Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun halda áfram Hart deilt um fyrirhugaðar virkj unarframkvæmdir Áfram var tekist á um þingsályktunartil- lögu iðnaðarráðherra um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun á Alþingi í gær. A fímmta tug þingmanna hefur tekið þátt í umræðunum og augljóst er að sitt sýnist hverjum. Kom meðal annars í ljós að tveir stjórnarþingmenn eru hlynntir því að virkjunin verði send í lögformlegt um- hverfísmat en einn þingmanna Samfylking- ar hefur fylkt liði með stjórnarflokkunum. Morgunblaðið/Sverrir Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hélt áfram í gær en hún hófst að morgni þriðjudags. VIÐ upphaf þingfundar í gær kvaddi Sveirir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sér hljóðs um fundarsköp þingsins og sagði ekkert vit í því að þetta mál væri tekið á dagskrá. Sagði hann að þótt leyfí til virkjunar Jökulsár í Fljótsdal væri undanþegið lögunum um mat á umhverfisáhrifúm þá væri þingheimur það ekki, enda þar um gildandi lög að ræða. Hann og þing- heimur allur ætti því heimtingu á að öll lögboðin gögn lægju fyrir í mál- inu áður en honum væri ætlað að taka afstöðu í málinu. Fór Sverrir fram á að umræðu yrði frestað og þingforseti boðaði til fundar með þingflokksformönnum um þetta mál, og tóku bæði Rann- veig Guðmundsdóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingar, og Ógmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, undir þá ósk. Sagði Rannveig að af máli forsætisráðherra og annarra stjórn- arþingmanna á miðvikudag hefði mátt ráða að þeir ætluðu Alþingi að meta umhverfisáhrif sem væri al- gerlega óviðunandi. Það væri í verkahring skipulagsstjóra. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra tók þessum málatilbúnaði stjómarandstöðunnar fálega og sagði að verið væri að fjalla um mál- ið á grundvelli gildandi laga. Einnig kvaddi Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sér hljóðs og sagði stjórnarandstöðuna aðeins vera að reyna að finna sér nýjar leiðir til að koma sér út úr þeim ógöngum sem hún væri komin í. Þessi tilraun miðaði einungis að því að eyðileggja málið. Náttúran njóti vafans Enga fengu stjórnarandstæðing- ar frestunina og kom m.a. fram í máli þingforseta að fyrir lægi sam- komulag milli flokka um hvemig að umræðunni yrði staðið. Var því næst gengið til dagskrár og sté Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, þá í pontu og benti í upphafi á að lög um mat á umhverfisáhrifum væm sett til að hindra umhverfis- spjöll, tryggja að náttúra nyti vafans, sem og andmælarétt al- mennings. Hún sagði virkjunarleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun liggja fyrir og að það væri í gildi. „Ég get ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri," sagði Katrín. Hún kvaðst hins vegar ekki viss um að rétt væri að fela þingmönnum að taka ákvörðun í málinu fremur en fræðimönnum og sérfræðingum Skipulagsstofnunar, síst með þeim hraðlestri sem þingmönnum var ætlaður til verksins. „Það er mat slíkra sérfræðinga á skýrslu Lands- virkjunar sem beðið er um,“ sagði Katrín. „Pólitískur stuðningur frá Alþingi hefur visst vægi,“ sagði Katrín, „en einungis ef tryggt er að við þing- menn fylgjum sannfæringu okkar, eins og við höfum heitið, og þorum að láta hana koma fram. Og ég er ekki viss um að það sé tryggt nema við getum skoðað málið í nægilega víðu samhengi. Þess vegna þurfa all- ar upplýsingar að koma fram.“ Katrín sagði ekki hægt að áætla sem svo að núverandi áætlanir væru réttlætanlegar einungis vegna þess að þær myndu hafa í för með sér minni skaða fyrir umhverfið heldur en upprunalegar áætlanir. Benti hún á að sú framkvæmd að sökkva Eyjabökkum nægði ekki fyrir þeim 120 þúsund tonnum sem gert væri ráð fyrir að álver á Reyðarfirði þyrfti. „Séu fyrir því haldbær rök að byggja álver á Reyðarfirði, sem ég dreg þó í efa af ýmsum ástæðum, þá eru fleiri valkostir til en þeir að sökkva verðmætu gróðurlendi á borð við Eyjabakka. Eyjabakkar eru nefnilega votlendi sem uppfyllir öll þau skilyrði um verndun sem krafist er samkvæmt alþjóðasamn- ingum sem við eigum aðild að.“ Spurði hún í framhaldinu hvort menn teldu ef til vill að það hefðu verið mistök að setja lög um mat á umhverfisáhrifum. „Þau lög byggja reyndar á tilskipun frá Evrópusam- bandinu og því varð ekki hjá þeim komist, sem betur fer,“ sagði hún. Hins vegar hefðu íslendingar ekki enn endurskoðað þessi lög eins og ný tilskipun ESB gerði ráð fyrir vegna hnökra sem komið hefðu upp. Katrín kvaðst telja það grundvall- aratriði að öll leyfi þyrftu að liggja fyrir áður en ráðist væri í fram- kvæmdir. Virkjunarleyfi lægi að visu fyrir og væri í gildi en fram- kvæmdaleyfi væri ekki fyrir hendi því rétt eins og kæmi fram í greinar- gerð þingsályktunartillögunnar lægi ekki fyrir leyfi Fljótsdalshrepps. „Þetta hlýtur að þýða það að framkvæmdaleyfið fyrir þeirri fram- kvæmd sem hér er ætlað að fara í, og veita skal skv. skipulags- og byggingarlögum, ekki lögum um mat á umhverfisáhrifum, heldur skipulags- og byggingarlögum, af þartilbærum yfirvöldum, sem eru sveitarstjóm Fljótsdalshrepps, það leyfi liggur ekki fyrir. Og dagseting þess leyfis er þess vegna ekki fyrir setningu laga um mat á umhverfisá- hrifum heldur mun þá koma á þess- um tímapunkti núna, og heyrir þess vegna undir lög um mat á umhverf- isáhrifum." Katrín sagði þetta lögfræðilegt álit sem hún hefði aflað sér frá Aðal- heiði Jóhannsdóttur lögmanni. „Mér finnst þetta vera það veigamikið inn- legg í þessa umræðu að ég treysti mér ekki, sitjandi í umhverfisnefnd þingsins, að afgreiða þaðan þau mál sem þar koma inn nema þetta álit verði eitt af gögnum málsins og komi þar inn.“ Sagði hún lögmann þennan draga í efa réttmæti þess að undanþiggja Fljótsdalsvirkjun lögum um mat á umhverfisáhrifum. Kvaðst hún í öllu falli telja að hér væri um lögfræði- legt álitaefni að ræða og það væri einungis dómstóla að meta þau. Það gætu einstakir ráðherrar eða þing- menn ekki gert. Of mörg egg sett í eina körfu Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var næstur á mæl- endaskrá og kom fram í máli hans að hann teldi óskynsamlegt að ráð- ast í svo stóra framkvæmd sem Fljótsdalsvirkjun því þótt um 700 til 800 ársverk hlytust af álverinu í Reyðarfirði þyrftu menn ekki síður að huga að fjölbreytni starfa og eðli þeirra. „Finnst mönnum líklegt að það gerist, að menn flytji aftur til að fá starf í álveri? Ég held ekki. Allavega hefði ég nú haldið að það þyrfti að gera á þessu athugun, að það þyrfti að gera á þessu könnun, hver séu líkleg byggðaáhrifin, hvað gerist varðandi fólksflutninga. Ég hefði haldið að það þyrfti að kanna þetta,“ sagði Ögmundur. Velti hann því fyrir sér hvort það væri til gagns í svo litlu byggðarlagi að flytja þangað eitt stærsta álver heimsins, þar sem fjórðungur af öll- um íbúum kæmi til með að starfa í tengslum við álverið. „Samkvæmt mínum skilningi er verið að setja alltof mörg egg í eina körfu." Taldi Ögmundur ennfremur að um glæfraspil væri að ræða frá efnahagssjónarmiði. Norsk Hydro hefði nefnilega unnið sina heima- vinnu og fallið frá áformum um að taka þátt í fjármögnum virkjunar og álvers og í staðinn ætluðu stjórnvöld að leggja lífeyrissjóði landsmanna í Ki;fíS littí li % jii 1 <1* m ALÞINGI þetta gífurlega stóra verkefni, álver sem kostaði 120 milljarða króna. Þetta væri fullkomið ábyrgðarleysi í efnahagsstjórn landsins. I andsvörum gerði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylk- ingar, athugasemd við þau orð Ög- mundar að fyrirhugaðar fram- kvæmdir væru vanhugsaðar frá byggðalegu sjónarmiði. Illþolanlegt væri að menn skyldu alltaf vilja hafa vit fyrir Austfirðingum í þessu máli. „Nú er mál að linni, nú er mál að við fáum að sjá framkvæmdir sem hafa einhveija möguleika á því að snúa þessari byggðaþróun við sem við höfum alltof lengi þurft að búa við.“ Hvernig á að leysa vanda annarra landsvæða? Fram kom í ræðu Sturlu D. Þor- steinssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, að hann teldi að lýðræðis- lega væri staðið að veitingu virkjun- arleyfa á íslandi. Sagði hann alveg rangt að stjórnarþingmenn hefðu orðið fyrir þrýstingi í þessu máli, þeir einu sem hefðu reynt að beita þrýstingi væru andstæðingar Fljóts- dalsvirkjunar. Enníremur væri rangt að almenningur hefði ekki haft tækifæri til andmæla í málinu. Kvaðst Sturla telja að þótt röskun yrði vissulega á Éyjabakkasvæðinu þá vægju atvinnu- og byggðamálin þyngra sem af virkjuninni hlytust. Isólfur Gylfi Pálmason, þingmað- ur Framsóknarflokks, kom næst í pontu og sagði að það væri sönnun á því að rétt væri að þessu máli staðið af hálfu stjórnarflokkanna hversu margir tækju þátt í umræðum, hátt á fimmta tug þingmanna. ísólfur Gylfi sagði hér reyndar um eldfimt mál að ræða, en að þeir eldar hefðu dvínað er á hefði liðið umræður. Málið væri jafnframt við- kvæmt, einkum af því að margir nú- verandi stjórnarandstæðinga hefðu á sínum tíma komið að stóriðjumál- um en vildu nú þvo hendur sínar af virkjunaráformum í Fljótsdal. Samningar við Norsk Hydro í hættu? Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, harmaði að ríkis- stjórnin skyldi ekki hafa gripið tæki- færið sumarið 1998 til að setja virkj- unina í lögformlegt umhverfismat eins og þáverandi umhverfisráð- herra hafði orð á. Sú töf hefði valdið þeim klofningi sem nú væri meðal þjóðarinnar í þessu máli. Kristján sagðist hins vegar ekki andsnúinn byggingu álvers í Reyðarfirði, það gæti hann ekki verið sem lands- byggðarmaður enda væri óumdeil- anlega verið að skapa fjölda starfa með slíkri byggingu. „Ég segi h'ka að það mælir með þessari framkvæmd að það eigi ekld að virkja á stóijarðskjálfasvæðinu hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Kristján. Hann hefði verið andvígur álveri ef átt hefði að staðsetja það á suðvesturhominu. Kristján tók þó skýrt fram að hann hefði viljað að virkjunin færi í lögformlegt umhverf- ismat og benti aukinheldur á að álver á Austurlandi leysti ekki byggða- vanda neins nema Mið-Austurlands. Spurði hann hvemig ætti að leysa vanda annarra svæða, myndu stjómvöld t.d. beita sér fyrir jai’ð- gangagerð milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar til að bæta atvinnuskil- yrði á Norðurlandi? Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra sagði í andsvari að engin töf hefði orðið í þessu máli eins og þing- menn Samfylkingar hefðu gefið til kynna. „Það sem við stöndum hins vegar frammi fyrir, viljum við tefja málið núna á næstunni, þannig að við getum ekki gengið til þeirra samninga sem eru framundan við Norsk Hydro. Ef þingmenn Sam- fylkingarinnar vilja senda þetta í lögformlegt umhverfismat, eins og þeir segja hér, þá liggur fyrir að það verður ekki gengið til samninga við Norsk Hydro, svo einfalt er málið.“ Skylda Alþingis að bregðast ekki trausti almennings Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, lagði áherslu á að það væri skipulagsstjóra að meta fmmmatsskýrslur eins og þá, sem Landsvirkjun hefur lagt fram, ekki þingmanna. Sagði hún enda heldur óhklegt að þingmönnum tækist að fá hver annan til að skipta um skoðun í þessu máli. Fulltrúar Skipulags- stofnunar væru þeir sem lagt gætu óhlutdrægt mat á skýrslu sem þessa. Sagði hún það lítilsvirðingu við al- menning að gera lítið úr því að fólk þekkti ekki innihald laga um mat á umhverfisáhrifum, þjóðin treysti því nefnilega að lögin væru góð og það væri skylda löggjafarsamkundunnar að bregðast ekki því trausti. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs í annað sinn og velti því fyrir sér hvort ekki væri einfaldlega heppi- legast að láta Norsk Hydro róa, hlutur fyrirtækisins við fjármögnun væri hvort eð er svo lítill. Eðlilegt væri að menn spyrðu hvort Islend- ingar ættu ekki aðeins að standa einir að framkvæmdinni, ef ráðast ætti í hana á annað borð. Steingrímur sagði tvenn mjög slæm mistök hafa verið gerð. Fyrir það fyrsta hefði Jón Sigurðsson, þá- verandi iðnaðarráðherra, gefið út ótímabundin virkjunarleyfi árið 1991 þegar eðlilegra hefði verið að gefa slíkt leyfi til fimm ára. Jafn- framt hefðu það verið mistök hjá Al- þingi að hafa ekki búið þannig um hnútana að umrædd bráðabirgðaá- kvæði í lögum um umhverfismat giltu aðeins í skamman tíma, þannig hefði mátt koma í veg fyrir að menn notuðu sér það sem skálkaskjól nú. Segir ríkissijórnina hafa uppi forneskjuleg viðhorf Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokks og formaður umhverfisnefndar Alþingis, tók næstur til máls og gerði í upphafi að umtalsefni þá skefjalausu nytja- stefnu sem áður fyrr hefði ríkt, þeg- ar menn skeyttu engu um áhrif ákvarðana sinna og athafna á um- hverfið. Sem betur fer hefðu sjónar- mið þó breyst mjög á síðari tímum, og ný lög hefðu t.d. verið sett. Ólafur lagði áherslu á að núver- andi ríkisstjórn hefði tekið þátt í þessum breytingum af fullri alvöru. Því miður hefði hún hins vegar í þessu máli hörfað inn á örlítinn reit þar sem hún verðist öllum rökum. Hún hefði dregið inn forneskjuleg viðhorf og hygðist koma sér undan því að hlíta þeim leikreglum sem menn hefðu sett sér. Ólafur kvaðst skipa sér í þann hóp manna sem vildi ekki sökkva Eyja- bökkum nema fyrst færi allavega fram mat á umhverfisáhrifum, þótt reyndar tæki Ólafur fram að hann myndi alltaf sjá á eftir þessu svæði. Rakti hann síðan það náttúru- og dýralíf sem hér væri í húfi. Sagði hann ómetanleg náttúruverðmæti fara forgörðum ef ráðist væri í virkj- un á Eyjabakkasvæðinu. Ólafur sagðist ekki sammála þeim sem hælt hefðu skýrslu Landsvirkj- unar í hástert. Á henni væru ýmsir vankantar, hún væri hlutdræg að mörgu leyti, þótt nota hefði mátt hana sem frummatsskýrslu í því lög- formlega umhverfismati sem lög um mat á umhverfisáhrifum kvæðu á um. Sagði hann höfuðatriði að al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.