Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Miklar gengishækkanir á hátæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum Allt að 500% verð- hækkun Gengi hátæknifyrirtækja á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, hefur hækkað mjög ört á undanförnum vikum. Dæmi eru um að gengi sænskra netfyrirtækja hafí hækkað um allt að 500% á nokkrum vikum, skrifar Bragi Smith. Nokkur stærstu ráðgj afarfyrirtæki á sviði netþjónustu . ■ —— 7 heimsins eru á Norðurlöndum. A undan- förnum 6 mánuðum hefur markaðsverð- mæti þessara ráðgjafarfyrirtækja í Svíþjóð hækkað margfalt. Allt frá því 6 stærstu net- fyrirtækin (Adera, Cell Network, Connecta, Framfab, Icon Medialab og In- formation Highway) birtu afkomutölur fyrstu 9 mánuði ársins hefur gengi þeirra hækkað um nærri 100%. Nokkrar ástæð- ur liggja að baki þess- um hækkunum. Gengi fyrirtækja innan sama geira í Bandaríkjunum hefur hækkað mikið sem hefur leitt til gengishækkunar í Svíþjóð. Þessi sænsku fyrirtæki eru í stöðugri sókn bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa m.a. yflrtek- ið fyrirtæki á heima- markaði til að efla sókn inn á markaði utan Norðurlandanna. Ein meginástæðan fyrir þessari miklu gengis- hækkun er aukin eftir- spurn eftir þjónustu í þessari nýju ört vax- andi atvinnugrein. Þróun nettenginga á árunum1999-2003 Spáð er 100% meðal- vexti á netfyrirtækjum í heiminum milli ára- nna 1999-2003. Til þess að ná árangri á alþjóða- vettvangi leggja fyrirtæki sífellt meiri áherslu á Netið. Samkvæmt könnun International Data Corpora- tion (IDC), verður vöxtur netteng- Bragi Smith _ tt Tríumfih jókundíríöt írá AGUSTARMANNhf UMBOOS- 06 HEIIDVBRSIUN SUNUABCWCi 84 - HKWJAVti KYNNING í das frá kl. 14-19 1 snyrtivöruversluninni Söndru Fjármunir til þróunar Netsins árið 1998 Hlutfall af vergri landsframl. SVÆÐI 0 1% 2% 3% 4% 5% Bandaríkin — T ! Svíþjóð Bretland Noregur Finnland Japan j i Þýskaland r ftalía Spánn g I I Heimild: EITO 1999 Fjármunir til þróunar Netsins árið 1998 Evmr á mann SVÆÐI 0 200 400 600 800 1.000 1.200 Bandaríkin V-Evrópa Sviss Danmörk Svíþjóð Noregur Japan Bretland Finnland Þýskaland Italía Spánn Heimild: EITO 1999 Hlutfali netnotenda á nokkrum svæðum Banda- ríkin Evrópa 33% Finnland ISEá "f A''*' 141 % Svíþjóð ir . 28% Þýskaland 12% ítalia t]4% Heimild: eStats 1999 DEMANTAHUSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Fjöldi netnotenda og spá fram tii 2003 IM-fi N-Ameríka I I Asia/Kyrrah.svæði laaa Evrópa IM Önnur svæði jarðar 350 milljónir 300 250 200 150 100 1998 1999 2000 2001 2002 2003 ________________spá spá spá spá Heimildir: eSlals 1999, Camegie fíesearch inga mestur í Evrópu, eða 60% á næstu 2-3 árum. Bandaríska grein- ingarfyrirtækið eStats (www.emai- keter.com) hefur sérhæft sig í grein- ingu á netmarkaðnum og hefur sagt fyrir um þróun hans um allan heim. Samkvæmt spám eStats voru 95 milljónir manna tengdar Netinu árið 1998. Spáð er að 350 milljónir manna verði nettengdar árið 2003 (sjá mynd 1). Þó svo að aðeins 5% mannkyns búi í Bandaríkjunum er þar að finna 50% af öllum þeim sem tengdir eru Netinu. í Bandaríkjunum er mark- aðurinn smám saman að mettast og er talið að á næstu árum verði vöxt- urinn mestur í Evrópu og Asíu. Til samanburðar má geta þess að í dag hafa u.þ.b. 80% Islendinga aðgang að Netinu. Nú þegar eru netnotend- ur á íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð fleíri en í Bandaríkjunum ef miðað er við höfðatölu (sjá mynd 2). IDC telur að netmarkaðurinn hafi verið metinn á 2.500 milljarða doll- ara árið 1996 en spáð er að þessi tala verði komin í 43.600 milljarða dollara árið 2002. í dag eru Norðurlöndin fremst í heiminum hvað varðar áskr- ift að Netinu og netverslun. Ástæður þess eru nokkrar. Nettenging á Norðurlöndunum er talsvert ódýrari en í öðrum Evrópuiöndum. Fjars- kiptakerfi á Norðurlöndum eru í fremstu röð í heiminum og notkun sí- mtækja, t.d. GSM-síma, eykst dag frá degi. Til dæmis er GSM-sími á 85% finnskra heimila. Árið 1998 eyddu Norðurlöndin TTÍemantafiúsid Urval jólagjafa Stórliöfóa 17, við Gullinbrú, simi 567 4844. www.flis(í/''flis.is • nctfang: flis(í/'itn.is meiri fjármunum í þróun Netsins, ef miðað er við höfðatölu, en önnur lönd í Evrópu, fyrir utan Sviss (sjá mynd 3). í bæði Bandaríkjum og Sviss hafa bankar og aðrar stórar fjármála- stofnanir lagt mikla fjármuni í upp- byggingu Netsins, enda eru netfyrir- tæki í þessum löndum með þeim fremstu í heiminum. Svíþjóð sker sig úr hvað varðar fjárfestingar í Net- inu. Á árínu sem senn er að ljúka vörðu Svíar meiri fjármunum í Netið sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu en nokkur önnur þjóð, utan Bandaríkjanna (sjá mynd 4). Tölvu- eign er algengari á Norðurlöndum, en í öðrum löndum Evrópu. Það má m.a. rekja til þess að í Svíþjóð voru álögur á tölvur lækkaðar árið 1998 og í framhaldinu jukust tölvukaup til muna. Svipaðrar þróunar hefur einn- ig gætt í Danmörku og Noregi á þessu ári. Gengi netfyrirtækja margfaldast i Svíþjóð Flestir fjármálasérfræðingar eru sammála um að erfitt sé að meta virði netfyrirtækja. Formúlur á borð við A/H-, V/E- og V/H-hlutfall gefi ekki lengur rétta mynd af gengi fyr- irtækjanna og beita verði öðrum ráð- um til að finna hið raunverulega virði. Sérfræðingar hafa velt fyrir sér þróun Netsins og hvert netmark- aðurinn á Norðurlöndum stefnir. Undanfarna tvo mánuði hefur gengi flestra netfyi'irtækja á sænska hlutabréfamai’kaðinum hækkað margfalt. T.d. hafa sex þau stærstu hækkað úr 15 milljörðum sænskra króna í 30 milljarða króna á örfáum vikum. Á sama tíma og sænsk fyrir- tæki keyptu upp önnur fyrirtæki í Evrópu til að komast inn á fleiri markaði, hækkaði verðmæti sams- konar fyrirtækja í Bandaríkjunum. Margir helstu fjölmiðlar í Svíþjóð greindu frá því í þyrjun nóvember að gengi helstu netfyrirtækja landsins, s.s. Adera, Cell Network, Connecta, Framfab, Icon Medialab og Infor- mation Highway, væri lægra en samskonar fyrirtækja í Bandaríkj- unum. Þetta hefur orðið til þess að gengi sænsku fyrirtækjanna hefur hækkað mikið. Þannig var gengi á hlutabréfum Icon Medialab 104 sænskar krónur um miðjan nóvem- ber á síðasta ári en er yfir 1.300 krónur í dag. Eins var gengi hluta- bréfa Connecta í kringum 100 sænskar ki’ónur í byrjun október en var 320 í byrjun þessa mánaðar. Þegar borin eru saman sænsk og bandarísk netráðgjafarfyrirtæki kemur í ljós að markaðsverðmæti þeirra amerísku er hærra. Ástæða þess er einfaldlega sú að heima- markaður í Bandaríkjunum er mun stærri. Samkeppni er álíka eða jafn- vel meiri í Bandaríkjunum en á móti kemur að kostnaður er minni. Mark- aðssókn sænsku fyrirtækjanna er kostnaðarsöm, m.a. yfirtökur fyrir- tækja á nálægum mörkuðum, og kostnaður þeirra því mun meiri en hjá samskonar fyrirtækjum í Banda- ríkjunum. Áðumefnd sex sænsk netráðgjafarfyrirtæki hafa aðeins verið skráð á hlutabréfamarkaði í rúmt ár að meðaltali. Á sama tíma og gengi hlutabréfanna hefur margfald- ast hafa sum þessara fyrirtækja átt í rekstrarerílðleikum. Icon Medialab hefur t.d. tilkynnt að endurskipu- leggja þurfi hluta starfseminnar á þessu ári til að fylgja eftir stefnu fyr- irtækisins. Aukin hætta Margir telja að þróun Netsins sé rétt að byrja og vöxturinn verði mjög hraður næstu árin. Hröðust verði þróunin í Evrópu og Asíu þar sem markaðir í þessum heimsálfum geti lært af mistökum markaðarins í Bandaríkjum. Hraður vöxtur þess- ara fyrirtækja felur hinsvegar í sér meiri áhættu. Áhættan felst einkum í því að þessi fyrirtæki komist ekki nógu hratt inn á nálæga markaði og nái ekki að ráða nógu hæft starfs- fólk. Ein mesta áhættan er að fyrir- tækin missi af framtíðarsýn vegna örs vaxtar á þessum markaði. Það verður að teljast líklegt að sum net- fyrirtæki á Norðurlöndum muni ekki standast samkeppnina og leggja upp laupana. Önnur fyrirtæki munu aft- ur á móti ná inn á alla helstu markaði og verða í fremstu röð í heiminum. Hvert verður framhaldið? Að undanförnu hafa flest netráð- gjafarfyrirtæki í Svíþjóð yfirtekið fjölda samkeppnisaðila í Evrópu. Stjórnendur fjögurra þessara fyrir- tækja; Icon Medialab, Framfab, Cell Network og Adera, hafa sagt að eftir fáein ár muni aðeins fimm stór fyrir- tæki stjórna heimsmarkaðnum. Þrjú þessara fyrirtækja telja sig verða meðal þeiira stærstu. Margir telja að þessi mikli vöxtur taki enda innan skamms og að gengi hlutabréfanna muni lækka. Á sama tíma og fjárfestar í netgeh’anum hafa margfaldað fé sitt hefur al- menningur deilt á lífeyrissjóði í Sví- þjóð sem fæstir hafa fjárfest í há- tæknifyrirtækjum. í enda hvers árs verða stjórnendur lífeyrissjóða í Sví- þjóð að greina frá því í hvaða fyrir- tækjum þeir fjárfestu fyrii* almenn- ing. Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessir sömu sjóðsstjórar hafa undanfarið keypt hlutabréf í þessum tæknifyrirtækjum. Það hef- ur orðið til þess að hlutabréfin halda áfram að hækka enda hafa lífeyris- sjóðirnir yfir miklu fjármagni að ráða. Þegar álíka þróun átti sér stað í Bandaríkjunum fyrir fáum árum, þ.e gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum margfaldaðist á skömmum tíma, var meðalaldur fjárfesta lágur. Sama þróun hefur einnig orðið í Svíþjóð. I dag kaupa eldri fjárfestar hlutabréf í tæknifyrirtækjum í síauknum mæli og það eykur enn á eftirspurn og gengishækkanir. Flestir helstu fjármálasérfræð- ingar í Evrópu eru sammála um að hagvöxtur verði hærri á Norður- löndunum en í öðrum löndum Evrópu á allra næstu árum. Spáð er 4% hagvexti í Svíþjóð árið 2000. Einnig er spáð skattalækkun á næsta ári sem talið er að muni hafa mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar í landi. Vegna þess hve vöxtur þessara fyrirtækja hefur verið ör má færa fyrir því rök að gengishækkan- ir í netfyrirtækjum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum að undanförnu séu réttlætanlegar og viðbúið sé að gengi hlutabréfa haldi enn áfram að hækka. Höfundur er sérfræðingur í erlend- um hlutabréfuni hjá Verðbréfastof- unni hf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.