Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Aðgangxir veittur að bréfum lögmanns Orca og Fjármálaeftirlitsins um kaup á hlut í FBA Itrekað neitað að veita Fjár- máiaeftirlitinu upplýsingar FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ afhenti Morgunblað- inu í gær afrit af bréfaskiptum sínum og lög- manns eignarhaldsfélagsins Orca SA, sem keypti í ágúst síðastliðnum 26,5% hlutafjár í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Urskurðamefnd um upplýsingamál úrskurðaði sl. föstudag að Fjár- málaeftirlitinu bæri að veita blaðinu aðgang að umbeðnum bréfaskiptum. Eftirlitið hafði hafnað því 8. október að afhenda afrit af bréfunum og var sú ákvörðun þess kærð til úrskurðarnefndar- innar 13. október. I bréfaskiptunum kemur fram að Orca hafnar ítrekuðum óskum Fjármálaeftirlitsins um upp- lýsingar, fyrst um hverjir séu eigendur Orca og síðar um alla samninga sem gerðir voru í tengsl- um við þessi viðskipti. Fjármálaeftirlitið sneri sér að lokum til Kaupþings með ósk um að fá afrit af kaupsamningum. Lét Kaupþing Fjármálaeftirlit- inu í té umbeðin gögn. Hinn 4. ágúst ritar Gestur Jónsson hæstarétt- arlögmaður Fjármálaeftirlitinu og tilkynnir að vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Orca SA, sem skráð sé í Lúxemborg, á 26,5% hlutafjár í FBA skuli upplýst að þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson standi að stofnun félagsins. Verði þeir eða fyrir- tæki tengd þeim hluthafar félagsins ásamt hópi fjárfesta en ekki sé afráðið þá hverjir það verði. Upplýsir Gestur einnig að hann sé formaður stjómar félagsins og að greiðslur muni fara fram 20. ágúst og þá muni samsetning hluthafahópsins liggja fyrir. Daginn eftir óskar Fjármálaeftirlitið eftir því við Gest Jónsson að fá staðfestar upplýsingar um leið og þær liggi fyrir hverjir séu hluthafar í Orca SA. Fjármálaeftirlitið skrifar Gesti á ný 12. ágúst og óskar eftir upplýsingum um eigendur Orca SA og hver sé hlutur Armúla Holding AS í samning- um um kaup Orca SA á hlut í FBA. Neitaði í fyrstu að upplýsa um eigendur Verðbréfaþing Islands hafði tveimur dögum áður skrifað Fjármálareftirlitinu eftir að hafa móttekið tilkynningu frá Gesti Jónssyni um kaup Orca SA á umræddum hlut í FBA. Taldi VÞÍ til- kynninguna ófullnægjandi þar sem ekki væri gerð grein fyrir því hverjir stæðu að Orca SA. Segir í bréfí VÞÍ að óskað hefði verið eftir þeim upplýsingum frá lögmanninum og þær ítrekaðar. Hefði einnig verið farið fram á þær upplýsingar við Gest eftir að fram kom í frétt í Morgunblað- inu 4. ágúst hverjir stæðu að Orca SA. Hann hefði hvorki viljað staðfesta hvort þær væru rétt- ar eða rangar. Taldi VÞI að trúnaðarupplýsingar hefðu lekið út, brýnt væri að huga að jafnræði fjárfesta og því hefði verið ákveðið að loka fyrir viðskipti í FBA þann dag. Gestur Jónsson tilkynnti VÞI 6. ágúst að upp- lýsingar um eigendur Orca SA yrðu birtar 20. ágúst. Taldi VÞI sig ekki hafa frekari úrræði ti! að meta hvort ákvæði laga eða reglna, sem giltu á verðbréfamarkaði, hefðu verið brotin og ritaði því Fjármálaeftirlitinu sem aftur ritaði Gesti og bauð honum að gera grein fyrir sjónarmiðum Orca SA. I bréfi 13. ágúst segir Gestur það skilning um- bjóðenda sinna að tilkynna beri um eiganda hlutabréfa, og sé eigandi hlutafélag, beri að til- kynna um tilvist þess. Telur hann lagareglur ekki styðja að upplýsa beri hverjir eigi hlut í hlutafélögum sem eru eigendur hlutabréfa í skráðum félögum. Fjármálaeftirlitið ítrekar í bréfi 17. ágúst óskir sínar um staðfestar upplýsingar um hluthafa í Orca SA og í bréfi 26. ágúst er óskað upplýsinga um eignarhaldsfélagið Armúli Holding SA og óskað eftir afriti af öllum samningum vegna kaupa Orca SA á hlut í FBA. Þessu svarar Gest- ur Jónsson daginn eftir og tilgreinir fjóra menn sem sitji í stjórn Orca SA og hafi þeir greitt að jöfnu 1,8 milljóna króna hlutafé. Þeir eru Eyjólf- ur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Ætlunin sé að hlutaféð dreifist á stærri hóp manna og fé- laga. Jafnframt útskýrir lögmaðurinn að Ármúli Holding í Lúxemborg hafi verið dótturfélag Scandinavia Holding og hafi verið stofnað um hlutabréfaeign þess í FBA. Orca hafi keypt allt hlutafé Ármúla Holding og muni það framvegis heita FBA Holding og að í því sitji sömu stjórn- armenn og í Orca SA. Hafnaði ósk um afrit af öllum samningum Fjármálaeftirlitið sendir Gesti Jónssyni símbréf 30. ágúst og ítrekar fyrri beiðni um afrit af öllum samningum varðandi kaup Orca SA á eignarhlut í FBA. Svarar Gestur því með því að benda á að lög nr. 113/1996, sem Fjármálaeftirlit- ið hafði vísað til, eigi einungis við um viðskipta- banka og sparisjóði en FBA sé hvorugt. Lög nr. 123/1993 eigi hins vegar við um FBA en lögmað- urinn telur tilvísun Fjármálaeftirlitsins til þeirra laga vera á misskilningi byggða. Taki tilvitnuð grein m.a. til veitinga og afturköllunar starfsleyf- is lánastofnunar en Orca SA sé ekki lánastofnun og mun ekki sækja um starfsleyfi. Óskai' hann eftir nánari rökstuðningi Fjármálaeftirlitsins við kröfunni um afhendingu upplýsinga og hvort unnt sé að tryggja trúnað varðandi gögn sem kynnu að verða afhent, m.a. hvort hugsanlegt sé að skylt sé að afhenda þau fjölmiðlum komi fram um það krafa. Þessu svarar Fjármálaeftirlitið 3. september og færir rök fyrir því að hvorutveggja lögin sem áður var vísað til eigi við um máléfni kaupa Orca á hlut í FBA og því sé Fjármálaeftirlitinu nauð- synlegt að fá aðgang að öllum gögnum um samn- inga til að því sé unnt að sinna lögboðnu hlut- verki sínu. Þann 15. september skrifar Fjármálaeftirlitið enn Gesti varðandi lokaítrekun um ósk um upp- lýsingar. Þessum bréfum svarar hann 21. sept- ember og telur lögskýringar Fjármálaeftirlitsins langsóttar. Kveður lögmaðurinn umbjóðanda sinn hyggjast leita álits æðra stjórnvalds á sjón- armiðum Fjármálaeftirlitsins. Ekki liggi þó ljóst fyrir hvort unnt sé að bera málið undir sérstaka kærunefnd þar sem Fjármálaeftirlitið hafi talað um „ósk“ um upplýsingar en ekki „ákvörðun" og spyr lögmaðurinn hvort í bréfuín Fjármálaeftir- litsins 3. og 15. september felist „ákvörðun". Spyr hann í lok bréfsins um afstöðu eftirlitsins til þess hvort unnt sé að bera lögskýringar þess undir stjóm þess eða skjóta þeim til ráðherra. Afrit kaupsaninings kom frá Kaupþingi Fjármálaeftirlitið svarar 27. september og tel- ur ekki að lögskýringar þess verði bornar undir stjórn eða ráðherra og krefst skýrra og afdrátt- arlausra svara um hvort orðið verði við kröfum um afhendingu umbeðinna gagna. Gerir Fjár- málaeftirlitið jafnframt þann sama dag viðskipta- ráðuneytinu grein fyrir gangi mála. Kemur þar fram að Fjármálaeftirlitið hafi snúið sér til Kaup- þings vegna aðgangs að samningum þess um sölu á hlut í FBA. Hefði Kaupþing kynnt Fjármála- eftirlitinu efni umræddra samninga á starfsstöð sinni. Þá bendir eftirlitið ráðuneytinu á að brýnt sé að kærunefnd verði skipuð hið fyrsta. Flóttamaður snýr aftur frá fslandi til Kosovo með saumavél í farangrinum Getur nú saumað á fjölskylduna FIMM barna móðir, Ismete Krasn- iqi, einn flóttamannanna frá Kosovo sem kom til Islands á liðnu sumri, sneri heimleiðis á sunnudag- inn var og hafði fengið saumavél sem Þórhildur Gunnarsdóttir hjó Völusteini gaf henni. Maður hennar var týndur en kom síðar fram en komst ekki frá Kosovo og ákvað Ismete að snúa aftur til síns heima með börnin fimm. Með í för út á sunnudag var Hólmfríður Gísladóttir, deildar- stjóri félagsmála hjá Rauða krossi íslands. Ismete var í hópi flótta- manna sem dvaldi á Dalvík og eru enn hér á landi allmargir flótta- menn bæði frá Kosovo og Serbíu en fleiri frá Kosovo hafa þó snúið heim. Þórhildur Gunnarsdóttir, eigandi Völusteins, tjáði Morgunblaðinu að verslunin hefði tekið við notuðum saumavélum í sfðasta mánuði og hefðu nýlegar og nothæfar vélar verið gefnar bæði innanlands og ut- an. Hefðu bæði Rauði kross Islands og Hjálparstarf kirkjunnar séð um að koma vélunum í brúk. Þórhildur sagði hugmyndina um að gefa Is- mete vél hafa komið upp nýlega og að vélin ætti eftir að koma að góð- um notum hjá Ismete Krasniqi. Hún væri greinilega vön saumakona, hefði verið fljót að læra á vélina hjá sér og gæti því saumað fatnað á fjölskylduna og gert við eftir þörf- um. Auk vélarinnar fékk hún með- ferðis ýmislegt er tilheyrir sauma- skap, svo sem tvinna og skæri. Sagði Þórhildur hana hafa verið af- ar þakkláta fyrir gjöfina. Morgunblaðið/Sverrir Ismete Krasniqi tekur hér við nýlegri saumavél hjá Þórhildi Gunnar- dóttur, eiganda Völusteins. Hólmfríður Gísladóttir fylgist með. Heimilislína Búnaðarbankans: Ræktciöu garðinn þinn Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum Lægri vextir á yfirdrætti • Heimilisbanki á Netinu VISA farkort • Fjármögnunarleiðir Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðír rmitíiuti'iuiíii r . i IK! iM IL1 L» LÍií At J Maður tekinn með kókaín á Schipool Leiddur fyrir dóm- ara innan tveggja vikna ÍSLENDINGURINN, sem handtekinn var með mikið magn fíkniefna á Schipol-flug- velli í Amsterdam fyrr í þessum mánuði, situr í varðhaldi hol- lensku lögreglunnar og verður leiddur fyrir dómara þar ytra í lok þessa mánaðar eða byi'jun þess næsta. Var með 16 kg Maðurinn hefur verið í haldi hollensku lögreglunnar frá því er hann var handtekinn með 16 kg af hreinu kókaíni í fórum sínum, hinn 8. nóvember síðast- liðinn. Hermdu fyrstu fregnir að um 15 kg af kókaíni væri að ræða en í ljós kom að maðurinn var með enn meira magn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall og búsettur á íslandi, ætlaði í gegnum Schipol-flug- völl til Belgíu frá Curagao-eyju í Karbía-hafinu þegar hann var handtekinn og hafði þá falið kókaínið í ferðatösku sinni í fjórum pakkningum. Að sögn hollensku lögregl- unnar telst málið stórt, jafnvel á hollenskan mælikvarða. Tveir Islendingar hafa að undanförnu verið hnepptir í varðhald erlendis með stuttu millibili vegna fíkniefnamisferl- is, en íslensk kona búsett í Dan- mörku var úrskurðuð í gæslu- varðhald í Sönderborg á Jót- landi til 26. nóvember daginn áður en íslendingurinn á Schipol-flugvelli var handtek- inn. Hún var handtekin ásamt Bretanum Kio Briggs, sem var með tæpar 800 e-töflur í fórum sínum. Sakborningur í stóra fíkniefnamálinu Settur aftur í gæslu- varðhald HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðastliðnum föstudegi þar sem hafnað var kröfu lögreglunnar um fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir tvítugum sakborningi í stóra fíkniefnamálinu. Á grundvelli dóms Hæstaréttar er pilturinn því aftur kominn í gæsluvarð- hald eftir fjögurra daga frelsi og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars. Pilturinn hafði setið í tæpa tvo mánuði í gæsluvarðhaldi vegna málsins og lagði lögregl- an fram kröfu til héraðsdóms á fóstudaginn um að framlengja gæsluna til 15. mars á grund- velli almannahagsmuna. Þegai' héraðsdómur hafnaði kröfunni var piltinum sleppt, en á mánu- daginn sl. ákvað lögreglan að kæra úrskurðinn til Hæstarétt- ar. Varð Hæstaréttur við kröfu lögreglunnar og hnekkti þar með hinum kærða úrskurði héraðsdóms. Alls hafa því fimm menn í málinu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. mars, en fimm menn til viðbótar sitja í gæslu vegna málsins, sem rennur út á næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.