Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Unnið hefur verið að endurbótum á kirkjuklukkunum í Landakot skirkju og Dómkirkjunni á þessu ári og lýkur verkinu fyrir jólin. Asgeir Long var að vinna í Landakotskirkju í gær. Kirkjuklukkur lagfærðar Reykjavík VERIÐ er að laga kirkju- klukkurnar í Landakots- kirkju og Dómkirkjunni um þessar mundir og hafa framkvæmdirnar staðið yfir í nokkurn tíma, en stefnt er að því að þeim ljúki á næstu dögum. „Stóra klukkan í Landa- kotskirkju er um 1.200 kfló og hefur verið í kirkjunni frá upphafi, hinar minni eru aftur á móti yngri, sagði Ás- geir Long, sem unnið hefur við endurbæturnar, en hann hefur flutt inn kirkjuklukk- ur í 40 ár. „Núna erum við að tengja rafmagnið við klukkuna, þetta eru 3 mótorar, hamar og stjórntölva, en í dag er þetta allt tölvustýrt. I Dómkirkjunni var allt tekið í gegn og er því verki að mestu lokið. Ég rafvæddi klukkurnar fyrir um 40 ár- um, en nú var ég m.a. að smíða sjálfvirkan opnunar- búnað á hljómopin, en það eru hlerarnir sem opnast og lokast þegar klukkurnar hringja. Það er um 100 ára gömul lóðarklukka sem drífur gangverkið í Dómkirkjunni áfram og var hún nú endur- nýjuð þannig að hún dugar í að minnsta kosti í 100 ár í viðbót.“ Ásgeir sagði að úrskífurn- ar utan á Dómkirkjunni væru nýjar. „Gömlu úrskífurnar voru gjörsamlega ónýtar þegar farið var að skoða þær og voru því gerðar nákvæmar eftirlíkingar af þeim úti í Belgíu. Einnig voru klukk- urnar sem eru framan á turninum og slá stundar- slögin lagaðar, en allt var þetta gert í nákvæmlega þeirrri mynd, sem það var upphaflega.“ Vélarverkstæði Jóhanns Olafs í Hafnarfirði annaðist mikinn hluta verkanna ásamt Ásgeiri Long. Tennisvellir Laugardalur INNAN skamms hefst jarð- vegsvinna við gerð tveggja tennisvalla í Laugardal. Framkvæmdirnar, sem munu alls kosta 19 m.ki-., eru liður í samningum borgarinnar við íþróttafélagið Þrótt en félagið fékk aðstöðu í dalnum í skipt- um fyrir lóð sína við Sæviðar- sund, þar sem fjölbýlishús ei-u nú risin. Ki-istinn J. Gíslason, verk- efnisstjóri íþróttamála hjá byggingardeild borgarverk- fræðings, sagði í samtali við Morgunblaðið að á svæði Þróttar við Sæviðarsund hefðu verið þiír tennisveilir en samningur félagsins við borgina gerði ráð fyrir að í stað þeirra yrðu gerðir tveir vellir í Laugardal. Vellirnir verða við Val- bjarnarvöll. Lagður verður göngustígur að þeim frá nýja Þróttarhúsinu við gervigras- völlinn. Gróðurbelti skilja tennisvellina frá opnum svæð- um og göngustígakerfi dals- ins. Vegna þess hve djúpt er niður á fast í Laugardalnum er jarðvegsvinnan tímafrek, að sögn Kristins. Grafið verð- ur niður, skipt um jarðveg og sett farg, grúspúði, ofan og síðan settir við það sigmælar, sem mæla hve mikið sígur í jarðvegsfyllunni þegar frost fer úr jörðu næsta sumar. Eft- ir að lesið hefur verið af mæl- unum verður hægt að ákveða framhald framkvæmdanna. Tennisvellir Þróttaranna verða upphitaðir eins og vell- ii'nir við Sæviðarsund. 20 millj. í minjagarð Garðabær FRAMKVÆMDIR við minjagarð í landi Hofsstaða í Garðabæ hefjast í vor, en fundist hafa fornleifar á svæð- inu sem ætlunin er að vernda og hefur bæjarstjórnin ákveð- ið að veita 20 milijónir í verk- ið. Hofsstaðir í Garðabæ er gömul jörð og virðast forn- leifarannsóknir benda til þess að þar hafi verið byggð frá fyrstu tíð íslandsbyggðar. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonai- bæjarstjóra verður svæðið byggt upp í kringum fornminjarnar og er ráðgert að ljúka framkvæmdunum næsta haust. Hann sagði að reynt yrði að gera svæðið sem aðgengilegasþ fyrir almenn- ing þannig að fólk gæti komið þangað til að njóta minjanna og umhverfisins. Hlaðið yrði í kringum minjarnar, sett yrðu upp upplýsingaskilti, sem tengdu minjarnar sögunni, og malbikað. Minjagarðurinn kemur til með að vera hluti af nýjum bæjargarði í Garðabæ, en hann verður umhverfís nýja tónlistarskólann og mun skiptast í þrjá hluta. V atnsleikj agarður Garðabær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að veita 2 milljónir króna í hönnun vatnsleikjagarðar, sem ráðgert er að byggja við sundlaugina í bænum á ár- unum 2002 til 2003, en garð- urinn mun samanstanda af rennibrautum og pottum. Ingimundar Sigurpálsson- ar bæjarstjóri sagði að lengi hefði staðið til að fara út í þessar framkvæmdir, enda væru vatnsleikjatæki nánast orðin staðalbúnaður í öllum helstu sundlaugunum. Að sögn Ingimundar verður einnig hugað að frekar end- urbótum á íþróttasvæðinu á næstu árum. Byggja á geymsluskúr fyrir íþrótta- miðstöðina, sem og bæta lagnakerfið í sundlauginni og þá verður aðstaðan í kringum íþróttamiðstöðina löguð. Tilboð opnuð vegna einkaframkvæmdar við leikskóla og grunnskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilboð í einkaframkvæmd vegna nýs grunnskóla í Áslandi voru opnuð í gær að viðstöddum fulltrúum bjóðenda, embættis- mönnum og bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og skólanefnd. FM-htis ehf. fengu hæstu einkunn fyrir grunnskóla Hafnarfjörður FM-hús fengu hæstu einkunn við mat á tilboðum í einka- framkvæmd við byggingu nýs grunnskóla fyrir um 500 böm í Aslandi í Hafnai*firði. Istak og Nýsir áttu lægsta tilboð í byggingu og rekstur leikskóla við Háholt. Tilboð vegna einkaframkvæmdanna voru opnuð í gær. Hvað varðar grunnskólann var um að ræða tilboð í hús- byggingu og leigu og viðhald húsnæðis og lóðar. M.a. er innifalin umsjón með þrifum og umsjón og viðhald húsnæð- isins, húsgagna og búnaðar, umsjón lóðar, sorphirða og ör- yggisgæsla. Fjórir aðiiar gerðu tilboð í verkið. Tilboðunum var gefin einkunn fyrir ýmsa þætti. Ein- kunnir voru birtar í gær en yf- irferð yfir aðra þætti tilboð- anna en hina fjárhagslegu var lokið fyrir nokkru. Aðilarnir fjórir sem sendu inn tilboð voru: FM-hús'ehf., Nýsir hf. og ístak hf. sameig- inlega, Rekstrarhús, sem er heiti félags sem að standa Verkfræðiþjónusta Magnúsar Bjarnasonar ehf., Búnaðar- banki Islands og fleiri aðilar, og loks Islenskir aðalverktak- ar, Armannsfell og Securitas hf. sameiginlega. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar, deildarstjóra bygginga- deildar H afnaríJ arðarbaij ar, sem starfaði með dómnefnd- inni, var lagt mat á ýmsa þætti í tilboðunum. Gefnar voru einkunnii* fyrir þjónustu, innra skipulag, frá- gang, tæknilega lausnh*, lóð, viðhald, rekstur og umsjón húss. Þessir þættir giltu sam- tals 60%. Fjárhagslegi þátturinn gilti 40%. Heildai-einkunnir bjóð- endanna voru þannig að FM- hús fengu 9,4, Nýsir og ístak fengu 9,2, Rekstrarhús fengu 8,7 og ÍAV, Armannsfell og Seeuritas fengu 8,1. Arkitekt FM-húsa var Bjarni Snæbjörnsson hjá Teiknistofunni ehf., Landmót- un voi*u landslagsarkitektar. Kostnaðaráætlun vegna byggingaiánnai* var 125,2 m.kr. Þar buðu FM-hús 108,239 m.kr., ístak og Nýsir buðu 108,244 milljónir, Rekstrarhús buðu 111,920 m.kr. og ÍAV-Ármannsfell- Securitas buðu 130,548 m.kr. í byggingarkostnað. Sigurður sagði að næsta skref í málinu yi*ði að fara nán- ar yfir tilboðið áður en ákvörð- un yrði tekin en að því væri stefnt að ganga til samninga við þann aðila, sem fékk hæstu einkunn. Bærinn ætlar sér 6 vikur til að fara yfir tilboðin. Stefnt er að því að fyrsti áfangi skólans verði tilbúinn haustið 2001 og skólinn verði fullbúinn 2002. í skólanum verða 2 bekkjardeildir í hverj- um árgangi en möguleiki á þremur deildum í yngstu bekkjum. Nemendur verða 400-500 talsins. fstak og Nýsir buðu lægst í leikskóla I gær voru einnig opnuð til- boð í einkaframkvæmd við byggingu og rekstur fjögurra deilda leikskóla fyrir 90 börn við Háholt í Hafnarfirði. Út- boðið var miðað við verðlauna- teikningu Albínu Thordarson frá því í samkeppni á síðasta ári og er verkfræðihönnun hússins lokið. Þrjú tilboð bárast að loknu forvali. ístak og Nýsir buðu sam- eiginlega 21,1 m.kr. FM-hús ehf. buðu 23 m.kr. Byggða- verk hf. og Hjallastefnan ehf. buðu 37,8 m.kr. sameiginlega. Kostnaðaráætlun var um 18,5 m.kr. og segir Sigurður frávik frá kostnaðaráætiun skýrast af því að áætlanagerð var ekki jafnnákvæm og ef bærinn hefði haft í huga að byggja húsið sjálfur. Skólinn er fullhannaður og tiiboðin miðast við að aðili byggi og eigi leikskólann en bærinn greiði leigu í 25 ár. Byggingaraðilinn sjái jafn- framt um viðhald húsnæðis og lóðar, þrif, öryggisgæslu, sorphh’ðu og fleira. Tilboðin verða nú yfirfarin og send bæjaryfiivöldum til ákvörðun- ar en stefnt er að því að taka leikskólann í notkun í desem- ber árið 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.