Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gjöfin tiennar jjgj Kringlunni, sími 553 7355. UMRÆÐAN Bókhaldskerfi ^ KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni11 • Sími 568 8055 Al www.islandia.is/kerfisthroun www.mbl.is Utflutningur lambakjöts, nýtt og spennandi tækifæri! ISLENSKIR mat- reiðslumeistarar hafa lyft grettistaki í kynningu á íslenskum matvælum á undan- förnum árum. Par hafa samtök þeirra, Klúbbur matreiðsl- umeistara, verið í far- arbroddi. Matargerð hinna leiknu mat- reiðslumeistara er í raun hætt arí vera iðngrein á íslandi heldur má segja að hún sé listgrein. Mat- reiðslumeistarar hafa keppt í mörgum virt- um keppnum erlendis sem leitt hefur til þess að þeim hefur verið boðið að taka þátt í einni virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse de Or í Lyon í Frakklandi í annað sinn en í fyrra keppti Sturla Birgisson, mat- reiðslumeistari, í keppninni og lenti í fimmta sæti, sem er frábær Isólfur Gylfi Pálmason Gífurlegt úrval af nyjum jólaefnum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477. Opið Mánud.—föstud. ld. 10- Laugard. kl. 10—16 til 20/12 -18 árangur. í næstu Bocuse de Or keppni, sem haldin verður ár- ið 2001, verður lambakjöt aðalréttur keppninnar. Hér er upplagt tækifæri fyr- ir . framleiðendur lambakjöts að komast með hina heilnæmu íslensku afurð á al- heimsmarkað. Gert er ráð fyrir að hver kokkur noti um 40 skrokka og alls fari um 800 skrokkar í keppnina. Hér er tækifæri sem við verðum að nýta okk- ur og tryggja það sem allra fyrst að íslenskt lambakjöt verði það kjöt sem notað verður. Auðvitað kostar þetta talsverða peninga en kynningarþátturinn er stórkostlegur og getur haft veru- leg,áhrif á framtíð sauðfjárræktar á Islandi sem, því miður, hefur um alltof langan tíma átt í vök að verjast. Það hefur margoft gerst að aðalhráefni þessarar keppni verði eftirlætishráefni virtra veit- ingastaða. Ég skora á Markað- sráð landbúnaðarins, Sláturfélag Suðurlands eða aðra sterka afurð- astöð, íslensk stjórnvöld, bænda- samtökin og landbúnaðairáðherra að nýta þetta tækifæri með ís- lenskum matreiðslumeisturum. Það er vart hægt að kynna þessa náttúruafurð á glæsilegri hátt. En meistarakokkarnir sem fá að taka þátt í keppninni eru um 40 og Kjötútflutningur Það er skylda okkar að gefa þessu stórmerki- lega starfi íslenskra matreiðslumeistara gaum, segir ísólfur Gylfí Pálmason. Eg vil leggja mig fram um það. dreifast um allan heim. Látum þetta tækifæri ekki úr greipum okkar ganga. Hér þurfa menn að hugsa hratt og horfa til framtíðar. Ég hef nýlega lagt fram þings- ályktunartillögu með félögum mínum, Hjálmari Árnasyni og Páli Magnússyni varaþingmanni, um það að fela iðnaðar- og við- skiptaráðherra að skipa í samráði við landbúnaðarráðherra starfs- hóp er fái það hlutverk að gera tillögu um það hvernig stjórnvöld geti stutt íslenska matreiðslu- menn í þeirri viðleitni að auka út- flutning á þekkingu þeirra á mat- argerðarlist og auka um leið útflutning á íslenskum landbúnað- arafurðum, s.s. kjöti, grænmeti og mjólkurafurðum, en einnig fiski og fiskafurðum og fullunnum mat- vælum. Nágrannaþjóðir okkar, eins og t.d. Norðmenn, hafa nýtt sína matreiðslumenn afar vel til þess m.a. að kynna norskan fisk og reyndar fleiri norskar afurðir. Verkefni starfshópsins verði að: Leggja mat á árangur sem íslenskir matreiðslumenn hafa þegar náð á erlendri grund og hvernig hann hefur náðst. Leggja mat á hvort íslensk stjórnvöld geti stuðlað að frekari árangri á þessu sviði og gera til- lögur um hvernig auka megi út- flutning á þekkingu og færni ís- lenskra matreiðslumanna. Gera tillögur um hvernig auka megi útflutning íslensks hráefnis og fullunnina matvæla í tengslum við framangreint. Benda má á að íslenskir mat- reiðslumenn geta unnið gríðarlegt uppeldis- og forvarnarstarf og lagt á ráðin um hollt mataræði. Athyglisverðir sjónvarpsþættir voru gerðir fyrir tveimur árum í samstarfi matreiðslumeistara og ríkissjónvarpsins þar sem ungu fólki var kennt að matreiða. Mat- vælaframleiðendur, hvort heldur eru bændur í þess orðs fyllstu merkingu, fískframleiðendur eða aðrir þurfa að taka höndum sam- an. Lykillinn að jákvæðri kynn- ingu á íslenskum matvælum inn- anlands og erlendis er samvinna framleiðenda við íslenska mat- reiðslumeistara og íslenska kjöt- iðnaðarmenn. Það er skylda okk- ar að gefa þessu stórmerkilega starfi íslenskra matreiðslumeist- ara gaum. Ég vil leggja mig fram um það. Höfundur er alþingismaður. Wn ' Ný sending af kjólum peysum jökkum og buxum Opnunartími sem hentar öllum Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.