Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„Við erum mjög góðir vinir og treystum hvor öðrum fullkomlega,'
Bischof og Stephan Metz.
segja Philippe
Krítarhringurinn sker úr um móðemið. Hvor er hin sanna móðir?
Hver er
hin sanna
móðir?
Kákasíski krítarhringurinn, eitt höfuðverka
þýska leikskáldsins Bertholts Brechts,
verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins í kvöld Hávar Sigurjónsson, ræddi við
leikstjórann Stephan Metz og Philippe
Bischof dramatúrg.
EFNIVIÐINN í Krítar-
hringinn sækir Brecht í
kínverska dæmisögu um
hvemig dómari nokkur
dæmdi á milli tveggja kvenna sem
báðar sögðust mæður bams og
vildu báðar halda því. Brecht færir
söguna til tíma seinni
heimsstyrjaldarinnar og velur
henni umgjörð í Grúsíu í Kákasus-
fjöllum, þar sem bændur og yfir-
völd takast á um hvemig eignar-
hald á landi þeirra skuli hagað;
sagan af baminu og konunum verð-
ur að dæmisögu söngvarans Arka-
dís um hvernig leysa skuli deilu
bændanna.
Leikhópurinn sem fjórtán leikar-
ar skipa bregður sér í fjöldamörg
hlutverk, sagan innan sögunnar,
leikritið í leikritinu, er vissulega
einfóld en hin leikræna frásagnar-
aðferð er margslungin; aldrei fer á
milli mála að hér er verið að leika
leikrit en innlifunin í spennandi og
dramatíska sögu er ósvikin og hef-
ur verið sagt að hin epíska leikhús-
aðferð Brechts hafi sjaldan orðið
jafn áreynslulaus og sjálfsögð og í
Kákasíska krítarhringnum. Leik-
ritið skrifaði Brecht á árum seinni
heimsstyijaldarinnar en hann bjó
þá í Hollywood, í útlegð frá Þýska-
landi nasismans; á sjötta áratugn-
um varð sýning hans sjálfs á þessu
verki með leikhóp sínum, Berliner
Ensemble í Austur-Berlín, rómuð
um víðaveröld.
Tvíeykið Metz og Bischof em
báðir Svisslendingar að uppruna;
þeir tala saman á tungu sem ekki
fyrirfinnst á rituðu máli, sviss-
neskri þýsku en samskipti þeirra
við íslensku leikarana hafa farið
fram á því ástkæra ylhýra
tungu máli ensku. „Við emm
æskuvinir og gengum saman í
mennskóla í Basel,“ segir Stephan.
Síðan skildu leiðir, Stephan gerðist
leikari og gekk til liðs við hinn
þekkta leikhóp Theatre Complicité
sem hefur aðalstöðvar sínar í Lon-
don, Bischof lagði stund á leikhús-
fræði og bókmenntir og starfaði við
svissnesk og þýsk leikhús í fram-
haldi af þvt
„Þá tókum við upp þráðinn aftur
og fóram að tala um leikhús og
komumst að þvi að hugmyndir okk-
ar áttu vel saman,“ segir Philippe.
Reynsla þeirra beggja er umtals-
verð; Stephan Metz er einn af list-
rænum stjórnendum Complicité-
leikhópsins og hefur leikið í flestum
sýningum hópsins og/eða verið
meðleikstjóri við ýmsar sýningar.
Hann var einmitt meðleikstjóri Si-
mon McBurney að frægri sýningu
Complicité að Krítarhringnum sem
sýnd hefur verið víða um heim og
segist vissulega koma með ýmsar
hugmyndir þaðan í sýninguna í
Þjóðleikhúsinu,
„...þó tvær uppsetningar geti
aldrei orðið eins, þegar um annan
leikhóp og annað leikhús - annan
tíma og rými - er að ræða.“
Stephan leggur áherslu á að
vinnuaðferð hans við sýninguna hér
sé sú sem hann hafi tamið sér með
Complicité-leikhópnum. „Aðferðin
byggist á afstöðu okkar til leikhúss-
ins, hvað það er og hvemig okkur
finnst það eiga að vera. Leikarinn,
sköpun hans í því rými, líkami hans,
hreyfingar og tjáning era undir-
staðan. Texti verksins fylgir í
kjölfarið, sem eitt af tækjunum sem
höfum til að segja söguna sem
segja skal,“ segir Stephan og úr
svip hans skín alvara og einlægni.
Aðferðin sem hann lýsir byggir
ekki síst á trúnaðartrausti innan
leikhópsins og gagnkvæmum skiln-
ingi á því, hvernig nálgast skuli
verkefnið. Ég spyr hann því hvem-
ig honum hafi litist á að vinna með
hópi leikara sem hann vissi engin
deili á og mælti á tungu sem honum
væri gjörsamlega framandi. Hann
brosir varlega og segir að þeir Phil-
ippe hafi einmitt velt þessu talsvert
fyrir sér. „Þetta hefði ekki verið
hægt nema vegna þess að við kom-
um hér í vor og héldum námskeið
með leikurum Þjóðleikhússins þar
sem við kynntust þeim og þeir okk-
ur. Það var mjög ánægjulegt að
Amar Jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir í hluverkum sögu-
mannsins Arkadi og eldabuskunnar Grúsju.
Leikarar og
listrænir
stjórnendur
KÁKASÍSKI
KRÍTARHRINGURINN
eftir Bertholt Brecht.
Þýðandi: Þorsteinn
Þorsteinsson.
Leikarar: Arnar Jónsson,
Bergur Þór Ingólfsson,
Brynhildur Guðjónsdóttir,
Ingvar E. Sigurðsson, Jó-
hann Sigurðarson, Krist-
björg Kjeld, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Rúnar
Freyr Gíslason, Sigurður
Sigurjónsson, Sigurður
Skúlason, Stefán Jónsson,
Vigdís Gunnarsdóttir, Þór
H. Tulinius.
Hljóðfæraleikarar: Pétur
Grétarsson, Matthías M.D.
Hemstock.
Leikstjóri: Stephan Metz.
Dramatúrg: Philippe
Bischof.
Tónlist: Pétur Grétarsson.
Leikmynd: Gretar
Reynisson.
Búningar: Þórunn E.
Sveinsdóttir.
Lýsing: Björn B.
Guðmundsson.
Þýðing bundins máls:
Þráinn Thoroddsen.
á góma: „Ef hún virkar ekki á svið-
inu þá skaltu henda henni.“ Því má
heldur ekki gleyma að eitt lykil-
atriðið í hugmyndum Brechts um
leikhús var að það ætti að vera al-
þýðlegt og skemmtilegt. Um leið
ætti það að segja áhorfandanum
eitthvað um samfélagið og hann
sjálfan."
Þeir yppta öxlum við spurning-
unni um hvort þeir finni til ábyrgð-
ar við tilhugsunina um að sýning
þeirra sé íyrsta uppsetning þessa
fræga verksý íslandi. Philippe hef-
ur orðið. „Ég held að það skipti
engu máli. Við vinnum sýninguna
ekkert öðravísi þess vegna. Ég hef
unnið talsvert í þýsku leikhúsi og
mér finnst ég frjálsari gagnvart
Brecht hér á íslandi en þar. I þýsku
leikhúsi er mikið lagt upp úr túlkun
leikstjórans á verkinu og sífellt er
verið að vísa í fyrri túlkanir. Sumar
sýningar eiga lítið erindi við áhorf-
endur heldur eru þær fullar af til-
vísunum í aðrar sýningar, eins kon-
ar tilgerðarlegt samtal á milli
leikstjóra og gagnrýnendur kepp-
ast við að koma auga á þetta.“
Stephan segist ekkert hafa velt
þessu fyrir sér. Hann vinni bara
eftir sinni sannfæringu um hvemig
leiklist sér finnist spennandi að
skapa, hún sé byggð á þeirri
reynslu sem hann hafi af vinnu
sinni með Complicité-leikhópnum,
„Krítarhringur Brechts er aðeins
eitt af þeim verkum sem við höfum
tekið til meðhöndlunar og sýn-
inga.“
Vinna náið saman
uppgötva hversu opnir og áhuga-
samir allir leikararnir voru og við
ekki í neinum vandræðum með að
setja saman leikhópinn."
Philippe segir að tungumálið sé
auðvitað á einhvem hátt hindran,
„... en þó alls ekki jafnstór og við
áttum von á. Leikaramir tala allir
og skilja ensku mjög vel svo það
eru engin vandræði með samskipti
okkar við hópinn en vinnan við
texta verksins byggist á því að við
gjörþekkjum hann og vitum ná-
kvæmlega hver merkingin er á
bakvið hverja einustu setningu sem
leikararnir láta út úr sér.“
Það rennur upp fyrir blaðamanni
að auðvitað koma þessir þýskumæl-
andi leikhúsmenn með aUar hefðir
og hugmyndir hins þýska leikhús-
heims um jöfurinn Brecht í fartesk-
inu; þeir hafa frumtextann við
hendina, enskan kemur þar hvergi
nærri, þeir era á heimavelli.
En þá vaknar spurningin hvort
hin margþvælda hugmyndafræði
Brechts um hlutverk leikhússins og
frásagnaraðferð; hið epíska leik-
hús, sem leikhúsfólk hefur reynt að
túlka í orði og gjörðum með mis-
jöfnum árangri allar götur frá þvi
Brecht setti þær fram á fjórða og
fimmta áratugnum. Hann fór svo
sjálfur að reyna hugmyndir sínar í
verki á sjötta áratugnum í Berlín
og reyndist harðasti gagnrýnandi
sjálfs sín á gagnsemi hugmynd-
anna. Stephan vitnar i Brecht þeg-
ar hann lýsir afstöðu sinni til hug-
myndafræðinnar. „Brecht sagði
alltaf þegar hugmyndafræðina bar
Þeir segjast vinna mjög náið
saman og verkaskiptingin sé óljós í
hinu daglega starfi. „Við erum báð-
ir leikstjórar og dramatúrgar og
vinnum út frá þvi og skiptumst
stöðugt á hugmyndum. Það er
frjóasta vinnuaðferðin og kemur af
sjálfu sér. Við eram líka mjög góðir
vinir og treystum hvor öðrum full-
komlega,“ segir Stephan.
Einhver gæti ímyndað sér að
hugmyndaríkir ungir menn með
ákveðnar hugmyndir um leikhús
myndu ekki láta texta verksins fara
óbrenglaðan upp á svið. Nota tæki-
færið og hafa endaskipti á verkinu,
prjóna ný atriði og fella önnur nið-
ur. Ekki aldeilis. Samt hikar Phil-
ippe ekki við að segja álit sitt.
„Þetta er frábærlega vel samið
leikrit en fullt af illa skrifuðum
texta. Ég á við að sumar setning-
amar era erfiðar fyrir leikarana,
einfaldar og barnalegar, en margt
er líka afskaplega fallegt og skáld-
legt. Við höfum ekki breytt verkinu
en við höfum orðið að stytta það
talsvert því annars yrði sýningin of
löng enda held ég að Brecht sjálfur
hefði aldrei látið sér detta í hug að
sviðsetja það óstytt.“
Þeir segjast hafa haft mikla
ánægju af samstarfi sínu við hið ís-
lenska leikhúsfólk og vinnan hafi
verið mjög gefandi. „Það hefði ekki
verið hægt að koma þessari sýn-
ingu upp á tveimur mánuðum án
þess að allir væra tilbúnir að
treysta okkur til að leiða verkefnið
til lykta. Það kemur svo í ljós í
kvöld hversu langt okkur hefur tek-
ist að komast," segir Stephan og
segist ætla að leyfa sér að vera
nokkuð vongóður um árangurinn.
Philippe kinkar kolli.