Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 73 -C. FOLKI FRETTUM Að smíða popp TONLIST I A M Geisladiskur I am, geisladiskur Selmu. Selma Björnsdóttir syngur aðal- og bak- raddir. Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son leikur á gítar, hljómborð og syngur bakraddir. Aðrir sem koma við sögu eru m.a. Bjarki Jónsson (hljómborð), Eiður Arnarsson (bassi) Kjartan Valdemarsson (flyg- ill, „rhodes" og dragspil), Ólafur Hólm (trommur), Stefán Hilmar- sson (bakraddir) og kvartettinn Amina (strengir). Öll lög eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Text- ar eru eftir Selmu, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Andreu Gylfadótt- ur. Upptökum stýrði Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 57,06 mín. Spor og Skífan gefa út. SELMA Björnsdóttir náði stór- góðum árangri í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, í vor á þessu ári. Hún hafnaði í öðru sæti með nær full- komna poppsmíð „All out of luck“, sem er líklega besta lagið sem Is- lendingar hafa átt í keppninni til þessa (fyrir utan Gleðibankann að sjálfsögðu!). Selma vakti það mikla athygli með laginu að hún og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, fyrrverandi liðsmaður Todmobile, en hann samdi lagið, náðu að landa útgáfu- samningi við sænskt útibú alþjóð- legu útgáfunnar Universal. Dálag- legur árangur það. Stuttu eftir það var allt svo sett á fullt span og núna rúmlega hálfu ári síðar er fyrsta breiðskífan komin út. Platan er mjög flöktandi í laga- stflum og það er sem betur fer ekki verið að búa til tíu tilbrigði við „AIl out of luck“ enda Þorvaldur færari lagasmiður en það. Platan byrjar t.d. á Evrópupoppi (e. Europopp) frá helvíti (ekki illa meint) með sterka tilvísun í einhvers konar spæjaraþema. Síðan koma þama tvö endurunnin Todmobile-lög, „Lommér að sjá“, og „Stúlkan", sem heita nú „Play my game“, og „Laurie". Endurvinnsla þeirra hljómar vel, aðallega vegna þess að upprunalegu lögin eru prýðisgóð. Svo eru þama þrjú lög sem þau Þorvaldur og Selma gerðu fyrir kvikmyndina Sporlaust. Það era „þyngstu" lög plötunnar og minna svolítið á hina vinsælu hljómsveit Garbage. Það er þó búið að poppa þau aðeins upp fyrir þessa útgáfu og verð ég að segja að ég kann bet- ur við uppranalegu útgáfumar. Þau lög sem eftir era, eru grípandi popplög, nokkuð um ofurballöður og best finnst mér titillagið sem inniheldur algerlega ómótstæðilegt viðlag, svona svipað og „All out of luck“ gerir, en það er einnig að finna hér. Lokalagið er frekar þunn endurhlj óðblöndun á „AU out of luck“ fyrir dansgólfin. Skiljanlegt engu að síður þar sem í svona mál- um er nauðsynlegt að hafa allar klær úti því það er aldrei að vita nema einhver klúbburinn taki dansútgáfuna upp á arma sína. I enda plötunnar er svo að finna leynilag sem er mun tilrauna- kenndara en önnur lög plötunnar. Platan virkar ágætlega sem poppplata og greinilegt að Þorvald- ur er afar fær smellasmiður. Það vantar þó tilfinnanlega einhverja heildarmynd á hana og hið hraða vinnsluferli plötunnar er merkjan- legt á lokaútkomunni og er henni til vansa. Af tólf lögum plötunnar era ekla nema fimm stykki sem samin era eftir sigur Selmu í Eurovision (sex ef leynilagið er meðtalið). Þetta verður að teljast vafasamt og platan er fyrir vikið tætingsleg og sterk samtíningslykt er af henni. ímynd skiptir öllu í hinum harða poppheimi og Selma er falleg stúlka og bros hennar blítt. Það væri vel hægt að smíða flotta „poppdívu“-ímynd utan um hana en þeir möguleikar eru hins vegar vannýtir. Myndin á umslagi plöt- unnar er góð en sama get ég ekki sagt um myndirnar sem era innan í bæklingnum svo og um almenna hönnun á disknum. Selma syngur mjög vel á plöt- unni. Röddin er sannfærandi, hvort sem hún er að syngja ballöður eða hröð lög. Röddin er sterk, hrein og bein og bjargar því sem á vantar hér. Það væri gaman að heyra hana syngja á heilsteyptari plötu, plötu sem hún og Þorvaldur gætu vel skilað af sér ef þau gæfu sér meiri tíma. Það er vandlifað í popplandi og hafa ber í huga að allt kapp er best mdfeWSjEggert Thoroddsen MYNDBOND Þú ert slags- málahundur Hver er ég? (Spennumynd) W h o A in I ? Leikstjóri: Jackie Chan og Bennie Chan. Handritshöfundur: Lee Reynolds, Susan Chan og Jackie Chan. Aðalhlutverk: Jackie Chan og Michelle Ferre. (104 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1999. Bönnuð innan 12 ára. JACKIE Chan er ókrýndur kon- ungur hasarmyndanna, a.m.k. í austurheimi þar sem hann er allra leikara vinsæl- astur. Hylli hans hefur líka smám saman aukist á Vesturlöndum og er Island víst engin undan- tekning. Hver er ég? er hans nýj- asta mynd og þó hún eigi e.t.v. ekki eftir að vinna nýja aðdáendur á hans band er hún hin besta skemmtun. Söguþráðurinn er dálít- ið óljós, en hasaratriðin eru útsjón- arsöm að vanda og oft bráðfyndin. Chan virðist í auknum mæli vilja skipa myndum sínum í flokk alþjóð- legra spennumynda á borð við James Bond-röðina og ber Hver er ég? þess merki. Ferðast er heims- hlutanna á milliog reynt er að láta fræg staðartákn njóta sín. Loka- senan er hins vegar ekki fyrir loft- hrædda en hún ein og sér gefur til- efni til þess að sjá myndina. Heiða Jóhannsdóttir Ath Sendt Laugaveg Kringlt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.