Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 62
«
62 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
f-----------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Faðir okkar, + EIRÍKUR KETILSSON
stórkaupmaður,
er látinn. Ásgeir Hannes Eiríksson, Guðrún Birna Eiríksdóttir, Dagmar Jóhanna Eiríksdóttir.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON,
Fellskoti,
Biskupstungum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni mið-
vikudagsins 17. nóvember.
Katrín Þorsteinsdóttir
og börn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR INGIBERG ARNARSON,
Drekahlíð 5,
Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
15. nóvember.
Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 20. nóvember kl. 14.00.
Ólöf Konráðsdóttir,
Örn Sölvi Halldórsson, Elva Ösp Ólafsdóttir,
Halldór Heiðar Halldórsson,
Erla Ásgrímsdóttir,
Andrea Anna Arnardóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar,
GUÐLAUG HELGADÓTTIR
frá Baldursheimi,
Norðurgötu 56,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 22. nóvember kl 13.30.
Jarðsett verður í Möðruvallakirkjugarði.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknastofnanir.
Hulda Aðalsteinsdóttir,
Aðalheiður Aðalsteinsdóttir
Jón Aðalsteinsson,
Helgi Aðalsteinsson,
Þorlákur Aðalsteinsson,
Jónína Aðalsteinsdóttir,
Baldvin Aðalsteinsson
og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
KRISTÍN G. FENGER,
Lynghaga 7,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 19. nóvember kl. 10.30.
Geir U. Fenger,
Pétur U. Fenger, Sigrún Guðmundsdóttir Fenger,
Anna Kristín Fenger, Steinar Jónsson,
Ida Hildur Fenger, Skafti Jóhannsson
og barnabörn.
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu.
Þarstarfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
*
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
■J y
KRISTÍN
ÞORBERGSDÓTTIR
+ Kristín Þor-
bergsdóttir
fæddist 9. desember
1915 á Helgustöðum
í Fljótum í Skaga-
firði. Hún lést 26.
október í Reykjavik.
títför Krisfínar fór
fram frá Áskirkju 1.
nóvember sl.
Nú er komið að
kveðjustund. Stína
amma er dáin. Það er
mikill söknuður í
hjarta að vita að við
eigum ekki eftir að
fara í heimsókn til hennar inn á
Dalbraut oftar og fá hlýju móttök-
umar hennar. En minninguna um
hana geymum við í hjarta okkar.
Fráfall Stínu ömmu er okkur öll-
um sem hana þekktum erfitt. En
kannski er það erfiðast fyrir yngstu
langömmubörnin að skilja að það
verður ekki hægt að fara oftar til
Stínu langömmu til að leika, fá eitt-
hvað gott í gogginn eða finna fyrir
hennar miklu hlýju sem alltaf var
til staðar og vera leyst út með kossi
og kannski einhverju góðgæti.
Stína amma var mikil
og hjartagóð mann-
eskja, hún hafði fengið
að kynnast erfiðleik-
um lífsins en tók því
eins og öllu öðru með
brosi á vör og þannig
minnumst við hennar
eins og kannski flest
allir aðrir, það er alltaf
brosandi.
Þrátt fyrir sín veik-
indi var hún alltaf
ósérhlífin sem sést
best á þeirri handa-
vinnu sem eftir hana
liggur. A okkar heimili
eru margir hlutir eftir hana sem
fegra og verða ómetanlegir í minn-
ingunni þegar fram líða stundir.
Stína amma hugsaði alltaf vel um
sitt fólk en ætlaðist ekki til neins í
staðinn. Hún var alltaf jákvæð
sama hvað á gekk þrátt fyrir þau
áföll og mótbárur sem á henni
dundu í lífinu. Hún hafði mikið yndi
af því að fara norður á heimaslóðir
sínar til að hitta þar ættingja og
vini. Reyndi hún að komast norður í
það minnsta einu sinni á ári og
stundum oftar og í sumar urðu
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓN SNORRI BERGSSON,
Karlstad,
Svíþjóð,
lést mánudaginn 15. nóvember.
Hann verður jarðsunginn í Karlstad mið-
vikudaginn 24. nóvember.
Birgit Bergsson,
Bergur Jónsson, Þuríður Guðný Sigurðardóttir,
Hafsteinn Jónsson, María Haglund,
Agnar Már Jónsson, Soffía Dóra Sigurðardóttir
og barnabörn.
+ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
SIGURLAUG ÞORLEIFSDÓTTIR,
Fannborg 7,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. nóv- wjtrnm.
ember. 'S~ ' r<>
/j,-/1 y
Valgeir Viihelmsson „«t /y v-
og synir.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, fóstri okkar
og bróðir,
JAKOBJÓNSSON,
Faxabraut 17,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 19. nóvember kl. 14.00.
Kristín Gestsdóttir,
Hílmar Bjarnason,
Svavar Bjarnason,
Richard D. Woodhead
og systkini hins látna.
+
Útför,
EYRÚNAR GUNNARSDÓTTUR,
Ásgarði 3,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. nóv-
ember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vildu minnast hennar, er bent á Gilwellskólann,
Úlfljótsvatni, beinist til Skátafélagsins, Snorra-
braut 60.
Eyjólfur Arthúrsson, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir,
Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir, Gunnar L. Benediktsson
og systkini.
norðurferðirnai- þrjár. Hún var
heiðursfélagi í kvenfélaginu í Fljót-
um og einn af stofnendum þess en
ein ferðin í sumar var einmitt í
tengslum við 60 ára afmæli kvenfé-
lagsins.
Með trega í brjósti horfum við á
eftir ömmu fara yfir móðuna miklu.
Hennar verður sárt saknað en
minningin um hana er ljós í lífi okk-
ar.
Er það einlæg von okkar að nú
séu amma og afi sameinuð á ný og
við vitum að loksins fékk hún lang-
þráða hvíld eftir erfið veikindi.
Vottum við öðrum ættingjum sem
og vinum og kunningjum hennar
okkar dýpstu samúð og megi góður
guð styrkja þau í sorginni.
Ámi Sveinn Pálsson,
Stefanía Dögg Hauksdóttir,
Stella Karen Amadóttir.
AFMÆLIS-
OG MINN-
INGAR-
GREINAR
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birt-
ist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar minningargreinar um
sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetrar í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð takm-
arkast við eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: I sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að
berast íyrir hádegi á föstudag.
I miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir há-
degi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Þar sem
pláss er takmarkað, getur
þurft að íresta birtingu minn-
ingargreina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
skilafrests. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.