Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 59 UMRÆÐAN V egagerðarvansi Á ÁRUM hér áður var vegurinn suður um Landbrot aðeins reiðar- slóð og út frá henni henni heimreið að hverjum bæ. Slóðir þessar hafði „þarfasti þjónninn" gert með fótum sínum. Þær voru ekki nefndar veg- ur heldur aðeins götur. Rétt við heimreiðina að Hátún- um var flatkolla gjallhóll um 3-4 m hár, neðantil grasi gróinn en efst með mosa og rauðamöl. Hóll þessi nefndist einfaldlega Flaghóll. Tím- ar liðu og í stað fjögurra fóta komu fjögur hjól og brátt fleiri og þau heimtuðu veg. Þegar ég, eftir nokk- urra ára fjarveru, kom aftur á fom- ar slóðir var vegur kominn í staðinn fyrir götur. Við það starf hafði tal- ist hentugt að ráðast á Flaghól til efnistöku í veginn, sökum nálægðar hans. Hafði hann það herrans ár 1950 verið kollskelltur og nokkru af rauðu efni sínu rúinn. Við það kom í ljós að ofan til í hóln- um var svo þétt og hörð brík að sú litla jarðýta, sem þarna var notuð, ekki vann á. Steinum úr þessari brík hafði því verið kastað úr ofaníburð- inum og þeir lágu á víð og dreif meðfram veginum og vöktu at- hygli vegfarenda sök- um þess að þeir vora svo líkir móbergi. Sýni voru tekin og síðan athuguð nánar. Við það kom í ljós að steinninn hafði öll JónJónsson einkenni móbergsins, m.ö.o. þarna var nýmyndað móberg í nútíma hrauni. Lengi hafði sú skoðun verið ríkj- andi að móberg myndaðist við eld- gos undir jökulís og meira eða minna í beinum tengslum við upp- varpið. Þama kom, hins vegar, í ljós að ekki var jökuls þörf en að- Umhverfi Vegagerð ríkisins hefur lengí verið raunalegur óhappagoggur, segir Jón Jónsson, hvað varð- ar vega- og brúarmál í Vestur-Skaftafellssýslu. eins vatns, eldgosaösku, basalt- glers og hita til að flýta ummynd- uninni, en ætla má að í þessari allt að 30 m þykku hraundyngju hafi verið mörg hundrað stiga hiti í ára- tugi. Tíu árum síðar sannaðist þetta á ný við gosið í Surtsey. Nú er Flaghóll bara minning. Gaman hefði verið að hafa hann sem vitni um þróun bergmyndunar og dæmi úr rannsóknasögu Islands. Ekki skal vegagerðin skuldfelld fyrir þetta óhapp því ábendingu munu þeir vart hafa fengið. Hliðskjálf Skammt eitt norðan við þennan stað er hár og fallegur hóll, sem snýr breiðu baki við vegfaranda þeim er að sunnan kemur. Af Hlið- skjálf er besta útsýni yfír allt Land- brot og allan þann óviðjafnanlega fjallahring frá Óræfatá til Mýrdals- jökuls- og fjalla. Ég átti þarna leið um þegar verið var að lagfæra veg- inn og ég bað þann, sem þar sat á ýtu að ganga ekki nær Hliðskjálf en þá var enda hafði þá ekki ver- ið farið að hrófla við hólnum. Hann sýndi ósk minni fullan skiln- ing og ég var ánægður. Þegar ég nú fyrir rúmri viku leit þetta á ný brá mér illa. Mynd- in, sem hér íylgir, sýnir best útlitið. Með öllu var ástæðulaust að krafsa svona í hólinn og skilja svona ömur- lega við. Þetta verður ekki að fullu bætt þótt gerð verði einhvers konar málamynda lag- færing, sem gerendur ósómans telja nægan, þá verður þetta ekki bætt. Þetta era dæmigerð og með öllu óafsakanleg náttúraspjöll. Hvers vegna skeður svona? Er ekki til neitt það, sem heitir smekkvísi í þessu starfi? Er ekkert innra eða ytra eftirlit? Era mönnum fengnar í hendur stórvirkar vinnuvélar án þess að þeim sé gerð grein fyrir hvað stór- kostleg spjöll má með þeim vinna og óbætanleg á örskammri stund sé gáleysislega farið? Em vegir teikn- aðir heima við skrifborðið og án Sturtuhorn ingu,4raeða6 mm þykkt. Ver8 fró kr. 19.900,- stgr. VERSLUN FYRIR AILA I EÍLDSOI ERSLUNI Vi2> Felismúta Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is EI EIGNAMEttUNIN Smii r.oi! ‘)0'»0 • Vinsæl barnafataverslun til sölu. Vorum að fá í einkasölu vinsæla barnafataversl- un með eigin innflutning og gæðavörum við Laugaveginn. Besti sölutími ársins framundan. Nánari uppl. veitir Óskar á skrifstofu Eignamiðlunarinnar. BvsmEMRraaaBaBga þess að hafa landið augum litið? Það er óskemmtilegt að verða að segja að Vegagerð ríkisins hefur lengi verið raunalegur óhappa- goggur hvað varðar vega- og brúar- mál í Vestur-Skaftafellssýslu. Ekki skal sú raunasaga rekin hér en mál er nú komið að linni. Höfundur erjarðfræðingur. Suðuriandsbraut 26 s: 568 1950 SKREYTUM FYRIR J$LIN MEÐ FAUEGU GðlFEFNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.