Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 68
i 68 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
IJmsjón Arnór G.
Kagnarsson
Bikarkeppni
Reykjaness árið 2000
Bikarkeppni Reykjaness árið
2000 er að hefjast og verður fyrsta
umferðin spiluð í Hraunholti í Hafn-
arfírði 3. des. nk. kl. 18.
Þátttaka tilkynnist til Kjartans í
síma 421-2287 eða til Sigurjóns í
síma 565-1845/898-0970
Spilað er um silfurstig. Þátttöku-
gjald er 300 kr. á sveit í hverri um-
ferð.
Bridsfélag Suðurnesja
Hafíð er sveitarokk með þátttöku
16 para og er lokið þremur umferð-
. 7 um af fímmtán. Staða efstu para er
þessi:
Birkir Jónsson - Guðjón Jenssen 60
Oli Þór Kjartansson - Garðar Garðarsson 58
Gunnar Guðbjömsson - Kjartan Ólason 57
Gunnar Guðbjömsson - Amar Arngrímss. 56
Spilaðir eru þrír 8 spila leikir á
kvöldi.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Þriðjudaginn 9. nóvember var
spilaður eins kvölds Mitchell-tví-
menningur með þátttöku 25 para og
urðu úrslit þessi í N/S:
Albert Þorsteinss. - Bjöm Ámason 388
Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórss. 367
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Asmundsson 356
Hæsta skor í A/V:
f Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 404
Jón Stefánsson - Sæmundur Björnss. 388
Guðm. Magnússon - Kristinn Guðmundss. 354
Föstudaginn 12. nóv. spiluðu 20 pör
og þá urðu úrslit þessi í N/S:
Lárus Hermannss. - Þórður Jömndss. 259
Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 250
Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Ámason 239
Hæsta skor í A/V:
AlbertÞorsteinss-SæmundurBjörnss. 273
Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinsas. 260
HannesIngibergss.-LárasArnórss. 249
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
-j 216 á föstudag.
Bridsfélag Hreyfils
Nú er lokið átta umferðum af ell-
efu í aðalsveitakeppninni og hefir
sveitin Vinir tekið örugga forystu
en staða efstu sveita er nú þessi:
Vinir _ 158
Sigurður Ólafsson 146
Friðbjörn Guðmundsson 141
Jóhannes Eiríksson 141
Óskar Sigurðsson 137
Spilað er á mánudagskvöldum í
Hreyfilshúsinu.
Stórmót Munins í Sandgerði
haldið um helgina
Stórmót Munins og Samvinnu-
ferða fer fram nk. laugardagskvöld.
’ Það stefnir í góða þátttöku eins og
undanfarin ár.
Spilað er í félagsheimilinu við
Sandgerðisveg.
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
Sveitakeppni er spiluð á mánudög-
um en tvímenningur á fímmtudögum
og hefst spilamennskan kl. 13 í Gull-
smára 13. Ellefta nóvember mættu 18
pör og varð röð efstu para þessi:
N/S
Guðmundur Á Guðmundss. - Jón Andréss. 223
Sigurður Bjömsson - Auðunn Bergsveinss. 193
Guðrún Maríusd. - Sigurður Einarsson 187
A/V
Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðmundss. 208
Gunnar Gíslason - Sigurberg Gíslason 208
Amdís Magnúsd. - Karl Gunnarsson 190
Bridsfélagið Muninn, Sandgerði
Miðvikudaginn 10. nóvember
hófst haustsveitakeppni með þátt-
töku 8 sveita og er staða efstu
sveita þessi eftir 2 umferðir:
Sv. Karls G. Karlssonar 49
Sv. Garðars Garðarssonar 34
Sv. Guðjóns Óskarssonar 34
Sv. Ævars Jónassonar 29
Einnig viljum við minna spilara,
sem komast ekki, á að útvega aðra
spilara til að komast hjá óþægind-
um.
Einnig viljum við minna á stór-
mót félagsins og S/L. Þátttöku má
skrá í síma: 423 7628 eða 423 7623,
Víðir Jónsson. Og í síma: 421 4648
eða 421 4500, Svala Pálsdóttir.
Einnig í síma: 423 7967 eða
422 7444, Ævar Jónsson. Og hjá
BSÍ í síma: 587 9360.
Fimmtudagar
í Þönglabakkanum
Fimmtudaginn 4.nóvember
mættu 16 pör að spila. Spilaður var
mitchell með fjórum spilum á milli
para. Miðlungur 168. Lokastaðan
varð þessi:
NS
Gylfi Baldurss. - Jón Steinar Gunnlaugss. 203
Isak Örn Sigurðss. - Hallur Símonarson 196
Alfreð Kristjánss. - Kristjana Steingrímsd. 173
AV
Inga Jóna Stefánsd. - Erla Sigurjónsd. 190
Brynjar Jónss. - Nicolai Þorsteinss. 183
Ásmundur ðrnólfss. - Gunnlaugur Karlss. 182
Fimmtudaginn 11. nóvember
mættu 13 pör að spila. Spilaður var
mitchell með fjórum spilum á milli
para. Miðlungur 168. Lokastaðan
varð þessi:
NS
Isak Örn Sigurðss. - Hallur Símonarson 210
Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss. 184
Anna G. Nielsen - Guðmundur Friðbjömss. 175
AV
Jóhanna Sigurjónsd. - Una Árnad. 181
Einar Guðmundss. - Ormarr Snæbjömss. 179
Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 175
Baldur Bjartmars - Steindór Ingimundars. 175
ísak og Hallur eru með bestu
prósentuskor nóvember-mánaðar
sem gefur matarúttekt á Þrjá
Frakka, 62,5%. Hæstur í bronsstig-
unum sem einnig gefur matarúttekt
á Þrjá Frakka er Gylfi Baldursson
með 29 stig.
I vetur verður spilaður eins
kvölds tvímenningur á fimmtudög-
um með glæsilegum verðlaunum.
Verðlaun fyrir besta árangur
hvers mánaðar, úttekt að verðmapti
kr. 10.000.00
4., 11., 18. og 25. nóvember telja
til verðlaun í nóvembermánuði.
Spilað er í húsnæði Bridgesam-
bands Islands og byijar spila-
mennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er
Eiríkur Hjaltason.
Bridsfélag HafnarQarðar
Eftir 6 umferðir af 10 í aðalsveita-
keppninni er staðan nú þannig:
Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 128
sveit Högna Friðþjófsson 122
sveitGuðmundarMagnússonar 94
I fjölsveitaútreikningi eru þessi pör
nú efst: (spilaðir leikir í sviga)
Friðþj. Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. 20,5 (5)
HuldaHjálmarsd.-AndrésÞórarinss. 18,19(4)
Björn Arnars. - Halldór Þórólfss. 18,19 (4)
Jón N. Gíslas. - Snjólfur Ólafss. 15,71 (6)
Pör þurfa að hafa spilað helming
þeirra spila, sem lokið er, til að koma
til greina við röðun í sæti.
Vinalínan
er opin á hverju kvöldi frá kl. 20-23
- Úkeypis símaþjónusta
-100% trúnaður
- sími 800 6464
— Vinalína Rauða krossins
þegar þú þarft á uini að halda
í DAG
VELVAKAJVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sekur
eða saklaus
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
á framfæri óánægju, fyrir
sína hönd og vinkvenna
sinna, vegna dóms Hæsta-
réttar í máli dóttur gegn
föður sínum. Vilja þær lýsa
furðu sinni á þessu máli og
finnst það allt hið undar-
legasta. Þær höfðu lesið
grein sem birtist í Morg-
unblaðinu 2. nóvember sl.
sem heitir: „Sekur - sek-
ari“ sem skyldmenni
stúlkunnar hafði skrifað.
Þeim fannst greinin mjög
góð. Vildu þær lýsa furðu
sinni á máli þessu hjá
Hæstarétti.
Lesendur
Rangt
farið með
í Skólaljóðum, kennslubók
fyrir grunnskóla, er vit-
laust ritað ljóðið hans
Jónasar Hallgrímssonar:
Réttarvatn. Ljóðið á að
vera: Efst á Arnarvatns-
hæðum oft hef ég fáki
beitt, en í Skólaljóðum er
það svona: Efst á Arnar-
vatnshæðum oft hef ég
klári beitt. Þessu er hér
með komið á framfæri.
Amma
Þakklæti og ábending
RAGNHEIÐUR hafði
samband við Velvakanda
og vildi koma á framfæri
þakklæti til Kristjáns
Jónssonar, sem skrifaði
Viðhorf í Mórgunblaðið
þriðjudaginn 16. nóvem-
ber sl. Greinin heitir
„Raust framtíðarinnar?
Fannst henni greinin
mjög góð.
Einnig vill hún spyrja
gatnamálayfirvöld, af
hverju auglýsingar um
skaðsemi nagladekkja
hafi komið svona seint,
þegar 65% þjóðarinnar
eru á nagladekkjum?
Þessi auglýsing hafi kom-
ið að minnsta kosti mán-
uði of seint. Vildi hún líka
benda á, að nagladekkin
valda mengun, því þau
tæta upp malbikið af göt-
unni sem veldur tjöru-
mengun.
Tapað/fundið
Hvar er svarti
síðkjóllinn ?
ÞIJ, sem ert með svarta
síðkjólinn í óskilum síðan á
árshátíð Myndlistarskól-
ans fyrir nokkrum árum,
viltu vera svo góð að
hringja í Guðlaugu í síma
554-1858 eða 853-9218.
Filma fannst í leigubíl
ÞESSI mynd var á filmu sem fannst í leigubíl frá BSR í
byrjun nóvember. Þeir sem kannast við myndina geta
haft samband í síma 892 8864.
Seiko úr
SEIKO silfurlitað úr með
digital slyá týndist á leið-
inni Armúli-Álftamýri.
Eigandi úrsins er sjón-
skertur og ef ýtt er á
takka framan á úrinu segir
það tímann á ensku og
þýsku. Skilvís finnandi hafi
vinsamlegast samband við
Auði í síma 568-6415.
GSM-sími
týndist
SVARTUR Panasonic
gsm-sími týndist sl.
mánudag á Kleppsvegi.
Þeir sem hafa orðið varir
við símann hafi vinsam-
legast samband í síma
551 3103.
Dýrahald
Hvolpur fæst gefins
HVOLPUR 13 vikna, ís-
lensk-blandaður og faHeg-
ur, fæst gefins. Upplýsing-
ar í síma 565 3086.
Kettlingur í óskilum
UM það bil 5-6 mánaða
kettlingur er í óskilum í
Breiðholti. Hann er gul-
bröndóttur með hvítar lopp-
ur og hvítur á bringu. Hann
er með rauða hálsól með
bjöllu og bleikri tunnu, en
ómerktur. Hann fannst við
Æsufellsblokkina. Hann er
búin að vera hjá Kitty í viku
og getur hún gefið upplýs-
ingar í síma 567-6367.
Morgunblaðið/Ásdís
SKAK
llmsjón Margeír
Pétursson
STAÐAN kom upp á minningarmóti
um Tsjígórín sem haldið var í Sánkti
Pétursborg í haust. A. Shishkov
(2300) hafði hvítt og átti leik gegn A.
Berelovich (2465) 19._ Rxh3! 20.
gxh3 _ Hxf3 21. Del _ Hxh3+ 22.
Bxh3 _ Dxh3+ 23. Kgl _ Bg4 24.
Rdl _ Bf3 25. Dd2 _ Hf8 og hvítur
gafst upp.
Víkverji skrifar...
U* TLENDINGAR hafa margir
hrifist að þeirri stefnu íslend-
inga að leitast við að halda tungu-
málinu hreinu með nýyrðasmíð og
íslenskun orða. Þegar finna þarf
upp ný orð koma yfirleitt nokkrar
tillögur fram og menn keppast við
að halda fram sínu orði, t.d. með
skrifum í blöð. Síðan líður nokkur
tími og smám saman verður eitt
orð ofan á og önnur víkja. Þegar
Evrópusambandið ákvað að taka
upp sameiginlegan gjaldmiðil var
fljótlega gerð tillaga um að gjald-
miðillinn héti evró, sem hljómar
mjög svipað og enska orðið yfir
gjaldmiðilinn. Seðlabankinn vildi
að talað yrði um evru. Sem betur
fer hefur þetta orð orðið ofan á og
nú talar varla nokkur maður um
evró sem er ljótt orð sem fellur illa
að íslensku máli.
Annað dæmi um fyrirbæri sem
menn komast varla hjá því að
nefna nánast á degi hverjum er það
sem í upphafi var kallað Internet.
Mörgum var illa við að nota alþjóð-
lega heitið. Búið var til hið ágæta
orð Alnet. En nú bendir flest til að
það orð sem verði ofan á sé hið ein-
falda og fallega orð Net. Þetta orð
hefur lengst af verið notað á ís-
landi til að lýsa verkfæri sem var
ómissandi tæki í daglegu lífi lands-
manna. Segja má að hin nýja
merking orðsins lýsi vel verkfæri
sem í dag er ómissandi þáttur í lífi
landsmanna.
xxx
HVAÐ er það sem gefur lífinu
gildi? Þetta er sú spurning
sem hefur leitað á manninn í gegn-
um aldimar. Við spurningunni eru
til mörg mismunandi svör, sem er
eðlilegt, því lífsviðhorf fólks eru
ólík. Að eignast börn og ala þau
upp er það verkefni sem margir
setja ofarlega á forgangslistann.
Sumir telja að Islendingar geri of
mikið af því að eignast börn, sér-
staklega vegna þess að ekki eru
allir jafnduglegir að ala þau upp
eins og að búa þau til.
Víkverji vill segja stutta
dæmisögu af ungum syni sínum, en
svör hans gefa sannarlega lífi Vík-
verja gildi. Eitt sinn kom sá stutti
til pabba síns og bað hann um að
lána sér bíllykilinn. Víkverja var
illa við að láta barnið týna fyrir sér
bíllyklinum og spurði hvort hann
gæti ekki leikið sér að lyklinum í
klósetthurðinni, sem hann hafði
stundum notað í leiki sína. Ekki
vildi barnið gera það.
„Hvers vegna vilt þú ekki leika
þér að klósettlyklinum?“
„Vegna þess að hann er svo van-
sæll.“
„Vansæll! Hvers vegna er hann
svona vansæll?" spurði Víkverji.
„Nú vegna þess að hann er alltaf
á klósettinu," svaraði sá stutti eftir
stutta umhugsun.