Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 57 UMRÆÐAN Alþjóðleg úttekt á nuddi I SIÐUSTU grein minni sem birtist þriðjudaginn 27. júlí síðastliðinn sagði að nuddnám geti verið viðurkennt af hinu op- inbera þótt útskrift úr því leiði ekki til lögg- ildingar. Var ég þar að fjalla um viðurkenn- ingu menntamálaráð- uneytisins á nudd- skóla mínum. Þó ber þess að geta að skólinn er jafnframt aðili að starfshópi í heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðuneytinu um drög að reglugerð um nuddara en lengi hefur verið rætt um hvort löggilda ætti nuddara/ nuddfræðinga eða láta nægja lögg- ildingu á sjúkranuddara. Þetta leið- ir til þeirrar niðurstöðu að nudd- greinin er í hraðri þróun sem faggrein og í virkum samskiptum við ráðuneyti þjóðarinnar. Sú spurning hvort löggilda eigi nuddfræðinga/nuddara leiðir af sér röð af rökum með og á móti. Helstu rökin með eru þau að með löggild- ingu er komin endanleg viðurkenn- ing hins opinbera á ákveðinni starfsstétt. Einnig hefur hið opin- bera með þessu aukið tækifæri til að hafa eftirlit með menntun, rétt- indum og skyldum nuddara. Að lok- um eykur þetta líkur á að minna menntaðir einstaklingar geti stundað nudd og haft af því tekjur. Helstu rökin á móti er að til er stétt sjúkranuddara. Það sé í rauninni einnig stétt nuddara en með nafn- giftinni sjúkra- fyrir framan, sem hafi verið bætt við á sínum tíma til að auka virðingu fyrir nafngiftinni. Hluti af ástæðunni íyrir nafngift- inni er að í Þýskalandi er nudd kennt hlið við hlið við kennslu í sjúkraþjálfun og því þótti ástæða til að stilla þessu upp sem hliðstæðum hugtökum, þ.e. sjúkra-nuddi og sjúkra-þjálfun. I Þýskalandi er heitið á nuddskóla - massage schul- en - sem í beinni þýðingu eru nudd- skólar. Forskeytið sjúkra- er ekki til staðar í þýska heitinu. Þetta hef- ur oft valdið misskilningi. Önnur ástæða er sú að nám í nuddi og sjúkranuddi skarast all- mildð. Nudd hér á landi er kennt á framhaldsskólastigi en nær í tveim- ur skólunum langleiðina að stúd- entsprófi. Sjúkranuddnám sem við- urkennt er af heilbrigðisyfirvöldum hérlendis er eingöngu kennt er- lendis, nánar tiltekið í Þýskalandi og Kanada. Sagt er að það sé á há- skólastigi en nánar tiltekið er það á ,junior college" stigi sem táknar seinni 1-2 árin að stúdentsprófi og fyrstu 1-2 árin á háskólastigi miðað við íslenska kerfið. Kennsla í heil- brigðisgreinum er um margt svipuð en þó mun umfangsmeiri í sjúkra- nuddnámi. Kennsla í nuddgreinum er síðan sambærileg, að því er best er vitað um þessar mundir. Guðmundur Rafn Geirdal Þegar menntamála- ráðuneytið var að meta hvort og hvernig viðurkenningu einka- skóli minn ætti að fá tók sá starfsmaður sem vann mest af þeirri vinnu á lokastig- unum að í rauninni væri þörf á heildar- endurskoðun á nudd- námi af óháðum fag- aðila og það yrði síðan grundvöllur að endur- skoðun á námskrá yfir nudd sem ráðuneytið hefur staðfest fyrir einhverjum árum. Tók ég undir þetta sem skólastjóri nuddskóla til ráðuneyt- isins í kjölfarið. Við nánari umhugsun taldi ég þetta bestu lausnina fyrir stéttina í heild sinni og gæti jafnvel varpað skýrara ljósi á hvort og hvernig nuddnám og sjúkranuddnám skar- ist. Ákvað ég því að skrifa nýtt bréf til menntamálaráðuneytisins dag- sett 31. ágúst síðastliðinn sem for- maður Félags íslenskra nuddfræð- inga þar, sem ég sagði meðal annars: „Eg tel að fyrst verði að taka það skref að gera heildarútt- ekt á nuddnámi og sjúkranuddnámi á alþjóðlegum vettvangi líkt og ég benti á í nýlegu bréfi til ráðuneyt- anna og fagfélaga á þessum sviðum sem skólastjóri Nuddskóla Guð- mundar. Það sem ég vil bæta við að þessu sinni, og þá sem formaður fagfélags, er að verið gæti góð hug- mynd að aðili á bprð við alþjóða- skrifstofu Háskóla Islands annaðist slíka gagnaöflun, þar sem þeir eru þegar komnir með allmikla reynslu af að safna gögnum um nám á al- þjóðavettvangi. Eg leyfi mér að Nudd Starfsgrein nuddfræð- inga, segir Guðmundur Rafn Geirdal, hefur ver- ið að þróast hröðum skrefum á undanförnum árum. leggja fram þá tilgátu að líkleg nið- urstaða af faglegri úttekt byggðri á fullnægjandi gögnum yrði sú að nuddnám hérlendis og sjúkranudd- nám erlendis skaraðist verulega, bæði hvað varðar menntunarstig, tímalengd, námsgreinar, starfs- þjálfunarstaði og framtíðarstarf- svettvang. Ef það myndi reynast vera rétt íyndist mér að eðlilegar ályktanir ættu að vera í þá áttina að hér væri um mjög sviplíkar stéttir að ræða, jafnvel þá sömu. I íram- haldi af því gæti verið eðlilegt að álykta sem svo að skoða þyrfti nuddnám hér á landi og núverandi drög að staðli um starfsleyfi sem sjúkranuddari í verulegu samhengi við hvort annað.“ Sambærilegt bréf var sent til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Landlækn- isembættisins, Fjölbrautaskólans við Armúla, Félags íslenskra nudd- ara, Félags íslenskra sjúkranudd- ara og Sjúkranuddarafélags ís- lands til að erindið kæmist til allra helstu aðilanna á þessu sviði. Menntamálaráðuneytið svaraði með bréfi dagsettu 30. september 1999 en reyndar með því að beina því til mín sem skólastjóra Nudd- skóla Guðmundar. Ráðuneytið þakkaði ábendingamar og sagðist ætla að senda starfsgreinaráði um heilbrigðis- og félagslega þjónustu bréfið til fróðleiks og umfjöllunar. Eg skrifaði svarbréf við þessu þar sem ég þakka upplýsingarnar og bendi á hvernig megi útfæra þetta nánar. Starfsgrein nuddfræðinga hefur verið að þróast hröðum skrefum á undanfömum ámm. Með sama áframhaldi er bjart framundan fyr- ir þessa stétt til að mæta nýrri öld, nýju árþúsundi. Höfundur er skólastjóri og formaður Félags íslenskra nuddfræðinga. PALLALYFTUR ÞÓR HF Reykjavík - Akurayri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Vestmannaeyjar Vetraráætlun íslandsflugs Frá Reykiavik Frá Vestni.eyjnm l/irka daaa 07:30 08:15 11:50 12:35 17:00 17:45 Laugardaga 08:00 08:45 11:50 12:35 17:00 ' QiinniiHann 17:45 •yuuuuuuya 11:50 12:35 17:00 17:45 vey@islandsflug.is • sími 481 3050 • fax 481 3050 í3© ISLANDSFLUG gorir flolrum fmrt að fljúga www.islandsflug.is sími 570 8090 LOÐ - LOÐASETT - MAGAÞJALFAR - ÆFINGATEYGJUR - SIPPUBOND - ÞREKPALLAR Mism kjusvi, mmm topp mi rki, AB-SHAPER MAGAÞJALFI Frábær magaþjálfi sem styrkir maga- vöðvana og gefur skjótan árangur. Stgr. 7.485.- OPNINNO* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890 RAÐGREIÐSLUR GUMMIVARIN HANDLOÐ - HANDGRIP - PULSMÆLAR - OKKLAÞYNGINGAR - CURLSTANGIR V|S • XIPJ 1109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.