Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flokkur Blairs í vandræðum með að velja borgarstjóraefni frambjóðandi flokksins nema hann styddi alla kosningastefnuskrá hans. Málið þykir mjög vandræðalegt fyrir stjórn Verkamannaflokksins og hafa breskir fjölmiðlar og leið- togar stjórnarandstöðunnar lýst því sem „skrípaleik". The Daily Telegraph sagði að for- ystumenn Verkamannaflokksins hefðu verið hlynntir því í fyrstu að Livingstone fengi að taka þátt í kjörinu, þannig að kjörmannaráðið gæti hafnað honum, fremur en að hann byði sig fram sem óháður. Liv- ingstone hefði hins vegar verið svo „ögrandi" og „bombrattur" á fund- inum með kjömefndinni að hún hefði ekki getað lagt blessun sína yfir framboð hans. Livingstone spáð sigri Breska dagblaðið The Guardian birti í fyrradag skoðanakönnun sem bendir til þess að Livingstone njóti stuðnings 63% kjósenda í London og hafí mikið forskot á rithöfundinn Jeffrey Archer, frambjóðanda Ihaldsflokksins. Könnun bendir einnig til þess að Livingstone myndi einnig fara með sigur af hólmi í kosningunum byði hann sig fram sem óháður gegn Dobson og Archer. Livingstone fengi þá 49% fylgi, Archer 22% og Dobson aðeins 20%. Livingstone sagði í sjónvarpsvið- tali að hann myndi ekki „undir nein- um kringumstæðum" bjóða sig fram sem óháður ef hann yrði ekki valinn frambjóðandi Verkamanna- flokksins en orðrómur er á kreiki um að honum kunni að snúast hug- ur. Livingstone segir að forystu- menn Verkamannaflokksins hafí hafnað því að frambjóðandi flokks- ins yrði valinn í forkosningum til að hindi-a að hann færi með sigur af hólmi. Kjömefndinni og kjör- mannaráðinu hafi verið komið á fót til að auka sigurlíkur Dobsons. Deilunni um Livingstone lýst sem „skrípaleik“ London. AP, AFP, The Daily Telegraph. BRESKI Verkamannaflokkurinn virðist vera í standandi vandræðum með að velja frambjóðanda í borg- arstjórakosningunum í London í maí vegna deilu um hvort Ken Liv- ingstone, vinsælasta borgarstjóra- efnið, sé kjörgengur í atkvæða- greiðslu sérstaks flokksráðs sem á að velja frambjóðanda flokksins. Tólf manna kjömefnd hefur verið skipuð til að ákveða hverjir verði í framboði í atkvæðagreiðslu kjör- mannaráðs, sem á að velja fram- bjóðandann og er skipað þingmönn- un Verkamannaflokksins í London, auk fulltrúa verkalýðshreyfíngar- innar og félaga flokksins í borginni. Kjömefndin yfirheyrði í fyrradag fjóra stjómmálamenn, sem sækjast eftir borgarstjóraembættinu, og átti síðan að ákveða hverjir þeirra væm kjörgengir í atkvæðagreiðsl- unni. Hún komst hins vegar ekki að niðurstöðu vegna efasemda um hollustu Livingstones við stefnu flokksins og boðaði hann á sinn fund í dag til að „útskýra" viðhorf sín. Andvígur einkavæðingarstefnu stjórnarinnar Clive Soley, formaður kjömefnd- arinnar, sagði ekki væri ljóst hvort Livingstone væri tilbúinn að styðja kosningastefnuskrá flokksins, sem hefur ekki enn verið samin. „Hann gaf til kynna að hann myndi draga sig í hlé ef stefnuskráin væri honum Jeffrey Archer, borgarstjóraefni breska íhaldsflokksins, og Ken Livingstone og Glenda Jackson sem sækj- ast eftir því að verða tilnefnd borgarstjóraefni Verkamannaflokksins í kosningunum í London í maí. ekki að skapi.“ „Rauði Ken“, eins og Livingstone hefur verið kallaður, kvaðst vera andvígur þeirri stefnu ríldsstjómar Verkamannaflokksins að einka- væða neðanjarðarlestir höfuðborg- arinnar að hluta og leita eftir sam- starfí við einkafyrirtæki til að fá meira fjármagn í lestarkerfíð. Þótt Livingstone sé mjög vinsæll meðal kjósenda er hann ekki í náð- inni hjá Tony Blair forsætisráð- herra, sem telur hann of vinstris- innaðan og hefur lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir að hann verði frambjóðandi flokksins. Blair styð- ur Frank Dobson, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra til að gefa kost á sér í borgarstjóraembættið. „Mér líður eins og Galíleó þegar hann kom fyrir rannsóknarréttinn til að útskýra að sólin snerist ekki kringum jörðina," sagði Livingsto- ne eftir yfírheyrsluna. „Ég vona að mér gangi betur." Leikkonan Glenda Jackson og kaupsýslumaðurinn Ken Baldry sækjast einnig eftir því að verða fyrir valinu sem frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningun- um. Jackson fyrtist við þegar kjörn- efndin ákvað að fresta valinu og sagði að deilan skaðaði flokkinn. John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, gaf til kynna að niðurstaða kjömefndarinnar yrði líklega sú að Livingstone yrði mein- að að taka þátt í kjöri flokksins. Hann sagði að enginn gæti orðið Framtíðin er núna! wÉMm Com 909S GSM 900/1800 Glœsileg hönnun! Heimilistæki SÆTUNI 8 SiMI 569 1500 w w w.hl.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.