Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 39 V arð veitist nútím- inn til framtíðar? Hvernig er hægt að auka aðgengi almennings að helstu menningarverð- mætum okkar eins og bókum, listaverkum og tónlist? Hvað eigum við að geyma mikið af gögnum nútímans til framtíðar? Þessar spurningar voru meðal annars ræddar á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni á degi íslenskrar tungu. Salvör Nordal leit inn og hlýddi á nokkur erindanna. Þorsteinn Vésteinn Hallgrímsson Ólason VIÐ hörmum oft hve miklar upp- lýsingar t.d. í formi handrita, bréfa og bóka hafa glatast í áranna rás. En hvemig kemur samtími okkar til með að varðveitast fyrir framtíð- ina? Með aukinni tölvutækni er mögulegt að gera fornan menning- ararf aðgengilegan til rannsókna og fróðleiks fyrir almenning. En tölvutæknin skapar einnig vanda- mál fyrir nútímann. Hvemig á að varðveita skjöl og gögn úr nútíman- um sem varðveitt em á tölvutæku formi? Hvað eigum við að varðveita af því ógrynni upplýsinga sem gefín eru út hvort sem er á prenti eða á tölvum? Erindi Bjarna Þórðarsonar, Þjóðskjalasafni, fjallaði um erfið- leika við varðveislu á tölvugögnum. Hann sagði að sumir teldu sam- tímann, með pappírslausum sam- skiptum, vera tíma glataðra upp- lýsinga í mannkynssögunni. Tölvu- diskar hefðu lítið geymsluþol auk þess sem hröð tölvuþróun gerði það að verkum að erfítt væri að lesa gamla tölvudiska og skjöl. Bæði væru tækin og forritin úrelt. Af þessum sökum væri mikilvægt að geyma gögn á almennum viður- kenndum stöðlum. Bjarni sagði Þjóðskjalasafnið vinna að því að út- búa verklagsreglur um langtíma- varðveislu stafrænna gagna og af- hendingu þeirra til Þjóðskjala- safns. Hann sagði einnig mikilvægt að fylgjast reglulega með geymslu- aðferðum og rannsóknum á geymsluþoli enda hefði margoft komið í ljós að geymsluþol segul- miða væri mun minna en framleið- andi hefði lofað. Af þessum sökum gæti reynst nauðsynlegt að endur- Nýjar bækur • ISLENSK karlma.nna.Iöt 1740- 1850 er eftir Fríði Ólafsdóttur dós- ent sem hefur um árabil unnið að rannsóknum á ís- lenskum karl- mannafatnaði. I bókinni er lýst varðveittum íslenskum karl- mannaflíkum í texta og mynd- um. Fjallað erum eiginleika og vinnslu sauðfjár- ullarinnar, þar sem hráefnið er uppistaðan í varðveittum íslensk- um karlmannaflíkum. Sömuleiðis eru kaflarum prjóna- og sauma- þekkingu Islendinga. Sérstakur kafli er um tengsl varðveittra karl- mannaflíka við svokallaða þjóðlega búninga eða þjóðbúninga íslenskra karla. Einnig eru í bókinni teikn- ingar af formum flíkanna og niður- stöður um vinnuaðferðir og út- færslur. í bókinni er fjöldi mynda og teikning. Utgefandi er bókaútgáfan Oðinn ehf. Bókin erprentuðhjá Off- setþjónustunni. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Verð kr. 3.390. afrita gögn á 10 ára fresti sem er auðvitað óhemju tímafrekt. Vésteinn Olason greindi frá starfi nefndar á vegum Rannsókn- arráðs Islands sem gerði úttekt á varðveislu menningarverðmæta og tillögur til úrbóta. Nefndin sendi helstu menningarstofnunum lands- ins spurningalista er vörðuðu varð- veislu verðmæta og hvemig hún væri trygg bæði gegn utanaðkom- andi hættum eins og eldsvoða eða þjófnað, eða innri hættum eins og eyðingu við notkun eða geymslu. Vésteinn sagði að í þessari úttekt hefði komið fram að varðveisla menningarverðmæta væri um margt ófullnægjandi hér á landi oft á tíðum vantaði rétt geymsluhús- næði fyrir menningarverðmæti, ör- yggismálum sums staðar ábótavant og skortur væri á sérhæfðu starfs- fólki til að sinna forvörslu. Vésteinn sagði að menntamálaráðuneytið hefði sýnt málinu mikinn skilning en viðbrögð þess hefði verið hægari en hann hefði vonast. Handritin heim í tölvu Þorsteinn Hallgrímsson kynnti verkefni Landsbókasafns-Háskóla- bóksafns við að yfirfæra efni á staf- rænt form. Safnið hefur á undan- fömum árum unnið að nokkrum stóram verkefnum eins og því að setja forn Islandskort á stafrænt form. Stærsta verkefnið núna er hins vegar Sagnanetið sem unnið er að í samvinnu við Árnastofnun og Cornell Háskóla og fellst í því að setja íslendingasögurnar, norræna goðafræði og samtímasögur á staf- rænt form. Hér er um gífurlega umfangsmikið verkefni að ræða enda mikið magn bóka og handrita sem þarf að ljósmynda og færa yfir á stafrænt form. Sagnanetið mun því færa handritin heim í orðsins fyllstu merkingu því með því geta Islendingar flett uppí handritunum í tölvunni heima hjá sér. Að auki sagði Þorsteinn að byrjað væri að setja öll dagblöð og tímarit frá upp- hafi til ársins 1920 á stafrænt form og einnig stæði til að safna öllum ís- lenskum vefsíðum í sérstakan gagnagrann til varðveislu enda væra þær mikilvægur hluti íslensks menningararfs í framtíðinni. Þorsteinn kom inná mörg þau vandamál sem tengjast stafrænni yfirfærslu efnis. Þessi aðferð gerði hvort tveggja í senn að auka varð- veislu frumgagna því með staf- rænni útgáfu væri minni ásælni í að handfjatla frumgögnin, en af slíkri meðhöndlun stafaði alltaf viss hætta. Þá auðveldar þessi leið mjög rannsókn á handritunum þar sem hægt er að gera það úr hvaða tölvu sem er þó eftirgerðin komi aldrei í stað frumgagnanna. Þorsteinn ítrekaði hins vegar að varðveisla hins stafræna forms sjálfs væri óleyst. Ymsar spurningar vakna um hvaða efni ætti að setja á staf- rænt form og sagði Þorsteinn vera þeirrar skoðunar að mikilvægast væri að setja heilstætt efni á þetta form þannig að veralegur hluti ákveðins flokks væri á þessu formi og það kæmi að bestum notum. Söfnin skoðuð á vefnum Þeir Frosti Jóhannsson og Olaf- m' Gíslason kynntu hvernig Þjóð- minjasafnið og Listasafn Islands ynnu nú að því að setja skrá yfir eign sína á tölvutæk form. Hjá Þjóðminjasafninu hefur verið sett- ur upp rafræn skrá sem kallast Sarpur og er altækt upplýsinga- kerfi um muni safns- ins. Frosti sagði að mjög mikil vinna væri fyrir höndum að skrá munina en einungis væri búið að skrá um 10% safnsins. Ef litið væri til Þjóðminja- safnsins eingöngu mætti gera ráð fyrir milljón færslum til viðbótar eða 45-50 mannárum, á lands- vísu væri vinnan hins vegar mun meiri því þá stæðum við framrni iyrir fjóram milljónum færslna sem tækju varla færri en 150 mannár að skrá. Verkefnið væri því mjög stórt og tímafrekt. Listasafn íslands hefur tekið í sína þjónustu kanadískt forrit til að skrá listaverk safnsins. Ólafur Gíslason kynnti möguleika forrits- ins en það býður uppá nákvæma skráningu um verkin auk góðra mynda af hverju verki fyrir sig. Ólafur sagði forritið vera einfalt í notkun og þó það væri ekki ætlað almenningi væri auðvelt að þróa út frá því kerfi fyrir alla sem hægt væri að nálgast á veraldarvefnum. Ekki verður aðeins möguleiki á að skoða listaverk í eigu safna á veraldarvefnum heldur hafa verið settar upp myndlistarsýningar sér- staklega á vefnum en Jón Hörðdal kynnti sýndarveruleikatækni sem hefur verið í þróun hjá dótturfyrir- tæki OZ, Smart VR. Þessi tækni býður uppá möguleika á því að horfa á myndir í þrívídd á tölvuskjá og sýndi Jón sýnishom af mynd- listarsýningu þar sem sá sem við tölvuna situr getur spjallað við aðra sýningargesti, sem einnig sitja við sínar tölvur. Jón sagði að hér væri á ferðinni ný upplifun á myndlist og gæti verið nýr og spennandi kostur í framtíðinni. GALLABUXNA- DAGAR 2 fyrir Kauptu gallabuxur og fáðu aðrar eins fríar Tilboð gildir í viku iil LAUGAVEGI 95, KRINGLUNNI (viö inngang nýju Kringlunnar) Fríður Ólafsdöttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.