Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 6
Y pppr H/Ö7/ Pf ÍTTnACTTTTMMT^ 6 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ r Morgunblaðið/Kristinn Hinn 83 ára gamli John Caldwell og hin 62 ára Hanne Johansen Zeitner voru gefin saman á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík í gær. Bandarískur maður og dönsk kona gefín saman hjá sýslumanninum f Reykjavík s Island er þar sem heimar okkar mætast ÞAÐ var mikil hamingjustund þegar þau John Caldwell og Hanne Johansen Zeitner voru gefin saman á skrifstofu sýslu- mannsins í Reykjavík í gær. John er 83 ára Bandaríkjamaður og Hanne er 62 ára danskur rflds- borgari en hefur búið í Banda- ríkjunum í nær fjörutíu ár. Þau hafa komið til íslands áður, bæði hvort í sínu lagi og saman og tóku alveg sérstöku ástfóstri við landið. Þegar þau ákváðu að gift- ast fannst þeim ekki annað koma til greina en að brúðkaupið færi fram hér á íslandi. John hefur starfað mest alla sína tíð sem blaðamaður og rit- stjóri bæði hjá fréttablöðum og viðskiptatímaritum í Bandaríkj- unum. Bróðir hans og svaramað- ur, Philip Caldwell, er fyrrum aðalforsljóri Ford bflafyrirtækis- ins í Bandarflyunum og lýsir John því hvað margt hafi breyst frá því að þeir voru ungir. „Hugsa sér, við br&ðir minn ól- umst upp í pfnulitlu sveitaþorpi og fórum í skólann með vagni sem dreginn var af tveimur hest- um. Seinna varð hann svo for- stjóri eins stærsta bflafyrirtækis heims.“ John er ekkjumaður og Hanne er fráskilin. Þau hittust fyrst árið 1978 og hafa búið saman í Conn- eticut fylki í 14 ár. „Ég sá hana fyrst í þvottahúsi, tíu mflur frá heimili mínu og enn þann dag í dag veit ég ekki hvað ég var að þvælast þangað. Hún stóð þar með hárið uppsett, í svo fallegri síðri rússskinskápu. Um leið og ég sá hana vissi ég að ég vildi tala við hana.“ Þau tóku tal sam- an og hafa verið saman daglega sfðan og tekur Hanne undir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Þau segja ættingja sína og vini hafa orðið undrandi pégar þau sögðu þeim að þau ætluðu loks að giftast og það á Islandi. „Það kom bara ekkert annað til greina,“ segir John. „Við erum bæði svo hrifin af þessu fallega og sérstaka landi. Auk þess er staðsetningin táknræn fyrir okk- ur. Ég er frá Bandaríkunum og Hanne er frá Danmörku, ísland er mitt á milli þessara landa og má því segja að ísland sé þar sem heimar okkar mætast.“ Samgöngunefnd Alþingis boðar til fjarfunda um innanlandsflugið Fundað á átta stöðum um Rey kj a víkur flugvöll FUNDUR um málefni innanlands- flugs og Reykjavíkurflugvallar verð- ur haldinn á vegum samgöngunefnd- ar Alþingis, í húsnæði Háskólans á Akureyri, á morgun. Jafnframt verða sjö aðrir fundir tengdir fundinum á Akureyri með fjarfundabúnaði. Sjón- varpið verður með beina útsendingu frá fundinum. Fundurinn verður með því sniði að fyrst munu sautján manns halda þriggja til fjögurra mín- útna ávörp en eftir ræður verður opn- að fyrir fyrirspumir bæði úr sal á Akureyri og frá hinum fundunum. Fundarstjóri verður Arni Johnsen, formaður samgöngunefndar. Arni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fundur af þessu tagi sé haldinn á vegum Alþingis. Þetta séu átta fundir í einu og ætlunin sé að fjalla um allt sem viðkemur málefnum innanlands- flugs á íslandi. Tilefnið sé það, að ver- ið hafi uppi skoðanir í borgarstjórn Reykjavíkur um að leggja beri Reykjavíkurflugvöll af. „Þótt það sé búið að samþykkja skipulag flugvall- arins næstu 20 árin og að hann verði endurbyggður er samt reynt að skapa óróa og óvissu gagnvart lands- byggðinni með hugmyndum um að leggja völlinn af, og jafnvel fyrr en samþykkt skipulag hefur boðið,“ seg- ir Arni. Meðai þehra sem flytja ávörp á fundinum á Akureyri verða Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Þor- geir Pálsson, flugmálastjóri, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, auk fulltrúa annarra bæjarfé- laga, Flugfélags íslands, Islands- flugs, samtakanna Betri byggðar og talsmenn farþega í Vestamannaeyj- um, á ísaflrði og Akureyri. Ekki hefur verið staðfest hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, taki þátt í fundin- um. Fundirnir verða öllum opnir. Auk fundarins á Akureyri verður fundað i myndfundaveri í Landssímahúsinu í Reykjavík, á Árnagötu 2-4 á ísafirði, í skólanum á Siglufirði, Miðvangi 2 á Egilsstöðum, Skagfirðingabraut 17- 21 á Sauðárkróki, á Höfn verður fundað í Framhaldsskólanum í A- Skaftafellssýslu, Nesjum og á Skóla- vegi 1 í Vestmannaeyjum. Nátturuverndarsamtökin WWF álykta um Fljótsdalsvirkjun Vilja formlegl umhverfísmat FRAMKVÆMDASTJÓRAR fjórtán landsdeilda innan náttúruvemdar- samtakanna World Wide Fund for Nature (WWF) í Evrópu hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af fyr- irhuguðum virkjanaíramkvæmdum á Eyjabakkasvæðinu og því að stór hluti svæðisins hverfi undir Eyja- bakkalón. Þeir segjast styðja mál- flutning þeirra íslendinga sem krefj- ast þess að virkjunin fari í formlegt umhverflsmat og telja jafnframt að kanna þurfi möguleika þess að stofn- aður verði þjóðgarður á svæðinu norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjórarnir segja Eyjabakkasvæði eitt stærsta ósnortna víðemi í Vestur-Evrópu og efast um hlutleysi skýrslu Landsvirkj- imar um mat á umhverfisáhrifum sem lögð hefur verið fram á Alþingi ásamt þingsályktunartillögu iðnaðarráð- herra um framhald íramkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Þá er bent á að Norsk Hydro sé framarlega á sviði umhverfismála og talið óhugsandi að slíkt fyiirtæki vilji leggja nafn sitt við framkvæmdir sem ekki hafi gengið í gegnum hlutlaust umhverfismat. Undir yfirlýsinguna skrifa fram- kvæmdastjórar WWF í Austmuíki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi og Bretlandi. Tómas Ingi Qlrich ritar stjórn Byggðastofnunar bréf um byggðakvótann Hörð gagnrýni á regl- ur Byggðastofnunar TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandskjör- dæmi eystra, gagnrýnir í bréfi til stjómar Byggðastofnunar úthlutun- arreglur þær sem stjórnin studdist við þegar hún úthlutaði byggðakvót- anum svokallaða fyrr á þessu ári. Tómas reifar í bréfínu nokkrar hliðar á þeirri ráðstöfun byggðakvótans sem honum hefm- fundist orka tvímælis og tekur frarn að gagnrýnin beinist ekki að lagaákvæðinu um byggðakvóta, eins og Egill Jónsson, formaður stjómar Byggðastofnunar, hefði hald- ið fram, heldur að framkvæmd úthlut- unarinnar og þeim „reglum sem stjóm Byggðastofnunar hefur sett sér og stuðst við eða sniðgengið eftir at- vikum,“ eins og segir í bréfinu. Byggðastofnunai- að úthluta kvótan- um til næstu fimm ára þrátt fyrir að í lögum sé kveðið á um að „Byggða- stofnun hafi á fiskveiðiárunum 1999/2000 til og með fiskveiðiámnum 2005/2006 árlega til ráðstöfunar afla- heimildir sem nemi 1.500 þorskígildis- Iestum [...] til að styðja byggðarlög sem lent hafa i vanda vegna samdrátt- ar í sjávarútvegi." Tómas ítrekar að Byggðastofnun hafi úthlutað þessum afla til fimm ára og segir það sér- kennilega ráðstöfun. „Mætti ætla að stjóm stofnunarinnar hafí litið svo á að ekki kæmu upp nein vandamál í byggðum landsins á þessum 5 árum, sem glíma þyrfti við, og því væri henni óhætt að úthluta byggðakvótanum til 5 ára. Skiptir hér ekki máli þótt ákveðið hafl verið að forsendur úthlut- unar verði endurskoðaðar árlega," segir Tómas. Tekur einungis tillit til þess hvað kvóti hafí minnkað Tómas getur þess að í nánari út- færslu á reglum þeim sem Byggða- stofnun hafi samið og stjórnin hafið stuðst við komi fram viðmiðanir sem notaðar era til að meta stöðu ein- stakra byggðariaga. „Byggðarlög geta þannig öðlast 100 punkta í reikni- líkani ef þau hafa stöðu til að fullnýta alla möguleika. Mikilvægasti þáttur- inn í þessu dæmi er kvótastaða byggðai-lagsins, en sá þáttur vegur 30%. Er þar væntanlega verið að leit- ast við að meta stöðu byggðarlagsins að því er hráefnisöflun til fiskvinnslu varðar. Þessi þáttur tekur hins vegar einungis tillit til þess hvað kvóti, þ.e.a.s. varanlegar aflaheimildir í afla- markskerfi, hafl minnkað sl. 5 ár. Ekki er lagt mat á stöðu byggðarlags út írá því hráefni sem berst á land vegna dagabáta né heldur út frá afla þorskaflahámarksbáta, en þeir eiga frjálsa sókn í aðrar tegundir en þorsk.“ Tómas segir þetta sérkennilega vinnureglu því ljóst sé að ákveðnir landshlutar hafi stóraukið hlutdeild sína í lönduðum afla í gegnum tvö síð- asttöldu kerfin. „Getur sú staða því komið upp og hefur komið upp að byggðarlög fái úthlutað byggðakvóta þótt afli, sem berst þar á land, hafi aukist til muna sl. 5 ár.“ Tómas bendh’ m.a. á að við úthlutun byggðakvótans hafi þremur byggðar- lögum innan Isafjarðarbæjar verið út- hlutað samtals 387 tonnum. „í fram- haldi þess tekur sveitarstjóm þá ákvörðun að gera þá tillögu til Byggðastofnunar að kvótinn verði all- ur nýttur á Þingeyri. Er það væntan- lega tengt því að hin byggðarlögin tvö hafi notið góðs af auknum löndunum vegna dagabáta og þorskaflahámarks- báta og því ekki verið eins illa sett og líkanið gaf til kynna. Hitt er ekki síður | merkilegt að þótt byggðarlögin séu, I samkvæmt líkaninu, talin þurfa út- |s hlutun, era forsendurnar í raun ekki I sterkari en svo að kvótann má flytja milli byggðai’laga án þess að hann komi þá aftur til ráðstöfunar hjá Byggðastofnun, ellegar sé geymdur til að mæta öðram áfollum á árinu. Verður með þessari ráðstöfun lítils virði sú regla að heimamenn, þ.e.a.s. á Flateyri og á Suðureyri, skuli veiða byggðakvótann. Ætla mætti að heim- k ild til framsals með þessum hætti ætti heima í reglum Byggðastofnunar. I | reglunum er þvert á móti tekið fram að Byggðastofnun geti vikið frá skipt- ingu tegunda í einstökum byggðarlög- um ef hagkvæmt þyki, en þó þannig að heildarskipting byggðakvótans raskist ekki né hlutur hvers byggðar- lags í þorskígildum og verðgildi byggðakvótans." Tómas segir ennfremur að Byggða- stofnun hafi fylgt eftir úthlutun á | byggðakvóta með 100 miljóna kr. fjár- framlagi inn í ákveðið fyrirtæki sem | hafi fengið heimild til að fá allai- afla- 1 heimildii- sem úthlutað var til tveggja annarra byggðarlaga. „Þar er sett á stofn með ríkisframlagi fyrirtæki, sem ætlað er að veija hundraðum milljóna til kvótakaupa. Þessi ráðstöfun herðii’ mjög samkeppni um kvóta og hráefni sem mikil er fyiir og hækkar væntan- lega verð á kvóta. Að þeim fiskverk- endum sem kvótalausir era og hafa L keypt hráefni á ftjálsum markaði er að sama skapi þrengt. Era þar með sköp- I uð vandamál í öðram byggðarlögum, \ þai- sem afli á landi hefur minnkað veralega á undanförnum áram.“ Tómas gagnrýnir m.a. þá ákvörðun |Ljáchi |Mvim eyra Six pack latino BJört mey og mambó Útgáfutónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 23 Seiðandi suðræn sveífla við allra hæfi Miðaverð 800 kr. Mál og menningj malogmenning.isl Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.