Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DÉSEMBER 1999 ' 29 ERLENT Mannréttindadómstóll Evrópu um bresku drengina sem myrtu James Bulger Fengu ekki réttláta málsmeðferð jrt of Human Rights ~>f Europe Cour eu Reuters. Tveir fulltrúar breskra stjórnvalda hlýddu á er forseti Mannréttinda- dómstóls Evrópu, Luzius Wildhaber, las upp úrskurðinn. Strassborg. AP. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu úrskurðaði í gær að mál tveggja breskra drengja, sem voru dæmdir fyrir morð 1993 er þeir voru 11 ára gamlir, hefði ekki fengið eðli- lega og réttláta meðferð. Fyrir Breta þýðir dómurinn, að þeir verða að gera ýmsar breytingar á réttar- venjum sínum. í úrskurði Mannréttindadómstóls- ins segir að sú ákvörðun þáverandi innanríkisráðherra Bretlands að hækka lágmarksrefsinguna úr átta ára fangelsi í 15 ára fangelsi hafi brotið gegn réttindum Roberts Thompsons og Jons Venables en þeir voru 11 ára gamlir 1993 er þeir voru dæmdir fyrir að myrða James Bulger, tveggja ára gamlan dreng. Auk þess segii-, að það hljóti að hafa verið „óskiljanlegt og yfirþyrmandi" fyrir 11 ára gamla drengi að vera yf- irheyrðir í rétti, sem ætlaður er full- orðnu fólki. Með því hafl verið brotið á rétti þeirra á sanngjarnri máls- meðferð. Refsivald ráðherra afnumið? I úrskurði Mannréttindadómstóls- ins, sem Bretar eru aðilar að, er dómurinn yfir þeim Thompson og Venables ekki ómerktur en líklegt er, að hann muni neyða bresk stjórn- völd til að breyta ýmsum réttarvenj- um, t.d. þeirri, að ráðherra geti ákveðið refsingu fólks undir lögaldri, og einnig því, að fjallað skuli um börn í rétti fyrir fullorðna. Þeir Thompson og Venables voru dæmdir fyrir að hafa leitt James Bulger, tveggja ára gamlan, burt úr verslunarmiðstöð og að járnbrautar- teinum í þriggja km fjarlægð þar sem þeir drápu hann. Þótti glæpur- inn svo skelfilegur, að rétt þótti að taka hann fyrir í rétti fyrir fullorðna. Mannréttindadómstóllinn efast líka um, að drengirnir hafi haft þá lagalegu aðstoð, sem þeir þurftu, enda ekki líklegt, að þeir, aðeins böm að aldri, „óþroskaðir og tilfinn- ingalega heftir", hafi verið færir um að tjá sig við lögfræðingana í ein- rúmi, hvað þá í yfirfullum réttarsal. Lögfræðingar Thompsons og Venables fögnuðu úrskurði Mann- réttindadómstóisins en sögðu, að hann hefði ekki komið á óvart. Þeir Thompson og Venables eru nú 17 ára gamlir en úrskurður Mannréttindadómstólsins getur þýtt, að upphafleg lágmarksrefsing, átta ára fangelsi, verði nú látin taka til þeirra í stað 15 áranna, sem ráð- herrann ákvað. Þeim yrði þá sleppt fljótlega. Denise Fergus, móðir James Bul- gers, kvaðst í gær vera mjög von- svikin með úrskurð Mannréttinda- dómstólsins. Afl til að breytast Athyglisverð bók sem minnir mann á að það er þrennt sem skiptir höfuð máli til að ná árangri í lífinu; skipulag, sjálfsagi og markmið . Linda Pétursdóttir HVlTTfíLSVÍflT tiannun fU^^prentun Breyttu hugsun þinni - breyttu líkama þínum - breyttu lífi þínu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.