Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ n INIQUE 100% ofnæmisprófað Nú er tími til aö fagna því nýjasti kaupaukinn þinn frá Clinique er hjá Snyrtistofu Ágústu. Allt þetta fylgir kaupum á Clinique snyrtivörum fyrir 3.500 kr. eöa meira dagana 18. og 19. nóvember. Komdu og fáöu sex af mest notuðu og vinsælustu Clinique förðunar- og húðvörunum. Allt í handhægri snyrtitösku sem hægt er að taka með sér hvert sem er. Þessi taska er þín án endurgjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Innihald töskunnar er: Dramatically Different Moisturizing Lotion, Facial Soap Mild, All About Eyes, City Base í Soft Vanilla, Different varalitur í Rasberry Glacé og A Smudgesicle í Pillow Talk. Verðgildi töskunnar er 5.000 kr. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Ráðgjafi verður á staðnum 18.-19. nóvemberfrá kl. 13-18. HAFNARSTRÆTI 5 101REYKJAVÍK SÍMI 552 9070 > Landvernd Landsvirkjunar I ÞAÐ er fróðlegt að lesa um og hlusta á yf- irlýsingar virkjana- trúboðsins um „mann og náttúru". Sl. vor lýsti einn frambjóða- ndinn því yfir á Norð- urlandi eystra: „Að Mývetningar og þar með starfslið Kísilgúr- verksmiðjunnar við Mývatn, væru hluti af lífríki Mývatns", hluti af lífkeðjunni. For- stjóri Landsvirkjunar tekur í sama streng í viðtali við Morgun- blaðið 27. júní sl. Þar segir „maðurinn er hluti náttúrunnar ... og þarf að um- gangast hana þannig að hann skili henni betri en hann tók við henni“. Hér á forstjórinn líkast til við, að með því að nýta ósnortna náttúru á þann hátt sem Landsvirkjun gerir, verði náttúran „betri“. Báðir þessir einstaklingar tala hér um gamalt deilumál, sem kom upp með kenningum Destuit de Tracys - Élements d’ideologie, 1801-1805 - þar sem hann hélt því fram að maðurinn væri hluti nátt- úrunnar og þar með ættu öll fræði um manninn að flokkast til dýra- fræðinnar. „Ideologie" hefur verið þýtt á íslensku sem hugmynda- fræði. Karl Marx fjallaði síðan um hugtakið í „þýsku hugmyndafræð- inni“ 1846. Hugmyndir hans um stöðu mannsins féllu að kenningum de Tracys, að maðurinn væri dýra- tegund innan dýraríkisins undir- orpinn nauðung nauðsynjarinnar. Frambjóðandinn og forstjóri Landsvirkjunar virðast báðir rök- styðja mat sitt á náttúrunni, á stöðu mannsins sem skepnu. Sem hluti af náttúrunni er maðurinn ófær um að leggja mat á fyrirbrigðið sem hann er hluti af. Hann er undirokaður af þeiiri „nauðung nauðsynjarinnar" sem móta öll viðbrögð hans sem dýrs. I þeirri stöðu er maðurinn því ófær um að meta nátt- úruna utan frá eða með tilliti til smekks eða fegurðarskyns. Slík náttúrufyrir- brigði eru því gjör- samlega sneydd þvi sem kallað er smekkur eða skilningur á sér- leika náttúrunnar og því listaverki sem ósn- ortin náttúra er, hvað þá viðhorfum sem skáldið dregur upp af víðernum Islands, heildarmynd þeirra: „Hvítan jökul svartan sand söng í hlíðum grænum." Þessi heildar- mynd ósnortinna víðerna, útlistun þeirra í kvæðum og tónum bestu skálda þjóðarinnar og listmálara er forstjóra Landsvirkjunar óskiljan- leg enda ski'ifar hann í áðurnefndu viðtali: „Ég er ósáttur við að menn séu (þ.e. skáldin og fleiri) að leika sér með gildishlaðin hugtök eins og ósnortin víðerni án þess að vita hvað þau merkja.“ Hér kemur fram viðhorf þeirra sem telja sig vera hlut lífríkis og náttúru, eins og hver önnur Guðs skepna og jafnframt að skyn hennar og mat sé ekki „gildis- hlaðið" eins og skyn og mat bestu skálda og höfunda íslenskra. Hvað þá varðandi alla mennska sköpun í listum og menningu. Hér er komið að viðhorfum sem siðmenntað fólk nefnir „smekk“ og það „kategor- íska imperativ" Kants, en án þessa hvors tveggja fær ekkert mennskt samfélag staðist. „De gustibus non est disputandum" um smekk ber Umhverfismál Ömurleg fyrirbrigði láta á sér kræla um „nýtingu auðlinda“, segir Siglaugur Brynleifsson, sem þýðir viðvarandi barbarisma og af- skræmingu landsins. ekki að ræða né heldur um skilyrð- islausar siðakröfur. Skoðanabræður frambjóðandans og forstjórans eru margir, sem er ekki óeðlilegt, maðurinn var nú í ár- daga eitt af dýrum náttúrunnar og hefst upp sem maður þegar hann aðskilur sig dýrheimum með þeirri þróun og líkast til stökkbreytingum heilabúsins sem mótar menningar- sögu mannsins. En þrátt fyrir þetta markaði hin frumstæða erfð sögu mannanna. Nú á dögum birtist þessi frumstæða erfð í búralegum nýtingarhugmyndum einstaklinga, sem hafa ekki komist af stigi hálfs- iðunarinnar. Þetta kemur glöggt í ljós í massabyltingum, þegar undir- djúpin rísa og rúsa allt það sem er grundvöllur siðaðs samfélags. Öm- urleg fyrirbrigði láta á sér kræla og það heldur betur í talinu um „nýt- ingu aðlinda" sem þýðir viðvarandi barbarisma og afskræmingu lands- ins. Um þessi efni er nú tekist á og eigast þar við siðmenningaröflin og öfl hálfsiðunarinnar. Höfundur er rithöfundur. Börnin okkar Siglaugnr Brynleifsson Mikið úrval af Ijósum Verð kr. 19.400 Verð kr. 28.900 Verð kr. 8.750 GLÓEY ehf. Tiffanys lampar mikið úrval, gott verð. Snerti- lampar verð frá kr. 4.550 Blóma- ljós, margar gerðir. Ármúla 19 - Sími 568 1620 ÞAÐ á ekki að draga úr dagvistun- arþjónustu með lok- un gæsluvalla fyrr en hægt er að bjóða þeim börnum dvöl á leikskólum sem á þurfa að halda. I dag ríkir mikil óvissa í dagvistunar- málum, sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu. Astandið er óviðunandi fyrir börnin okkar, fyrir foreldra og starfsfólk leikskólanna. Þetta er hinsvegar ekki einfalt mál sem auð- velt er að greiða úr í einni svipan. Og það leysir engan vanda að út- nefna einhvern einn sökudólg. Það þarf að bregðast við vanda- málinu og það strax - og við þurf- um öll að vinna að lausn vandans. I sumar var gefin út ný nám- skrá fyrir leik- og grunnskóla. Þar stendur skýrum stöfum að leikskólinn sé fyrsta skólastigið. Það er mjög jákvæð þróun sem vert er að styðja. Því er eðlilegt að fara fram á að Leikskólar Reykjavíkur og borgaryfirvöld skýri frá hvernig eigi að fram- fylgja þessari stefnu. Og hvaða lausnir sjá yfirvöld á vandanum í dag - og líka til lengri tíma litið? Grundvallarspurning sem við öll verðum að taka afstöðu til er: Hvernig þjóðfélag viljum við? Hvernig viljum við búa að börn- um okkar og fjölskyldum þeirra? Við megum ekki gleyma því að börnin eru mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Höfðu ekki allir flokkar fjölskyldumál ofarlega á stefnuskrá sinni fyrir kosningarn- ar? Hvaða lausnir sjá þeir á dag- visjtunarvandanum nú? I Fossvogshverfi verður gæslu- vellinum við Dalaland lokað fyrir fullt og allt 15. nóvember. Þó er börnum á leikskólaaldri að fjölga í hverfinu og biðljstar leikskól- anna hafa lengst. Á meðan beðið er eftir leikskólaplássi hefur verið hægt að nýta sér þjónustu dag- mæðra og gæsluvalla. Er ætlunin að skerða þá þjónustu enn frek- ar með lokun fleiri gæsluvalla? Nú hafa um 300 manns skrif- að undir mótmæli við lokun gæsluvallarins við Dalaland. Hvern- ig ætla Leikskólar Reykjavíkur að bregðast við því? Það að loka gæslu- völlum á meðan ekki er hægt að uppfylla þörfina fyrir leik- skólapláss er einung- is tilfærsla á vandan- um en ekki lausn. Gæsluvellir koma aldrei í stað leikskóla en geta verið kærkom- inn staður fyrir börn að fá útrás fyrir leik og félagsskap jafnaldra Dagvistunarþjónusta Pað á ekki að draga úr dagvistunarþjónustu með lokun gæsluvalla, segir Birna Baldurs- dóttir, fyrr en hægt er að bjóða þeim börnum dvöl á leikskólum sem á þurfa að halda. þegar annað býðst ekki. í okkar nútímaþjóðfélagi tel ég æskilegt að börn, frá a.m.k. tveggja ára al- dri, fái tækifæri til að efla þroska sinn með dvöl á leikskólum. Það á því ekki að draga úr dagvistunar- þjónustunni með lokun gæslu- valla fyrr en hægt er að bjóða þeim börnum dvöl á leikskólum sem á þurfa að halda. Birna Baldursdóttir Höfundur er rnóðir (Fossvogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.