Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 71

Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 71 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍQ frumsýnir spænsku gamanmyndina Torrente eftir Santiago Segura um lögreglumanninn Torrente í Madríd. Torrente hinn ógurlegi Frumsýning LÖGLEGLUMAÐURINN Torr- ente (Santiago Segura) er föður- landsvinur, fasisti, kynþáttahatari, drykkjurútur og kvenhatari auk þess sem hann heldur með fótbolta- liðinu Atlético de Madrid. Hann býr ásamt föður sínum í óhrjálegri íbúð. Hann gefur föður sínum grautarhroða í matinn og neyðir hann til þess að sitja í hjólastól svo þeir geti fengið sem mest úr úr fé- lagsmálayfirvöldum. Dag einn þegar Torrente hefur verið hent út af uppáhalds veitinga- staðnum sínum (hann skuldar þar formúu) sest hann niður á kín- verskum stað en þess er ekki langt að bíða aðhonum verði vísað þaðan út líka. í hefndarskyni ákveður hann að rannsaka staðinn nánar og kemst á slóðir eiturlyfjasmyglara. Pannig er söguþráðurinn í spænsku gamanmyndinni Torrente sem Háskólabíó frumsýnir. Höf- undur hennar og sá sem fer með að- alhlutverkið er Santiago Segura en hann er fæddur í Madrid árið 1964 og lagði stund á listnám í háskóla. Hann er kunnur skemmtikraftur á Spáni og hefur unnið til verðlauna sem slíkur en Torrente er fyrsta bíómyndin hans í fullri lengd; hann hefur leikið í nokkrum myndum þar á meðal Perdita Durango. Með önnur hlutverk í myndinni fara Javier Camara, Chus Lampreave, Nú heitir hann Listamaðurinn EINN er sá listamaður í heimi hér sem verður að teljast manna óút- reiknanlegastur og sum- ir ganga jafnvel svo langt að telja hann ekki mann yfirhöfuð. Enn og aftur hefur listamaðurinn Prince, sem þekktur er íyrir nafnabreytingar sínar breytt um nafn og ákveðið að kalla sig héð- an í frá aðeins Lista- manninn (e. The Artist). Hann gaf sína fyrstu plötu undir því nafni út á dögunum sem ber nafnið Rave Un2 the Joy Fantastic. Hann hélt útgáfutónleika í Hafmeyju-leikhús- inu í London og bauð aðeins fáum útvöldum að hlýða á söng sinn en samkvæmt heimildarmanni sem varð þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið var Listamaðurinn í góðu formi og lék listavel. Listamaðurinn gaf út plötuna Tony Leblanc og Neus Asensi. Lögreglumaðurinn Torrente er hugarfóstur Santiago Segura. „ToiTente er aumkunai-verður maður,“ segir kvikmyndagerðar- maðurinn. „I honum rúmast helstu ókostir mannskepnunnar, hann er hreinasta skepna. Hann er allt það sem við fyrirlítum, allt það sem við sækjumst ekki eftir að vera, allt það sem við óttumst að verða.“ Segura segist hafa mest yndi af gamanmálum af öllu tagi. „Ég hef reynt að setja fram þjóðfélags- gagnrýni og ég hef reynt að leggja áherslu á raunsæi en fyrst og fremst hef ég lagt áherslu á að fá fólk til þess að hlæja. Að mínu viti er góður húmor kjarninn í allri skynsemi og það sem skilur okkur frá dýrum. Allar gerðir gamansemi eiga við mig, frá algjörri aulafyndni til sérlega vandaðra brandara. Hláturinn er ómetanlegur. Santiago Segura hefur gaman af myndum Berlanga og sérstakt dá- læti á spænskum gamanmyndum sjötta áratugarins, og einnig mynd- um Dino Risi, Moncellini, Fellini og Lögreglumaðurinn Torrente er föðurlandsvinur, fasisti, kynþátta- hatari, drykkjurútur og kvenhatari. bandarískum söngleikjum. „Pað má finna áhrif frá öllu þessu í mynd minni. En ef áhorfandinn viridlega einbeitir sér er allt eins víst að hann sjái áhrif frá Martin Scorsese og öðrum leikstjórum (og kannski ekki). Framleiðandi myndarinnar er Andres Vicente Gomez en hann hefur framleitt kvikmyndir á Spáni í þrjá áratugi og unnið með leik- stjórum á borð við Orson Welles, Femando Trueba, Pedro Almodov- ar og Carlos Saura. ■ Purple Rain árið 1980 og sló þá rækilega í gegn. „Pað er ótrúlegt hve auðvelt er að endur- skapa sjálfan sig,“ sagði hann í viðtali við Reuters á dögunum. „Þú verður að leggja traust þitt á Guð. Guð gaf það svar að ég ætti að skipta um nafn,“ bætti hann við en reglulega les hann ásamt bassaleikaranum Larry Graham jr. í Biblíunni. Tónleikagestir þurftu að bíða um hríð áður en Listamaðurinn steig á svið og sumum var nóg boðið þegar öryggisverðir tilkynntu að ef ein- hver myndi taka tónleikana upp yrði hann kærður en Listamaður- inn hefur staðið í miklum málaferl- um undanfarið vegna sölu á tónlist hans á Netinu svo skiljanlega er hann ögn taugaveiklaður. JDY Aldamót Toppur 2290 Pils 5690 ■ Laugavegi 97 - Kringlunni VERO MODA Gunmá Tilvalið í bílskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.