Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 13 FRÉTTIR Prenttæknistofnun og Rafíðnaðarskólinn í samstarfí Standa að stofnun Margmiðlunarskóla Morgunblaðið/Sverrir Guðbrandur Mag-nússon, formaður skólastjórnar Margmiðlunarskól- ans, og Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifa undir sanming um stofnun skólans. PRENTTÆKNISTOFNUN og Raf- iðnaðarskólinn hafa stofnað nýjan skóla, Margmiðlunarskólann, en þessir aðilar hafa boðið upp á nám í margmiðlun. „Þetta er eflaust dýr- asta nám sem hægt er að bjóða í dag,“ sagði Jón Arni Rúnarsson, skóla- stjóri. „Náminu fylgir mikill tækja- búnaður, þar sem mai'gmiðlun spann- ar svo breitt svið. Við eigum að vinna með tölvutækni, gi'afík, hljóð og mynd og til þess að þetta vinni saman þarf mjög dýr tæki. Það var því báð- um aðilum ofviða að halda úti öflugum skóla, sem yrði í forustu í margmiðlun á Islandi. Því vai' ákveðið að stofna nýjan skóla, sem ekki félli undir hús- næði Rafiðnaðarskólans né Prent- tæknistofnunar.“ Guðbrandur Magnússon, verðandi formaður stjómar Margmiðlunar- skólans, sagði mikilvægt að tekist hefði samstarf prent- og rafiðnaðar um rekstur Margmiðlunarskólans. „Breytingai- á tækni og starfsum- hvei-fi hafa leitt til þess að þessar tvær starfsgreinar eiga meira sam- eiginlegt en áður. Störf skarast í rík- ari mæli en áður og því er nauðsyn- legt að prent- og rafiðnaðurinn vinni saman að námi í margmiðlun til þess að undirbúa atvinnulífið fyrir frekari breytingar á þessu sviði í framtíð- inni,“ sagði Guðbrandur. Jón sagði að tilgangurinn með stofnun skólans væri að svara þörf og örva nýsköpun í atvinnulífinu. Jafn- framt væri nýi skólinn byggður á þeim sérþekkingu og þeim árangri sem skólamir hafa náð hvor á sínu sviði. „Innlegg í þekkingu í búnaði og hugmyndum mun nýtast mun betur einum skóla heldur en tveimur," sagði hann. Boðið er upp á tveggja ára nám í nýmiðlun, en undir hana falla margm- iðlun, vefmiðlun, hljóð- og mynd- vinnsla og verða 30 nemendur teknir inn á hverri önn. „Markmiðið er fyrst og fremst að útskrifa hæft fólk til að starfa í at- vinnuumhverfinu og til að sinna nýs- köpun í atvinnulífinu," sagði Jón Ámi. „Væntanlega verða inntökuskilyrð- in þau að nemendur verða að vera sæmilegir notendur á tölvur eða hafa unnið í umhverfi sem tengist marg- miðlun. Sá sem lýkur svona námi á að vera hæfur til að fara með sín gögn og upplýsingar hvort sem er á prentmið- il, margmiðil, sjón- eða hljóðmiðil.“ Auk tveggja ára náms verður boðið upp á styttri námskeið sem tengjast margmiðlun, upplýsinga- og tölvu- tækni og gagnavinnslu. „Skólinn mun því einnig sinna þeim nemendun sem vilja stytti’a nám, endurmenntun og símenntun," sagði Jón Arni. Verulegar endurbætur á húsnæði Alþingis á næsta ári 98 milljónir til breytinga Nefndir og þingflokkar verða til húsa í nýbyggingu við Austurvöll. MEÐAL tillagna um breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt- ar voru í gær var tillaga um að veittar verði 98 milljónir króna til Alþingis vegna innréttinga og breytinga á húsnæði sem Alþingi hefur nýlega tekið á leigu í Austurstræti. Um er að ræða húseignirnar Austurstræti 8, sem er nýbygging, og hluta samliggj- andi húseignar, Austurstrætis lOa. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að mikil uppstokkun verði á húsnæðismálum Alþingis í kjölfar þess að hluti starfseminnar verður fluttur í hið nýja húsnæði í Austurstræti. Nýja húsnæðinu er fyrst og fremst ætlað að hýsa starf- semi fastanefnda Alþingis sem og nefndasviðs sem annast þjónustu við nefndirnai' auk þess sem þar verða skrifstofur þingmanna. I kjölfar þessara flutninga þarf að lagfæra og endurbæta eldra húsnæði Alþingis og er lagt til í breytingartillögu meirihlutans að til þess verði varið 15 milljónum króna. Friðrik segir að meta þurfi stöð- una í húsnæðismálum Alþingis alveg upp á nýtt í kjölfar flutninganna í Austurstræti. I breytingartillögunni er einnig gert ráð fyrir 60 milljóna kr. framlagi til framkvæmda á alþingisreit. Framkvæmdum við byggingu skála verði frestað til haustsins 2000 vegna þenslu. Fjái'veitingunni á að veija til að loka grunni skálans og lagfæra umhverfið til að reiturinn verði í for- svaranlegu ástandi á næsta ári. Aðgerðir gegn losun gróður- húsalofttegunda undirbúnar TILLAGA umhverfisráðhen-a um undirbúning aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var samþykkt á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag. Stefnt er að því að drög að nýrri framkvæmdaáætlun, fyrir tímabilið 2001-2005, verði lögð fyrir ríkisstjórn næsta haúst. Núverandi framvæmdaáætlun um hvernig draga eigi úr losun gróður- húsalofttegunda og hvernig auka eigi bindingu þeirra á komandi tíma- bili rennur út í lok ársins 2000. Nýja framkvæmdaáætlunin byggist á stefnu ríkisstjórnarinnar um að Is- land gerist aðili að Kyoto-bókuninni þegar fyrir liggur viðunandi niður- staða og lausn á sérmálum Islands. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, segir að mikilvægt sé að hefj- ast þegar handa við að móta þá vinnu sem mun eiga sér stað í næsta áfanga. „Að mínu mati er mjög mikilvægt að vinna við stefnumótun næsta áfanga hefjist strax þar sem um er að ræða mjög umfangsmikið starf. Nefnd ráðuneytisstjóra átta ráðu- neyta, undir forystu umhverfisráðu- neytis, mun stýra vinnunni,“ segir umhvei'fisráðherra. Hagrænar aðgerðir Starfshópur á vegum stýrihópsins mun vinna tillögur um aðgerðir til að ná losunarmarkmiðum Kyoto- bókunarinnar á fyrsta skuldbinding- artímabili hennar á árunum 2008- 2012. í stefnumörkuninni verður hugað að því hvaða stjórnvaldsað- gerðir eru vænlegastar til árangurs. Þær aðgerðir sem skoðaðar verða til að draga úr losun eða auka bindingu koltvíoxíðs eru einkum fræðsla og upplýsingagjöf, rannsóknir og þró- un, lög og reglugerðir, frjálsir samn- ingar við atvinnulífið um losunar- markmið, og hagræn stjórntæki svo sem skattlagning, gjaldtaka og við- skipti með losunarkvóta innanlands, eða á milli landa. Fleiri og hagkvæmari kostir munu gefast til þess að standa við skuldbindingar bókunarinnar, að sögn ráðherra, eftir því sem fyrr er hafíst handa við þessa vinnu. Með því eru einstaklingum og atvinnu- lífinu jafnframt sköpuð skilyrði til að nýta tímann til að ná settum mark- miðum á sem hagkvæmastan hátt. - Handunnin sófasett m/3 borðum, aðeins kr. 157.000 - Handunnin húsgögn - Úrval af viðarbörum Úrval gjafavöru Mörg jólatilboð í gangi Opið til jóla kl. 10-21, Sigurstjarna sun. 13-18 Fákafeni (Bláu húsin), sími 588 4545. Skráning nýrra deilda Ævisjódsins hf. á VÞÍ Ævisjóðurinn hf. Útgefandi Ævisjóðurinn hf„ kt: 601097-2579, Laugavegi 170 105 Reykjavík Umsjón og milliganga Fjárvangur hf„ kt: 590789-2089, Laugavegi 170, meðskráningu 105Reykjavík Skráning Skráðar verða 3 deildir Ævisjóðsins hf„ islensk skuldabréf skammtíma, islensk skuldabréf langtíma og islensk hlutabréf. Deildlmarverða skráðar á Verðbréfaþing íslands þann 22.12.1999 Tilgangur skráningar Tilgangur félaglns með skráningu hlutdeildarskírteina á VÞÍ er að auka seljanleika hlutdeildarskírteina félagsins auk þess að bæta upplýsingastreymi til eigenda hlutdeildar- skirteina með því að gangast undir reglur VÞÍ varðandi upplýsingaskyldu útgefanda skráðra verðbréfa Viðskiptavaki Fjárvangur hf. mun í eigin nafni setja fram kaup- og sölutilboð á Verðbréfaþing íslands meðan sjóðurinn er í vörslu fyrirtækisins. Frekari gögn Skráningarlýsingu, samþykktir Ævisjóðsins hf„ ársfjórðungsskýrslur, upplýsingar um ávöxtun ofl. má nálgastá skrifstofu Fjárvangs hf. Laugavegi 170, 105 Reykjavík Þessi auglýsing er eingöngu birt í upplýsingaskyni. fpi^ FJÁRVANGUR lOBGILI VERBBRÉFAFYRIRTAKI Laugavegur 170, sími 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is ENS Nýir sambyggðir kæli- og frystiskáparfrá Siemens. Þeir gerastvart betri! KG 26V20 1981 kælir, 651 H x b x d = 150: KG 31V20 - [Sjá 1981 kælir, 105 H x b x d = 170 65.900 kr KG 36V20 2351 kælir, 1051 frvstir. H x b x d = 186 x SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.