Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 61 ----------------------------# + Níelsína Guð- mundsdóttir fæddist í Nýjubúð í Eyrarsveit, Grund- arfírði 18. júlí 1916. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. nóvember sl. Foreldrar Inu voru Jensína Ingibjörg Níelsdóttir og Guð- mundur Guðmunds- son frá Nýjubúð. Systkini Inu voru Guðmundur, Sigur- lín, Guðrún og Kristólína sem öll eru látin. Uppeldisbróðir ínu er Gísli Guðmundsson. Árið 1943 giftist ína Jóni Eiríkssyni frá Reykjavík, f. 3. desember 1911, d. 3. september 1986. Foreldrar hans voru Eiríkur Ingimagnsson og Elísa- bet Jónsdóttir. Börn Jóns og fnu eru: 1) Elísabet, f. 28. nóv, 1942, gift Guðmundi Inga Guð- í dag er komið að því að kveðja elsku ömmu í síðasta sinn á þessari jörð, en 11. nóvember síðastliðinn fékk hún langþráða hvíld. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hennar er minnst er hversu yndisleg hún var og alltaf var tekið vel á móti manni þegar komið var í heimsókn á Réttó. Það var oft mikið fjör á Réttó þegar við hittumst þar frændsystk- inin, sem var nokkuð oft því Réttó var í leiðinni heim fyrir alla og oft staldrað við í kaffi og aldrei fór neinn svangur heim því amma passaði upp á að við fengjum eitt- hvað að borða. Ekki munum við til þess að hún hafi nokkurn tímann verið þreytt á látunum í okkur sem hafa örugglega verið mikil. Okkur systrum fannst kjallarinn hjá ömmu og afa mjög spennandi og við fórum stundum með ömmu að þvo þvott sem var þveginn í gam- alli vél sem þurfti að hræra í með kústskafti og undið í þvottarullu. Aldrei fónim við samt einar þarna niður, það fannst okkur eitthvað mundssyni, f. 13. mars 1942. Þau eiga tvö börn, Ingi- björgu og Jón Kristin og fjögur barnabörn. 2) Guð- mundur, f. 15. febr. 1944, giftur Brynju Baldursdóttur, f. 24. des. 1946. Þau eiga þrjú börn, Magneu, Jónínu og Daníel Rafn og fjögur barnabörn 3) Ingibjörg, f. 9. mars 1946, gift Hilmari Helgasyni, f. 5. ágúst 1945. Þau eiga þrjá syni, Helga, Geir og Birgi og eitt barnabarn. 4) Jensína, f. 9. mars 1946. Hún á þrjár dætur, Helenu, Jónínu og Laurie. 5) Eiríkur, f. 8. sept. 1947. Útför Níelsínu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ógnvekjandi. Þegar stundunum hjá ömmu fór fækkandi fylgdist hún samt vel með okkur og því sem við höfðum fyrir stafni. Hún mundi alltaf eftir merkisdögum í lífi okkar og ekki þurfti að segja henni þegar langömmubörnin voru væntanleg í heiminn því hún vissi það fyrir. Mikið hafði hún gaman að því þeg- ar við komum með þau í heimsókn til hennar, þó ekki væri nema stutta stund. Alveg fram á síðasta dag spurði hún um okkur og vildi fylgjast með því sem við vorum að gera. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Ossþykirþungtað sldlja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Elsku amma, nú vitum við að þér líður vel og ert komin til afa og þið munuð saman fylgjast með okkur áfram. Þín barnaböm, Magnea, Jónína og Daníel Rafn. Guð ervinurminn, Guð ervinurþinn, Guðervinurallra, allra sem hann þekkir. (Elísabet María Rúnarsdóttir.) Nú er elskuleg langamma okkar dáin. Við systkinin eigum margar góðar minningar um ömmu á Réttó, eins og við kölluðum hana alltaf. Þegar við vorum lítil fannst okkur gaman að tína fífla og sóleyj- ar í vönd og gefa henni. Það gladdi hana alltaf jafn mikið. Hún kallaði það alltaf fyrstu vorboðana. Amma sagði okkur margar sögur úr sveit- inni sinni frá því í gamla daga. Hún kunni líka svo margar vísur. Á jóla- föstunni kenndi hún okkur vísur um jólaveinana og ýmsa gamla siði. Það verður tómlegt nú þegar jólin nálgast að geta ekki talað við ömmu á Réttó og sagt henni frá og sýnt henni það sem við erum að gera fyrir jólin. Það er okkur dýr- mætt að hafa átt hana langömmu og við erum þakklát fyrir allar góðu minninarnar um hana. Við vitum að nú er hún hjá Guði þar sem henni líður vel og við vitum að hún verður alltaf með okkur. Við kveðjum hana með söknuði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesús, í þína hönd, sfðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guðmundur Ingi Rúnarsson og Elísabet María Rúnarsdóttir. Elsku langamma, takk fyiir allt. Nú ert þú orðin engill hjá guði. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (S.J.) Þínir langömmustrákar, Hannes Ingi Jónsson og Valdimar Kristinn Jónsson. NÍELSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR AXEL JÓHANNESSON + AxeI Jóhannes- son fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 30. aprfl 1918. Hann lést á EIli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 11. nóvember síðastlið- inn. Útför Axels var gerð frá Fossvogs- kirkju 17. nóvember sl. Axel móðurbróðir okkar er látinn. Hann var einkar vinnusamur maður, verklaginn og starfaði sem smíða- kennari að vetrum en í garðyrkju á sumrin, hvorttveggja af miklum áhuga. Axel var mikill hestamaður og sinnti því áhugamáli af lífi og sál. Öll fengum við að skoða hrossin þeirra Boggu en hún var mikil hestakona. Við munum eftir hesta- skítnum sem hann kom með fær- andi hendi á vorin, mamma var al- veg sannfærð um að garðurinn yrði alerlega ónýtur ef afurðirnar úr hesthúsunum myndu ekki rata rétta leið. Hann var mjög spaugsa- mur og hafði endalaust gaman af að spila með okkur, helst þannig að við myndum ekki átta okkur á spaug- inu fyrr en eftir á, nefndi okkur ýmsum skrítnum nöfnum eins og Ópallínu, Tópasínu allt eftir smekk hvers og eins á gottinu, sem aldrei vantaði í djúpa vasann hans frekar en rauða tóbaksklútinn. Okkur þótti hann karlmannlegur á velli og sterkur, bæði andlega og líkam- lega. Mörg atvik rifj- ast upp, bæði úr bemsku og nýrri. Varla var hægt að halda boð í ættinni nema Axel lánaði heimasmíðuðu kaffi- borðin og bakkana. Hann var ötull við smíðarnar og eigum við flest handunna muni eftir hann, laufabrauðshlemma, bretti eða hillur. Sigurlaug (sem honum þótti stundum ansi formleg) gleymir aldrei þegar hann stríddi henni í fermingarveislu með því að sparka þéttingsfast í fótinn á henni undir borði, hann lét eins og þetta væru ósjálfráðir kippir í sér, hún hélt að svo væri og hélt hin rólegasta áfram að drekka kaffið sitt en kipptist við með reglulegu millibili því karlinn hélt áfram, með póker- fés sem gaf auðvitað ekkert í skyn. Hún reyndi pent að færast undan, en hann fylgdi fast á eftir þangað til hún fór að hlæja, þá loksins gat hann rétt úr sér í stólnum, orðinn þrælskakkur af að elta fótinn. Axel og Bogga bjuggu lengi í Barðavogi. Þangað var ávallt gott að koma, ekki síst í laufabrauðs- gerð. Jólaboðin þeirra gleymast heldur ekki. Þau vom mikið fyrir að spila bridds og áttu þau ásamt for- eldrum okkar marga góða stund við spilaborðið. Við munum eftir brúðkaupi Stínu Möggu og Onda, það var glatt á hjalla, ungu hjónin búin að koma sér fyrir uppi á lofti. Axel og Bogga byggðu sér myndar- legt hús í Ystaseli og bjuggu þar um tíma, þaðan fluttu þau í fallega íbúð á AJlagranda, Axel dvaldist á elliheimilinu Grund en Bogga býr á Grandanum. Að ferðalokum er margs að minnast og margt að þakka. Við systkinin á Kópavogsbraut þökkum Áxel frænda samferðina, allar sam- vemstundir, þrætur í góðu um allt og ekkert, gott grín sem snerti okk- ur öll á einhvern hátt. Við kveðjum litríkan mann, sem átti stórt hjarta, með söknuði, vottum Boggu og fjöl- skyldunni allri samúð okkar og biðjum þess að góður maður megi í friði fara. Aðalbjörg, Gunnlaugur Sigurður, Hulda, Sigurlaug og Margrét. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minning- argi-einum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og böm, og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. EIRÍKUR TRYGGVASON + Eiríkur Heiðar Tryggvason múrarameistari fæddist í Reykjavík 5. desember 1944. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. nóvember sl. Út- för Eiríks fór fram frá Háteigskirkju 17. nóvember sl. Það eru orðin rúm 30 ár síðan Birna syst- ir mín kynnti Eirík fyrir fjölskyldu sinni með ástarglampa í augunum og geislandi af hamingju. Við höfðum fyrir heyrt þvílíkar um- sagnir um manninn að hér hlaut að vera á ferðinni einstakur úrvals- maður. Okkar löngu kynni staðfestu ótal sinnum að svo var. Eiki mágur var einhver traustasti maður sem við höfum kynnst, hæglátur og með svo góða návist að maður fylltist öryggi og vellíðan í samvistum við hann. Samtímis var hann spaugs- amur og ósjaldan hreinlega loguðu brúnu augun hans af kímni. Bima og Eiríkur giftu sig árið 1967 og fegurri brúðhjón höfðu fáir augum litið. Þau eignuðust írisi rúmum tveimur ámm seinna, síðan Tryggva ári síðar og loks Eyjólf Róbert 1975 og fjölskyldan varð þeim allt. Eiríkur var mikill pabbi og svo stoltur af krökkunum sínum að það var unun að sjá og heyra hann tala um þau, þannig virtist gæfan brosa við þessum ungu hjón- um með sín fallegu börn. Eiríkur naut sín sem afburða fagmaður í múrverki og fremst- ur meðal jafningja í Karlakórnum Fóst- bræðrum. Það sem Eiríkur tók að sér var vel gert og Bima og börnin blómstruðu, bara ekki nógu lengi því Bima systir dó árið 1990 og 5 það skarð var djúpt og ófyllanlegt. I hönd fóru tímar óskaplegs sársauka, saknaðar og erfiðleika. Eú-íkur mágur minn, þessi klettur í mannhafinu, var við það að brotna. Hvort tíminn græði öll sár skal ós- agt látið en hann linar sársaukann. Því finnst manni það enn ósann- gjarnara en ella að loksins þegar allt var farið að ganga vel aftur hjá Eiríki vini mínum, nýja íbúðin til- búin til innflutnings og framtíðin björt þá heltekur krabbamein þennan hrausta mann. Með þessum góða dreng er genginn mesti mannkostamaður sem við höfum kynnst. Það er erfitt _ að kveðja slíka og jafnt þó að við' vitum með fullri trúarvissu að hann sé nú albata og hamingjusamur í faðmi Bimu. Elsku hjartans Eiki minn, við þökkum þér af innstu hjartans rótum fyrir allt og allt. Farðu í friði. Fyrir hönd tengdafjölskyldunn- ar, Konráð Eyjólfsson. KRISTJAN EINAR ÞOR VARÐARSON um trú, guð og kær- leika við mig enda var það ekki „inn“ á þeim tíma. En þegar ég horfi til baka minnist ég margs frá bæði ferm- ingarfræðslunni og fermingardeginum sem var svo gaman og sem nýtist mér enn í dag. Ef einhver trú er í mínu hjarta er það honum Kristjáni að þakka. Kæra fjöl-<’ skylda, ég samhi-ygg- ist ykkur í ykkar sorg og leyfi mér að tala fyrir hönd fermingarsystkina minna líka. Sigurbjörg Guðjóns- dóttir (Sibba). + Kristján Einar Þorvarðarson fæddist á Hvamm- stanga 23. nóvem- ber 1957. Hann lést á Landspítalanum 2. nóvember sl. Útför Kristjáns var gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 11. nóv- ember sl. Mig langar að minnast Kristjáns í nokkrum orðum. Hann sá um að ferma mig og minn árgang í Hjallaskóla. Ái'ið 1989. Ég var eins og flestir unglingar á mótþróa- skeiðinu og var ekki alveg tilbúin að leyfa ókunnum manni að tala Stofhað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. ÁraLöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Minningargreinar Ný þjónusta: Við höldum minningu brottkvaddra á lofti með vefbirt- ingu greinanna á netinu í eitt ár. Skoðið vinsamlega vefsíðu okkar http://www.hugvefur.is Vefmiðstöð almennings info@hugvefur.is po box 1464 - 121 Reykjavík, s. & fax 562 8033. Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.