
9 Almanak Þjóðvinafélagsins - Árið 2000/ / Hið isienska þjóðvinaféiag
10 íslenska steinabókin/ Kristján Sæmundsson/ Mál og menning
Bókabúðir sem tóku þátt f könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavikur, Keflavik
Bókval, Akureyri
KÁ, Selfossi
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka f október 1999 Unniö fyrir Morgunblaöið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
Djasstónleikar
á Klaustrinu
Djass á Ein-
ari Ben.
KVARTETT Þóru Grétu leikur
djass á Einari Ben. í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 22. Kvartettinn skipa
Þóra Gréta, söngur, Agnar Már
Magnússon á píanó, Páll Pálsson á
bassa og Asgeir Oskarsson á
trommur.
JAZZTRÍÓ Andrésar Þórs Gunn-
laugssonar gítarleikara leikur á
Klaustrinu, Klapparstíg 26, í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 22.30. Leikin
verða ýmis þekkt djasslög í bland
við eigið efni.
Tríóið skipa ásamt Andrési þeir
Gunnar Hrafnsson á kontrabassa
og Birgir Baldursson á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 22:30.
Fegurð í einfaldleikanum
Verk eftir Péteris
Vasks, Antonin Dvorák
og Béla Bartók eru á
efnisskrá tónleika í
rauðri röð Sinfóníu-
---------------7--------
hljómsveitar Islands í
Háskólabíói í kvöld
kl. 20. Margrét Svein-
björnsdóttir hitti
Sigrúnu Eðvaldsdóttur
konsertmeistara, sem
leikur einleik í Fiðlu-
konsert Dvoráks og
fékk að heyra söguna af
því hvers vegna henni er
konsertinn sá svo kær.
SIGRÚN rifjar upp fyrstu kynni
sín af Fiðlukonsert Dvoráks. Sum-
arið áður en hún útskrifaðist frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar
sem hún nam fiðluleik hjá Guðnýju
Guðmundsdóttur, var hún á nám-
skeiði í Interlochen í Michigan.
„Þar er ég að læra þennan konsert
Dvoráks, fyrsta þáttinn, hjá ofsa-
lega yndislegri konu. Við vorum að
tala um framtíð mína, þvi hún vissi
að ég væri að fara að útskrifast.
Hún sagði við mig: „Heyrðu
Sigrún, þú ert að útskrifast í janúar
- hvað ætlar þú svo að gera?“ „Ég
veit það ekki,“ sagði ég. Þá sagði
hún að hún þekkti konu sem væri
alveg æðislegur kennari - það var
Almita Vamos - og hún væri að
koma þangað þennan sama dag til
að hlusta á son sinn sem spilar á
selló. „Ég ætla að láta þig spila fyr-
ir hana, hún er yndisleg kona og
kannski getur hún tekið þig í spila-
tíma,“ sagði kennarinn minn. Það
varð úr að ég spilaði íýrir Almitu og
fór svo í einkatíma hjá henni eftir
að ég útskrifaðist, bjó í húsinu
hennar og var í spilatímum hjá
þeim hjónum, henni og Roland, á
hverjum einasta degi,“ segir Sig-
rún.
Haustið eftir fór hún svo í Curtis-
tónlistarháskólann, þar sem hún
lærði hjá Jascha Brodsky og Jam-
iee Laredo. „Síðan fæ ég boð um
það að koma fram fyrir hönd Is-
lands og Ríkisútvarpsins á hátíð-
inni Ungir norrænir einleikarar í
Stokkhólmi 1985 - og þar mátti ég
velja hvaða konsert sem var. Ég
spurði kennarann minn hvaða kon-
sert égætti að spila. Þá segir hann:
„Þú skalt velja konsert sem sýnir
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrún Eðvaldsdóttir einbeitir sér að Fiðlukonsert Dvoráks.
hverskonar tónlistarmaður þú ert,
ekki endilega hvaða tækni þú ræð-
ur yfir. Og þá velur þú auðvitað
Dvorák." Svo ég fór að læra hann
og spilaði hann á hátíðinni í Sví-
þjóð,“ segir Sigrún, sem gleðst
ákaflega yfir endurfundunum, nú
fjórtán árum síðar.
Hann leyfír manni
að músísera
„Dvorák er ofsalega einlægur -
sumir hafa gagnrýnt hann fyrir að
vera svolítið barnalegur eða ein-
faldur, en það þarf ekki að vera
slæmt, því það er svo mikil fegurð í
einfaldleikanum," segir Sigrún og
bætir við: „Mér þykir rosalega
vænt um þennan konsert." Hann
sýnir sem sagt hverskonar tónlist-
armaður Sigrún Eðvaldsdóttir er?
„Já, hann leyfir manni að músís-
era,“ svarar hún ákveðin.
í fiðlukonsertinum er sterkur
þjóðlagatónn, sérstaklega loka-
þættinum, og það er stutt í dansinn.
Þetta líkar Sigrúnu vel: „Dvorák
notaði mikið þjóðlög, enda var hann
maður almúgans."
„Þar að auki er hann
skinandi fátækur“
Antonin Dvorák samdi Fiðlukon-
sert í a-moll op. 53 sumarið 1879 en
þá var frægðarferill hans nýhafinn.
Hann hafði samið fjöldann allan af
tónverkum, þar á meðal sinfóníur
og serenöður fyrir hljómsveit,
margar óperur, verk fyrir kór og
hljómsveit, auk fjölda kammer-
verka. Tónverk þessi höfðu ekki
vakið neina athygli í heimalandi
tónskáldsins og ekki fært honum
tekjur að ráði, því enginn fékkst til
að gefa þau út. I efnisskrá tónleik-
anna segir frá því að á endanum
hafi þó einn merkur maður heillast
af tónsmíðum Dvoráks, sjálfur
Johannes Brahms. Arið 1876 samdi
Dvorák Söngva frá Móravíu fyrir
sópran, tenór og píanó og ári seinna
Slavneska dansa fyrir fjórhent
píanó. Brahms skrifaði útgefanda
sínum, Simrock, og vakti athygli
hans á þessu óþekkta tékkneska
tónskáldi. Bréfið til útgefandans
endaði hann á þessum orðum:
„Dvorák hefur samið margskonar
tónlist, óperur, sinfóníur, kvartetta
og píanóver. Hann er tvímælalaust
óvenjuhæfileikaríkur maður. Þar
að auki er hann skínandi fátækur.
Vinsamlegast takið þetta til athug-
unar.“ Það var eins og við manninn
mælt, Simrock brá skjótt við og gaf
út móravísku söngvana. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa, aðrir þýskir
útgefendur kepptust við að gefa út
verk Dvoráks - hann var kominn á
kortið.
Verk eftir Vasks og Bartók
HLJÓMSVEITARSTJÓRI á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í kvöld er Uriel Segal. Glæst-
ur hljómsveitarstjóraferili hans
hófst þegar hann hlaut fyrstu
verðlaun f hinni alþjóðlegu
Mitropoulos-hljómsveitar-
stjórakeppni í New York 1969.
Ári seinna var hann ráðinn að-
stoðarhljómsveitarstjóri Fíl-
harmóníuhljómsveitar New
York-borgar og hlaut margvís-
leg tilboð um að stjórna sem
gestastjómandi víða í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Stjórnandinn ekki með öllu
ókunnugur hljómsveitinni
Á hljómsveitarstjóraferli sín-
um hefur Uriel Segal stjómað
flestum af þekktustu hljómsveit-
um hins vestræna heims. Hann
stjómaði sinni fyrstu óperuupp-
færslu, Hollendingnum fljúg-
andi, í Santa Fe árið 1973 og allt
frá því hefur hann verið eftir-
sóttur hljómsveitarstjóri við ým-
is ópemhús á Ítalíu, í Frakk-
landi, Þýskalandi, Japan, Israel
og Bandaríkjunum. Hann hefur
gert hljóðritanir fyrir útgáfu-
fyrirtækin Decca, og EMI með
mörgum af þekktustu hljóm-
sveitum heims. Segal er ekki
með öllu ókunnugur Sinfóníu-
hljómsveit íslands, því hann kom
hingað til lands og stjórnaði
sveitinni á tónleikum Listahátíð-
ar í júní 1970 og áþrennum
áskriftartónleikum í Háskólabiói
áámnum 1970-1973.
Auk Fiðlukonserts Dvoráks,
sem frá er greint hér á síðunni,
em á efnisskrá tónleikanna Mus-
ica Dolorosa fyrir strengjasveit
eftir lettneska tónskáldið Péter-
is Vasks og Konsert fyrir
strengi, slagverk og selestu eftir
Béla Bartók.
Að berjast gegn hinu ljóta
í lífínu og listinni
Péteris Vasks skrifaði Musica
Dolorosa árið 1983. í efnisskrá
segir m.a. um hann og verk
hans: „Gagnstætt þeirri út-
breiddu skoðun sem virðist ríkja
í listum í dag að ljótleika lífsins
eigi að endurspegla í ljótleik list-
arinnar fínnur Vasks hjá sér
þörf fyrir að berjast gegn hinu
Ijéta f lífinu og listinni. Sannfær-
ing hans er, líkt og hjá Dostoj-
evskíj, að fegurðin muni sigra
heiminn.. Vasks spyr: „Er nokk-
ur meining í því að semja tón-
verk sem sýnir okkur bara að við
séum komin út á heljarþröm út-
rýmingar? Að mínu mati á sér-
hvert heiðarlegt tónskáld að
leita Ieiða út úr öngþveiti nútím-
ans, í átt að jákvæðni og trú, -
fegurð er tungumáljákvæðni og
trúar.“
Lokaverkið á tónleikunum er
eftir ungverska tónskáldið Béla
Bartók. í efnisskrá segir að hann
hafi hvorki kallað verkið sinfón-
íu né svítu, þótt það sé í eðli sínu
skylt báðum þessum formum.
Það er samið fyrir tvær
strengjasveitir, selestu, píanó,
hörpu og ýmis slagverkshljóð-
færi.