Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 33 Viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna ESB í erfíðri samningsstöðu Peking. AFP. FJÁRMÁLASÉRFRÆÐINGAR sögðu í gær að viðskiptasamnmgur Kína og Bandaríkjanna, sem gæti rutt brautina fyrir aðild Kína að Heimsviðskiptastofnunni (WTO), hefði sett Evrópusambandið í erfiða stöðu í samningaviðræðunum við Kínverja um að opna markað þeirra fyrir evrópskum fyrirtækjum. „Evrópusambandið er nú í erfiðri samningsstöðu. Það verður að semja við Kínverja þegar þar að kemur án þess að öruggt sé að þeir fái sömu tilslakanir og Bandaríkja- menn," sagði evrópskur stjórnarer- indreki í Peking. Talsmaður kínverska viðskiptar- áðuneytisins sagði að Kínverjar hefðu þegar óskað eftii- samninga- viðræðum við Evrópusambandið, Kanada og fleiri ríki um nýja við- skiptasamninga. Kínverjar hafa þegar gert við- sldptasamninga við 13 af 135 aðild- arríkjum Heimsviðskiptastofnunar- innar, þeirra á meðal Bandaríkin, Japan og Ástralíu. Samkvæmt reglum stofnunarinnar verða Kín- verjar að ljúka samningaviðræðum við öll þau ríki, sem hafa óskað eftir viðskiptasamnmgum við þá, áður en þeir geta fengið fulla aðild að henni. Kínverjai- eiga enn eftir að ljúka viðræðum við Evrópusambandið, Kanada, Brasilíu, Sviss og Noreg. Stjórnarerindrekar sögðu að við- skiptasamningurinn við Bandaríkin, sem var undin'itaður á mánudag, ætti að koma skriði á þær viðræður. Ósamið um 20% afkröfum ESB Viðræðumar við Evrópusam- bandið verða þó erfiðastar. Leiðtog- ar Evrópusambandsríkjanna fögn- uðu viðskiptasamningi Kína og Bandaríkjanna en lögðu áherslu á að þeir myndu verja hagsmuni sína. „Sú staðreynd að þessi samning- ur hefur verið undirritaður er aug- ljóslega mildlvægt skref og vissu- lega okkur í hag þar sem 80% samnings Kína og Bandaríkjanna eru í samræmi við kröfur okkar," sagði talsmaður Evrópusamban- dsins í Brussel. Hann bætti hins vegar við að enn væri eftir að semja um hin 20 prósentin af kröfum Evrópusambandsins og því gætu liðið nokkrir mánuðir þar til Kína fengi aðOd að Heimsviðskiptastofn- uninni. „Svigi-úm Evrópusambandsins hefur minnkað eftir samninginn við Bandaríkin og aðeins er eftir að semja um vandamál sem varða Evrópuríkin mjög sérstaklega," sagði Jean-Michel Piveteau, bank- astjóri Paribas-banka í Kína. „Evrópusambandið hefur aldrei verið í sterkri stöðu í samningavið- ræðunum." Ráðgert hafði verið að Martti Ahtisaari Finnlandsforseti færi tO Kína um miðjan þennan mánuð tO að hefja samningaviðræðumar fyrir hönd Evrópusambandsins en fund- inum var frestað eftir sprengjuárás Atlantshafsbandalagsins á kín- verska sendiráðið í Belgrad. Fund- inum var frestað þar tO í desember að beiðni Kínverja sem vOdu fyrst semja við Bandaríkjastjórn. Evrópsk fyrirtæki fái meiri markaðsaðgang Leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir ánægðir með loforð Kín- verja um að opna kínverska mark- aðinn fyrir erlendum bönkum, tryggingafélögum, fjármálafyrh-- tækjum og fjarskiptafyiirtækjum en vilja að evrópsk útflutningsfyrir- tæki fái meiri aðgang að markaðn- um, einkum matvæla-, vín-, snyrti- vöru-, gler-, postulíns-, lyfja- og vélaframleiðendur. Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins hefur einnig óskað eft- ir því að Kínverjar heimOi meiri er- lendar fjárfestingar í kínverska raftækjaiðnaðinum og afnemi ein- okun ríkisfyrirtækja á sölu sOkis og bensíns. Friðsam- legrar byltingar minnzt VACLAV Havel, forseti Tékk- lands (lengst t.h.), og Libuse Ben- esova, forseti efri deildar tékkn- eska þingsins (2. f.h.), fylgjast með er Milos Zeman for- sætisráðherra og Vaclav Klaus, forseti neðri þingdeildarinnar, leggja blómsveiga við minnis- merki um „Flauelsbyltinguna“ svokölluðu á Narodni-götu í mið- borg Prag í gær, þar sem lög- regla dreifði með valdi kröfu- göngu námsmanna 17. nóvember 1989. Mótmæli Tékka og Slóvaka gegn ríkisstjórn kommúnista færðust í kjölfar þessarar fram- göngu lögreglunnar öll í aukana og stjórnin hrökklaðist frá 18 dögum síðar. Hinnar friðsamlegu „flauelsbyltingar“ var minnzt með margvíslegum hætti í Tékkl- andi í gær, að viðstöddu mörgu erlendu fyrirmenni. Mikill viðbúnaður í Istanbúl vegna leiðtogafundar ÖSE Stefnt að undir- ritun tveggja sáttmála Oslo, Istanbul. AP, AFP, Reuters,. í DAG hefst í Istan- búl, stærstu borg Tyrklands, leiðtoga- fundur aðOdarríkja Oryggis- og samvinn- ustofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem fram- tíðarskipan öryggis- mála í Evrópu verður til umræðu. Mikill við- búnaður er í Istanbúl vegna fundarins og meira en 25.000 lög- regluþjónar gæta leið- toganna sem koma frá 54 Evrópuríkjum og Bandaríkjunum auk fulltrúa frá samstarfs- ríkjum ÖSE í Asíu og Norður-Afríku. Fundurinn mun standa fram á föstudag og eru vonir bundnai- við að þar verði gengið frá mikilvægum samningúm til að tryggja frið og stöðugleika í álf- unni. Athygli fjölmiðla hefur fyrir fundinn einkum beinst að áhrifum stríðsreksturs Rússa í Tsjetsjeníu á gang hans. Stríðið í Tsjetsjníu er ekki formlega á dagskrá fundarins en fullvíst er að það muni bera á góma og að Rússar muni sæta harðri gagnrýni af hálfu annarra þátttökuþjóða vegna átakanna. Nýr öryggissáttmáli fyrir Evrópu Búist er við umræðum um fjöl- mörg mál á leiðtogafundinum. ÖSE hefur beitt sér fyrir lausn deilu As- era og Armena vegna héraðsins Nagorno-Karabak og er vonast til að samkomulag milli þjóðanna geti orðið að veruleika á næstunni. Einnig má búast við umræðum um málefni Kýpur, þar sem íbúar af tyrkneskum ög grískum uppruna hafa lengi borist á banaspjót. Þar hafa farið fram friðarviðræður milli hópa að undirlagi ÖSE. Af því sem formlega er á dagskrá leiðtogafundarins eru tvö mál talin standa upp úr. I fyrsta lagi stendur til að undirrita nýjan svokaOaðan „Öryggissáttmála Evrópu“ (Char- ter on European Securítý) þar sem hlutverk og mikilvægi ÖSE í örygg- ismálum álfunnar verður staðfest. Sáttmálinn mun auka vald ÖSE til að grípa inn í þegar komaá í veg fyrir stríðsá- tök og mun skuldbinda ríki til að verja aukn- um fjármunum í fyrir- byggjandi aðgerðir. Sáttmálinn mun einn- ig fjalla um tengsl OSE við aðrar alþjóð- legar stofnanir, s.s. Sameinuðu þjóðirnar. í öðru lagi er stefnt að því að ljúka endur- skoðun á „Sáttmála um hefðbundinn her- afla í Evrópu" (CFE) sem hefur verið í gildi frá 1990 og hefur verið nefndur hornsteinn öryggismála í álfunni eftir daga kalda stríðsins. Sáttmálinn takmarkar stærð hefð- bundins herafla á landamærum þeirra 30 ríkja sem eiga aðild að honum. Samkvæmt þeirri breyt- ingartillögu sem liggur fyrir leið- togafundinum nú mun leyfilegur herafli verða skorinn niður um 10%. Talið er að átökin í Tsjetsjníu muni hafa áhrif á umræður um end- urskoðun CFE-sáttmálans. Rússar viðurkenndu í síðasta mánuði að þeir hefðu brotið gegn ákvæðum sáttmálans í tengslum við átökin þar en hafa heitið því að virða þau að nýju þegar stríðsrekstrinum verði lokið. Knut Vollebæk, utan- ríkisráðherra Noregs og yfirmaður ÖSE, hefur sagt að hann sé því fylgjandi að nýi CFE-sáttmálinn verði undirritaður þrátt fyrir hern- aðarátökin í Tsjetsjníu. Af öðrum málum sem liggja fyrir fundinum má nefna sérstakt sam- komulag um aðgerðir til að efla traust og öryggi meðal ríkja ÖSE. Samkomulagið, sem byggist á svokölluðu „Vínar-skjali“, er af- rakstur af þriggja ára samningavið- ræðum milli ÖSE-ríkjanna og felur meðal annars í sér að ríkin skiptast á upplýsingum um hervarnir. Sáttmálar og samþykktir sem gerðar eru á vettvangi ÖSE eru ekki bindandi að þjóðarétti en eru sögð gegna mikilvægu pólitísku hlutverki í samskiptum Evrópur- íkja. Knut Vollebæk Reuters Flóttamenn lýsa „hræðilegri meðferð“ á tsjetsjneskum borgurum Rússar sakaðir um fjöldamorð Genf, Moskva, Sleptovskíya, Washington. AFP, The Daily Telegraph. TSJETSJNESKIR flóttamenn, sem hafast við í flóttamannabúðum í Ingúsetíu, hafa skýrt vestrænum blaðamönnum frá framferði rúss- neska hersins í Tsjetsjníu. Lýsing- arnar eru hrikalegar, og hafa Rússar verið sakaðir um fjölda- morð á óbreyttum borgurum. Blaðamaður The Daily Telegr- aph ræddi í vikunni við flóttamenn frá bænum Samashki, sem hafast við í búðum í bænum Sleptovskaja í Ingúsetíu, skammt frá tsjet- sjnesku landamærunum. Rússar gera enn linnulausar árásir á Sam- ashki, þrátt fyrir að síðustu skær- uliðarnir hafi haft sig á brott fyrir nokkrum vikum. „Þeir [Rússar] eru bara að myrða saklaust fólk,“ sagði Aslan Isajev, 24 ára gamall maður sem flúði frá Samashki. Isa- jev sagði að í Tsjetsjníustríðinu 1994-1996 hefðu Rússar allavega gefið viðvörun áður en þeir hleyptu af skotum, en nú ráðist þeir til at- lögu fyrirvaralaust. Khalid Seinarujev, læknir á sjúkrahúsinu í Sleptovskaja, segir að margir sjúklingar hans séu með sýkingar og jafnvel drep af völdum sprengjubrota. Sú var reyndar raunin með föður Isajevs, en taka þurfti annan fótlegg hans af vegna dreps. Wakhid Derbych, 41 árs gamall fyi-rverandi lögreglumaður, býr nú í tjaldi í búðunum með 26 öðrum flóttamönnum. Derbych sagði blaðamanni að áður en hann flúði Samashki hefði hann þurft að tína saman líkamsleifar 12 ára frænku sinnar, Elinu, sem varð fyrir sprengju í garðinum við heimili hennar. „Ég mun ekki fara aftur með börnin mín til Samashki á meðan Rússar eru þar. Ég vil ekki þurfa að tína saman líkamsleifar barna aftur,“ sagði Derbych. Madina Khamzatova, 42 ára kona sem ber ör í andliti eftir stríð- ið 1994-96, og Napsat Izigajeva, 55 ára gömul vinkona hennar, þurftu að bíða í þrjá daga án matar og drykkjarvatns áður en þeim var hleypt inn í Ingúsetíu. Þær þurftu auk þess að að ganga frá landa- mærunum til flóttamannabúðanna, þar sem dráttarvél, sem þær höfðu ferðast á, var kyrrsett við landa- mærin. Sögðu þær við blaðamann The Daily Telegraph að Rússar hefðu umkringt Samashki og færu reglulega í ránsferðir inn í bæinn til að verða sér úti um mat, vatn, dýnur og vodka. Rússar ráðast á Robinson og vísa gagnrýni á bug Mary Robinson, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað átalið Rússa fyrir árásir hersins á óbreytta borgara í Tsjet- sjníu og fyrir að leiðavanda flótta- mannanna hjá sér. í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneyt- ið sendi frá sér í gær er Robinson harðlega gagnrýnd, og fullyrt að ummæli hennar um átökin í Tsjet- sjníu beri vott um „skilningsskort“. Ér ýjað að því að hún gangi erinda afla sem séu óvinveitt Rússum. Sadako Ogata, yfirmaður Flótta- mannahjálpar SÞ, ræddi í gær við Ivan Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, um vanda tsjetsjneski-a flóttamanna. Vísaði ívanov því á bug að neyðarástand væri í þann mund að bresta á, og gerði lítið úr árásum rússneska hersins á óbr- eytta borgara. Ráðgert er að Ogata heimsæki flóttamannabúðir í norð- urhluta Tsjetsjníu á morgun, en hann er á valdi Rússa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.